Þetta er skráning í Hjólaskóla Dr. Bæk sumarið 2014.
1. námskeið: Haldið dagana 10. – 13. júní (4 dagar) við Laugardalslaug. Mæting við aðalinngang laugarinnar. Verð: 14.500 krónur, 15% systkinaafsláttur.
2. námskeið í samstarfi við íþróttafélagið FRAM: Haldið dagana 16. – 20. júní (4 dagar) í Úlfarsárdalnum. Ekki er kennt þriðjudaginn 17. júní. Mæting við Framheimilið, Úlfarsbraut 126, 113 Reykjavík. Verð: 14.500 krónur, 10% systkinaafsláttur.
3. námskeið í samstarfi við íþróttafélagið FYLKI: Haldið dagana 23. – 27. júní (5 dagar) í Norðlingaholti. Mæting við Fylkissel, Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík. Verð: 17.500 krónur, 15% systkinaafsláttur.
Dagleg tímasetning námskeiðanna er frá kl. 13.00 - 16.00, fimmtudagurinn eða föstudagurinn verður langur dagur frá kl. 10:00 - 16:00. Þá verður farið í lengri hjólatúr.
Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða skráningu. Millifærið 5.000 kr. í heimabanka; kt. 440411-2310, reikn. 1110-26-004404 og setjið nafn hjólreiðamannsins í skýringu. Sendið kvittun á
hjolafaerni@hjolafaerni.is. Í sama netfang má einnig senda allar fyrirspurnir vegna námskeiðanna.