Published using Google Docs
Kennsluskrá greina alpa, bretta, skíðagöngu
Updated automatically every 5 minutes

Kennsluskrá SKA

Akureyri maí 2021

Snjóbretti

Með æfingum á snjóbrettum er markmiðið að styrkja iðkendur í sinni íþrótt. Hóparnir ráðast bæði af aldri og getu. Markmiðið með tvíþættri hópaskiptingu er að gefa hverjum og einum tækifæri til að renna sér með sínum félögum og jafnöldrum en einnig hafa möguleikan á að fara á milli hópa ef geta leyfir.
Allir hópar, utan Svarta, eru með þau markmið að efla hvern og einn í færni og byggja ofan á kunnáttuna sem er til staðar. Svarti hópurinn er frábrugðin en sá hópur er meira miðaður að keppni enda þeir sem þar eru orðnir mjög vanir iðkendur með góða getu og stjórn á snjóbrettinu.

Byrjendur (iðkendur á fyrstta ári ) allur aldur

Gulur hópur

Markmið: Að iðkendur geti rennt sér án aðstoðar, beygt í báðar áttir, bremsað og notað toglyftur án aðstoðar. Séu örugg á brettinu í byrjenda brekkum líkt og Hólabraut og geti rennt sér upp á box og/eða litla palla.

Atriði sem iðkendur eiga að kunna:

Öryggir (2 árs iðkendur )

Blár hópur

Markmið: Að iðkendur styrki grunnatriðin og auki færni sína í að renna sér. Þau geti rennt sér hraðar og farið í stærri brekkur, örugg. Þau bæti hæfni sína í að fara á box og palla og nái að stökkva.

Atriði sem iðkendur eiga að kunna:

Vanir (3 til 4 árs iðkendur)

Rauður og brúnn hópur

Markmið: Að iðkendur öðlist færni í parkinu. Geti rennt sér í brattari brekkum, líkt og Strítunni og auki öryggi sitt í rennsli. Bæti við sig rennslistíma. Geti rennt sér við mismunandi aðstæður bæði í braut og utanbrautar.

Atriði sem iðkendur eiga að kunna:

Góðir (5 ára eða lengra komna iðkendur)

Grár hópur

Markmið: Keppnishópur með það markmið að bæta sig færni. Bæti færni sína í parkinu, bæti við hraða og stökkvi hærra. Haldi áfram að safna sér reynslu í brekkunum og geti rennt sér við allar aðstæður örugg. Þeir eiga að geta stokkið á stærri pöllum og lengri handriðum. Eiga að geta gert flóknari trick.

Atriði sem iðkendur eiga að kunna:

Skíðaganga

Markmið æfinga í skíðagöngu eru tvenns konar, annars vegar uppeldismarkmið með áherslu á skemmtun, félagsskap og heilbrigt líferni, og hins vegar afreksmarkmið sem auk framangreindra uppeldismarkmiða, felst í því að leiðbeina og styðja við skíðafólk sem hefur áhuga og hæfileika til að skara fram úr.

Leitast skal við að hver og einn iðkandi fái verkefni við sitt hæfi og að skipulag æfinga sé í samræmi við það.

Þjálfun barna 9 ára og yngri (Grunnur)

Markmið: Iðkendur fái skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem að virkja allan líkamann. Það er lögð áhersla á séræfingar fyrir skíðagöngu þó með það að markmiði að hreyfigrunnurinn verði sem breiðastur. Því breiðari grunnur þeim mun líklegri er iðkandinn til að getað byggt áfram á þeim hreyfigrunni.

Mikilvægt að æfingar sem fjölbreyttar og skemmtilegar ásamt því að félagslegi þátturinn sé hafður í hávegum. Að allir hafi jöfn tækifæri

Keppni, verðlaun og viðurkenningar eftir stefnu ÍSÍ

Til þess að ná þessu er leitast við að iðkendur:

Þjálfun barna 10-12 ára (“Að læra að æfa”)

Markmið: Iðkendur nái grunnfærni í skíðagöngu á sama tíma og byggt er á hreyfigrunninum sem að iðkandinn hefur. Æfingar séu áfram að miklu leyti á leikjaformi, æfingar séu áhugahvetjandi og fjölbreyttar og að lögð sé áhersla á góð gildi og félagslega þáttinn.

Keppni, verðlaun og viðurkenningar eftir stefnu ÍSÍ

Líkamlega eiga iðkendur að:

Tæknilega eiga iðkendur að:

Andlega eiga iðkendur að:

Þjálfun unglinga 13-16 ára

Markmið: (“Að æfa til að æfa”). Iðkendur læri að æfa rétt og að þeir byggi áfram á fyrri hreyfigrunni. Iðkendur finni hvernig þjálfun virkar á líkamann. Að tekið sé tillit til þess að unglingar á þessum aldri eru að þroskast mikið og margt að breytast bæði líkamlega og andlega.

Æfingar eiga áfram að vera fjölbreyttar, áhugaverðar og skemmtilegar með það að markmiði að hjálpa iðkendum að ná eftirfarandi þáttum. Iðkendur aðstoðaðir í að verða sífellt sjálfstæðari í sinni þjálfun og að verða “sinn eigin þjálfari”. Mikilvægt er að iðkendur fái verkefni við sitt hæfi og fái möguleika á að vera á æfingum á sínum eigin forsendum. Áhersla á félagslega þáttinn.

Sumar og vetraræfingar eru hjá þessum æfingahóp.

Keppni, verðlaun og viðurkenningar eftir stefnu ÍSÍ

Líkamlega eiga iðkendur að:

Tæknilegir og taktískir þættir. Iðkendur eiga að:

Andlegir þættir og viðhorf. Iðkendur eiga að:

Þjálfun 17 ára og eldri iðkenda

Markmið: Þjálfunin verði sífellt markvissari og sérhæfðari þó að grunnfærnin gleymist ekki. Æfingar séu áhugaverðar og haft er í huga að iðkendur eru oftast á mjög mismunandi getustigi og með mismunandi markmið með æfingunum. Mikilvægt að iðkendur fái þjálfun við sitt hæfi og á sínum forsendum. Ekki eru allir sem að stefna á toppinn.

Líkamlegir þættir. Iðkendur eiga að:

Tæknilegir og taktískir þættir. Iðkendur eiga að:

Andlegir þættir og viðhorf. Iðkendur eiga að:

Fjallaskíði

Byrjendur á fjallaskíðum

Markmið

Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð.

Að upplifa fjallaskíða íþróttina sem eitthvað eðlilegt og skemmtilegt.

Að læra grunnfærni á skíðum, grófhreyfingar, jafnvægi og stöðu.

Að hafa gaman að því að fara á æfingar.

Að stuðla að jákvæðum viðhorfum gagnvart þjálfun.

Að kynnast samvinnu og gleði í félagsstarfinu.

Að finna félagsskap og framtíðar ferðafélaga

Að öðlast traust og þekkingu að geta valið fjöll og brekkur í fjallandi til að ferðast í örugg

Leiðir

Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum styrk og þoli.

Að þjálfun fari fram í öruggu umhverfi.

Að æfingarnar séu skemmtilegar.

Að allir þátttakendur fá jöfn tækifæri til þátttöku og að reyna á sig og getu sína.

Að æfingar stuðli að sjálfstæði og öryggi í fjallaskíðamennsku

Hvar æfum við

Æfingar innan öruggs svæðis Hlíðarfjalls.

Tækniæfingar í uppgöngu í troðnum brautum á merktu uppgöngu svæði í Hlíðarfjalli

Tækniæfingar í uppgöngu í ótroðnu svæði og í ýmsu færi í litlum bratta utan við troðnar brautir

Skíðun utanbrautar í ýmsu færi auk þess í brautir til að æfa stöður

Skíðun í myrkri á óupplýstu svæði Hlíðarfjalls

Skíðun um allt Hlíðarfjall allt eftir því hvernig færið

Lengri æfingaferðir um helgar, gengið á örugg fjöll þegar vorar og snjó aðstæður öruggari

Lengri æfingaferðir um helgar, í fjalllendi þar sem brekkur eru undir 25 gráðahalla

Hvað gerum við á æfingum

Æfum uppgöngu, stöðu á skíðunum og notkun stafa, farið yfir skreflengd og annað

Æfum grunnatriðin, jafnvægi, staða, stýring og köntun.

Æfum að taka skinn af skíðunum og setja skíðin á í brattlendi og í myrkri

Lærum á snjóflóðaýli

Lærum á að nota skóflu og snjóflóðastöng auk annarra öryggistækja og venja

Lærum umgengisvenjur á skíðasvæðinu og ferðareglur að skíða í fjalllendi

Keppni

Engar keppnir eru haldnar en þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í fjallaskíðakeppnum ef kostur er og áhugi er fyrir hendi.

Fyrir þá sem eru lengra komnir á fjallaskíðum

Markmið

Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð og að stuðla að útbreiðslu á íþróttinni

Að upplifa fjallaskíða íþróttina sem eitthvað eðlilegt og skemmtilegt.

Að bæta grunnfærni á skíðum, grófhreyfingar, vinna í jafnvægi og stöðu í misjöfnu skíðafæri.

Að hafa gaman að því að fara á æfingar.

Að stuðla að jákvæðum viðhorfum gagnvart þjálfun.

Að kynnast samvinnu og gleði í félagsstarfinu.

Að finna félagsskap og framtíðar ferðafélaga

Að öðlast traust og þekkingu að geta valið fjöll og brekkur í fjallandi til að ferðast í örugg

Leiðir

Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum styrk og þoli.

Að þjálfun fari fram í öruggu umhverfi.

Að æfingarnar séu skemmtilegar.

Að allir þátttakendur fá jöfn tækifæri til þátttöku og að reyna á sig og getu sína.

Að æfingar stuðli að sjálfstæði og öryggi í fjallaskíðamennsku

Hvar æfum við

Æfingar innan öruggs svæðis Hlíðarfjalls.

Tækniæfingar í uppgöngu í troðnum brautum á merktu uppgöngu svæði í Hlíðarfjalli

Tækniæfingar í uppgöngu í ótroðnu svæði og í ýmsu færi í meiri bratta utan við troðnar brautir

Skíðun utanbrautar í ýmsu færi auk þess í braut til að æfa stöður

Skíðun í myrkri á óupplýstu svæði Hlíðarfjalls

Skíðun um allt Hlíðarfjall allt eftir því hvernig færið

Lengri æfingaferðir um helgar, gengið á örugg fjöll þegar vorar og snjó aðstæður öruggari

Lengri æfingaferðir um helgar, í fjalllendi þar sem brekkur eru undir 25 gráðahalla

Hvað gerum við á æfingum

Æfum uppgöngu, stöðu á skíðunum og notkun stafa, farið yfir skreflengd og annað

Æfum grunnatriðin, jafnvægi, staða, stýring og köntun.

Æfum að taka skinn af skíðunum og setja skíðin á í meiri brattlendi og í myrkri

Æfum að meta hvenær og hvernig við notum skíðabrodda

Æfum að beita köntum á skíðum við uppgöngu

Æfum að nota ísexi til að stuðla að öryggi

Æfum að bera skíðin upp brattar brekkur

Æfum að nota skíðin við að ganga upp brattar brekkur

Lærum á snjóflóðaýli

Lærum á að nota skóflu og snjóflóðastöng auk annarra öryggistækja og venjur í fjallendi

Lærum umgengisvenjur á skíðasvæðinu og ferðareglur að skíða í fjalllendi

Ræðum veðurspár út frá skipulagið á skíðaferð

Ræðum veður út frá snjóflóðahættu

Ræðum snjóflóðahættur

Ræðum leiðarval

Ræðu klæðaburð

Ræðum öryggismál

Ræðum búnað til að nota við fjallaskíðum, s.s. Skíði, fatnað, skó, skyndihjálp og annað

Hvetjum þátttakendur til að sækja sér aukna fræðslu í t.d. Skyndihjálp, snjóflóðum, rötun o.fl.

Hvetjum þátttakendur að fara á eigin vegum við öruggar aðstæður og örugg fjöll

Leiðbeinum hvaða fjöll og hvaða tími er öruggari frekar en annar

Keppni

Engar keppnir eru haldnar en þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í fjallaskíðakeppnum ef kostur er og áhugi er fyrir hendi.

Alpagreinar 

Markmið æfinga alpagreina eru tvenns konar, annars vegar uppeldismarkmið með áherslu á skemmtun, félagsskap og heilbrigt líferni, og hins vegar afreksmarkmið sem auk framangreindra uppeldismarkmiða, felst í því að leiðbeina og styðja við skíðafólk sem hefur áhuga og hæfileika til að skara fram úr.

Hér að neðan eru taldir upp þeir þættir sem iðkendur eiga að ná tökum á í þjálfuninni og markmið fyrir hvern æfingahóp fyrir sig sett fram ásamt grófri lýsingu á æfingum og leiðum að settum markmiðum. Iðkendum er skipt í æfingahópa eftir aldri, en það getur verið breytilegt milli ára hvaða aldurshópar eru saman á æfingum, háð fjölda iðkenda í hverjum árgangi. Leitast skal við að hver og einn iðkandi fái verkefni við sitt hæfi og að skipulag æfinga sé í samræmi við það.

Þjálfun barna 8 ára og yngri

Markmið

Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð.

Að upplifa skíðaíþróttina sem eitthvað eðlilegt og skemmtilegt.

Að læra grunnfærni á skíðum, grófhreyfingar, jafnvægi og stöðu.

Að hafa gaman að því að fara á æfingar.

Að stuðla að jákvæðum viðhorfum gagnvart þjálfun.

Að kynnast samvinnu og gleði í félagsstarfinu.

 

Leiðir

Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum hreyfiþroska.

Að þjálfun fari fram í formi leikja.

Að æfingarnar séu skemmtilegar.

Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.

 

Hvar æfum við

Haustæfingar með ýmsum leikjum í íþróttasal eða utanhúss fram að opnun Hlíðarfjalls.

Tækniæfingar í litlum bratta t.d. Hólabraut.

Frjáls skíðun og brautir í Hjalla- og Hólabraut.

Leikir um allt fjall.

 

Hvað gerum við á æfingum

Æfum samsíða skíðun og beygjur.

Æfum grunnatriðin, jafnvægi, staða, stýring og köntun.

Förum í skipulagða og frjáls leiki.

Skíðum frjálst.

Keyrum opnar brautir og þrautabrautir.

Lærum umgengisvenjur á skíðasvæðinu.

Keppni

Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku í lok vetrar. Leikur og leikgleði ráða ríkjum í keppni og áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með. Keppt á Andrésar Andaleikunum.Þjálfun barna 8 ára og yngri

Markmið

Að fyrstu kynni af íþróttinni verði jákvæð.

Að upplifa skíðaíþróttina sem eitthvað eðlilegt og skemmtilegt.

Að læra grunnfærni á skíðum, grófhreyfingar, jafnvægi og stöðu.

Að hafa gaman að því að fara á æfingar.

Að stuðla að jákvæðum viðhorfum gagnvart þjálfun.

Að kynnast samvinnu og gleði í félagsstarfinu.

 

Leiðir

Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum hreyfiþroska.

Að þjálfun fari fram í formi leikja.

Að æfingarnar séu skemmtilegar.

Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.

 

Hvar æfum við

Haustæfingar með ýmsum leikjum í íþróttasal eða utanhúss fram að opnun Hlíðarfjalls.

Tækniæfingar í litlum bratta t.d. Hólabraut.

Frjáls skíðun og brautir í Hjalla- og Hólabraut.

Leikir um allt fjall.

 

Hvað gerum við á æfingum

Æfum samsíða skíðun og beygjur.

Æfum grunnatriðin, jafnvægi, staða, stýring og köntun.

Förum í skipulagða og frjáls leiki.

Skíðum frjálst.

Keyrum opnar brautir og þrautabrautir.

Lærum umgengisvenjur á skíðasvæðinu.

Keppni

Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku í lok vetrar. Leikur og leikgleði ráða ríkjum í keppni og áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með. Keppt á Andrésar Andaleikunum.í sem áður var.

Að iðkendum í afrekshópi  sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum.

Æfinga- og keppnisferðir erlendis.

Áhersla lögð á íþróttamannslega framkomu og að iðkendur séu fulltrúar félagsins í æfinga- og keppnisferðum.

Hvar æfum við

Haustæfingar í íþróttasal, líkamsræktarsal og utanhúss fram að opnun Hlíðarfjalls.

Tækniæfingar í ýmsum brekkum.

Frjáls skíðun um allt fjall.

Brautir og módel í Hjallabraut og brekkum ofan Strýtu.

Æfingar erlendis.

Ef aðstæður eru ekki fyrir hendi í Hlíðarfjalli þá er æft á skíðasvæðum í nágrenni Akureyrar.

Hvað gerum við á æfingum

Aukum hæfni hvers einstaklings til að vera afreksskíðamaður.

Iðkendur tileinka sér sömu skíðatækni sem bestu skíðamenn í heiminum hafa.

Áhersla lögð á keppnislíkar æfingar og tímatökur.

Horft á myndbandsupptökur frá æfingum og farið yfir hvað sé gott og hvað megi bæta.

Lærð tækni fínpússuð og iðkendur fengnir til að skynja sína eigin skíðatækni.

Keppni

Þátttaka á punktamótum SKÍ, SMÍ og alþjóðlegum FIS mótum innanlands og erlendis.