VETRARMÓT FJÖLNIS 2025-2026
Knattspyrnudeild Fjölnis mun halda sín þrjú mót núna í vetur. Fyrst er það Jólamótið sem er haldið í lok nóvember, næst er það Þorramótið í febrúar og að endingu er það Appelsínmótið sem verður í mars. Mótin eru bæði fyrir stráka og stelpur.
Frábær aðsókn var í mótin á liðnu ári og er það von okkar að mótin verði enn glæsilegri í vetur þar sem gott er að koma inn í hlýjuna í Egilshöllinni þegar veður geta verið válynd og spila fótbolta.
Mótin verða fyrir eftirfarandi flokka og nákvæmar dagsetningar eru:
JÓLAMÓTIÐ: 7. flokkur kvk+kk / 29-30. nóvember.
5. leikmenn / Leiktími 10 mín.
ÞORRAMÓTIÐ 8. flokkur kvk+kk / 21-22. febrúar.
5. leikmenn / Leiktími 8 mín.
APPELSÍNMÓTIÐ 6. flokkur kvk+kk / 14-15. mars.
7. leikmenn / Leiktími 12 mín.
Leiknir verða 4 leikir á lið. Innifalið er þátttaka auk mótsgjafa.
Lið spila annan ofangreindra daga, aldrei báða daga.
Úrslit eru ekki skráð því hér er um æfingamót að ræða.
Kostnaður á hvern iðkanda er 3.500 kr.