Seinni umsóknarfrestur til að sækja um á Afrekslínu Hauka 2015-16 er frá 1.-10. ágúst. en af þeim umsækjendum verður einungis valið inn í þær íþróttir/kyn/árganga sem kann að vera pláss fyrir fleiri nemendur í.
Athugið að þeir sem þegar hafa sótt um (fyrri umsóknarfresturinn rann út 1. júlí 2015) ÞURFA EKKI AÐ SÆKJA AFTUR UM!
......................................
UPPLÝSINGAR - MIKILVÆGT AÐ LESA FYRST ALLT HÉR AÐ NEÐAN VEL!
BREYTINGAR HAFA VERIÐ GERÐAR Á AFREKSSVIÐINU FRÁ ÞVÍ Í FYRRA!
Afrekslína Hauka samanstendur annars vegar af Afreksskóla Hauka, fyrir 8. - 10. bekkinga, og hins vegar Afrekssviði Hauka og Flensborgarskóla, sem er ætlað framhaldsskólanemum í Flensborg en er einnig opið nemendum úr öðrum framhaldsskólum sem og öðrum metnaðarfullum íþróttamönnum sem vilja markvissa fræðslu og kennslu á sviði styrktarþjálfunar og handbolta/fótbolta/körfubolta. Í Afreksskóla Hauka fá nemendurnir námið metið sem valfag í sínum grunnskóla og þeir sem fá hærra en 7 í bóklega hluta námsins fá 2 einingar með sér í framhaldsskóla (áfanginn ÍÞF 182). Á Afrekssviði Hauka hafa nemendurnir fengið námið metið sem 2 einingar á hverri önn (samtals alls 16 einingar) til stúdentsprófið en einingafyrirkomulagið kann nú að breytast í samræmi við breytingu á framhaldsskóla í 3 ára nám.
Aðalkennarar Afrekslínu Hauka eru:
Kristján Ómar, fótbolti og styrktarþjálfun allra hópa
Emil Barja, körfubolti Afreksskóli
Helena Sverrisdóttir, körfubolti Afrekssvið
Gunnar Magnússon, handbolti Afreksskóli
Ragnheiður Berg, handbolti Afreksskóli
Einar Jónsson, handbolti Afrekssvið
Ásamt fjölmörgum aðstoðarkennurum.
KYNNINGAREFNI & ÍTARLEGAR UPPLÝSINGAR
- Smelltu á þessa slóð til að sjá kynningarmyndband um Afreksskóla Hauka:
https://www.youtube.com/watch?v=-ajL99bDius- Smelltu hér til þess að sjá umsagnir Afreksskólanemenda og foreldra sl. 3 ár:
https://sites.google.com/site/afreksskolihaukafeedback/- Smelltu á þessa slóð til að sjá kynningarmyndband um Afrekssvið Hauka:
https://www.youtube.com/watch?v=5ehtogLZvCY- Smelltu á þessa slóð til að sjá glærur með stuttri kynningu á Afrekssviði Hauka:
https://docs.google.com/present/edit?id=0Ae0dTcrL8J3ZZGNtcjd6amtfNTY5Y3Rya2Y2ZDQFarðu inn á þessa slóð til að sjá "Námsskrá Afreksskóla Hauka 2014-15":
https://docs.google.com/document/d/1yLrEZuTnkgZIAuHGIo1N3VFgteWQ1XwNMonRu_Jd_yc/edit?usp=sharing . Foreldrar 2002 módela, kynnið ykkur sérstaklega ákvæðið um mögulega þátttöku 8.bekkinga í Afreksskólanum. Við hvetjum foreldra 8.bekkinga til að sækja um en hafið í huga að aðeins örfáir 8.bekkingar voru teknir inn síðasta vetur.
SKÓLAÁRIÐ
Námið í bæði Afreksskóla Hauka og Afrekssviði Hauka hefst venjulega síðustu vikuna í ágúst mánuði. Nemendur í Flensborg þurfa bæði að sækja um hér og einnig skrá sig á Afrekssviðið hjá Flensborgarskóla.
KOSTNAÐUR
Nám við Afreksskóla Haukar er 15.000 kr. á önn fyrir Afreksskólann og samtals 30.000 kr. fyrir veturinn.
Nám á Afrekssviðið er 19.950 kr. á önn og samtals 39.900 kr. fyrir veturinn) að undanskilinni fyrstu önninni sem kostar 29.950 þar sem viðbótarkostnaðurinn kemur til vegna æfingafatnaðar sem nýnemar fá.
- Þessi námsgjöld eru alveg óháð venjulegum æfingagjöldum hvers flokks. Leikmenn sem eru samningsbundninr Haukum eru sumir með ákvæði um það að þeir geti stundað Afreksskólann eða Afrekssviðið endurgjaldslaust. Í þeim tilvikum þurfa viðkomandi að greiða líkt og aðrir en síðan sækja endurgreiðslu frá sinni deild innan Hauka.
UMSÓKNARFRESTUR
ATHUGIÐ! Fyrri umsóknarfrestur rennur út 1. júlí 2015. Ef þörf krefur þá verður aftur opnað fyrir umsóknir 1.-10 ágúst 2015. Það eru aðeins ákveðið mörg pláss í boði bæði í Afreksskólann og á Afrekssviðið og því mikilvægt að sækja um fyrir 1. júlí 2015 til að eiga sem mestan möguleika á því að komast inn. Þann 15. ágúst 2015 verður tilkynnt hvaða iðkendum býðst að taka þátt í þessum verkefnum á vegum félagsins.