Stuttmyndasamkeppni Ungmenna á Vesturlandi
Aldurstakmark 18 ár, stuttmyndirnar verða sýndar við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi og áhorfendur kjósa um bestu stuttmyndina. Stuttmyndirnar mega vera teknar á síma og í raun hvaða format af myndavél sem er en mega ekki vera lengri en 30 min. Þær mega veria örmyndir sem eru bara einn brandari eða lengri sögur. Þær geta verið heimildarmyndir eða leiknar myndir, tónlistarmyndbönd og tilraunakenndar myndir, formið er frjálst.