Request edit access
Snati og Óli
Óli er ellefu ára og Snati er átta mánaða gamall. Snati er hvolpur. Hann er kátur og vill leika sér. Þegar Óli er í skólanum er Snati heima hjá ömmu. Amma prjónar sokka og raular gömul lög. Snati liggur á mottu á gólfinu og fylgist með henni. Stundum skoppar hnykillinn hennar ömmu eftir gólfinu og þá lyftir Snati hausnum og ýtir í hann með snoppunni.

Snati bíður eftir helginni. Þá á Óli frí í skólanum og leikur við hann. Stundum fara þeir í gönguferð upp í fjall. Þeir eru með nesti með sér og Snati er svo glaður að hann hleypur margar ferðir upp og niður hlíðina. Þegar þeir koma upp á topp fær Óli sér djús og samloku og gefur Snata stórt bein.

Þegar vinirnir koma heim aftur er Snati svo óhreinn að Óli þarf að setja hann í bað. Amma þarf líka að þvo fötin hans Óla. Um kvöldið sofna vinirnir báðir vel, ánægðir eftir skemmtilegan dag.

Hér er mynd af Snata
Snati er hvolpur. Kvenkyns hundur (mamman) heitir:
10 points
Hver passar Snata þegar Óli er í skólanum?
10 points
Hvað er amma að gera?
10 points
Hvaða dagar eru "helgi"?
10 points
Amma raular gömul lög. Hvað merkir að "raula"?
10 points
Hvað er á myndinni?
10 points
Hvað er þetta?
Snati liggur á mottu á gólfinu. Hvað er motta?
10 points
Óli er með nesti. Hvaða nesti er hollt?
10 points
Submit
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service