Request edit access
Skráning í smiðjur // Sign up for workshop
Um smiðjur

Smiðjurnar verða dagana 20-23. júní ein dagssmiðja kl. 9-16 og ein kvöldsmiðja en þessar smiðjur eru í boði í ár:

-Spunasmiðja- kvöldsmiðja
-Vegglistaverk

Nánar um smiðjur:

Spunasmiðja-Kennari Sara Hrund Signýjardóttir
Smiðjan er kennd fimmtudagskvöldið 22. júní og föstudagskvöldið 23. júní kl. 19:00-22:00
Staðsetning: Edinborgarhúsið, Bryggjusalur
Frítt er á smiðjuna

Á fyrra kvöldinu verður rætt um eðli og gildi spunatónlistar, út frá tónlistarlegum, tilfinningalegum og samskiptalegum grunni. Gerðar verða spunaæfingar á mismunandi hljóðfæri út frá mismunandi þemum. Unnið í hópum og sem einstaklingar.

Á seinna kvöldinu verður aðferðafræðin " Grafic notation" kynnt og æfð. Þar fá þáttakendur tækifæri á að semja spunaverk innan ramma aðferðafræðarinnar og flytja verk sín, einir eða með öðrum.


Mælt er með því að þátttakendur komi með upptökugræjur eða séu með síma sem geta tekið upp tónlistina sem spiluð er.


Aðeins um Kennarann:

Ég heiti Sara Hrund Signýjardóttir, ég er 35 ára og er músíkmeðferðarfræðingur að mennt, Cand. Mag, og nam við Háskólann í Álaborg í Danmörku. Músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða.

Í náminu er lögð mikil áhersla á spunatónlist, heðfbundna sem óhefðbundna því spuni er eitt helsta samskiptatæki músíkmeðferðarfræðinga, sérstaklega í því umhverfi sem ég vann.

Ég vann lengi á geðsviði Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík við músíkmeðferð en er núna kennari við Grunnskólann á Suðureyri og hljóðfærakennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar.

***************************************************************************************************
Vegglistaverk- Kennari Silja Yraola og leynigestur
Smiðjan verður kennd þriðjudag-föstudag 20-23. júní
Staðsettning: Bolungarvík
Frítt er á smiðjuna.

Listasmiðja þar sem sköpunarkraftur náttúrunnar er nýttur í vegglistaverk. Einnig verður fræðsla um náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Námskeiðið fer fram í vettfangsferð þar sem náttúra staðarins er skoðuð. Á öðrum og þriðja degi er niðurstaða vettvangsferðar notað sem efniviður í skapandi vinnu.

Kynningarmynd: https://vimeo.com/170022800

Aðeins um kennarann:

Silja Yrola er á þriðja ári í Landslagsarkítektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Vinnur sem ljósmyndari fyrir Reykjavíkurborg og sjálfstætt starfandi video framleiðslu. Með henni mun koma leynigestakennari.

Hafið samband ef spurningar vakna:
lurfestival@gmail.com

Nafn//Name *
Your answer
Kennitala//ID numer *
Your answer
Tölvupóstur//Email *
Your answer
Símanúmer//Phonenumber *
Your answer
Smiðja//Workshop *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service