1. Ég hef lesið Keppnisreglurnar og samþykki að vera bundinn af þeim og af InternationalSporting Code sem að FIA gefur út, svo og almennum reglum sem að ÍSÍ/LÍA gefur út. 2. Verði þáttökuumsókn mín tekin til greina og mér heimilt að taka þátt í þessari keppni, samþykki ég að halda keppnishaldara eða hverjum þeim sem hann eða keppnisstjórn hefur falið að kynna, auglýsa eða sjá um framkvæmd þessarar keppni eða starfsmenn, umboðsmenn og fulltrúa þeirra skaðlausum frá hverskonar málsókn kröfum og útgjöldum, deyji ég eða slasist, hvernig svo sem það gerist vegna þáttöku minnar í keppninni, sama þó ástæðuna megi rekja til vanrækslu fyrrgreindra aðila. 3. Samkvæmt bestu vitund hafa ökumaður/ökumenn nauðsynlega hæfni til að taka þátt í keppni af þessari tegund og ökutækið sé hæft miðað við akstursskilyrði og hraða sem það kann að ná. 4. Jafnframt lýsi ég því yfir að með undirritun minni að ökutækið sem að skráð er til þáttöku á umsókn þessari er vátryggt í samræmi við íslensk umferðarlög og reglugerð um akstursíþróttir og að vátrygging þess sé í fullu gildi á meðan keppni stendur. Formleg upplýsingatafla keppninnar er heimasíða BS,
www.bks.is