Request edit access
Hard Ice 2 - Sept 30-Oct 3 2019
YFIRLIT

Hæfnismat í jöklaleiðsögn 2 er kennsla/mat sem tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli.
Metin eru helstu atriði í jöklaleiðsögn sem og viðbrögð við slysum. Farið er yfir leiðarval,
sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun.

FORKRÖFUR:

Ætlast er til þess að þátttakendur á Jökla 2 uppfylli eftirfandi forkröfur.
• Að hafa lokið Jökla 1 með jákvæðri umsögn
• Að hafa lágmark 30 daga starfsreynslu, vottuð af Jökla 2 / Jökla 3 leiðsögumanni
• Að hafa gilt ítarlegt fyrstu hjálpar skírteini (70klst)

FÆRNISMAT:

Matið er kennsla/stöðumat. Lagt er mat á færni í samskiptum við gesti, leiðarval,
kennsluhæfni, þekkingu á jöklum, sprungubjörgun og línuvinnu. Einnig er þekking og færni í stærri björgunaraðgerðum metin.
Mat nemenda fer fram heilt yfir alla fjóra dagana í samræmi við helstu áhersluatriði
námsskrá félagsins.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers
námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

RÉTTINDI:

Að færnismati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkun, réttindi til þess að starfa undir
merkjum AIMG á skriðjöklum landsins sem AIMG Aðstoðarjöklaleiðsögumaður (e. AIMG Glacier Guide Apprentice) undir óbeinni leiðsögn AIMG Jöklaleiðsögumanns.

Students are responsible for accommodation, food and transportation.

Price 120.000. Course fee must be payed 10 days prior to the start of the course.

If you have further questions please contact aimgguides@gmail.com

Requirements :
30 days work experience on Hard Ice Outlet glaciers.
Wilderness First Responder certification
Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy