Lánastofnun                                                            Reykjavík. dags. 2011

Heimilsfang

Borg eða bær

Mótmæli á endurútreikningi láns og höfnun á nýjum samningum byggðum á þeim:

Með bréfi þessu mótmæli ég þeim endurútreikningi áður gengisbundins láns nr: ___________ sem mér hefur verið sendur og byggir að mínu mati á brotum gegn grundvallarréttindum mínum samkvæmt neytendarétti og Íslensku Stjórnarskránni nr. 33/1944. Þá veitir Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands þegnum landsins grundvallar vernd gegn aðför að eignarrétti þeirra, sem og afturvirkrar skattheimtu og íþyngjandi álaga hvers konar.

Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hefur skuldbundið sig til að virða mín grundvallarréttindi samkvæmt Evrópurétti. Ólögmæt ákvæði lánsins eru á ábyrgð ykkar sem útbjugguð lánapappírana og gáfuð út lánið eða tókust á þau réttindi og skyldur sem þeim fylgja með því að yfirtaka það og ættuð þið því að sjá sóma ykkar í að leiðrétta höfuðstól lánsins undanbragðalaust í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010 (92/2010, 153/2010). Stórkostleg einhliða hækkun vaxta frá umsömdum vöxtum auk afturvirkra vaxtaútreikninga eru aðeins frekari brot á mér sem neytanda.

Ég vek sérstaka athygli á því að greiðslur sem greiddar hafa verið í góðri trú á frá lántöku, hefur verið veitt viðtaka án athugasemda eða fyrirvara af ykkar hálfu sem lánveitanda.  Gefinn hefur verið út fullnaðarkvittun vegna þeirra greiðslna og því er fráleitt að endurvekja þær kröfur afturvirkt þar sem sú fullnaðarkvittun liggur fyrir.

Ég hafna þeim endurútreikningi sem boðinn hefur verið og hafna samningum byggðum á þeim, einnig neita ég að afsala mér þeim réttindum sem ég nýt samkvæmt neytendalögum og stjórnarskrá Íslands.

Staður, dags.

Virðingarfyllst,

_________________________________

Nafn lántaka og kt.

Bréf þetta sendi ég bæði sem ábyrgðarbréf með pósti og í netpósti.