Áskorun
Við undirrituð skorum á stjórn Samtakanna '78 að boða til aðalfundar í samræmi við lög félagsins.

Lögmæti aðalfundar þann 5. mars hefur verið véfengt og liggur fyrir lögfræðiálit sem staðfestir ólögmæti fundarins. Megin niðurstöður lögfræðiálitsins eru eftirfarandi:

1. Boða þarf til aðalfundar í samræmi við lög félagsins án frekari tafa
2. Sú stjórn sem situr nú er umboðslaus og allar gjörðir hennar þar af leiðandi líka.
3. Nýtt fyrirkomulag kosninga á fundinum 5 mars var ólöglegt.
4. Ekki voru forsendur fyrir því að BDSM á Íslandi tengdist Samtökunum ´78.
5. Ólöglegt var að ganga til aðalfundarstarfa með þeim hætti sem gert var á félagsfundi þann 9. apríl sl.

Niðurstöðuna má lesa um hér: https://drive.google.com/open?id=0B06T6NnjEO5-Yjh2T1F6ZWdmWm8

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og lögmæti hans verður að vera hafið yfir allan vafa. Umboð stjórnar þarf að vera óumdeilt. Það er nauðsynleg forsenda þess að skapa sátt og samstöðu um störf stjórnar Samtakanna '78 í kjölfar stærsta klofnings innan félagsins í yfir tvo áratugi.

* Athugið að undirskriftalisti verður eingöngu afhentur stjórn Samtakanna '78 og ekki birtur opinberlega

Virðingarfyllst
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn
Kennitala
Staða innan félagsins
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy