Tillaga um áherslu eða aðgerð fyrir stefnumótandi byggðaáætlun 2017-2023
Vinsamlegast lýstu tillögu þinni í forminu hér á eftir. Vísað er til meginmarkmiða byggðaáætlunar í lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69/2015 sem er að finna undir ítarefni.
Meginmarkmiðin eru:
• að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu
• að jafna tækifæri allra landsmanna til þjónustu
• að jafna lífskjör alls staðar á landinu
• að stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt