Öryggi og velferð í Reykhólaskóla

 

Grunnskólum ber að gera grein fyrir því hvernig reglum um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009 er fylgt eftir og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk grunnskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í grunnskólum.

Áætlunin tekur ekki til sértækra öryggismála vegna barna með bráðaofnæmi, líkamlega eða andlega sjúkdóma, eða fötlun þar sem fyrir hvert slíkt barn gæti þurft að gera sértækar ráðstafanir.

Í þessu skjali er áætlun um öryggi og velferð barna í Reykhólaskóla að finna.


Efnisyfirlit

Velferð barna og ungmenna        3

Sýn skólans á velferð barna        3

Forvarnarnaráætlun        4

Réttur barna        4

Tilkynningarskylda til barnaverndarnefnda        5

Netöryggi        5

Grunnupplýsingar um nemenda vegna slysa og bráðaveikinda        6

Viðbrögð við óveðri.        6

Stórslys/ náttúruhamfarir        6

Viðbragðsáætlun við náttúruvá        7

Viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda        7

Viðbrögð við óveðri        7

Sjúkrakassi        8

Rýmingaráætlun Reykhólaskóla        9

Öryggi í námsumhverfi        9

Námsgögn og leikföng        13

Íþróttahús        13

Sund        13

Námsumhverfi úti        14

Eftirlit        16

Öryggi á skólaferðalögum        17

Tillaga að skipulagi við undirbúning ferða á vegum skóla:        18

Strætisvagna- og rútuferðir        18

Bátsferðir        18

Akstur með börn í bílum starfsmanna        19


Velferð barna og ungmenna

Reykhólaskóli á að vera griðastaður barnanna og mikil ábyrgð hvílir á starfsfólki að hlúa að börnum og veita þeim öryggi í daglegu starfi. Velferð allra er sameiginlegt verkefni en félagsleg staða nemenda og starfsmanna er ólík. Það er mikilvægt að nemandi njóti bernsku sinnar og eigi góðar minningar úr skóla.

Þegar fjallað er um velferð nemenda er horft til þriggja þátta, þeir eru:

Með ofbeldi er í þessari handbók átt við andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í öllum birtingarmyndum þess.

Meginleiðarljós þessarar handbókar er að sýna fram á hvernig skólaumhverfi Reykhólaskóla ætlar sér að tryggja vernd og umönnun barna og með lögum.

Sýn skólans á velferð barna

Reykhólaskóli staðfestir sýn sína á velferð barna með sýn og stefnu skólans sem byggir á skólastefnu sveitarfélagsins.

Starfsfólk skólans í samvinnu við nemendur og foreldra vilja að í daglegu starfi skólans sé stefnt að því að:

Við markvissa endurskoðun á sýn og stefnu skólans var haft að leiðarljósi að hvert barn væri einstakt og að leiðin til þess að hlúa að hverju barni andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau geti öll notið bernsku sinnar - væri að innleiða eins vel og hægt er núgildandi Aðalnámskrá.

Í Reykhólaskóla einsetur skólasamfélagið sér að hafa virkar áætlanir um samstarf við foreldra, lýðræðislega aðkomu nemenda að skólastarfinu og reyna eftir fremsta megni að nýta hæfileikra allra.

Hlutfall fjölbreyttra kennsluhátta og námsmats eru skilgreindir og skýr viðmið sett til þess að tryggja að mismunandi þörfum nemenda sé fullnægt á öllum námslegum sviðum. Áhersla á að lykilhæfni liti allt skólastarf eykur styrk hvers og eins.

Forvarnarnaráætlun

Endurskoða næst 2021 http://reykholar.is/skoli/aaetlanir/vimuvarnaraaeltun/

Réttur barna

Allir nemendur eiga rétt á að stunda nám við sitt hæfi. Tækifærin eiga að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Jafnrétti til náms þýðir að nemanda eru sköpuð bestu skilyrði á hans forsendum, óháð félagslegri og námslegri stöðu. Nemendur eiga að njóta styrkleika sinna og þeim á að leiðbeina til að draga þá fram. Nemandi sem stöðugt upplifir að verða undir og ná ekki settu marki, finnur fyrir vanlíðan og vanmætti í skóla. Leggja skal áherslu á styrkleika barna og þörf þeirra fyrir vernd og leiðsögn fullorðinna.

Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003, á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 18/1992, segir að með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.

Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, segir að allir sem hafi uppeldi og umönnun barna með höndum skuli sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.

Í Reykhólaskóla er ekkert umburðarlyndi við einelti eða óréttlátri meðferð að neinu tagi, eineltisáætlun og nemendaverndarráð á að tryggja að ekkert barn sé beitt órétti án þess að brugðist sé við því. Sjá eineltisáætlun.

Tilkynningarskylda til barnaverndarnefnda

Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, stendur að hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi, eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, sé skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Sérstaklega er skólastjórum, kennurum, þroskaþjálfum og öðrum þeim sem koma að málefnum barna í skólasamfélaginu skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu óviðunandi. Tilkynningaskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta.

Á vef Barnaverndarstofu má finna verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda.

Nemendaverndarráð Reykhólaskóla tekur við öllum ábendingum og grun um vanrækslu eða illa meðferð á börnum. Listi yfir nefndir og ráð er að finna á heimasíðu skólans http://reykholar.is/skoli/skolinn/nefndir_og_rad/ 

Netöryggi

SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og samtökin Heimili og skóli hafa í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti tekið saman almenn viðmið um birtingu myndefnis, meðferð upplýsinga um börn á netinu og notkun samfélagsmiðla. Viðmiðin gilda einkum um heimasíður skóla, íþróttafélaga og annarra sem koma að æskulýðs- og tómstundastarfi.

Hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti í gegnum ábendingahnapp Barnaheilla.

Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands). Markmið laga og reglugerða um skólahald er meðal annars að tryggja að nemendum líði vel. Mikilvægt er að þeir búi við öryggi og að gagnkvæmt traust ríki í skólasamfélaginu.

Vinna við áætlun um öryggi og velferð barna í Reykhólaskóla mun byggja á handbók Menntamálaráðuneytisins sem má sjá hér;https://mms.is/sites/mms.is/files/lokautgafa_oryggishandbok_grunnskola_agust2015_0.pdf 

Grunnupplýsingar um nemenda vegna slysa og bráðaveikinda

Í Reykhólaskóla eru grunnupplýsingar um nemendur í tengslum við bráðaofnæmi, sjúkdóma eða slys skráðar við upphaf skólagöngu.Í byrjun hvers skólaárs hefur skólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við foreldra og þeir minntir á að uppfæra upplýsingar ef einhverjar breytingar hafa orðið.

 

Nauðsynlegar upplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda

Viðbrögð við óveðri.

http://reykholar.is/skoli/aaetlanir/vidbrogd_vid_ovedri/ 

 

Stórslys/ náttúruhamfarir

1. Skólastjóri/ áfallaráð afli upplýsinga um á hvern hátt atburðurinn tengist skólanum.

2. Haft verði samband við viðeigandi upplýsingamiðstöð, t.d. kirkjuna eða RKÍ.

3. Afla upplýsinga hjá almannavarnanefnd Reykhólahrepps.

Almannavarnir snúast um skipulag og stjórnkerfi sem virkjað er á hættustundu. Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er markmið þeirra að skipuleggja og gera ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða takmarka, eftir því sem unnt er, að:

Almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni.

Umhverfi og eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum.

Veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Lögin taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum.

Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið. Stjórn almannavarnamála í hverju lögsagnarumdæmi er í höndum lögreglustjóra sem hefur almannavarnanefnd sér til fulltingis. Lögreglustjóri fer einnig með stjórn leitar og björgunar í sínu umdæmi.

Mikilvægt er að upplýsingar um viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá séu til staðar í skólanum og þær séu skýrar. Skólastjóri setur upp viðbragðsáætlun fyrir sinn skóla og skal fylgja fyrirmælum almannavarnanefnda á hverjum stað fyrir sig.

Sjá nánari upplýsingar á www.almannavarnir.is

Viðbragðsáætlun við náttúruvá

Íslendingar hafa oft þurft að takast á við óblíð náttúruöfl og hættulegar afleiðingar þeirra. Eldgos með tilheyrandi hraunrennsli, öskufalli og jafnvel jökulhlaupi, aurskriður, sjávarflóð og snjóflóð, jarðskjálftar, óveður og kuldi hafa bæði valdið manntjóni og fjárhagsskaða. Ef náttúruvá steðjar að:

Viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda

Viðbrögð við óveðri

http://www.reykholar.is/skoli/hagnytar_upplysingar/vidbrogd_vid_ovedri/ 

Sjúkrakassi

Í sjúkrakassa á að vera sá búnaður sem talinn er upp í lista yfir innihald sjúkrakassa hér að neðan. Ef fleira er í kassanum getur það tafið starfsfólk við að finna það sem leitað er að. Allir starfsmenn skólans verða að kunna að nota þann búnað fumlaust sem í sjúkrakassanum er.

Notkunarreglur sjúkrakassa

Skólastjóri ber ábyrgð á sjúkrakassa. Ábyrgðarmaður sjúkrakassa og skólahjúkrunarfræðingur sjá um að í honum sé ávallt sá búnaður sem þar á að vera. Eftir notkun á sjúkrakassa þarf ábyrgðarmaður að fara yfir innihald hans. Ef einhvern búnað vantar í kassann á að gera tafarlausar úrbætur á því.

Fjöldi sjúkrakassa í hverjum skóla fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Mikilvægt er að sjúkrakassi sé ávallt aðgengilegur, innan seilingar og að allir starfsmenn viti um staðsetningu hans.

Listi yfir innihald sjúkrakassa

1 rúlla plástur (bréfplástur, heftiplástur). 1 lítil skæri (stálskæri).

1 góð flísatöng (riffluð).

1 stk. 10 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við.

1 stk. 7,5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við.

1 stk. 5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við.

1 pk. skyndiplástur 4 cm (tauplástur). 1 pk. skyndiplástur 6 cm (tauplástur). 1 fetill (þríhyrningur).

5 stk. 10-30 ml saltvatn 0,9%.

Rýmingaráætlun Reykhólaskóla

Unnið var að rýmingaráætlun fyrir Reykhólaskóla skólaárið 2015 - 2016 hvernig skuli bregðast við eldsvoða. Þegar hafa verið gerðar miklar endurbætur á útgönguleiðum. Rýmingaráætlun verður endurskoðuð 2020 nema að breytingar verð á húsnæði skólans. Rýmingaráætlunin er á vefsíðu skólans.

Öryggi í námsumhverfi

Úr handbók menntamálaráðuneytisins. Eftirfarandi listi um öryggi í námsumhverfi í Reykhólaskóla er notaður til viðmiðunar þegar öryggi í námsumhverfi er yfirfarið og gerðar áætlanir um endurbætur á náms- og starfsumhverfi Reykhólaskóla eða þegar endurbætur eiga sér stað. Starfsfólk er ávallt vakandi yfir öryggismálum og halda skólastjóra upplýstum.  

 

Húsnæði og skólalóðir skulu uppfylla kröfur laga um grunnskóla, nr. 91/2008, reglugerðar um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, nr. 657/2009, aðalnámskrár grunnskóla, laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, reglugerðar um öryggi leikvallartækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002 ásamt reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009 og Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins um skóla

þar sem við á. Einnig ber að uppfylla kröfur heilbrigðis- og byggingaryfirvalda til slíkra mannvirkja. Húsnæði, skólalóð og allur

aðbúnaður þarf að vera þannig úr garði gerður að unnt sé að ná markmiðum laga um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla. Er þar sérstaklega átt við að nemendum og starfsfólki skóla sé búið öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem skapar öryggi og vellíðan svo sem varðandi hentugan húsbúnað, hljóðvist og lýsingu, fjölbreytni í náms- og leikaðstöðu og annan búnað.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé meðvitað um þá hættu í nánasta umhverfi sem nemendum getur stafað af svo sem af tækjum og tólum og sjái fyrir þær hættur sem hugsanlega geta komið upp. Ganga þarf úr skugga um að ekki leynist hættur í umhverfi nemenda sem valdið geta slysum og því er mikilvægt að allt umhverfi sé eins öruggt og hægt er. Æskilegt er að reynt sé að koma í veg fyrir eins mikið og hægt er og gera áhættumat.

Starfsmenn

Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar bæði í skólahúsnæðinu og á skólalóð. Ef starfsfólk þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Það hefur komið fyrir að slys eða ofbeldisatvik hafi orðið í og við skóla og enginn starfsmaður verið á svæðinu. Þessu hefði mögulega verið hægt að afstýra hefði starfsmaður verið til staðar.

Skólastofur

Við skipulag og framkvæmd vinnuumhverfis og vinnuaðstæðna í skólastofum skal taka mið af Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins ásamt öðrum þeim vinnuumhverfisvísum, lögum og reglugerðum sem þar er getið. Í verkmenntastofum skal sérstaklega hugað að öryggiskröfum um vélar, tæknilegan búnað, efnisnotkun, loftgæði og loftræstingu og aðgengi að fyrstu hjálp og taka mið af reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009. 

RÆSTING - áætlun um ræstingu. - Í vinnslu 2020.

Hljóðvist

Hávaði hefur ekki einungis áhrif á heyrn og nám. Þekkt er að hávaði veldur streitu og getur haft aðrar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan barna. Til að meta áhrif hávaða á nám og líðan nemenda í skólum er mikilvægt að við reglulegar kannanir sé spurt sérstaklega út í hljóðvist og vinnuaðstæður barna. Mikilvægt er að mælingar séu miðaðar við börn og unglinga og taki sérstakt tillit til heyrnar- og hljóðnæmni þeirra sem og þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum. Mikilvægt er að miðað sé við þau skilyrði sem þarf til þess að börn geti tileinkað sér nám. Ekki er nóg að miða við þau mörk hávaða sem beinlínis skemma heyrn. Mikilvægt er að allur búnaður sé keyptur með góða hljóðvist í huga. Á vef Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna þar sem meðal annars má finna góð ráð gegn hávaða í umhverfi barna. Taka skal mið af viðmiðum í Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins varðandi hávaða. Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa gefið út handbókina Kennsluumhverfið - hlúum að rödd og hlustun sem nýta má við skipulagningu skólastarfs og umhverfis. Einnig er þar að finna lista yfir hagnýt ráð sem eru til þess fallin að draga úr hávaða, en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði.

Rödd og raddvernd

Kennarar þurfa að kunna á atvinnutæki sitt, röddina, og vita hvað getur skaðað það. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg og geta gegnt ætlunarverki sínu, nemandinn þarf að hafa gagn af hlustun og umhverfið má ekki spilla þar fyrir. Reyndin er hins vegar sú að alltof oft vinna þessir þrír þættir – rödd, hlustun og umhverfi – illa saman. Það er mikilvægt að starfsmenn fái fræðslu um raddbeitingu, hvað geti skaðað röddina og leiðir til að koma í veg fyrir raddvandamál. Ættu skólar að huga að þeim þætti reglulega í starfsþróun sinni. Til þess mætti t.d. nota fræðslumyndband um raddvernd og ráð til að draga úr raddþreytu og bækling um raddheilsu kennara.

Matmálstímar

Á matmálstíma, þegar heitur matur er á borðum, er mikilvægt að hugað sé að öryggi nemenda. Ef boðið er upp á heitar súpur eða annan heitan vökva fyrir börn þarf að gæta þess að ekki hellist yfir þau eða þau brenni sig á annan hátt. Mikilvægt er að setja reglur um öryggi í matmálstímum til að koma í veg fyrir brunaslys.

Mikilvægt er að hafa eftirlit með nemendum þegar þeir nota samlokugrill og örbylgjuofna þannig að nemendur eigi ekki á hættu að hella yfir sig heitum mat.

Margir skólar nota samfest borð og bekki á hjólum fyrir nemendur í matsal. Ef borð eða bekkir eru lagðir saman og þeim staflað upp þegar þeir eru ekki í notkun, er mikilvægt að gengið sé frá þeim þannig að þeir séu festir við vegg eða gengið frá þeim á annan tryggan hátt til að koma í veg fyrir slys.

Húsgögn

Bókaskápar og hillur á að festa við vegg óháð hæð. Ganga þarf frá öryggi þeirra á viðeigandi hátt t.d. með því að setja festingar á skápana sem auðvelt er að losa. Sé um varanlega staðsetningu slíkra innanstokksmuna að ræða á að koma fyrir festingu á veggjum. Slíkur frágangur er mikilvægur í tilvikum jarðskjálfta og ekki síst ef barn klifrar upp á skáp. Æskilegt er að velja skilrúm sem eru stöðug eða festa þau við vegg eða gólf.

Öll húsgögn á hjólum geta verið varasöm en þau eru valtari en hefðbundin húsgögn þrátt fyrir þyngd þeirra. Húsgögn á hjólum eiga einnig að vera föst við vegg eða gólf með festingum sem auðvelt er að losa og festa aftur. Ef notuð eru hljómtæki eða sjónvarpstæki á vögnum á að festa tækin niður á vagninn.

Stólar og borð eiga að vera stöðug. Ef þau eru völt eða hlutar þeirra farnir að losna er mikilvægt að strax sé gert við þau til að koma í veg fyrir slys.

Hurðir, hurðapumpur og klemmuvarnir

Slyshætta getur fylgt útidyrahurðum í skólum. Ganga þarf úr skugga um að hurðapumpa sé á útidyrahurð og að eftirlit sé með því að pumpan virki eins og til er ætlast. Klemmuvarnir eiga að vera á öllum hurðum þar sem börn á yngsta stigi dvelja og þær þarf að yfirfara reglulega. Endingartími klemmuvarna er oft skemmri á útidyrahurðum vegna veðurfarsáhrifa á efnið í þeim. Mikilvægt er að hurðastopparar séu settir upp fyrir ofan hurð. Varast ber að hafa hurðastoppara við gólf. Til að koma í veg fyrir slys er mikilvægt að hafa stoppara á rennihurðum sem hindrar að þær skelli upp að vegg.

Opnanleg fög

Mikilvægt er að opnanleg fög séu með öryggislæsingu. Öryggislæsinguna þarf að stilla með þeim hætti að gluggaopið verði ekki meira en 9 cm. Í sumum byggingum eru gluggar notaðir sem neyðarútgangar. Opnanlegu fögin á þeim eru stór og verða að hafa læsingu sem auðvelt er að opna ef koma þarf fólki út úr brennandi húsi en vera þó þannig úr garði gerð að yngri börn geti ekki opnað hana. Í byggingum með gluggum sem ná niður á gólf og þar sem aðgengi barna að þeim er auðvelt skal setja öryggisgler.

Gluggakistur

Ganga þarf frá gluggakistum þannig að börn geti ekki fest fætur í þeim. Í mörgum eldri húsum eru gluggakistur mjög djúpar og oft er haft bil frá vegg að gluggakistu til að hiti komist upp. Bilið má ekki vera meira en sem nemur 25 mm.

Gardínubönd

Gardínubönd geta vafist um háls barna. Gardínum með snúru eða perlukeðju, t.d. rúllugardínur og rimlagardínur, sem notuð eru til að draga þær upp eða niður skal ganga þannig frá að snúran skapi ekki hættu fyrir börn. Það má til dæmis gera með því að ganga frá snúrum upp á snúrustytti sem festa þarf ofarlega í gluggakarminn. Perlukeðjur er einnig hægt að setja upp á öryggishjól sem fest er á gluggakarminn að innanverðu.

Miðstöðvarofnar, rafmagnsofnar, blöndunartæki og heitt vatn

Heitir miðstöðvarofnar og heitt vatn geta valdið alvarlegum brunaslysum. Mikilvægt er að byggja utan um ofna eða haga frágangi á þann hátt að ekki hljótist slys af. Lagnir sem eru utanáliggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim. Rafmagnsofnar eru hættulegri en hefðbundnir miðstöðvarofnar. Af þeim getur stafað eldhætta og því skal fylgja leiðbeiningum framleiðenda ef það þarf að hylja ofnana. Einnig þarf að gæta þess að staðsetja ekki húsgögn eða annan búnað of nálægt þeim. Hitastýrð blöndunartæki, með heitu vatni sem að hámarki verður 38°C, eiga að vera á öllum handlaugum í skólum og í sturtum/handsturtum til að koma í veg fyrir að börn brenni sig á heitu vatni.

Stigar og tröppur

Bil á milli rimla má ekki vera meira en 89 mm. Það sama gildir um bil á milli gólfa og handriða. Opið í opnum þrepum má ekki vera meira en 89 mm.

Gæta þarf að því að þrep séu ekki hál. Gæta þarf vel að því að ekki sé notað efni á gólf sem veldur hálku.

Handrið eiga að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Lágmarkshæð handriða er 120 cm. Handrið eiga að vera með lóðréttum pílum til að hindra klifur.

Salerni

Við hönnun og frágang salerna skal taka mið af byggingarreglugerð, nr.112/2012 og reglugerð um hollustuhætti, nr. 941/2002. 

Eldhús

Í skólaeldhúsum er mikið af hættulegum hlutum, s.s. ýmis tæki til matreiðslu og beittir hnífar, því þarf að vera hægt að loka eldhúsinu. Í skólum, þar sem opið er inn í eldhús eða nemendur eiga þangað erindi sem hluta af sínu námi, á að ganga þannig frá tækjum og tólum að þeir geti ekki skaðast af þeim.

Eiturefni og eitraðar plöntur

Öll eiturefni og önnur hættuleg efni skulu geymd í læstri geymslu og gengið þannig frá þeim að nemendur hafi ekki aðgang að þeim nema undir eftirliti kennara.

Mikilvægt er að starfsfólk þekki aðvaranir á umbúðum. Lista yfir merkingar eiturefna er að finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Ef plöntur eru í skólanum ber að ganga úr skugga um að þær séu ekki eitraðar. Hér má finna lista yfir eitraðar plöntur.

Rafmagnsöryggi

Samkvæmt byggingarreglugerð, nr. 112/2012 skulu vera lekastraumsrofar (lekaliðar) í öllum byggingum. Lekastraumsrofi er öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir rafmagnslys. Rík krafa er gerð til rafmagnstækja og öryggis þeirra. Ef tækin brotna eða rafmagnssnúrur þeirra trosna er mikilvægt að slíkt sé lagað.

Flestar innstungur eru með öryggislæsingu sem kemur í veg fyrir að börn geti stungið hlutum inn í þær og þannig fengið rafstraum. Ef innstungur brotna eða losna frá vegg er nauðsynlegt að gera við þær strax.

Fjöltengi geta verið varasöm. Það má ekki nota brotin fjöltengi eða fjöltengi þar sem rafmagnssnúran eða klóin er farin að skemmast.

Kerti og eldfim efni

Fara skal þannig með eld, eldfim efni og önnur hættuleg efni að engin hætta sé á því að eldsvoði eða tjón af völdum mengunar geti af því hlotist. Æskilegt er að banna alla notkun kerta í skólum. Í allri umgengni við opinn eld skal sýna aðgát og ekki skal skilja logandi kerti eftir eftirlitslaus meðan starfsmaður víkur frá. Kveikjarar og eldspýtur skulu geymdar í læstum hirslum.

Námsgögn og leikföng

Við val á námsgögnum og leikföngum verður að hafa í huga að þau hæfi aldri og þroska þeirra barna sem þau eru ætluð. Mikilvægt er að skoða viðvörunarmerkingar vel og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja leikfanginu. Leikföng og leiktæki skulu uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 944/2014 og vera CE merkt. Starfsfólk skóla skal framkvæma reglubundið eftirlit með námsgögnum og leikföngum samkvæmt gátlista sem skólinn útbýr.

CE merkingar

Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE merkt. CE merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum sem gilda hér á landi. CE merkið er ekki öryggis- eða gæðastimpill heldur til staðfestingar á því að leikfangið uppfylli kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar samkvæmt CE staðli.

Íþróttahús

Skólastjóri og íþróttakennarar skulu gæta fyllsta öryggis nemenda á þeirra vegum. Skólastjóri skal fara yfir öryggismál í íþróttakennslu með íþróttakennurum skólans og skulu þeir vinna samkvæmt öryggishandbók þessari ásamt reglum um öryggi í íþróttahúsum.

Ábyrgð íþróttakennara

Íþróttakennari skal ganga frá öllum búnaði á öruggan hátt og yfirfara salinn áður en kennsla hefst og fjarlægja hluti sem mögulega geta valdið slysum. Gæta skal sérstaklega að því að gengið sé frá öllum mörkum þannig að þau geti ekki dottið yfir börn.

Ef íþróttakennari biður nemendur að aðstoða sig við að ná í búnað eða ganga frá honum er mikilvægt að hann tryggi að örugglega hafi verið gengið rétt frá áður en börnin fara í búnaðargeymslu.

Æskilegt er að íþróttakennari ráðleggi nemendum og foreldrum um réttan fatnað og skó sem hæfa íþróttakennslunni.

Sund

Í sundkennslu á vegum grunnskóla skal fara eftir reglugerð frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, nr. 814/2010 og Öryggishandbók fyrir sund og baðstaði.

Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu ávallt gæta þess í samvinnu við starfsfólk sund- og baðstaða að nemendur fari ekki að laug á undan þeim. Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu aldrei víkja frá laug fyrr en allir nemendur eru farnir inn í búnings- eða baðklefa. Þau varúðaratriði sem laugarverðir eiga að fylgja gilda einnig fyrir kennara og þjálfara nemenda.

Í 15. grein reglugerðarinnar stendur: „Starfsmenn sem sinna laugargæslu, sundkennarar og sundþjálfarar skulu hafa náð 18 ára aldri og standast hæfnispróf árlega samkvæmt III. viðauka. Prófskírteini skulu vera starfsmönnum heilbrigðiseftirlits aðgengileg.“ Nánari upplýsingar um hæfnispróf starfsmanna er að finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Ábyrgð skólastjóra og sundkennara

Skólastjóri ber ásamt sundkennara ábyrgð á að reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og Öryggishandbók fyrir sund og baðstaði sé framfylgt. Það skal tekið fram að þó að reglugerðin geri miklar kröfur til rekstraraðila ber sundkennarinn fyrst og fremst ábyrgð á öryggi nemenda. Sundkennari má því aldrei víkja frá nemendum meðan á kennslu stendur. Í öllum sundlaugum þar sem skólasund fer fram skal vera virkt samstarf sundkennara og öryggisgæslu sundlaugar um öll öryggisatriði er snúa að skólasundi. Í laugum sem ekki hafa laugarverði vinnur skólastjóri að gerð öryggisferla í samvinnu við sundkennara.

Námsumhverfi úti

Um öryggi á skólalóðum gildir reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002. Reglugerðin tekur á öllum þáttum er lúta að öryggi barna.

Ekki má staðsetja leiksvæði þar sem ætla má að börnum geti stafað hætta eða ónæði af umhverfinu svo sem frá umferð, vegna fallhættu eða hættu á drukknun. Aðkoma að svæðinu fyrir gangandi, hjólandi og eftir atvikum akandi vegfarendur skal vera þannig að ekki skapist óþarfa hætta á og við leiksvæðið.

Hafa skal í huga:

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er öryggisvísir leiksvæða sem gagnlegt er fyrir skólastjóra og rekstraraðila að kynna sér.

Starfsmenn

Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar í frímínútum og ferðum á vegum skólans. Ef starfsfólk á útivakt í frímínútum þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita.

Lýsing

Í kringum skóla og á öllum leiðum að skóla, hvort heldur er frá bílastæði, gönguleið eða hjólastígum, þarf lýsing að vera jöfn, heildstæð og kröftug en ekki blindandi. Lýsing þarf að taka mið af öllum notendum. Æskilegt er að birta á umferðarleiðum milli bygginga og lóða vera nægjanleg til að allir aldurshópar geti athafnað sig óhindrað og af fullu öryggi. Þar sem gert er ráð fyrir umgengni almennings ætti að taka tillit til heildaráhrifa þannig að tryggt sé að hvergi verði staðbundin, ófullnægjandi birtuskilyrði sem skapað geti slysahættu. Skipta þarf strax um perur og lagfæra ljós sem bila.

Ljósastaurar, girðingar og hlið úr járni

Ef girðingastaurar, ljósastaurar og hlið eru úr járni, t.d. galvaniseruð, þarf að mála þá upp í 1,5 m hæð því annars er hætta á að börn geti fest við þá tungu eða fingur í frosti. Gagnlegt getur verið að mála alla ljósastaura í áberandi lit til að sjónskertir sjái þá.

Ruslaskýli, tunnur og gámar

Huga ber að því að ruslaskýli, tunnur og gámar, sem eru staðsett upp við skólabyggingar, geta haft ákveðna hættu í för með sér svo sem brunahættu vegna íkveikju í rusli og fallhættu ef börn nota það sem tröppur til að komast upp á byggingar.

Hjólastandar

Mikilvægt er að við grunnskóla séu hjólastandar þannig að börn geti gengið frá hjólum sínum á öruggan hátt. Hjólastandar þurfa að vera staðsettir þar sem ekki er hætta á að fólk falli um þá, helst nokkrum metrum frá inngangi. Mikilvægt er að merkja svæðið í kringum þá þannig að sjónskertir einstaklingar sjái þá.

Umferð og bílastæði við skólalóð

Þegar barn byrjar í skóla þarf að kynna foreldrum/forráðamönnum barnsins aðkomu umferðar að skólanum. Slíkt dregur úr líkum á að hætta skapist vegna umferðar á álagstímum.

Mikilvægt er að allir sem erindi eiga í skóla komist þangað á öruggan hátt gangandi, hjólandi og/eða akandi. Þess skal gætt að umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda sé aðskilin eins og hægt er.

Æskilegt er að bílastæði við skóla sé staðsett við skólabygginguna og merkt sérstaklega fyrir starfsfólk og foreldra.

Gangbrautir skulu merktar þannig að sá sem ekur inn á bílastæðið sjái hvar þær eru.

Nauðsynlegt er að taka á hraðakstri við skóla með bættri hönnun umferðarmannvirkja og liðsinni lögreglu.

Göngu- og hjólaleiðir barna í skólann

Æskilegt er að sem flest börn gangi eða hjóli í skólann en þannig skapast minni hætta af umferð ökutækja við skólann. Mikilvægt er að kynna árlega öruggar göngu- og hjólaleiðir og ábyrgð foreldra á öryggi barna á leið í og úr skóla. Ávallt skal gæta öryggissjónarmiða í þessum efnum. Æskilegt er að skólinn hafi frumkvæði að því að hvetja börn til að nota hjálm við hjólreiðar. Á vef Samgöngustofu eru upplýsingar um öryggisbúnað vegna hjólreiða. Í handbókinni eru nokkur góð ráð um gönguleiðir barna í skólann.

Akstur með aðföng og önnur umferð á skólalóðinni

Þar sem ekki er séraðkoma bíla með aðföng er mikilvægt að fara yfir hvar hentugast er að bílar komi að skólahúsnæðinu án þess að ógna öryggi barna. Kynna þarf fyrir bílstjórum eða merkja vel bestu og öruggustu leiðina fyrir þá til að koma með aðföng í skólann. Æskilegt er að aðstæður séu skipulagðar þannig að stór ökutæki þurfi ekki að aka afturábak á skólalóð eða þar sem vænta má barna.

Göngustígar og gangstéttar

Göngustígar og gangstéttar eiga að vera með slétt yfirborð. Ef meira en 2 cm mishæð er til staðar er hætta á falli. Ef hættulegar misfellur eru komnar í gangstéttar/göngustíga er mikilvægt að það sé lagað sem fyrst.

Niðurföll á göngustígum/gangstéttum eiga að vera:

Tröppur, rampar og handrið

Tröppur, rampar og handrið eiga að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar, nr. 112/2012. Æskilegt er að handrið sé við allar tröppur. Ef brotnar upp úr þrepum eða þau losna þarf að gera við þau strax.

Hálka

Mikilvægt er að huga að hálkuvörnum í kringum skóla. Skýr verkaskipting þarf að vera á meðal starfsmanna sveitarfélaga hvað hálkuvarnir varðar. Áður en starfsemi hefst í skólanum þarf að vera búið að hálkuverja. Sama gildir um snjómokstur.

Þar sem því verður við komið ættu gönguleiðir að skólabyggingum að vera hálkuvarðar t.d. með hita undir gangstéttum/göngustígum. Ef ekki er hiti undir gangstéttum/göngustígum er mikilvægt að rekstraraðili sjái til þess að leysa þann vanda með söltun eða sandburði. Æskilegt er að rekstraraðili geri leiðbeiningar um hálkuvarnir í samvinnu við skólastjóra. Ganga þarf úr skugga um að þær séu virkar.

Bílastæði geta oft verið mjög hál og því mikilvægt að þar séu gerðar sambærilegar ráðstafanir.

Leikvallatæki

Leikvallatæki þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikvallatækja og svæða og eftirliti með þeim nr. 942/2002.

Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002 kemur fram að:

Eftirlit

Eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum skal vera í samræmi við kröfur samkvæmt staðlaröðinni ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177 sem taldir eru upp í viðauka I með reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002. Neytendastofa hefur eftirlit með því að leikvallatæki á markaði uppfylli settar reglur um öryggi.

Um málsmeðferð og réttarfarsúrræði fer eftir ákvæðum laga markaðsgæslu, nr. 134/1995. um öryggi vöru og opinbera

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með því að farið sé að ákvæðum laga varðandi leikvallatæki í notkun og öryggi leiksvæða. Tíðni þess eftirlits er háð mati eftirlitsaðila og við slíkt mat skal tekið tillit til umfangs og innra eftirlits þess leiksvæðis sem um ræðir. Heilbrigðisfulltrúi skal hafa aðgang að öllu skráðu og skjalfestu efni er eftirlitið varðar.

Innra eftirlit

Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 94/2002 segir að:

Eftirlit starfsmanna

Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 94/2002 segir að reglubundna yfirlitsskoðun geti þurft að framkvæma daglega í skólum allt eftir notkun og álagi á leiksvæðinu. Tilgangur hennar er að greina strax þær hættur sem geta stafað af skemmdarverkum, notkun, sliti eða veðrun. Dæmi um þetta er hættulegt rusl, skemmd leikvallatæki, lausar festingar leikvallatækja og marka, slitnir hreyfihlutir, flísar, útistandandi naglar og skrúfur og óvarðar undirstöður

Öryggi á skólaferðalögum          

Þegar ferðir eru skipulagðar á vegum Reykhólaskóla er eftirfarandi haft til viðmiðunar og reynt að tryggja öryggi barna með öllum tiltækum ráðum:                  

Þegar ferðir eru skipulagðar þarf að gæta þess að ekki sé farið með börn á staði sem þau ráða illa við sökum aldurs eða þroska svo sem fjallgöngur eða á svæði sem þau eiga mjög erfitt með að fara um eða hættur gætu leynst á. Mikilvægt er að tryggja að börn verði aldrei viðskila við starfsfólk skóla í ferðum. Æskilegt er að starfsmenn hafi gsm síma með í ferðalögum á vegum skóla.                                

Tillaga að skipulagi við undirbúning ferða á vegum skóla:                                           

Strætisvagna- og rútuferðir                                

Kaflinn um „Öryggi í skólaferðalögum“ gildir um strætisvagna- og rútuferðir. Tryggja þarf að í bifreiðinni sé viðeigandi öryggisbúnaður. Mikilvægt er að tryggt sé eitt sæti fyrir hvert barn þannig að öll börn geti notað viðeigandi öryggisbúnað eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Í reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum, nr. 348/2007 er að finna allar upplýsingar um hvernig tryggja skuli börnum öryggi í ökutækjum.

Ef um skólaakstur er að ræða gilda sömu reglur. Einnig gilda reglur um skólaakstur í grunnskóla, nr. 656/2009.

Tillaga að verklagi við strætisvagnaferðir er í viðauka.

Bátsferðir                        

Kaflinn um „Öryggi í skólaferðalögum“ gildir einnig í bátsferðum.                

Skipuleggja þarf bátsferðir tímanlega og kanna hvort viðkomandi bátur hafi leyfi til fólksflutninga en slíkir bátar og skip þurfa að hafa viðeigandi öryggisbúnað og skráðan hámarksfjölda farþega. Afla þarf samþykkis foreldra fyrir slíkum ferðum.

                                        

Þegar farið er um borð eða frá borði er æskilegt að fylgja tillögum um verklag við strætisvagnaferðir. Við komu um borð í skipið eða bátinn skal sá sem er ábyrgðarmaður í ferðinni kynna sér hvar björgunarbúnað er að finna og kanna rýmingaráætlun.

Akstur með börn í bílum starfsmanna

Sveitarfélög ættu að setja sér reglur um hvort starfmönnum sé heimilt að aka barni í eigin bíl þegar minniháttar slys verða og barn þarfnast aðhlynningar en ekki næst í foreldra/forráðamenn. Ef slíkt er heimilað þarf að gæta þess að barnið noti viðeigandi öryggisbúnað samkvæmt reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum, nr. 348/2007.

Starfsmaður skóla ætti aldrei að vera einn þegar hann ekur barni til aðhlynningar heldur ætti annar starfsmaður að vera með í för til að sinna barninu þannig að ökumaður geti einbeitt sér að akstrinum.

Í sveitarfélögum sem ekki heimila starfsfólki að aka börnum í eigin bíl á heilsugæslu eða slysadeild þarf að hringja eftir leigubíl. Þau sveitarfélög sem eru með slíkar reglur ættu að ganga úr skugga um að bílarnir hafi viðeigandi öryggisbúnað sem hæfir aldri barna hverju sinni.

Byggt á "Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum". 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið