Íslandsmót skákmanna í golfi 2015
**** 1.ágúst: Nú er fullt í alla hentuga rástíma í Bylgjan Open þannig að þeir sem skrá sig næstu daga fara á biðlista og detta inn ef einhver af núverandi keppendum forfallast ****

Íslandsmót skákmanna í golfi 2015 verður haldið á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) laugardaginn 8. ágúst nk. Keppt verður í tvíkeppni þar sem árangur í golfi og skák er lagður saman.

Við byrjum í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll kl 9 og teflum 9 umferða hraðskákmót. Að því loknu færum við okkur á golfvöllin og tökum þátt í einu glæsilegasta móti sumarsins sem er Bylgjan Open.  http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=4110bc28-8ff7-4d67-8a03-6ea1ba209958&tournament_id=20778&idega_session_id=e067edd0-7375-4f6d-b0ec-aa87ac01c685

Keppt verður í opnum flokki, en einnig í unglingaflokki (grunnskólanemar).

Ef menn standa sig vel í golfmótinu, þá er möguleiki að komast í gegnum niðurskurðinn og spila þá annan hring á sunnudeginum.

Núverandi Íslandsmeistari er Helgi Ólafsson.  Það þarf að fara að veita honum smá keppni! Íslands- og heimsmetið er 2391 stig og er það í eigu Helga.

Nánari upplýsingar eru á http://chess.is/golf 

Skákdeild Breiðabliks sér um framkvæmd Íslandsmóts skákmanna í golfi.

Skráðir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1HLSblckSAkrmRVeMqsWjptgzblImBhld6-kne8x-LXc/edit?usp=sharing
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn: *
Forgjöf:
Netfang: *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. - Terms of Service - Privacy Policy

Does this form look suspicious? Report