Landskrifstofa eTwinning á Íslandi ætlar að veita tveimur kennurum styrk til að sækja starfsþróunarvinnustofu í Kaupmannahöfn dagana 13.-14. mars 2019. Þemað er CRAFT og hvernig eTwinning getur gagnast í CRAFT-verkefnum. Vinnustofan, sem er hluti af Nordic@CRAFT-verkefninu sem Ísland tekur þátt, er skipulögð af landskrifstofu eTwinning í Danmörku og fer fram samhliða Danish Learning Festival.
Hvað er CRAFT og hvernig tengist það eTwinning? Í CRAFT, sem stendur fyrir Creating Really Advanced Future Thinkers, vinna nemendur saman að því að leysa stór og lítil vandamál úr raunheimum með tæknina að vopni ásamt hugviti, sköpun og gleði. Nánar um CRAFT:
http://bit.ly/CRAFTinfosVinnustofan hefst morguninn 13. mars og er því gert ráð fyrir að þátttakendur fljúgi út degi áður, 12. mars.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar.
Fyrir hverja? Kennara með nemendur á aldrinum 12-15 ára
Markmið: Að stofna eTwinning verkefni með öðrum kennara frá Norðurlöndum sem gengur út á að nemendurnir vinna saman við að leysa raunveruleg vandamál (CRAFT)
Tungumál: Enska
Fjöldi kennara frá Íslandi: 2
Hvar? Bella Center, Kaupmannahöfn, Danmörku.
Reynsla af eTwinning? Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í eTwinning.
Ferðastyrkur: Styrkur fyrir tvo kennara í boði fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihald á ráðstefnunni sjálfri (ráðstefnugjald). Við úthlutun er meginreglan sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla. Landskrifstofa tilkynnir um styrkþega dagana eftir umsóknarfrest.
Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum; skrifa ferðafrásögn á blogg eTwinning.
Ath. Styrkur er greiddur út eftir ár. Ferðalangar bóka og leggja út fyrir flugi sjálfir. Kostnaðurinn er endurgreiddur eftir ráðstefnuna þegar ferðalangar hafa skilað ferðaskýrslu. (Landskrifstofa greiðir gistingu og uppihald beint til skipuleggjenda.)