Námsvísar
2020-2021

Inngangur
Leiðtogaþjálfun og skólaþing
Þema
1 - 2. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
List- og verkgreinar
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Skólaíþróttir
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
3. - 4. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
List- og verkgreinar
Náttúrugreinar (þema)
Skólaíþróttir
Samfélagsgreinar (þema)
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
5. - 6. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
List- og verkgreinar
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Skólaíþróttir
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
7. - 8. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
Skólaíþróttir
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
9. - 10. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
Náttúrugreinar
Samfélagsgreinar
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
Valgreinar fyrir 7 - 10. bekk
Skólahreysti
Þýska
Stuðningur í Álfaborg og Vinaborg
Íþróttafræði
Myndlist
Handverk
Heimilisfræði
Inngangur
Í námsvísum má finna ítarlegar upplýsingar um áherslur í kennslu á hverju aldursstigi fyrir sig. Námsvísar eru hluti af starfsáætlun Valsárskóla og eru í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. Þannig má búast við því að námsvísar taki breytingum og séu lifandi plagg.
Leiðtogaþjálfun og skólaþing
Í Valsárskóla eru reglulega haldin skólaþing og leiðtogaþjálfun með öllum nemendum skólans frá 1.-10. bekk. Með þeirri nálgun er unnið að hæfniviðmiðum fyrir lykilhæfni úr Aðalnámskrá grunnskóla.
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
| - Nemendur taka reglulega þátt í bekkjarfundum og skólaþingum og læra þannig að taka þátt í umræðum og lýðræðislegum vinnubrögðum, tjá hugsanir, færa rök fyrir máli sínu og hlusta á aðra.
| Virkni og þátttaka |
- Skapandi og gagnrýnin hugsun
| - Nemendur ræða á viðeigandi og skýran hátt um málefni, hlusta á rök og mismunandi skoðanir. Lögð er áhersla á að færa rök fyrir máli sínu og undirbúa málsmeðferð.
| Virkni og þátttaka |
| - Nemendur stýra verkefnum í samvinnu við aðra í leiðtogaþjálfun og þjálfast þannig bæði sjálfstæði, frumkvæði, samvinnu, ábyrgð og virkni.
| Virkni og þátttaka
|
- Nýting miðla og upplýsinga
| - Nemendur nota ýmsar leiðir til að kynna eigin verkefni í leiðtogaþjálfun og miðla efni og viðfangsefnum til samnemenda og starfsfólks.
| Virkni og þátttaka |
- Ábyrgð og mat á eigin námi
| - Nemendur taka þátt í umræðum á bekkjarfundum um markmið náms, vinnubrögð og leiðsagnarmat. Auk þess er leiðsagnarmat virkt í öllu námi nemenda og á samtalsdögum með foreldrum og nemendum.
| Virkni og þátttaka |
Þema
Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og að nemendur vinni heildstæð verkefni. Unnið er með samþættingu í íslensku, samfélags- og náttúrufræðigreinum ásamt upplýsinga- og tæknimennt. Í skólanum er samkennsla tveggja árganga og því var sett upp skipulag fyrir þemu og áherslur í hverri bekkjardeild. Er það gert svo nemendur upplifi ekki endurtekningu heldur séu alltaf að bæta við sig. Hæfniviðmið aðalnámskrár í náttúru- og samfélagsgreinum voru höfð til hliðsjónar við val á viðfangsefnum. Haustið 2020 erum við búin að kenna samkvæmt þessu skipulagi í tvö ár og er það enn í þróun. 9.-10. bekkur hefur ekki verið í þemakennslu síðustu ár að ósk nemenda sem óskuðu eftir að hafa kennsluna greinaskipta.
- ár (2020-2021)
| 2. ár (2021-2022) |
Lífríkið 1.-2. b Smádýr í náttúrunni, pöddur og smádýr í fjöru og á landi 3.-4. b Húsdýr og villt dýr 5.-6. b Hafið, fiskar, svif, áta/svifdýr 7.-8. b Líf í fersku vatni, fæðukeðjur, vistfræði, tilraunir, skýrslur, ljóstillífun | Umhverfis- og náttúruvernd 1.-2. b Sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting og umhverfisstefna sveitarfélagsins 3.-4. b Flokkun á úrgangi 5.-6. b Neysluvatn, mengun, fráveitumál, úrgangsmál og umhverfisstefna sveitarfélagsins 7.-8. b “Vistvænir” þjóðflokkar (sjálfbær þróun), náttúruauðlindir og nýting, loftslagsbreytingar og mengun í heiminum og hvað má betur fara í náttúruvernd í okkar sveit? |
Mannslíkaminn 1.-2. b Lífsskilyrði manna, virðing fyrir ytra útliti, heiti líkamshluta, einkastaðir, hvernig barn verður til 3.-4. b Líffærakerfin, heilbrigt líferni, beinagrindin 5.-6. b Líffærakerfin, kynþroskinn, skilningarvitin 7.-8. b Heilbrigði - frumur, fóstur, líkami (næring) og sál (samskipti), kynheilbrigði og forvarnir | Íslandssaga 1.-2. b Landnámsmenn Íslands 3.-4. b Úr sveit í borg, sveitin og landið, heimilið og störfin 5.-6. b Landnámsmenn - saga Leifs heppna, landafundir, daglegt líf, þjóðveldi, trúarbrögð og rúnir 7.-8. b Frá landnámi til siðaskipta - Alþingi, miðaldir á Íslandi, Sturlungaöld, þjóðfélag, samfélag, siðaskipti og stjórnmál
|
Jörðin okkar (landafræði) 1.-2. b Heimsálfurnar 3.-4. b Ísland - landakort, náttúruhamfarir, loftslag og gróðurfar 5.-6. b Ísland - 7.-8. b Evrópa - samfélög, saga, staðir, veður - loftslagsbreytingar | Fjölbreytileikinn (jafnrétti og lýðræði) 1.-2. b Örkin hans Nóa - Lítil kraftaverk 3.-4. b Barnasáttmálinn og trúarbrögð 5.-6. b Börn í okkar heimi - flóttamenn og farandfólk, fordómar og þröngsýni, stríð í heimi, fátækt og hungur 7.-8. b Jafnrétti, kynjahlutverk, frelsi, samhjálp, hafa áhrif í eigin samfélagi
|
Saga mannkyns (útlönd, styrjaldir) 1.-2. b Fyrstu samfélögin - frumbyggjar 3.-4. b Saga mannkyns 5.-6. b Rómaveldi 7.-8. b Miðaldir | Himingeimurinn (stjörnufræði/jarðfræði) 1.-2. b Pláneturnar, sólkerfið, tíminn, jarðfræði Íslands 3.-4. b Eldgos og eldfjöll 5.-6. b Stjörnufræði, jörðin, tunglið og stjörnurnar, tíminn og árstíðirnar 7.-8. b Innri gerð jarðar, flekar, eldsumbrot/jarðhræringar, áhrif mannsins á jörðina
|
Tækni 1.-2. b Áhrif tækni á nánasta umhverfið, forritun 3.-4. b Tæknin, bílar 5.-6. b Íslenskar atvinnugreinar og framleiðsla, rafmagn 7.-8. b Tækninýjungar - netið og GPS, vistvæn hönnun, matur/erfðabreyting/ræktun, náttúran og tækni | Leiðtogar - skólinn okkar (á eftir að vinna nánar) 1.-2. b
3.-4. b
5.-6. b
7.-8. b
|
Heimabyggðin 1.-2. b Nánasta umhverfi, heimili og örnefni 3.-4. b Landnám, þjóðsögur og álfabyggð í heimabyggð 5.-6. b Fyrirtæki og atvinnulíf í heimabyggð 7.-8. b Stjórnsýsla, aðalskipulag, minjastofnun og félög/félagasamtök í heimabyggð | Vísindi (á eftir að vinna nánar) 1.-2. b Að finna tæknina í umhverfinu 3.-4. b
5.-6. b
7.-8. b Rafmagn, seglar, rafrásir, hljóð, ljós, geislun, varmi |
1 - 2. bekkur
Íslenska
Á fyrstu árum grunnskólagöngunnar er megináhersla lögð á íslenskunám og unnið er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis.
Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslu og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi. Unnið er út frá því að börn læri með misjöfnum hraða, hafi styrkleika á misjöfnum sviðum, mismunandi áhuga og fái einstaklingsmiðuð verkefni ef við á. Stigskiptur stuðningur í námi er mikilvægur, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða.
Þemu skólans í samfélags- og náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og útiskóli eru samþætt kennsluáætlunum Byrjendalæsis.
Hæfniviðmið Aðalnámskrár Grunnskóla. Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - Beitt skýrum og áheyrilegum framburði,
- Tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu,
- Sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið,
- Hlustað og horft með athygli á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni,
- Nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi,
- Átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi
| Kennsluaðferðir eru m.a. stigskiptur stuðningur, innlögn og bein kennsla, para- og/eða hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir, útikennsla, verklegar æfingar og þjálfunarforrit. Nemendur; - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| Leiðsagnarmat, kannanir, sjálfsmat og jafningjamat eru leiðarljósin í námsmati og svo eftirfylgni í næstu kennsluáætlun. Markmið aðalnámskrár eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs. |
Lestur og bókmenntir - Beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr,
- Nýtt góðan orðaforða við að skilja texta og ráðið í merkingu orðs út frá samhengi,
- Tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess,
- Valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings,
- Lesið ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum,
- Beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap,
- Beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu,
- Aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi,
- Lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum,
- Valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju.
|
- lesa fjölbreytta texta, tileinki sér ríkan orðaforða og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins, lestrarspil og yndislestur
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið er
- lesa ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
|
1.bekkur Lesskimun menntamálastofnunar að hausti Læsi könnun haust, vetur og vor Lesfimi menntamálastofnunar haust, vetur og vor 2. bekkur Læsi könnun haust og vetur Lesmál að vori Lesfimi menntamálastofnunar haust, vetur og vor |
Ritun - Dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega,
- Nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi,
- Samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð,
- Beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi,
- Nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis,
- Skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu
- Skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri höfundar eða lestri lesanda.
|
- læri stafátt og þjáfist í að skrifa eftir forskrift og frá eigin brjósti
- vanda skrift og réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
- þjálfist í fingrasetningu
- skoða mismunandi texta með tilliti til uppbyggingar
- skili verkefnum á rafrænu formi
|
Skriftarkönnun haust. vetur og vor |
Málfræði - Beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og ræður yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska,
- Þekkt og fundið helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein,
- Raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag,
- Gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða,
- Leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn og tölu,
- Búið til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta,
- Greint mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta,
- Leikið sér með orð og merkingu, svo sem með því að ríma, og fara í orðaleiki,
- Gerir sér grein fyrir markmiði þess að læra íslenska málfræði.
|
- vinna með bókstafi, orð og málsgreinar
- efla orðaforðann, með því að skoða ný orð, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- fara í alls konar orðaleiki, lykilorðavinnu, nýyrðasmíð, krossorðaspilið, krossgátur, spil og ýmis forrit
| Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
|
Erlend tungumál
Enska
Í ensku er lögð áhersla á einföld verkefni s.s. lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali þar sem lögð er áhersla á skilning á hugtökum, boðskap og fleiri þáttum. Notaðar verða meðal annars kennsluaðferðir Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á að allar kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi... | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum,
- fylgt megin þræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni,
- fylgst með einföldu efni í myndmiðlum og úr heimi dægurmenningar sem er kunnuglegt úr heimi barna og unglinga og greint frá því helsta.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
- tryggja að nemendur fái að heyra fjölbreyttan texta
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - skilið megininntak í stuttum, einföldum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla með stuðningi, t.d. af myndum,
- fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga og rætt efni þeirra með stuðningi kennara eða skólasystkina.
| - lesa fjölbreyttan texta sem byggist á fjölbreyttum orðaforða
- læra aðferðir (Byrjendalæsi) til að skilja betur innihald efnisins
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
- stutt orðaforðavídeó, teikningar, samtalsleikir og fleira
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað texta með orðaforða úr efnisflokknum sem fengist er við með stuðningi frá mynd, hlut eða gátlista,
- lýst í einföldu máli því sem næst honum er, fjölskyldu, áhugamálum, vinum og umhverfi,
- skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst,
- samið stuttan texta frá eigin brjósti með stuðningi mynda, hluta, tónlistar o.s.frv.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa einfaldan gæðatexta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda skrift og réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á blöðum og á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu,
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar.
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær með umræðum og samvinnu
- tryggja að ólíkir nemendur fái námsáskoranir við hæfi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Frásögn - sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt,
- endursagt og lýst atburðum eða reynslu á einfaldan hátt með stuðningi hluta, mynda, tónlistar o.s.frv.
- flutt atriði, sagt stutta sögu eða lesið upp eigin texta sem hann hefur haft tækifæri til að lesa.
| - nemendur koma ýmist upp eða eru við sín borð og kynna sín verkefni og tjá sig fyrir bekkinn eða vinnufélaga.
- horfum á stuttar myndir í tengslum við námið.
- hlustum á söng, talað mál og á aðra í stofunni.
|
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til umgjarðar menningarsvæðisins, s.s. landfræðilegrar legu, staðhátta og þekktra staða,
- sýnt fram á að hann þekkir til þátta sem einkenna barna- og ungmennamenningu viðkomandi málsvæðis, s.s.söguhetja barnabóka, leikja, söngva og ævintýra,
- sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í ensku eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki,
- beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur,
- tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu,
- tekið þátt í hóp- og paravinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja,
- nýtt sér hjálpartæki, s.s.einfaldar orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
List- og verkgreinar
Textílmennt
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Handverk, aðferðir og tækni • Notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum, • Unnið úr nokkrum gerðum textílefna • Unnið eftir einföldum leiðbeiningum.
Sköpun, hönnun og útfærsla • Tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu, • Skreytt textílvinnu á einfaldan hátt, • Gert grein fyrir mismunandi tegundum handverks og notað nokkur hugtök sem tengjast greininni • Leitað að einföldum upplýsingum í nokkrum miðlum.
Menning og umhverfi • Sagt frá íslensku hráefni og unnið með það á einfaldan hátt, • Sagt frá nokkrum tegundum textílefna • Fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna, • Notað ný og endurunnin efni í textílvinnu. | Klippa efni með skærum.
Klippa eftir sniði.
Sauma með nál.
Sauma á saumavélar.
Þræða nálar.
Binda hnúta á band.
| Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Myndmennt
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
- Nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar
- Skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
- Tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
- Útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
- Unnið út frá kveikju við eigin listsköpun,
- Þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
- Fjallað um eigin verk og annarra,
- Þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins
- Greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka
- Greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,
- Skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.
| Nota tréliti, tússliti, vaxliti, teikniblýanta, þekjuliti, vatnsliti og fl.
Gera myndir eins og þau sjá fyrir sér t.d tré á mismunandi árstíma.
Kynnast fjarvídd, sumir hlutir eru nálægt þér en aðrir langt í burtu.
Skoða listaverkabækur um listamenn og sjá hvernig myndir þeir gerðu, og gera. | Verkefnum safnað í möppu.
Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat. Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Þema er samþætt Byrjendalæsi og útiskóla. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Lífríkið, mannslíkaminn, jörðin okkar, saga mannkyns, tækni og heimabyggðin. Hægt er að sjá öll hæfniviðmið sem unnið er með í þematengdum lotum Byrjendalæsis inná mentor.
Þemu og áherslur 1. og 2. bekkjar | Leiðir | Námsmat |
Lífríkið - skordýr í nærumhverfinu - sagt frá eigin upplifun á náttúrunni og skoðun á lífveru í náttúrlegu umhverfi
- lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi
| Unnið er með hæfniviðmið náttúrufræði- og samfélagsgreina úr Aðalnámskrár grunnskóla í hverju þema fyrir sig og þau fléttuð inn í markmið Byrjendalæsis og útiskóla.
Áhersla er lögð á hugtakaskilning og orðaforða sem tengist hverju þema í bland við þematengd verkefni í lotunum til dæmis með því að útbúa lestrarspil með hugtökum og orðaforða hvers þema. Nemendur hafa val um leiðir og séu virkir þátttakendur í verkefnum. | Hæfniviðmið einstakra verkefna metin í lotum þemanáms og birt á hæfnikorti nemenda í mentor jafnóðum. Sjálfsmat, leiðsagnarmat og jafningjamat. |
Mannslíkaminn - líkams- og sjálfsvirðing - Útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans
- útskýrt á einfaldan hátt hvernig barn verður til og þekkir einkastaði líkamans.
- gert sér grein fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti
- gert grein fyrir að holl fæða er samsett úr öllum flokkum fæðuhringsins og mikilvægi við geymsluaðferðir
|
Jörðin okkar - heimsálfurnar og landakort - áttað sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra og áreiðanleika
- átti sig á legu heimsálfanna og hve þær eru margar
- tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi
- sagt frá hvernig ísland myndaðist og tekur breytingum
|
Saga mannkyns -frumbyggjar - fyrstu samfélög manna - rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni.
- velt fyrir sér upplýsingum gildi þeirra og áreiðanleika
- Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi
- Sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi.
- Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi
- Komið auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga.
|
Tækni - áhrif tækninnar á daglegt líf í nærumhverfinu - rætt hvernig uppfinningar hafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum,
- sagt frá þróun algengra rafmagnstækja og áhrifum segla
- bent á störf sem krefjast sérþekkingar
- unnið eftir verkferli nýsköpunar, þ.e. leitað að þörfum í daglegu umhverfi fólks, fundið lausn, hannað afurð.
- útskýrt hvernig tækni nýtist í daglegu lífi þeirra,
- bent á störf sem krefjast sérþekkingar
|
Heimabyggðin - heimabyggðin og örnefni í næsta nágrenni - skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi
- tekið þátt í að skoða, greina og bæta eigið umhverfi og náttúru,
- - líst landnotkun í heimabyggð
- - bent á nokkrar mikilvægar stofnanir samfélagsins
- - sett sig inní málefi nærsamfélagsins
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu. Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
Félagslegir þættir Unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum.
Heilsa og efling þekkingar Útskýrt líkamlegan mun á kynjum. Skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir. Tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum.
Öryggis– og skipulagsreglur Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum íþróttahúss og brugðist við óhöppum | Líkamsvitund, leikni og afkastageta Æfingar með ýmis áhöld eins og gjarðir, sippuband og bolta Stöðvar og áhaldabrautir Boltaleikir, hlaupa- og viðbragðsleikir. Gólfæfingar, hlaup, stökk, sveiflur og klifur
Félagslegir þættir Fjölbreyttir leikir sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta. Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.
Heilsa og efling þekkingar Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans Þjóðlegir leikir.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði. Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Við lok 1. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum Kafað, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni.
Við lok 2. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum, Kafað, flotið, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni.
Félagslegir þættir Skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum, Gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.
Heilsa og efling þekkingar Skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun, Útskýrt líkamlegan mun á kynjum, Notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun og líkamlegri áreynslu, Gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum,
Öryggis- og skipulagsreglur Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum sundstaða og brugðist við óhöppum. | Líkamsvitund, leikni og afkastageta Ýmsir leikir og æfingar í köfun, blása plastflöskum til að æfa öndun, flot og aðlögun í vatni.
Félagslegir þættir Fjölbreyttir leikir sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta. Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.
Heilsa og efling þekkingar Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans Þjóðlegir leikir.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði. Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum. Nemandi þjálfi sig í að fara eftir reglum á sundstöðum. | Stöðumat Fer fram í byrjun á hæfni til að fara í kaf og fljóta. Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Stærðfræði
Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að styðja sem best við nám nemenda, efla sjálfstraust og koma til móts við mismunandi þarfir þeirra. Þær eru meðal annars stigskiptur stuðningur, innlögn og bein kennsla, jafningjafræðsla, para- og hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir og þjálfunarforrit.
Námsefni: Sproti 1a, 1b, 2a, 2b og ýmis verkefni frá kennara.
Samkennsla er í 1. og 2. bekk, lögð er áhersla á að styrkja jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræðinnar með fjölbreyttum verkefnum, þeir læri grunn hugtök stærðfræðinnar, rannsaki, leiki sér, ræði saman og tengi við daglegt líf.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - Tekið þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði
- Leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, nota áþreifanlega hluti og eigin skýringarmyndir
- Sett fram, meðhöndlað og túlkað einföld reiknilíkön, talnalínur, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- Rökrætt af innsæi um stærðfræðiverkefni sem tengjast eigin reynsluheimi, rökstutt niðurstöður sínar, val á lausnaleiðum og fylgt röksemdafærslu
| Nemendur ræða saman um hvernig hægt er að nýta sér ýmis hlutbundin gögn til að leysa verkefni daglegs lífs og færi yfir í myndmál, frásögn eða texta, skýri frá ferlinu og skili til kennara á rafrænu formi. | Leiðsagnarmat, kannanir, sjálfsmat og jafningjamat eru leiðarljósin í námsmati allra þátta í stærðfræði og eftirfylgni í kjölfarið. Markmið eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs. |
Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar - Notað myndmál, frásögn og texta jafnhliða táknmáli stærðfræðinnar og unnið með innbyrðis tengsl þeirra
- Túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðamerki og tengt þau við daglegt mál
- Tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni
- Notað hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| Nemendur ræða saman um hvernig hægt er að nýta sér ýmis hlutbundin gögn til að leysa verkefni daglegs lífs og færi yfir í myndmál, frásögn eða texta, skýri frá ferlinu og skili til kennara á rafrænan formi. | Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
|
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - Tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota hlutbundin gögn og teikningar
- Kannað og rannsakað með því að setja fram tilgátur og gera tilraunir með áþreifanlegum gögnum
- Lesið og rætt um einfaldar upplýsingar, þar sem stærðfræðihugtök eru notuð
- Undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- Unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á forsendum og hugmyndum nemenda
- Notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í daglegu lífi og gera sér grein fyrir verðgildi peninga
- Borið skynbragð á hverjir möguleikar og takmörk stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
| Nemendur læri að nýta sér ýmis hlutbundin gögn og leita lausna með hjálp þeirra, útskýra hvernig þeir finna lausnina fyrir samnemendum ýmist í hópum eða pörum. Búðarleikir, stærðfræðisögur og spil til að skerpa á þekkingu |
|
Tölur og reikningur - Notað náttúrulegar tölur, raðað þeim og borið saman
- Notað tugakerfisrithátt
- Reiknað með náttúrulegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt
- Tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæma
- Leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- Gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld almenn- og tugabrot og hlutföll eru notuð í daglegu lífi
| Spil, kubbar og ýmsir leikir með tölur og tugakerfið, nemendur vinna saman að því að útskýra reikningsaðferðir og miðla á mismunandi máta til dæmis með stærðfræðisögum, teikningum eða leikþætti |
|
Algebra - Kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs, t.d. með því að nota líkön og hluti
- Notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og tjá vensl eins og jöfnuð og röð
- Fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og rökstutt lausnir sínar t.d. með því að nota áþreifanlega hluti
| Kynnist mynstrum í nánasta umhverfi, finna óþekkta þáttinn í jöfnum og útskýri fyrir samnemendum |
|
Rúmfræði og mælingar - Notað hugtök úr rúmfræði s.s. um form stærðir og staðsetningu til að tala um hluti og fyrirbrigði í daglegu lífi og umhverfi sínu
- Gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum teiknað skýringamyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu
- Unnið með mælikvarða og lögun
- Áætlað og mælt lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig með einföldum mælitækjum og notað viðeigandi mælikvarða
- Rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- Speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- Borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar
| Mæli með mismunandi mælieiningum, kynnist formum og tengi við nánasta umhverfi, læri einföld hugtök rúmfræðinnar, rannsaki og beri saman ýmsar niðurstöður og kynni fyrir samnemendum |
|
Tölfræði og líkindi - Safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið
- Talið flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit
- Tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit bæði eigin og annarra
- Tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, s.s. hvað er líklegt að muni gerast og hvað er tilviljunum háð
- Gert einfaldar tilraunir með líkur og borið skynbragð á áhrif þeirra í spilum
| Samræður, spil, kannanir og öflun upplýsinga fyrir einföld súlurit |
|
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsinga og tæknimennt er samþætt Byrjendalæsi.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - Nýtt upplýsingaver sér til gagns og ánægju, s.s. til lesturs, hlustunar og leitarnáms,
- Nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag,
- Sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn,
- Gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á ýmsum tæknibúnaði,
- Beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum.
| Ýmsar verklegar æfingar og þjálfunarleikir, samþætt viðfangsefnum í öðrum námsgreinum. Nemendur; - læri að nýta sér lestrarefni á netinu og vinna með því verkefni
- vinna með ýmis verkefni í seesaw sem skilað er á rafrænu formi til kennara
- æfi í fingrasetningu með hjálp forrita og leikja
| Leiðsagnarmat, símat kennara og sjálfsmat nemenda. Markmið eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs. |
Upplýsingaöflun og úrvinnsla - Leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu,
- Nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni,
- Unnið með heimildir,
- Nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna,
- Nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum.
|
- læri að nýta sér ýmis forrit sér til upplýsingar og gleði
- læri að nýta sér lestrarefni á netinu og vinna úr því verkefni vinna með ýmis verkefni í seesaw sem skilað er á rafrænu formi til kennara
- læri að nýta sér einföld hugtakakort
- læri að skrá sig á netfang í google og vinna verkefni í classroom
| Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
|
Tækni og búnaður - Notað hugbúnað/forrit við einföld ritunarverkefni og framsetningu tölulegra gagna,
- Notað einfaldan hugbúnað/forrit við myndvinnslu,
- Nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð
|
- læri undirstöðu forritunar með leikjum í spjaldtölvum og tölvum
- læri að nýta sér verklegar æfingar og þjálfunarleikir, samþætt viðfangsefnum í öðrum námsgreinum.
|
|
Sköpun og miðlun - Lýst á einfaldan hátt eigin upplýsinga- og miðlalæsi,
- Notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt
|
- æfist í að nota einföld forrit til að vinna úr upplýsingum sem safnað er og segja frá með hjálp tækninnar
|
|
Siðferði og öryggismál - Sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga,
- Farið eftir einföldum reglum um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um siðferðilegt gildi þeirra.
|
- taki þátt í umræðu um öryggi og siðferði þegar netið er notaði
|
|
Lífsleikni og bekkjarfundir
Á bekkjarfundum eru tekin fyrir málefni líðandi stundar og rædd með áherslu á markmið lykilhæfninnar. Nemendur ræða mál sem þeir vilja að fjallað sé um á skólaþingi og undirbúa þau. Farið er eftir ákveðnum samræðureglum á bekkjarfundum sem samþykktar eru á fyrsta bekkjarfundi skólaársins. Lífsleiknin tengist öllum námsgreinum.
Hæfniviðmið úr Aðalnámskrá Lykilhæfni fyrir 1.-4. bekk | Leiðir | Námsmat |
Tjáning og miðlun | Tjáning og miðlun fram fram á bekkjarfundum þar sem allir fá tækifæri og örvun til að tjá sig og hlusta á aðra og leiðsögn til að taka tilliti til skoðana annarra og virða þær. | Í öllum þáttum eru markmið lykilhæfni metin í mentor og birt á hæfnikortum nemenda eftir því sem verið er að vinna að hverju sinni. |
Skapandi og gagnrýnin hugsun | Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja málefni sem eiga að fara á skólaþing eftir umræðu um hvort þau samræmist reglum og markmiðum skólaþings. Nemendur fá tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt og með tilliti til viðmiða um árangur náms. | Sjálfsmat
|
Sjálfstæði og samvinna | Nemendur fá tækifæri til að vinna að þeim málefnum sem þeir vilja koma á framfæri skipuleggja verkefni sem leiðtogar á leiðtogasmiðjum í pörum, skipti með sér hlutverkum. | Jafningjamat
|
Nýting miðla og upplýsinga | Nemendur geta valið sér valið sér viðfangsefni og finna leiðir til að kynna fyrir samnemendum eða jafnvel öðrum námshópum. | Leiðsagnarmat |
Ábyrgð og mat á eigin námi | Nemendur setja sér markmið og nýta styrkleika sína til að hafa áhrif á nám sitt og hvernig þeir vilja ná markmiðum sínum. | Leiðsagnarmat |
3. - 4. bekkur
Íslenska
Íslenska er samþætt með náttúru- og samfélagsfræði, lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu. Kennt er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis og Læsi til náms.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - Beitt skýrum og áheyrilegum framburði.
- Tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu.
| - Kennsluaðferðir eru m.a. stigskiptur stuðningur, innlögn og bein kennsla, para- og/eða hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir, útikennsla, verklegar æfingar og þjálfunarforrit.
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara
|
Lestur og bókmenntir - Valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings.
- Lesið ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum.
- Beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu.
- Aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi.
- Lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum.
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins.
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
- Nota hlutverkin í byrjendalæsi til að efla skilning.
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Ljóðagerð - leiðsagnarmat
|
Ritun - Nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi.
- Samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð.
- Beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi
- Nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis.
- Skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu.
- Skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri höfundar eða lestri lesanda.
| - Skoða mismunandi texta með tilliti til uppbyggingar. Gera söguveg.
- Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum verkefnum, nýta sér þær stafsetningarreglur sem nemendur kunna og hjálpartæki
- Geta samið eigin texta
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Nota rétta fingrasetningu
- Verkefnaskil á rafrænu formi
- Nota fingrafimi 1 og 2 reglulega til að æfa fingrasetningu.
- Sögugerð þar sem sögum er skilað í Google Classroom.
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Málfræði - Beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og ræður yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska.
- Raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag.
- Gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða.
- Búið til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta.
- Greint mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta.
- Gerir sér grein fyrir markmiði þess að læra íslenska málfræði.
| - Vinna með stafrófið, raða öllu mögulegu í stafrófsröð
- Efla orðaforðann, pæla í nýjum orðum, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- Ræða um hvað nafnorð, lýsingarorð og sagnorð eru og hvaða hlutverki þau þjóna í tungumálinu.
- Vinna með samnöfn og sérnöfn. Fara í leiki tengt þeim.
- Fara í alls konar orðaleiki, nýyrðasmíð, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Erlend tungumál
Enska
Í ensku er lögð áhersla á tiltölulega einföld verkefni s.s. lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur m.a. að eigin vali þar sem lögð er áhersla á skilning á hugtökum, boðskap og fleiri þáttum. Notaðar verða kennsluaðferðir Byrjendalæsis og Læsi til náms.
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á ensku
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi geti | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum,
- fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni,
- fylgst með einföldu efni í myndmiðlum og úr heimi dægurmenningar sem er kunnuglegt úr heimi barna og unglinga og greint frá því helsta.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - skilið megininntak í stuttum, einföldum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla með stuðningi, t.d. af myndum,
- fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga og rætt efni þeirra með stuðningi kennara eða skólasystkina.
| - lesa fjölbreyttan texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
- Kennari hlustar eftir áhuga og hugmyndum nemenda
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað texta með orðaforða úr efnisflokknum sem fengist er við með stuðningi frá mynd, hlut eða gátlista,
- lýst í einföldu máli því sem næst honum er, fjölskyldu, áhugamálum, vinum og umhverfi,
- skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst,
- samið stuttan texta frá eigin brjósti með stuðningi mynda, hluta, tónlistar o.s.frv.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda skrift og réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu,
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar.
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær með umræðum og samvinnu
- kennari fylgist vel með að öll samskipti byggist á virðingu og umburðarlyndi sbr. skólareglur Valsárskóla.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Frásögn - sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt,
- endursagt og lýst atburðum eða reynslu á einfaldan hátt með stuðningi hluta, mynda, tónlistar o.s.frv.
- flutt atriði, sagt stutta sögu eða lesið upp eigin texta sem hann hefur haft tækifæri til að lesa.
| - Nemendur koma ýmist upp eða eru við sín borð og kynna sín verkefni og tjá sig fyrir bekkinn eða vinnufélaga.
- Horfum á stuttar myndir í tengslum við námið.
- Hlustum á söng, talað mál og á aðra í stofunni.
- Kennari býður nemendum upp á fjölbreyttar frásagnaraðferðir (vídeóupptökur, leikþáttur o.s.frv.)
|
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til umgjarðar menningarsvæðisins, s.s. landfræðilegrar legu, staðhátta og þekktra staða,
- sýnt fram á að hann þekkir til þátta sem einkenna barna- og ungmennamenningu viðkomandi málsvæðis, s.s.söguhetja barnabóka, leikja, söngva og ævintýra,
- sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í ensku eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki,
- beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur,
- tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu,
- tekið þátt í hóp- og paravinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja,
- nýtt sér hjálpartæki, s.s.einfaldar orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
List- og verkgreinar
Smíðar
Í smíðum er leitast við að samtvinna sköpun, þjálfa vinnubrögð ásamt því að læra heiti á helstu verkfærum og efnivið.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
- Valið og notað nokkur verkfæri sem hæfa viðfangsefni á öruggan hátt.
- Gert grein fyrir nokkrum smíðaefnum sem unnið er með.
- Dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að útskýra hugmyndir sínar.
- Unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit.
- Framkvæmt einfaldar samsetningar.
- Sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nýtt virkniþætti í smíðisgripum, s.s. vogarafl, gorma og teygjur.
- Bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast hans daglega lífi.
- Greint einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt nokkrar lausnir.
- Valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi.
- Sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með.
- Beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar
|
- Réttur hlífðarbúnaður notaður eftir því sem við á og rætt um mikilvægi þess.
- Farið yfir heiti helstu verkfæra og nöfn þeirra notuð þegar þörf er á viðkomandi verkfæri.
- Unnið með límingar, neglingar og samsetningar með skrúfum.
- Rætt um smíðaefni sem unnið er með hverju sinni og minnt á að nýta efnið vel.
- Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna sjálfir hlut sem þeir útskýra með einfaldri teikningu.
| - Verkefni nemenda metin
- Vandvirkni og vinnusemi metin
- Sjálfsmat
- Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Textílmennt
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Handverk, aðferðir og tækni • Notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum, • Unnið úr nokkrum gerðum textílefna • Unnið eftir einföldum leiðbeiningum.
Sköpun, hönnun og útfærsla • Tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu, • Skreytt textílvinnu á einfaldan hátt, • Gert grein fyrir mismunandi tegundum handverks og notað nokkur hugtök sem tengjast greininni • Leitað að einföldum upplýsingum í nokkrum miðlum.
Menning og umhverfi • Sagt frá íslensku hráefni og unnið með það á einfaldan hátt, • Sagt frá nokkrum tegundum textílefna • Fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna, • Notað ný og endurunnin efni í textílvinnu. | . Þjálfist í notkun skæra og fínhreyfingum t.d. þræða og binda hnúta.
Þjálfist í að nota saumavélar.
Þjálfist í að þekkja mismunandi tæki t.d. málband og sprettuhníf.
Þjálfist í þekkingu á hvaða efni er best að nota við mismunandi aðstæður og veður.
Læri hvað er íslenskt hráefni, td. ull.
| Virkni, vinnusemi,sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Myndmennt
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
- Nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar
- Skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
- Tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
- Útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
- Unnið út frá kveikju við eigin listsköpun,
- Þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
- Fjallað um eigin verk og annarra,
- Þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins
- Greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka
- Greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,
- Skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.
| Kynnast fjarvídd, sumir hlutir eru nálægt þér en aðrir langt í burtu.
Nota tréliti, tússliti, vaxliti, teikniblýanta, þekjuliti, vatnsliti og fl.
Gera myndir eins og þau sjá fyrir sér t.d tré á mismunandi árstíma.
.
| Verkefnum safnað í möppu. Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Heimilisfræði
Heimilisfræðin er kennd bæði í bóklegum og verklegum kennslustundum. Í kennslustundum verður verklag ýmis konar og mikið lagt upp úr sýnikennslu og að nemendur fá að prófa sig áfram. Í heimilisfræði fer fram mikið samvinnunám þar sem nær oftast er unnið í litlum hópum.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Matur og lífshættir - Tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti.
- Valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan.
- Farið eftir einföldum leiðbeiningum um hreinlæti og þrif.
- Tjáð sig um helstu kostnaðarliði við matargerð og heimilishald almennt.
| - Rætt um hvað lífshættir eru. Hvað er hollt fyrir okkur og hvað óhollt.
- Verkefni um hollan og óhollan mat, umræður
- Tilraun með brauð og skítugar hendur. Sýnikennsla og æfingar að vinda tuskur.
- Verkefni um hvað þarf að borga á heimilum.
- Kahoot og Quizlet
| - leiðsagnarmat frá kennara
- Símat
|
Matur og vinnubrögð - Útbúið með aðstoð einfaldar og hollar máltíðir.
- Farið eftir einföldum uppskriftum og notað til þess einföld mæli- og eldhúsáhöld.
- Sagt frá helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi.
- Nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir.
| - Eldhúsið skoðað m.t.t. hættu. Verkefni í námsbók og á vef.
- Eldað eftir uppskrift, bakað, soðið, steikt o.fl.
- Einfalt mælingarverkefni með mæliskeiðum og desilítramáli.
- Nemendur finna uppskriftir sem þá langar að prófa.
| - leiðsagnarmat
- félagamat
- Símat
|
Matur og umhverfi - Sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við sjálfbærni.
- Skilið einfaldar umbúðamerkingar.
| - Samræður um sjálfbærni.
- Skoða mismunandi umbúðir og þekkja merkingar sem segja til um innihald, best fyrir og ýmis merki (skráargatið o.fl.)
| |
Matur og menning - Tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald, helstu hátíðir Íslendinga, siði sem þeim fylgja og þjóðlegan mat.
| - Umræður. Verkefni um hátíðir og þjóðlegan mat
| |
Náttúrugreinar (þema)
Náttúrufræði er kennd í sér kennslustundum en í tengslum við þau þemu sem eru í gangi hverju sinni. Á náttúrufræði á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Lífríkið, mannslíkaminn, jörðin okkar, tækni og heimabyggðin. Hægt er að sjá öll hæfniviðmið sem unnið er með í hverju þema í lotu hvers þema inn á mentor.
Þemu og áherslur 3.-4. bekkjar | Leiðir | Námsmat |
Lífríkið (Húsdýrin og villt landspendýr) - Þekkja íslensku húsdýrin, helstu einkenni og nytjar.
- Þekkja íslensku landspendýr, helstu einkenni.
- Notað einföld hugtök úr náttúruvísindum í textaskrifum.
- Notað ólíkar heimildir við öflun upplýsinga.
- Rætt hvernig uppfinningar hafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum.
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur með stigskiptum stuðningi til að styðja við lesskilning, para- og hópvinna, vettvangsferðir í sveit, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Mannslíkaminn (Líffærakerfin, heilbrigt líferni, beinagrindin. Einnig gerum við ýmsar tilraunir með loft) - Útskýrt hvernig tækni hefur áhrif á lífsgæði íbúa og umhverfi þeirra.
- Gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana.
- Lýst skynjun sinni og upplifun af breytingum á hljóði, ljósi og hitastigi og áhrifum sólarljóss á umhverfi, hitastig og líkamann og tengt hitastig við daglegt líf.
- Útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans.
- Útskýrt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns.
- Bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi.
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur með stigskiptum stuðningi, para- og hópvinna, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Einnig gerum við tilraunir og athuganir.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Jörðin okkar (Ísland, landmótun og náttúruhamfarir ásamt því að gera einfaldar tilraunir með rafmagn og hljóð) - Komið auga á þarfir og vandamál í umhverfi sínu.
- Tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi.
- Sagt frá hvernig Ísland myndast og tekur breytingum.
- Lýst landnotkun í heimabyggð.
- Rætt fjölbreytni í nýtingu vatns á heimilum og í umhverfinu.
- Sagt frá náttúruhamförum sem búast má við á Íslandi og hvar þær verða.
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur með stigskiptum stuðningi, para- og hópvinna, vettvangsferðir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Einnig gerum við tilraunir og athuganir á vatnsnotkun.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Tækni (Við ætlum að fjalla um tækni fyrr og nú og skoða hvernig tæknin hefur breyst og haft áhrif á líf manna. Einnig gerum við nokkrar tilraunir með ljós og skoðum hvernig seglar virka) - Í máli og myndum miðla hugmyndum sem tengjast náttúruvísindum.
- Útskýrt hvernig tækni nýtist í daglegu lífi þeirra.
- Greint á milli algengustu orkugjafa á Íslandi.
- Flokkað gerviefni og náttúruleg efni eftir tilurð þeirra.
- Lýst eiginleikum hljóðs og ljóss og ýmsum fyrirbærum með tilliti til hljóðs og lita.
- Sagt frá þróun algengra rafmagnstækja og áhrifum segla.
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur með stigskiptum stuðningi, para- og hópvinna, vettvangsferðir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Einnig gerum við tilraunir og athuganir.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Heimabyggðin - Sýnt virkni og látið sig varða nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því.
- Sagt frá og framkvæmt með hversdagslegum hlutum einfaldar athuganir úti og inni.
- Skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð.
- Fylgst með og skráð upplýsingar um veður í heimabyggð.
- Notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar til að lýsa heimabyggð.
| - Við ætlum að skoða okkar nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því ásamt því að vinna með landakort og loftmyndir. Við förum í vettvangsferðir til að kanna nærumhverfið og notum tölvur til að leita að myndum sem sýna heimabyggðina og vinnum veggspjöld.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Við lok fjórða bekkjar getur nemandi:
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Gert æfingar sem reyna á þol. Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi. Sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu. Sýnt nokkra boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum. Gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum. Tekið þátt í stöðluðum prófum.
Félagslegir þættir Unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa leikjum. Skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum. Gera sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.
Heilsa og efling þekkingar Notað einföld hugtök sem tengjast íþróttum og líkamlegri áreynslu. Sótt og unnið úr einföldum upplýsingum varðandi íþróttir. Tekið þátt í útivist og búið sig til útiveru með tilliti til veðurs. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu og hjólaleiðir í nærumhverfi. Skýrt mikilvægi hreinlætis við íþróttir. Útskýrt líkamlegan mun á kynjum. Þekkt heiti helstu líkamshluta, magn- og afstöðuhugtaka og hreyfinga. Sett sér einföld þjálfunarmarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim. Tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum.
Öryggis- og skipulagsreglur Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum íþróttahúss og brugðist við óhöppum.
|
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Æfingar og leikir sem efla þol, kraft, hraða, leikni, útsjónarsemi og viðbragð. Boltaleikir, hlaupa- og viðbragðsleikir. Taka þátt í fjölbreyttum boltaleikjum og leikjum í sal og nærumhverfi. Æfingar og leikir sem taka fyrir jóga og slökun. Mælingar og stöðluð próf.
Félagslegir þættir Taka þátt í æfingum og leikjum sem efla sjálfstraust og viljastyrk. Ýmsar keppnir. Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um markmið æfinga og leikja. Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans. Fræðsla um markmið æfinga og leikja. Útivera, ratleikir og fleira.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði. Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum. Aðstoða við að ganga frá áhöldum á réttan og öruggan hátt. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Sund
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Við lok 3. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum, Kafað, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni. Synt sporðtök, bringusund, skólabaksund, baksund og skriðsund með hjálpartækjum stuttar vegalengdir.
Við lok 4. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum, Kafað, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni. Synt sporðtök, bringusund, skólabaksund, baksund og skriðsund með eða án hjálpartækja stuttar vegalengdir.
Félagslegir þættir Skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum. Gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.
Heilsa og efling þekkingar Skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun Útskýrt líkamlegan mun á kynjum. Notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun og líkamlegri áreynslu Gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum. Þekkt heiti helstu líkamshluta, magn - og afstöðuhugtaka og hreyfinga,
Öryggis- og skipulagsreglur Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum sundstaða og brugðist við óhöppum | Líkamsvitund, leikni og afkastageta Nemendur taka þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Nota ýmis hjálpartæki eins og sundfit , M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum á botni laugar og blása plastflöskum til að æfa öndun
Félagslegir þættir Fjölbreyttir leikir sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta. Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.
Heilsa og efling þekkingar Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans Þjóðlegir leikir.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði. Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum. Nemandi þjálfi sig í að fara eftir reglum á sundstöðum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Samfélagsgreinar (þema)
Samfélagsfræði er samþætt með náttúrufræði og íslensku. Þessar námsgreinar eru kenndar með þemum.
Fjölbreyttir textar eru lesnir tengdir þemum og margvísleg verkefni unnin.
Þemu og áherslur 3.-4. bekkjar | Leiðir | Námsmat |
Lífríkið (húsdýr og villt dýr) - tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi
- hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir
- tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti
| - Umræður og samræður
- Nota orð, myndir, bendingar o.fl. þegar sagt er frá þekkingu.
| |
Mannslíkaminn (líffærakerfin, heilbrigt líferni og beinagrindin) - áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði
- gert sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti
- gert sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á líf hans
- gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna
| - Samræður um tilfinningar, líkamlega og andlega heilsu
- Skoða hvaða hlutverk líffærakerfin hafa og hvað gerist ef þau klikka.
| |
Jörðin okkar (Ísland) - nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar
- aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum
- rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi
- áttað sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra
- sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú
- áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi
| - Samræður
- Fylgjast með sjónvarpsfréttum, skoða fréttablöð
- Skoða stöðu Íslands á heimskorti. Skoða hvað er hægt að sjá á landakortum.
- Segja frá sjálfum sér
| |
Saga mannskyns (Stiklað á stóru) - komið auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga
- sagt frá völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar
- bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum
- áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna
- sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum
| - Skoða muni, eða myndir af munum, sem tengjast sérstökum viðburðum í sögu mannkyns.
- Koma með eitthvað í skólann sem tengist sögu fjölskyldu eða fjölskyldumeðlims.
- Kynna sig og sína fjölskyldu
- Verkefni í google maps með uppruna.
- Hugtakakort - ég og fjölskyldan
| - Leiðsagnarmat
- Jafningjamat
|
Tækni (Tækni fyrr og nú) - bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi
| - Fylgjast með hvaða tækni við notum dags daglega.
- Fara í heimsókn í fyrirtæki í nágrenninu og skoða hvaða tækni er notuð.
| |
Heimabyggðin (Landnám, þjóðsögur og álfasögur úr heimabyggð) - sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði á Íslandi
- rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi
- sagt frá atburðum og persónum á völdum tímum, sem tengjast nærsamfélaginu
- sagt frá völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar
- bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu
- bent á nokkrar mikilvægar stofnanir samfélagsins
- áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu
- varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
- rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
| - Teikna upp ströndina og merkja inn á álfabyggðir og þjóðsögustaði. Einnig þau fyrirtæki og stofnanir sem eru á Svalbarðsströnd
- Lesa um helstu landnámsmenn Íslands og sérstaklega norðurlands
- Fara í gönguferð og skoða hvaða hættur ber að varast í okkar nágrenni.
- Búa til “þjóðsögu” um persónu eða atburð sem tengist nærsamfélaginu.
- Ýmsir leikir sem tengjast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
|
Stærðfræði
Áhersla er lögð á að styrkja jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræðinnar og efla sjálfstraust þeirra. Það er m.a. gert með fjölbreyttum verkefnum, leikjum og spilum. Mikil áhersla er á að nemendur læri hugtök stærðfræðinnar, rannsaki, leiki sér og ræði saman.
Námsefni: Sproti 3a, 3b, 4a, 4b, ýmis konar verkefni frá kennara og mörg mismunandi spil og leikir.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - tekið þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði
- leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, nota áþreifanlega hluti og eigin skýringarmyndir
- sett fram, meðhöndlað og túlkað einföld reiknilíkön, talnalínur, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- rökrætt af innsæi um stærðfræðiverkefni sem tengjast eigin reynsluheimi, rökstutt niðurstöður sínar, val á lausnaleiðum og fylgt röksemdafærslu annarra
| - Nemendur ræða saman um verkefni sem þau leysa.
- Skoða dagblöð m.t.t. myndrita, talnalína, teikninga o.fl
- Nemendur kynna ýmis verkefni sem þau hafa unnið fyrir hinum í bekknum.
|
|
Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar - notað myndmál, frásögn og texta jafnhliða táknmáli stærðfræðinnar og unnið með innbyrðis tengsl þeirra
- túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðamerki og tengt þau við daglegt mál
- tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni
- notað hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| - Umræður um stærðfræði
- Búa til orðadæmi fyrir hina nemendurna
| |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota hlutbundin gögn og teikningar
- kannað og rannsakað með því að setja fram tilgátur og gera tilraunir með áþreifanlegum gögnum
- lesið og rætt um einfaldar upplýsingar, þar sem stærðfræðihugtök eru notuð
- undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á forsendum og hugmyndum nemenda
- notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í daglegu lífi og gera sér grein fyrir verðgildi peninga
- borið skynbragð á hverjir möguleikar og takmörk stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
| - Umræður um stærðfræði og hjálpartækin okkar
- Tilraunir
- Búa til kostnaðaráætlun fyrir matartíma
| |
Tölur og reikningur - notað náttúrlegar tölur, raðað þeim og borið saman
- notað tugakerfisrithátt
- reiknað með náttúrulegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæma
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld almenn- og tugabrot og hlutföll eru notuð í daglegu lífi
| - Umræður
- Spil
- Skoða almennubrotin í stærðfræðiskápnum
- Spil (pizzaspil)
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Kannanir
|
Algebra - kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs, t.d. með því að nota líkön og hluti
- notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og tjá vensl eins og jöfnuð og röð
- fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og rökstutt lausnir sínar t.d. með því að nota áþreifanlega hluti
| - Umræður
- Útiskóli - Skoða mynstur í umhverfinu
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Kannanir
|
Rúmfræði og mælingar - notað hugtök úr rúmfræði s.s. um form stærðir og staðsetningu til að tala um hluti og fyrirbrigði í daglegu lífi og umhverfi sínu
- gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum teiknað skýringamyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu
- unnið með mælikvarða og lögun
- áætlað og mælt lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig með einföldum mælitækjum og notað viðeigandi mælikvarða
- rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar
| - Mæla allt mögulegt með mismunandi mælieiningum.
- Skoða rúmfræðiformin, bæði tví- og þrívíð
- Margskonar tilraunir
- Margskonar spil
- Kynningar á útkomu tilrauna
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
|
Tölfræði og líkindi - safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið
- talið flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit
- tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit bæði eigin og annarra
- tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, s.s. hvað er líklegt að muni gerast og hvað er tilviljunum háð
- gert einfaldar tilraunir með líkur og borið skynbragð á áhrif þeirra í spilum
| - Umræður um tölfræði
- Gera kannanir í bekknum, yngsta stigi eða skólanum.
- Gera könnun í Google Forms og setja niðurstöður upp í myndrit.
- Tilraunir um líkur t.d. með peningakasti o.fl.
- Allskonar spil
- Útiskóli - safna gögnum fyrir myndrit
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
|
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsinga- og tæknimennt er samþætt með íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - nýtt upplýsingaver sér til gagns og ánægju, s.s. til lesturs, hlustunar og leitarnáms
- nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag,
- sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn,
- gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á ýmsum tæknibúnaði,
- beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum.
| - Nýta tæknina eins oft og mögulegt er t.d. í þema, kynningum, upplýsingaleit o.fl.
- Vinna í hópum og geta hjálpast að og beðið um hjálp frá jafningjum.
- Æfa fingrasetningu með t.d. æfingum inn á mms.is
| |
Upplýsingaöflun og úrvinnsla - leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu,
- nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni,
- unnið með heimildir,
- nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna,
- nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum.
| - Afla sér upplýsinga á netinu fyrir verkefni t.d. netrallý
- Gera verkefni þar sem þarf að nota heimildir
- Gera könnun og kynna niðurstöðurnar fyrir samnemendum
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
|
Tækni og búnaður - notað hugbúnað/forrit við einföld ritunarverkefni og framsetningu tölulegra gagna,
- notað einfaldan hugbúnað/forrit við myndvinnslu,
- nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð.
| - Vinna verkefni í skjölum og töflureikni
- Vinna með myndir í google myndir.
- Gera einfalda heimasíðu í google sites
| - Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
|
Sköpun og miðlun - lýst á einfaldan hátt eigið upplýsinga- og miðlalæsi,
- notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt.
| - Samræður
- Kynna verkefni með mismunandi tækni.
| |
Siðferði og öryggismál - sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga,
- farið eftir einföldum reglum um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra.
| - Samræður um netöryggi
- Verkefni inn á saft.is
| |
Lífsleikni og bekkjarfundir
Á bekkjarfundum eru tekin fyrir málefni líðandi stundar og rædd með áherslu á markmið lykilhæfninnar. Nemendur geta komið með mál á bekkjarfund sem þeir vilja ræða, stundum fara þessi mál áfram á skólaþing. Undirbúningur mála fyrir skólaþing fer fram á bekkjarfundum. Farið er eftir ákveðnum samræðureglum á bekkjarfundum sem samþykktar eru á fyrsta bekkjarfundi skólaársins. Lífsleiknin tengist öllum námsgreinum.
Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Tjáning og miðlun | - Tjá sig á bekkjarfundum
- Segja sína skoðun og rökstyðja hana
- Segja frá sinni vitneskju
- Nota virka hlustun þegar aðrir tala
| Leiðsagnarmat Sjálfsmat |
Skapandi og gagnrýnin hugsun | - Vera virkur í að koma með hugmyndir að úrlausnum
- Umræða um muninn á skoðunum og staðreyndum
- Geta komið með nýja/aðra hugmynd að úrlausn
- Æfa sig í að geta tekið eigin mistökum og lært af þeim
| Leiðsagnarmat Sjálfsmat
|
Sjálfstæði og samvinna | - Fara eftir reglum sem settar hafa verið fyrir bekkjarfund. Vita hvert hlutverk hlustanda er eða þess sem hefur orðið.
- Æfa sig í að segja frá því í hverju styrkleikar manns liggja t.d. þegar leiðtogar velja leiðtogafærni sem kenna á.
- Vinna vel með öðrum t.d. við undirbúning leiðtogaþjálfunar.
- Æfa sig í að hlusta á þann sem leiðbeinir og taka leiðbeiningum vel.
| Jafningjamat
|
Nýting miðla og upplýsinga | - Nota mismunandi tegundir miðla til að finna t.d. rök eða hugmyndir fyrir mál á skólaþing. Einnig fyrir verkefni í leiðtogaþjálfun
- Umræður um meðferð upplýsinga. Þagnarskylda á bekkjarfundum.
| Leiðsagnarmat |
5. - 6. bekkur
Íslenska
Íslenska er samþætt með náttúru- og samfélagsfræði, lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsi til náms og Orði af orði. Nemendur lesa einnig bækur að eigin vali og sameiginlegar bókmenntir og texta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - Haft skýran og áheyrilegan framburð
- Nýtt sér og dregið saman aðalatriði þess sem hefur verið hlustað eða horft á
- Tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær
- Verið gagnrýnin á efni sem tekið er af vefnum
- Farið eftir samræðureglum, hlustað og sýnt skoðunum annarra virðingu
- Átt góð samskipti og sýnt kurteisi í samskiptum
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara
|
Lestur og bókmenntir - Gert útdrátt úr stuttum texta svo aðalatriði komi fram
- Tjáð sig um lestur við aðra
- Þekkt nokkur hugtök í bragfræði s.s. rím, ljóðstafi, líkingar, hrynjandi, boðskap og erindi
- Fundið upplýsingar úr töflum og áætlunum
- Beitt mismunandi tilbrigðum og túlkun við raddlestur
- Beitt mismunandi aðferðum við lestur sem hæfir tilgangi lestursins (leitarlestur, draga saman aðalatriði, búa til spurningar, finna erfið orð og spá fyrir um framhald)
- Lesið þjóðsögur, bókmenntir og ljóð
- Nýtt sér efnisyfirlit og atriðaorðaskrá til að finna efni í texta
- Aflað sér upplýsinga úr bókum og af veraldarvefnum
- Haft góðan lesskilning og dregið ályktanir af því sem lesið er án þess að það standi berum orðum
- Lesið fjölbreytt efni sér til ánægju og gagns
- Þekkt hugtökin söguþráður og boðskapur, aðal- og aukapersóna, tími, sögusvið og sjónarhorn (hver segir söguna)
- Lagt mat á góðar heimildir og nýtt sér þær við lausn verkefna
- Lesið úr einföldum skýringarmyndum og kortum
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Ritun - Skrifað læsilega
- Skrifað texta sem hæfir efni, t.d. fréttir, sendibréf, fyrirmæli, lista, uppskriftir, frásögn og lýsingar
- Deilt efni sínu með öðrum (kynning - lestur)
- Nýtt sér orðabækur og leiðréttingarforrit við réttritun
- Skrifað stóran staf í sérnöfnum, á eftir punkti eða í upphafi málsgreina/setninga
- Greint og skrifað tvöfaldan samhljóða
- Þróað með sér persónulega rithönd
- Þekkt og greint mismunandi textagerðir
- Greint hvernig rithöfundur efnis skrifar og nýtt sér það við eigin ritun
- Skrifað texta í tölvu, sett inn viðeigandi myndir og vitnað í heimildir
- Sett kommu í upptalningu
- Skrifað spurnarorð með hv-
- Þekkt byggingu texta, s.s. upphaf, meginmál og lokaorð
- Skapað eigin texta
- Skrifað texta með ákveðinn lesanda í huga
- Notað stafsetningarregluna um -ng og -nk
- Notað spurningarmerki á viðeigandi hátt
- Nýtt sér stofn orða við réttritun
| - Þjálfa ritun og vanda sig
- Nota rétta fingrasetningu
- Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakanda í huga
- Læra að nýta ritunarramma
- Æfa sig í að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- Þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum verkefnum, nýta sér þær stafsetningarreglur sem þeir kunna og hjálpartæki
- Geta samið eigin texta
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Læra að setja upp heimildarskrá
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Hraðritunarverkefni
- Leiðsagnarmat
|
Málfræði - Lagt sig fram um að tala rétt og gott mál og leiðrétta sig
- Leikið sér með orð og orðhluta, búið til nýyrði og orðasambönd
- Nýtt sér og tileinkað nýjan orðaforða í töluðu og rituðu máli
- Þekki heita falla og fallbeygt nafnorð
- Átti sig á orðtökum og málsháttum og hvernig hægt er að nota þau
- Hafi góðan orðaforða
- Nýtt sér orðabækur og aðra gagnagrunna um mál t.d. varðandi fallbeygingu
- Þekki kyn og tölu nafnorða
- Geti stigbreytt lýsingarorð og kunni heiti stiganna
- Byggi upp texta með setningum, málsgreinum og efnisgreinum í röklegu samhengi
- Þekki margræð orð
- Þekki hugtökin nafnorð, lýsingarorð (fallorð), sagnorð og óbeygjanleg orð og geri sér grein fyrir mismunandi hlutverki þeirra
- Geti bætt greini við nafnorð og nýtt sér minn og mín regluna til þess
- Þekki nútíð og þátíð sagnorða
- Nýti sér málfræðiþekkingu sína í tali og ritun
| - Vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, nafnhátt sagna, nútíð og þátíð sagna og stofn orða
- Efla orðaforða, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- Æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- Þjálfast í að nýta uppflettiefni til að skilja og skila texta af sér á sem réttastan hátt í allri verkefnavinnu
- Vinna með orð af mismunandi orðflokkum og skoða stofn orða
- Skoða mállýskur
- Rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast? eigum við að vernda hana betur? o.s.frv.
- Fara í allskonar orðaleiki, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - Kannanir í málfræði
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Erlend tungumál
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Beitt verður fjölbreyttum kennsluaðferðum, t.d. “Leið til læsis”.
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - Skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífi og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti,
- Fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá eða unnið úr því með öðrum hætti,
- Hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum.
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - Skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra,
- Fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu,
- Lesið sér til gagns og ánægju auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og fjallað um efni þeirra og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög.
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Skrifað texta ef mismunandi gerð, með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda,
- Sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt,
- Lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.
- Samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að nóta sín.
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda / viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf,
- Bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, á veitingastöðum og á ferðalögum,
- Notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtöl.
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi
- Sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu,
- Sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið tungumál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
- kennari kynni nemendur fyrir ólíkum menningarheimum og mállískum og hvernig tungumál þróast m.t.t. þess umhverfis sem því er beitt
|
|
Námshæfni - Beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorða ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram,
- Beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningjamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi kennara,
- Nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu,
- Tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefnin og sýnt öðrum tillitssemi,
- Nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og Leitarvélar.
| - Vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- Læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Frásögn - Sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum,
- Greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv.
- Flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
|
|
Danska
Í dönsku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttar en á meðal þeirra má nefna “Leið til læsis”.
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - Skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífi og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti,
- Fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá eða unnið úr því með öðrum hætti,
- Hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum.
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - Skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra,
- Fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu,
- Lesið sér til gagns og ánægju auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og fjallað um efni þeirra og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög.
| - Lesa ólíkan texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt einfalt spjalll við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Skrifað texta ef mismunandi gerð, með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda,
- Sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt,
- Lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.
- Samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil sem mest á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf,
- Bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, á veitingastöðum og á ferðalögum,
- Notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtöl.
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu,
- Sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið tungumál eða
- önnur tungumál sem hann er að læra.
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Námshæfni - Beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorða ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram,
- Beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningjamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi kennara,
- Nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu,
- Tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefnin og sýnt öðrum tillitssemi,
- Nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.
| - Vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- Læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- Þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Frásögn - Sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum,
- Greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv.
- Flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
List- og verkgreinar
Smíðar
Í smíðum er leitast við að samtvinna sköpun, þjálfa vinnubrögð ásamt því að læra heiti á helstu verkfærum og efnivið.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
- Valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki.
- Gert grein fyrir uppruna og notagildi þess efniviðar sem notaður er í smíðastofunni.
- Útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu.
- Lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð.
- Valið samsetningar og yfirborðsmeðferð sem hæfa verkefnum.
- Hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum.
- Lýst hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi hans og almennt í samfélaginu.
- Greint þarfir í umhverfi sínu og rætt mögulegar lausnir.
- Gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni.
- Gert við og endurnýjað eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra.
- Útskýrt réttar vinnustellingar og valið viðeigandi hlífðarbúnað.
|
- Réttur hlífðarbúnaður notaður eftir því sem við á og rætt um mikilvægi þess.
- Farið yfir heiti og notagildi helstu verkfæra og nöfn þeirra notuð þegar þörf er á viðkomandi verkfæri.
- Unnið með límingar, neglingar og samsetningar með skrúfum og töppum eftir því sem við á.
- Rætt um smíðaefni sem unnið er með hverju sinni og minnt á að nýta efnið vel.
- Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna sjálfir hlut sem þeir útskýra með einfaldri teikningu og skrá helstu mál inn á.
- Efni smíðastofunnar skoðuð og metin m.t.t. hvort þau séu hættuleg.
- Efni sem til fellur flokkað.
- Nemendur vinna með húsgögn eða aðra smíðagripi sem þarf að lagfæra. Mega koma með að heiman.
| - Verkefni nemenda metin
- Vandvirkni og vinnusemi metin
- Sjálfsmat
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Textílmennt
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Handverk, aðferðir og tækni • beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar, • fjallað um efnisfræði og unnið úr fjölbreyttum textílefnum, • unnið með einföld snið og uppskriftir
Sköpun, hönnun og útfærsla • þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli • notað fjölbreyttar aðferðir við skreytingar textíla, • útskýrt hagnýtt og fagurfræðilegt gildi handverks og fjallað um fagurfræði í eigin verkum • nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um textíla og textílvinnu
Menning og umhverfi • fjallað um íslenskt hráefni í samhengi við sögu og sjálfbærni, • gert grein fyrir helstu eiginleikum náttúruefna og gerviefna, • sett textílvinnu og textílverk í samhengi við sögu, samfélag og listir • gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum.
| Þjálfist í þekkingu á hvaða áhöld er best að nota við textílvinnu.
Öðlist þekkingu á mismunandi textílefnum.
Þjálfist í að nota saumavélar.
Þjálfist í að búa til sín eigin snið og gera fullunna fík.
Þjálfist í þekkingu á hvaða efni er best að nota við mismunandi aðstæður, til hvers á að nota t.d. þá flík sem er verið að vinna með.
Öðlist þekkingu á hvað er íslenskt hráefni, hvaða textílefni eru íslensk og unnin hér á landi. | Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Myndmennt
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð,
- greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margskonar listaverka,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu,
- gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.
|
Verkefnum safnað í möppu.
Þekkt helstu stíla og stefnur í myndlist.
Notfært sér fjölbreytta miðla við öflun upplýsinga.
Þjálfast í að sjá muninn á mismunandi aðferðum myndlistar og mismunandi tilgangi.
Þjálfast í gagnrýni og skapandi hugsun á eigin verk og annara. Þjálfi með sér skilning og umburðarlyndi á mismunandi list. | Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Heimilisfræði
Heimilisfræðin er kennd bæði í bóklegum og verklegum kennslustundum. Í kennslustundum verður verklag ýmis konar og mikið lagt upp úr sýnikennslu og að nemendur fái að prófa sig áfram. Í heimilisfræði fer fram mikið samvinnunám þar sem nær oftast er unnið í litlum hópum.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Matur og lífshættir - Tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengsl þeirra við heilsufar.
- Tjáð sig um aðalatriði næringarfræðinnar.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
| - Umræður. Hvað er hollt fyrir okkur og hvað óhollt.
- Skoða fæðuhringinn og leikur tengdur honum.
- Kahoot og Quizlet.
- Alltaf þrifið og gengið frá eftir hvern tíma.
- Verkefni um hvað þarf að borga á heimilum.
- Skoða heimasíður t.d. neytendastofu og neytendasamtakanna.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat frá kennara
|
Matur og vinnubrögð - Matreitt einfaldar og hollar máltíðir og nýtt hráefnið sem best.
- Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
- Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir þau.
- Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga er varða matreiðslu, næringarfræði og meðferð matvæla.
| - Eldað eftir uppskrift, bakað, soðið, steikt o.fl.
- Einfalt mælingarverkefni með mæliskeiðum, desilítramáli og vigt.
- Umræður um slys, forvarnir og skyndihjálp. Verkefni á vef
- Verkefni frá kennara.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Matur og umhverfi - Tengt viðfangsefni heimilisfræðinnar við jafnrétti og sjálfbærni og áttað sig á uppruna helstu matvæla.
- Skilið og rætt mismunandi umbúðarmerkingar, metið útlit og gæði matvæla og útskýrt hvernig á að geyma þau.
| - Samræður um sjálfbærni og jafnrétti. Skoða hvaðan helstu matvæli sem við notum koma.
- Skoða mismunandi umbúðir og þekkja merkingar sem segja til um innihald, næringargildi, best fyrir og ýmis merki (skráargatið o.fl.)
- Umræður um geymslustaði og geymsluþol matvæla
| |
Matur og menning - Tjáð sig um ólíka siði og venjur, og þjóðlegar íslenskar hefðir í matargerð.
| - Umræður. Verkefni um hátíðir og þjóðlegan mat
| |
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Þema er samþætt með íslensku og upplýsingatækni. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Lífríkið, mannslíkaminn, jörðin okkar, saga mannkyns, tækni og heimabyggðin. Einnig getur verið að öðrum stuttum þemum verði bætt við ef eitthvað áhugavert kemur upp í hendurnar á okkur. Hægt er að sjá öll hæfniviðmið sem unnið er með í hverju þema inn á lotu hvers þema inn á mentor.
Þemu og áherslur 5.-6. bekkjar | Leiðir | Námsmat |
Lífríkið lífríkið í sjó - hafið, fiskar, hvalir, svif og áta - Lýst reynslu sinni , athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi.
- Lýst einkennum plantna og dýra, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt.
- Útskýrt hvernig aðlögun lífvera að umhverfinu gerir þær hæfari til að lifa af og fjölga sér.
- Útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum.
- Framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni.
- Tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Fara í vettvangsferðir
- Rannsóknir með víðsjá og smásjá
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
|
Mannslíkaminn (líffærakerfi, kynþroski og skilningarvit) - Lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum.
- Lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur og gert sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna.
- Gert grein fyrir næringargildi ólíkrar fæðu og hvers konar fæða er framleidd á Íslandi.
- Gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra.
- Sýnt fram á skilning á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa eigin neyslu og á samfélagið.
- Lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu.
- Tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti.
- Vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt.
- Sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni.
- Gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum.
- Áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast.
- lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun.
- Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Lestur og samræður
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Jörðin okkar (landafræði Íslands) - Útskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist.
- Úskýrt hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða, sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð.
- Áttað sig á hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði.
- Notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga.
- Lýst náttúruferlum sem hafa áhrif á land og gróður.
- Lýst veðri í heimabyggð og loftslagi á Íslandi.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Lestur og samræður
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Vinna með hugtakakort
- Vinna með landakort og google maps
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Saga mannkyns (frá Róm til Þingvalla) - Rætt á upplýstan hátt um tímabil, atburði og persónur, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu.
- Metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð.
- Dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar.
- Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Lestur og samræður
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Vinna með tímalínur
- Vinna með landakort og google maps
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
|
Tækni (rafmagn og íslenskar atvinnugreinar) - Greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfi þeirra.
- Fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru.
- Tengt þekkingu og beitingu vinnubragða í náttúrufræðinámi við lausn annarra verkefna og útskýrt hugsanleg áhrif nýjustu tækni og vísinda á vísindalega þekkingu.
- Útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks.
- Lýst áhrifum tækni á íslenskar atvinnugreinar.
- Lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi.
- Lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Lestur og samræður
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
|
Heimabyggðin (fyrirtæki og atvinnulíf, barnvænt samfélag og Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna ) - Greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf.
- Lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta.
- Gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins.
- Aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum.
- Sett sig inn í málefni nærsamfélagsins.
- Tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum go átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum.
- Gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar i´samfélaginu.
- Séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni.
- Lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga.
- Sett sig inn í málefni nærsamfélagsins.
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Lestur og samræður
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Heimsókn á sveitarskrifstofu
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Við lok 7, bekkjar eiga nemendur að geta:
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Gert æfingar sem reyna á loftháð þol. Gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols. Grunnfærni/leikni í mismunandi íþróttagreinum. Tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu. Sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum.
Félagslegir þættir Sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda. Skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt Þekki mun á ofbeldi og snertingu í íþróttum.
Heilsa og efling þekkingar . Taki þátt í umræðum um heilbrigðan lífsstíl. Útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja. Öðlist þekkingu um áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrásarkerfi. Tekið þátt á ábyrgan hátt í útivist með tilliti til aðstæðna og ratað um landsvæði eftir korti.
Öryggis - og skipulagsreglur Gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar. |
Líkamsvitund, leikni og afkastgeta Leikir sem veita útrás fyrir hreyfiþörf ýmsir leikir sem efla líkamsþol, hraða og viðbragð. Æfingar sem efla kraft, þol, viðbragð, liðleika og samhæfingu.
Félagslegir þættir Leikir sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa. Gera ýmsar æfingar/þrautir í mis stórum hópum þar sem reynir á tillitssemi, umburðarlyndi og þolinmæði.
Heilsa og efling þekkingar Leikir og æfingar sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. Veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar.
Öryggis - og skipulagsreglur Geti sagt frá og farið eftir helstu reglum um umgengni og öryggi í íþróttamannvirkjum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Við lok 5. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð þol, synt viðstöðulaust baksund og skriðsund auk þess að stinga sér af bakka.
Við lok 6. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð þol, synt viðstöðulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m
Félagslegir þættir Rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun. Útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja Notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum.
Öryggis- og skipulagsreglur Gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar, endurlífgun og bjargað jafningja á sundi stutta sundleið. | Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemandi tekur þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Nota ýmis hjálpartæki eins og sundfit, M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum, fara í sundknattleiki af ýmsu tagi
Félagslegir þættir Nemandi tekur þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um umhirðu líkamans og áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfist í að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum og æfingum. Geti bjargað jafningja í sundi og skilji mikilvægi öryggisreglna á sundstöðum. Geti sagt frá og farið eftir reglum um umgengni og öryggi á sundstöðum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Stærðfræði
5. bekkur
Námsefni: Stika 1A og Stika 1B
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - spurt, tjáð sig munnlega og skriflega um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði og hefur innsýn í hvers konar svara má vænta
- leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu
- sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- sett fram óformleg og einföld, formleg stærðfræðileg rök, skilið og metið munnlegar og skriflegar röksemdir sem settar eru fram af öðrum
| - samræður um stærðfræðileg hugtök og skilgreina þau
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- setja lausnir á stærðfræðilegum verkefnum fram á fjölbreyttan myndrænan hátt
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - notað óformlega framsetningu annars vegar og táknmál stærðfræðinnar hins vegar og sýnt að hann skilur innbyrðis tengsl þeirra
- túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið breytur og einfaldar formúlur og túlkað milli táknmáls og daglegs máls
- sett sig inn í og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um leiðir í tengslum við lausnir stærðfræðiverkefna
- valið og notað hentug verkfæri, þ.m.t. hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| - samræður um stærðfræðileg verkefni, hugtök, formúlur og tákn
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- nota alls konar gögn eins og t.d. tölvur, vasareikna, talnalínur
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota skráningu með tölum, texta og teikningum
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt stærðfræðilega, með því m.a. að nota hlutbundin gögn, skráningu og upplýsingatækni
- lesið einfaldan, fræðilegan texta og notað upplýsingar þar sem stærðfræðihugtök koma fyrir
- undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á ólíkum forsendum og hugmyndum nemenda
- þekki helstu hugtök um fjármál og geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga, vinna úr þeim og finna lausn
- áttað sig á möguleikum og takmörkum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur og rökstyðja mál sitt
- nýta fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað ræðar tölur, raðað þeim og borið saman
- notað tugakerfisrithátt og sýnt að hann skilur sætiskerfi
- skráð hlutföll og brot á ólíka vegu og sýnt fram á að hann skilur sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- reiknað á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt með ræðum tölum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað algengar reiknireglur, s.s. víxlreglu, tengireglu og dreifireglu
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Algebra - rannsakað og sett fram talnamynstur á skipulegan hátt og unnið með regluleika í rúmfræði, lýst
- mynstrum og venslum með tölum, myndum, orðum og á táknmáli algebrunnar
- notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir í einföldum stæðum og jöfnum
- fundið lausnir á jöfnum og ójöfnum með óformlegum aðferðum, þ.e. notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu við reikning, bæði í huga og á blaði
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Rúmfræði og mælingar - notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að útskýra hversdagsleg og fræðileg fyrirbrigði
- rannsakað og greint tvívíð og þrívið form og teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir, speglað, snúið og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- notað mælikvarða og einslögun í tengslum við teikningar, áætlað ummál, flatarmál og rúmmál í raunverulegum aðstæðum, rannsakað aðferðir til að reikna það
- áætlað og mælt horn, þyngd, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- notað hnitakerfi til að tjá og leysa rúmfræðileg verkefni
- tengt tölur og útreikninga við flatarmyndir og þrívíða hluti
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf og reikna t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna,
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Tölfræði og líkindi - safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og myndritum
- gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim
- sótt gögn í gagnabanka,lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum
- dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar
- reiknað út líkur í einföldum tilvikum
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- vera gagnrýnin á framsetningu tölulegra gagna
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit við framsetningu niðurstaðna
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
6. bekkur
Námsefni: Stika 2A og Stika 2B
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - spurt, tjáð sig munnlega og skriflega um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði og hefur innsýn í hvers konar svara má vænta
- leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu
- sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- sett fram óformleg og einföld, formleg stærðfræðileg rök, skilið og metið munnlegar og skriflegar röksemdir sem settar eru fram af öðrum
| - samræður um stærðfræðileg hugtök og skilgreina þau
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- setja lausnir á stærðfræðilegum verkefnum fram á fjölbreyttan myndrænan hátt
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - notað óformlega framsetningu annars vegar og táknmál stærðfræðinnar hins vegar og sýnt að hann skilur innbyrðis tengsl þeirra
- túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið breytur og einfaldar formúlur og túlkað milli táknmáls og daglegs máls
- sett sig inn í og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um leiðir í tengslum við lausnir stærðfræðiverkefna
- valið og notað hentug verkfæri, þ.m.t. hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| - samræður um stærðfræðileg verkefni, hugtök, formúlur og tákn
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- nota alls konar gögn eins og t.d. tölvur, vasareikna, talnalínur
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota skráningu með tölum, texta og teikningum
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt stærðfræðilega, með því m.a. að nota hlutbundin gögn, skráningu og upplýsingatækni
- lesið einfaldan, fræðilegan texta og notað upplýsingar þar sem stærðfræðihugtök koma fyrir
- undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á ólíkum forsendum og hugmyndum nemenda
- þekki helstu hugtök um fjármál og geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga, vinna úr þeim og finna lausn
- áttað sig á möguleikum og takmörkum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur og rökstyðja mál sitt
- nýta fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað ræðar tölur, raðað þeim og borið saman
- notað tugakerfisrithátt og sýnt að hann skilur sætiskerfi
- skráð hlutföll og brot á ólíka vegu og sýnt fram á að hann skilur sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- reiknað á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt með ræðum tölum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað algengar reiknireglur, s.s. víxlreglu, tengireglu og dreifireglu
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni
|
Algebra - rannsakað og sett fram talnamynstur á skipulegan hátt og unnið með regluleika í rúmfræði, lýst mynstrum og venslum með tölum, myndum, orðum og á táknmáli algebrunnar
- notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir í einföldum stæðum og jöfnum
- fundið lausnir á jöfnum og ójöfnum með óformlegum aðferðum, þ.e. notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu við reikning, bæði í huga og á blaði
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Rúmfræði og mælingar - notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að útskýra hversdagsleg og fræðileg fyrirbrigði
- rannsakað og greint tvívíð og þrívið form og teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir, speglað, snúið og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- notað mælikvarða og einslögun í tengslum við teikningar, áætlað ummál, flatarmál og rúmmál í raunverulegum aðstæðum, rannsakað aðferðir til að reikna það
- áætlað og mælt horn, þyngd, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- notað hnitakerfi til að tjá og leysa rúmfræðileg verkefni
- tengt tölur og útreikninga við flatarmyndir og þrívíða hluti
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf og reikna t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna,
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Tölfræði og líkindi - safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og myndritum
- gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim
- sótt gögn í gagnabanka,lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum
- dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar
- reiknað út líkur í einföldum tilvikum
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- vera gagnrýnin á framsetningu tölulegra gagna
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit við framsetningu niðurstaðna
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsingamennt er unnin í samþættingu með þemum og íslensku
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum
- nýtt rafrænt námsefni á ýmsu formi í tengslum við vinnutæki, vinnulag og annað nám
- nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt
- beitt réttri fingrasetningu.
| - nýta tæknina og búnað á fjölbreyttan hátt í hinum ýmsu verkefnum t.d. í þemum og við upplýsingaöflun
- vinna sjálfstætt og þora að prófa og “fikta”
- vinna í samvinnu við aðra og hjálpa öðrum
- þjálfa rétta fingrasetningu
| - sjálfsmat
- fingrasetningarverkefni
- leiðsagnarmat
|
Upplýsingaöflun og úrvinnslat - nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi
- verið gagnrýnin á gæði ýmissa upplýsinga
- unnið með heimildir og sett fram einfalda heimildaskrá
- nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða
- nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni á fjölbreyttan hátt
| - afla sér upplýsinga, bæði af neti og í bókum við almenna verkefnavinnu
- nýta sér hin ýmsu hjálparforrit við verkefnavinnu
- vinna með upplýsingar og heimildir
- eiga samræður um gæði upplýsinga og heimilda
- vinna heimildaritgerð og setja á upp heimildaskrá
- vinna í töflureikni og setja fram töluleg gögn
| - sjálfsmat
- heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Tækni og búnaður - nýtt hugbúnað/forrit við gerð ritunarverkefna og framsetningu tölulegra gagna
- nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu
| - vinna verkefni í skjölum og töflureikni
- æfa sig í myndvinnslu, stuttmyndagerð og tónvinnslu með ýmsum forritum
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- verkefni
|
Siðferði og öryggismál - sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og við heimildavinnu
- farið eftir reglum um ábyrga netnotkun, er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra og tekur ábyrgð á eigin samskiptum og gögnum á Neti- og netmiðlum
| - eiga samræður um ábyrgð þeirra í meðferð og dreifingu upplýsinga og heimilda
- vinna verkefni um samskiptamiðla og notkun snjalltækja
| - sjálfsmat
- verkefni
- leiðsagnarmat
|
Lífsleikni og bekkjarfundir
Á bekkjarfundum eru tekin fyrir málefni líðandi stundar og rædd með áherslu á markmið lykilhæfninnar. Nemendur geta komið með mál á bekkjarfund sem þeir vilja ræða, stundum fara þessi mál áfram á skólaþing. Undirbúningur mála fyrir skólaþing fer fram á bekkjarfundum. Farið er eftir ákveðnum samræðureglum á bekkjarfundum sem samþykktar eru á fyrsta bekkjarfundi skólaársins. Lífsleiknin tengist öllum námsgreinum.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Tjáning og miðlun | - Tjá sig á bekkjarfundum
- Segja sína skoðun og rökstyðja hana
- Segja frá sinni vitneskju
- Nota virka hlustun þegar aðrir tala
| Leiðsagnarmat Sjálfsmat |
Skapandi og gagnrýnin hugsun | - Vera virkur í að koma með hugmyndir að úrlausnum
- Umræða um muninn á skoðunum og staðreyndum
- Geta komið með nýja/aðra hugmynd að úrlausn
- Æfa sig í að geta tekið eigin mistökum og lært af þeim
| Leiðsagnarmat Sjálfsmat
|
Sjálfstæði og samvinna | - Fara eftir reglum sem settar hafa verið fyrir bekkjarfund. Vita hvert hlutverk hlustanda er eða þess sem hefur orðið.
- Æfa sig í að segja frá því í hverju styrkleikar manns liggja t.d. þegar leiðtogar velja leiðtogafærni sem kenna á.
- Vinna vel með öðrum t.d. við undirbúning leiðtogaþjálfunar.
- Æfa sig í að hlusta á þann sem leiðbeinir og taka leiðbeiningum vel.
| Jafningjamat
|
Nýting miðla og upplýsinga | - Nota mismunandi tegundir miðla til að finna t.d. rök eða hugmyndir fyrir mál á skólaþing. Einnig fyrir verkefni í leiðtogaþjálfun
- Umræður um meðferð upplýsinga. Þagnarskylda á bekkjarfundum.
| Leiðsagnarmat |
7. - 8. bekkur
Íslenska
Íslenska er samþætt með náttúru- og samfélagsfræði, lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsi til náms og Orði af orði. Nemendur lesa einnig bækur að eigin vali og sameiginlegar bókmenntir og texta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas
- gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu
- nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum
- tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar
- hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni,
- nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt,
- átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi.
| - farið er yfir hvaða þættir skipta máli í góðri framsögn og þeir eru þjálfaðir reglulega með nemendum
- skipuleggja kynningar á hinum ýmsu verkefnum og áhersla lögð á skýran flutning
- nemendur læra nokkrar samræðuaðferðir þannig að þeir geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- nemendur eru hvattir til að sýna tillitssemi og taka virkan þátt í samræðum
- lögð áhersla á aðgengi að fjölbreyttum miðlum og að þeir séu nýttir við verkefnavinnu, bæði við öflun upplýsinga og eins við skil verkefna
| - sjálfsmat í hinum ýmsu verkefnum tengt töluðu máli, hlustun og framsögn
- félagamat á kynningum verkefna
- leiðsagnarmat frá kennara, munnlegt eða skriflegt, þar sem hann bendir nemendum á mögulegar leiðir til að bæta sig
|
Lestur og bókmenntir - lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað
- skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi, og m.a. valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur
- greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða
- gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvíslegra textategunda og gert öðrum grein fyrir því
- lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta
- beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð,
- notað algeng hugtök í bragfræði í umfjöllun um bundið mál og óbundið, lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá ýmsum tímum,
- leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess,
- unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum, túlkað þær, tengt saman efni sem sett er fram á ólíkan hátt og nýtt sér
- valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa
| - tryggt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni bæði í bókum og á neti og rætt um eðli ólíkra texta.
- lögð áhersla á að nemendur læri að nota fjölbreyttar og markvissar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni t.d. gagnvirkur lestur, leitarlestur og paralestur
- samræður um bókmenntir þar sem nemendur ræða um lesið efni, greina frá aðalatriðum, æfa sig í að nota bókmenntahugtök eins og flétta, minni, sjónarhorn, tími, sögusvið og myndmál og geta haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- unnið með ljóð og nokkur hugtök í bragfræði s.s. rím, ljóðstafi, hrynjanda, líkingar (myndhverfing, viðlíking), boðskap, óbundin ljóð og myndmál. Þjálfast í að semja og lesa ljóð
- vinna með fjölbreytta heimildaöflun og heimildavinnu í tengslum við þemavinnu og hún kennd með stigskiptum stuðningi. Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- vinna með tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær t.d. í þemavinnu með landakort, tímatöflur, upplýsingatöflur og verðskrár
- námsumhverfið er gert þannig að aðgengi að lesefni sé auðvelt og nemendur hvattir til að velja sér lesefni við hæfi. Lögð áhersla á að þau nái að finna lesefni sem hentar þeirra áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir í málfræði
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat í heimildavinnu, framsetningu og ritun í classoom jafnóðum og nemendur vinna heimildaritgerð
|
Ritun - skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær,
- beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar
- tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun
- beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda
- valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi
- notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um,
- skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann
| - áhersla á að vanda handskrift við alla skriflega verkefnavinnu
- áhersla á að nota alltaf rétta fingrasetningu, hún auðveldar hraðritun
- nýtum hjálpartæki við alla ritun s.s. orðabækur, leiðréttingarforrit, og Skramba og áhersla á að texti sem unnin er sé ávallt sem réttastur og læsilegastur
- ritun ólíkra texta kennd með stigskiptum stuðningi, textar skoðaðir, ýmsir ritunarrammar notaðir og farið yfir leiðir til að nýta þá. Skoðað hvernig textar eru skrifaðir fyrir ólíka lesendur/viðtakendur og nemendur spreyta sig við að skrifa fyrir ólíka hópa lesenda
- nemendur vinna verkefni eins og rökfærslur og undirbúa mál á skólaþing og æfa sig þannig að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum
- texti skoðaður út frá helstu stafsetningareglum og unnin stutt verkefni út frá þeim, áhersla á að nemendur nýti sér þær stafsetningareglur sem þeir kunna og hjálpartæki þegar þeir eru í vafa í textagerð
- kennari leiðbeinir nemendum með aðferðir sem geta hjálpað þeim að hafa skapandi skrif lýsandi og áhrifarík eins og notkun lýsinga, byggja upp spennu, nota orð sem eru ekki hversdagsleg, nota orðatiltæki o.s.frv.
- nemendur vísa í heimildir í verkefnum og læra að setja upp heimildaskrá í stærri heimildavinnu/verkefnum
- verkefnaskil eru oft á rafrænu formi og í hinum ýmsu forritum, má þar nefna google skjöl, google glærur, google síður, book creator, Padlet, Canva og Flipgrid.
| - sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- hraðritunarverkefni
- leiðsagnarmat í ritunarverkefnum inná classroom jafnóðum og nemendur vinna verkefnin
- félagamat þar sem nemendur skoða ritunarverkefni hvors annars t.d. útfrá stafsetningu, spennandi skrifum og söguþræði
|
Málfræði - beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess,
- valið orð í tali og ritun í samræmi við málsnið, gert sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta orðaforðann og nýtt reglur um orðmyndun og einingar orða við ritun
- flett upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna
- áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra
- notað fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasambönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu lestrar, ekki síst bókmennta, í þessu skyni
- gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. Áttar sig á staðbundnum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og þekkir til helstu framburðarmállýskna
- áttað sig á skyldleika íslensku við önnur mál og að tungumál, þar á meðal íslenska, breytast sífellt,
áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal, við nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap
| - samræður um málfræði og tilgang hennar, vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, reglulegar og óreglulegar sagnir, nafnháttur og boðháttur, nútíð og þátíð sagna, stofn orða, forskeyti, viðskeyti, persónufornöfn, kennimyndir sagna
- efla orðaforðann með því að m.a. pæla í nýjum orðum, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- draga fram mikilvæg orð/hugtök í viðfangsefnum þema hverju sinni. Vinna með orð, orðmyndir og einingar orða, rætur, forskeyti og viðskeyti, t.d. með orði dagsins, skilgreiningum orða og orðakeðjum
- samræður um mál og málsnið og mótttakanda, nemendur æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- hafa orðabækur og aðrar uppflettibækur aðgengilegar sem og hvetja til notkunar á rafrænu efni til að skilja texta
- rannsóknarvinna með mállýskur, hvernig verða þær til, er eitthvað rangt við þær o.s.frv.
- samræður um tengsl íslenskunnar við önnur tungumál, hvernig hún varð til, skiljum við gamla íslensku, er í lagi að hún sé að breytast, eigum við að vernda hana betur o.s.frv. Rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast?
- fara í alls konar orðaleiki, Alias, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - stuttar kannanir í málfræði
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- félagamat þar sem nemendur skoða þátttöku hvers annars t.d. í samræðum um málið, nýyrðasköpun, orðaleikjum og vinnu með orð dagsins
|
Erlend tungumál
Danska
Í dönsku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsis til náms og Orði af orði
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
- Fái tækifæri til að hlusta á mismunandi norðurlandamál
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar,
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsis til náms og Orði af orði
Lögð er áhersla á að allar kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar,
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
| |
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið með stuðningi kennarans
| |
Frásögn - tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við með spurningum,
- flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi,
- samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
| - Áhersla lögð á fjölbreytt verkefni og flutningur ýmist lifandi eða rafrænn.
- Lögð áhersla á að nemendur vinni verkefni sem endurspegla áhugasvið þeirra og hæfileika.
| - Sjálfsmat
- jafningjamat
- leiðsagnarmat
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Við lok 7. bekkjar eiga nemendur að geta:
Líkamsvitund, leikni og afkastageta gert æfingar sem reyna á loftháð þol, gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols, gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu, sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum, tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu,
Félagslegir þættir sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda, skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt, rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun, útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja, notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum, tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu, nýtt niðurstöður prófa til að setja sér skammtíma- og langtíma markmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim, sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist, notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu.
Öryggis - og skipulagsreglur gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar.. |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Leikir sem veita útrás fyrir hreyfiþörf, ýmsir leikir sem efla líkamsþol, hraða og viðbragð. Æfingar sem efla kraft, þol, viðbragð, gróf- og fínhreyfingar, liðleika og samhæfingu.
Félagslegir þættir Leikir sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa. Vinna ýmis verkefni í mis stórum hópum þar sem reynir á tillitssemi, umburðarlyndi og þolinmæði. Jákvæðni og hvatning
Heilsa og efling þekkingar Leikir og æfingar sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. Veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar. Samvinna, tillitssemi og umburðarlyndi
Öryggis - og skipulagsreglur Geti sagt frá helstu reglum um umgengni og öryggi í íþróttamannvirkjum og farið eftir þeim. Læri að bregðast við óhöppum
| Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Við lok 7. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð þol. Synt viðstöðulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m auk þess að stinga sér af bakka.
Við lok 8. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol. Sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, skriðsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða.
Félagslegir þættir skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum, þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp og einstaklingsíþrótt rökrætt kynheilbrigði, kyn-og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu
Öryggis- og skipulagsreglur tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun björgunaráhalda. Bjargað jafningja á björgunarsundi. | Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemandi tekur þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Nota ýmis hjálpartæki eins og sundfit, M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum, fara í sundknattleiki af ýmsu tagi
Félagslegir þættir Nemandi tekur þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um umhirðu líkamans og áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfist í að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum og æfingum. Geti bjargað jafningja í sundi og skilji mikilvægi öryggisreglna á sundstöðum. Æfi sig í notkun björgunarbúnaðar svo sem sveig, brett og hálskraga. | Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Náttúru- og samfélagsgreinar (þema)
Þema er samþætt með íslensku og upplýsingatækni. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Lífríkið, mannslíkaminn, jörðin okkar, saga mannkyns, tækni og heimabyggðin. Einnig getur verið að öðrum stuttum þemum verði bætt við ef eitthvað áhugavert kemur upp í hendurnar á okkur. Hægt er að sjá hæfniviðmið allra greina sem unnið er með í hverju þema inná lotu hvers þema inná mentor.
Þemu og áherslur í 7.-8. bekk | Leiðir | Námsmat |
Lífríkið - líf í ferskvatni - lýst hringrás efna og flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra
- gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum
- útskýrt flokka lífvera eftir skyldleika, ein- og fjölfrumunga,
að erfðir ráðast af genum og hvernig íslenskar lífverur hafa aðlagast umhverfi sínu - útskýrt þarfir ólíkra lífvera í ólíkum vistkerfum útskýrt hugmyndir um náttúruval, hæfni, aðlögun og arfbundinn breytileika
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Farið í vettvangsferðir
- Skýrslugerð
- Gagnvirkur lestur
- Vinna með hugtök
- Verkefnavinna - einstaklings- og paravinna
- Kynning verkefna
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
|
Mannslíkaminn - heilbrigði - útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans, gerðir frumna, líffæri þeirra og starfsemi, útskýrt hvernig einstaklingur
getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun - útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu
- útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra
- sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Gera KVL um efnið svo sjáist hvað þau langar mest að læra
- Nota sýndarveruleika
- Lestur - samræður
- Vinna með hugtök
- Horfa á myndbönd
- Vinna með upplýsingar á vefsíðum og í námsbók
- Verkefnavinna - einstaklings- og paravinna
- Nýta sér tækni að eigin vali til að miðla verkefni
- Kynning verkefna
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
|
Jörðin okkar - Evrópa - tekið dæmi af og útskýrt forvarnir, sem eru skipulagðar vegna náttúruhamfara
- fjallað um náttúruferla sem mynda og móta land og hafa áhrif á loftslag og gróður
- skipulagt, framkvæmt og gert grein fyrir athugunum á námsþáttum að eigin vali
er varða búsetu mannsins á jörðinni - útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig
þessir þættir móta ólík lífsskilyrði - greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Vinna útfrá Eurvovision
- Gera KVL
- Velja sér lönd til að vinna með - paravinna
- Vinna með hugtakakort
- Vinna með landakort og google maps
- Ritun í My maps - einstaklingsvinna
- Gagnvirkur lestur og verkefni
- Samræður
- Kynna verkefni
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
|
Saga mannkyns - miðaldir - greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar
- útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Gera lista yfir atburði miðalda
- Velja atburð miðalda af lista
- Lestur
- Samræður
- Verkefnavinna - paravinna
- Gera heimasíðu
- Kynna heimasíðuna
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Jafningjamat
|
Tækni - tækninýjungar - greint, hvernig þættir eins og tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefni er valin hverju sinni
- gert grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa haft áhrif á tækni og atvinnulíf í nánasta umhverfi og samfélagi og hvernig þær hafa ekki haft áhrif
- tekið þátt í að skipulagi og unnið eftir verk-og tímaáætlun hóps við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi
- dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni
- metið gildi þess að upplýsingum um tækniþróun sé miðlað á skýran hátt
- skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað
- rætt um notkun gervihnatta samskiptum manna, rannsóknir og álitamál þeim tengdum
- notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar, til að lýsa heimabyggð, landinu í heild og völdum svæðum heimsin
- útskýrt forsendur vistvænnar hönnunar
- fjallað á gagnrýninn hátt um aukefni í mat og aðferðir til að auka geymsluþol matvæla
- skýrt tengsl mannfjöldaþróunar við framleiðslu og dreifingu matvæla og þátt líftækninnar í þeim tengslum
- greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Horfa á “Nýjasta tækni og vísindi”
- Draga saman aðalatriði
- Einstaklingsvinna
- Samræður
- Velja sér viðfangsefni út frá hæfniviðmiðum
- Verkefnavinna - paravinna
- Kynna verkefni
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
|
Heimabyggðin - sveitarfélagið okkar (stjórnsýsla, aðalskipulag og félagasamtök) - sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill
- rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni
- greint hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Samræður um stjórnun og málefni sveitarinnar
- Lesa fundargerðir ólíkra nefnda
- Samræður um mikilvægi þess að vera virkur í samfélaginu sínu
- Undirbúa mál sem varða ungmenni og aðbúnað og farið með til sveitarstjóra - sveitarstjórnar
- Heimsókn til sveitarstjóra
| - Leiðsagnarmat með lykilhæfi
- Sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
|
Stærðfræði
7. bekkur
Námsefni: Stika 3A og Stika 3B
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - spurt, tjáð sig munnlega og skriflega um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði og hefur innsýn í hvers konar svara má vænta
- leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu
- sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- sett fram óformleg og einföld, formleg stærðfræðileg rök, skilið og metið munnlegar og skriflegar röksemdir sem settar eru fram af öðrum
| - samræður og vangaveltur um stærðfræðileg hugtök og skilgreiningar, nemendur segja frá sínum lausnum á verkefnum og rökstyðja sínar leiðir
- nemendur hvattir til að nota stærðfræðileg hugtök í máli sínu
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- lausnir á stærðfræðilegum verkefnum settar fram á fjölbreyttan myndrænan hátt og áhersla lögð á góðan skilning á framsetningu
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - notað óformlega framsetningu annars vegar og táknmál stærðfræðinnar hins vegar og sýnt að hann skilur innbyrðis tengsl þeirra
- túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið breytur og einfaldar formúlur og túlkað milli táknmáls og daglegs máls
- sett sig inn í og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um leiðir í tengslum við lausnir stærðfræðiverkefna
- valið og notað hentug verkfæri, þ.m.t. hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| - áhersla lögð á orðaforða stærðfræðinnar, skoðum orðhluta og merkingu og notum hugtök stærðfræðinnar í samræðum
- samræður um stærðfræðileg hugtök, verkefni, formúlur og tákn með það að markmiði að nemendur nái góðri tengingu táknmáls stærðfræðinnar við daglegt líf
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- gott aðgengi að fjölbreyttum gögnum og nemendur hvattir til að nýta sér þau við alla vinnu. Má þar nefna tölvur, vasareikna, talnalínur, rúmfræðiforrit, töflureikna, peninga, teikningar, kubba, hringfara, gráðuboga og rúmfræðiform
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota skráningu með tölum, texta og teikningum
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt stærðfræðilega, með því m.a. að nota hlutbundin gögn, skráningu og upplýsingatækni
- lesið einfaldan, fræðilegan texta og notað upplýsingar þar sem stærðfræðihugtök koma fyrir
- undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á ólíkum forsendum og hugmyndum nemenda
- þekki helstu hugtök um fjármál og geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga, vinna úr þeim og finna lausn
- áttað sig á möguleikum og takmörkum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur að lausnum og rökstyðja mál sitt
- áhersla á að nemendur nýti fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta eins og teikningar, texta og talnalínu og finni þá leið sem hentar hverjum og einum best hverju sinni
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað ræðar tölur, raðað þeim og borið saman
- notað tugakerfisrithátt og sýnt að hann skilur sætiskerfi
- skráð hlutföll og brot á ólíka vegu og sýnt fram á að hann skilur sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- reiknað á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt með ræðum tölum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað algengar reiknireglur, s.s. víxlreglu, tengireglu og dreifireglu
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
- áhersla á fjölbreyttar leiðir við lausnir verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle
|
Algebra - rannsakað og sett fram talnamynstur á skipulegan hátt og unnið með regluleika í rúmfræði, lýst mynstrum og venslum með tölum, myndum, orðum og á táknmáli algebrunnar
- notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir í einföldum stæðum og jöfnum
- fundið lausnir á jöfnum og ójöfnum með óformlegum aðferðum, þ.e. notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu við reikning, bæði í huga og á blaði
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle |
Rúmfræði og mælingar - notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að útskýra hversdagsleg og fræðileg fyrirbrigði
- rannsakað og greint tvívíð og þrívið form og teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir, speglað, snúið og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- notað mælikvarða og einslögun í tengslum við teikningar, áætlað ummál, flatarmál og rúmmál í raunverulegum aðstæðum, rannsakað aðferðir til að reikna það
- áætlað og mælt horn, þyngd, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- notað hnitakerfi til að tjá og leysa rúmfræðileg verkefni
- tengt tölur og útreikninga við flatarmyndir og þrívíða hluti
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf, rannsaka og ræða um t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna
- raunverkefni í mælingum þar sem nemendur þurfa að ákveða sjálfir hvaða mælitæki og mælieiningar henta
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
- vinna með hnitakerfið t.d. speglun, hliðrun, snúning og ásana
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Tölfræði og líkindi - safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og myndritum
- gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim
- sótt gögn í gagnabanka,lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum
- dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar
- reiknað út líkur í einföldum tilvikum
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- skoða ólíka framsetningu tölulegra gagna og rýna í þau með það í huga hvað getur blekkt mann og hvað þarf að passa sig á varðandi túlkun og framsetningu
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit eins og töflureikni og google formstil að safna upplýsingum og setja fram niðurstöður
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
8. bekkur
Námsefni: Skali 1A og Skali 1B
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - greint á milli skilgreininga og setninga og einstakra tilvika og alhæfinga. Getur nýtt þá þekkingu til að kanna og ræða um stærðfræðileg hugtök og um tilgang og takmörk þeirra
- fundið, sett fram og afmarkað stærðfræðiþrautir bæði í tengslum við daglegt líf og viðfangsefni stærðfræðinnar og lagt mat á lausnirnar m.a. með það að markmiði að alhæfa út frá þeim
- sett upp, túlkað og gagnrýnt stærðfræðilegt líkan af raunverulegum aðstæðum. Það getur m.a. falið í sér reikning, teikningar, myndrit, jöfnur og föll
- fundið rök fyrir og rætt um fullyrðingar um stærðfræði, skilið og metið röksemdir sem settar eru fram af öðrum og unnið með einfaldar sannanir
| - samræður og vangaveltur um stærðfræðileg hugtök og skilgreiningar, nemendur segja frá sínum lausnum á verkefnum og rökstyðja sínar leiðir
- nemendur hvattir til að nota stærðfræðileg hugtök í máli sínu
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- lausnir á stærðfræðilegum verkefnum settar fram á fjölbreyttan myndrænan hátt og áhersla lögð á góðan skilning á framsetningu
- skoða skilgreiningar og sannanir og áhersla á að nemendur geti útskýrt þær og notað við það stærðfræðileg hugtök
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - sett fram og notað mismunandi framsetningu sama fyrirbæris hvort sem um er að ræða hlutbundna, myndræna, munnlega eða algebrulega framsetningu eða með töflu og grafi
- lesið úr táknmáli stærðfræðinnar, notað það á merkingarbæran hátt, t.d. þýtt af daglegu máli yfir á táknmál og skilið þær leikreglur sem gilda um meðferð þess
- tjáð sig um stærðfræðileg efni munnlega, skriflega og myndrænt af nákvæmni og túlkað framsetningu annarra á stærðfræðilegu efni
- valið og notað margvísleg verkfæri, þ.m.t. tölvutækni og gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum og nota þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar
| - áhersla lögð á orðaforða stærðfræðinnar, skoðum orðhluta og merkingu og notum hugtök stærðfræðinnar í samræðum
- samræður um stærðfræðileg hugtök, verkefni, formúlur og tákn með það að markmiði að nemendur nái góðri tengingu táknmáls stærðfræðinnar við daglegt líf
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- gott aðgengi að fjölbreyttum gögnum og nemendur hvattir til að nýta sér þau við alla vinnu. Má þar nefna tölvur, vasareikna, talnalínur, rúmfræðiforrit, töflureikna, peninga, teikningar, kubba, hringfara, gráðuboga og rúmfræðiform
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa skipulega fjölbreyttar lausnaleiðir m.a. með notkun upplýsingatækni
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt með það að markmiði að alhæfa um stærðfræðileg efni
- lesið stærðfræðilegan texta og skilið og tekið afstöðu til upplýsinga sem settar eru fram á táknmáli stærðfræðinnar
- undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stórra og smárra stærðfræðiverkefna og gefið öðrum viðbrögð m.a. með því að spyrja markvissra spurninga
- tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær og finna lausnir, m.a. í tengslum við eigin fjármál og þróun samfélagsins
- nýtt möguleika stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum og líkt eftir raunverulegum fyrirbrigðum m.a. með notkun tölvutækni og geri sér grein fyrir því hvenær slíkt er gagnlegt og viðeigandi
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur að lausnum og rökstyðja mál sitt
- áhersla á að nemendur nýti fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta eins og teikningar, texta og talnalínu og finni þá leið sem hentar hverjum og einum best hverju sinni
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað rauntölur og greint samhengi milli talna í ólíkum talnamengjum
- notað sætiskerfisrithátt og sýnt að hann skilur þær reglur sem gilda um hann
- gefið dæmi um mismunandi framsetningu hlutfalla og brota og skýrt sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi og nýtt vasareikni og tölvur í þeim tilgangi
- reiknað með ræðum tölum, m.a. við lausnir á jöfnum og öðrum viðfangsefnum algebru
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað þá þekkingu við útreikninga og mat á þeim
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
- áhersla á fjölbreyttar leiðir við lausnir verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle
|
Algebra - unnið með talnarunur og rúmfræðimynstur með það að markmiði að rannsaka, koma skipulagi á og alhæfa um það á táknmáli algebrunnar og sett fram stæður með breytistærðum
- leyst jöfnur og einfaldar ójöfnur og leyst saman jöfnur með fleiri en einni óþekktri stærð
- ákvarðað lausnir á jöfnum og jöfnuhneppum með myndritum og lýst sambandi breytistærða með föllum
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle |
Rúmfræði og mælingar - notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar þar með talið hugtök um stærðarhlutföll, innbyrðis afstöðu lína, færslur og fræðilega eiginleika tví- og þrívíðra forma
- teiknað skýringarmyndir og unnið með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, rannsakað, lýst og metið samband milli hlutar og teikningar af honum
- notað mælikvarða og unnið með eins og einslaga form, útskýrt setningu Pýþagórasar og reglu um hornasummu í marghyrningi og beitt henni í margvíslegu samhengi. Einnig gert rannsóknir á rétthyrndum þríhyrningum og reiknað hliðarlengdir og horn út frá þekktum eiginleikum
- mælt ummál, flöt og rými og reiknað stærð þeirra og útskýrt hvað felst í mælihugtakinu
- nýtt tölvur til að teikna, rannsaka og setja fram rök um rúmfræðilegar teikningar
- sett fram einföld rúmfræðileg rök og sannanir og túlkað táknmál algebru með rúmfræði
- túlkað jöfnur í hnitakerfi og notað teikningar í hnitakerfi til að leysa þær
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf, rannsaka og ræða um t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna
- raunverkefni í mælingum þar sem nemendur þurfa að ákveða sjálfir hvaða mælitæki og mælieiningar henta
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
- vinna með hnitakerfið t.d. speglun, hliðrun, snúning og ásana
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Tölfræði og líkindi - notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn
- skipulagt, og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim
- lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði t.d. í fjölmiðlum
- framkvæmt tilraunir þar sem líkur og tilviljun koma við sögu og túlkað niðurstöður sínar
- notað hugtök eins og skilyrtar líkur og óháða atburði og notað einfaldar talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- skoða ólíka framsetningu tölulegra gagna og rýna í þau með það í huga hvað getur blekkt mann og hvað þarf að passa sig á varðandi túlkun og framsetningu
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit eins og töflureikni og google formstil að safna upplýsingum og setja fram niðurstöður
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsingamennt er unnin í samþættingu með þemum og íslensku
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - nýtt upplýsingaverið á fjölbreyttan hátt til þekkingar- öflunar og miðlunar
- unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu
- unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum
- nýtt sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt
- beitt réttri fingrasetningu.
| - nýta tæknina og búnað á fjölbreyttan hátt í hinum ýmsu verkefnum t.d. í þemum, við upplýsingaöflun, vinnu og miðlun . Má þar nefna verkfæri eins og padlet, google skyggnur, prezi, QR kóða, Canva, google síður, google My maps og Flipgrid.
- nemendur eru hvattir til að vinna sjálfstætt og þora að prófa og “fikta”
- vinna í samvinnu við aðra og hjálpa öðrum
- nota fjölbreyttan tæknibúnað í allri vinnu eins og Ipad, prentara, skanna, skjávarpa og snjallsíma
- þjálfa rétta fingrasetningu
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- fingrasetningarverkefni
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Upplýsingaöflun og úrvinnsla - nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit
- nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leið- réttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni
- beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra
- unnið með heimildir, virt siðferði í heimildavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum
- nýtt hugbúnað og forrit við uppsetningu ritgerða og ritsmíða samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang
- nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á tölulegum gögnum.
| - afla sér upplýsinga, bæði af neti og í bókum við almenna verkefnavinnu
- nýta sér hin ýmsu hjálparforrit við verkefnavinnu eins og Snara.is, Skrambi, malfar.arnastofnun.is, google leit og google translate
- vinna með upplýsingar og heimildir
- samræður um gæði upplýsinga og heimilda
- vinna heimildaritgerð þar sem setja á upp heimildaskrá
- setja upp heimildaritgerð og önnur verkefni samkvæmt fyrirmælum um útlit ritgerðar og nemendum kennt á verkfæri google skjöl
- vinna verkefni í töflureikni og þjálfa sig í að setja fram töluleg gögn
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- heimildaritgerð - leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Tækni og búnaður - nýtt hugbúnað/forrit við flókna framsetningu ritunarverkefna og tölulegra gagna
- nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
- nýtt hugbúnað/forrit við fjölbreyttar vefsmíðar
| - vinna verkefni í skjölum og töflureikni
- æfa sig í myndvinnslu, stuttmyndagerð og tónvinnslu með ýmsum forritum eins og google myndir, Incredibox, Imovie og Movie maker
- æfa sig í gerð og notkun heimasíðu t.d. Smore og google sides
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
- verkefni
|
Sköpun og miðlun - útskýrt einfaldan hugbúnað, eðli og uppbyggingu tölvu
- nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.
| - skoða hugbúna, eðli og uppbyggingu tölvu með því að skoða myndbönd á youtube og rífa tölvuturn. Grandskoða uppbyggingu tölvu og fara í leitarnám um eðli hennar
- æfa sig í einföldum forritunar verkefnum eins og code.org, microbit, bloxels, Sphero
- nota fjölbreyttar leiðir til miðlunar verkefna eins og smore, weebley, wix, padlet, google skyggnur, prezi, QR kóða, Padlet og Book creator
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Siðferði og öryggismál - sýnt ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða heimilda- og verkefnavinnu
- nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð, unnið í samræmi við reglur um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um eigin siðferðislega ábyrgð
| - eiga samræður um ábyrgð þeirra í meðferð og dreifingu upplýsinga, heimilda, mynda og hversdagslegra gagna
- eiga samræður um siðferði, ábyrgð og persónuvernd í notkun samskiptamiðla og dreifingar efnis á neti
- vinna verkefni um samskiptamiðla og notkun snjalltækja
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- verkefni
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Lífsleikni og bekkjarfundir
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hugarheimur - lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta
- sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum
- sett sér markmið og framtíðaráætlanir, til að stefna að í framtíðinni í samræði við eigin styrkleika og áhuga
| - samræður og verkefni um sjálfsmynd, styrkleika og veikleika
- hópeflisleikir
- samræður um hugarfar vaxtar
- nemendur setja sér samræðureglur í upphafi vetrar
- það er fundarstjóri á hverjum fundi, kennarinn til að byrja með og síðar taka nemendur við
- nemendur láta vita ef þeir vilja taka ákveðin mál fyrir á bekkjarfundum ýmist skrifa þau hjá sér eða láta kennara vita
- málin eru tekin skipulega fyrir og rædd eitt í einu
- lögð er áhersla á virðingu fyrir skoðunum annarra
- það fá allir tækifæri til að tjá sig um öll mál
- mál sem snerta hópinn eru rædd og leyst innan hópsins á bekkjarfundi
- stærri mál sem eiga við um skólastarfið eða sveitarfélagið eru undirbúin sem mál á skólaþing og fulltrúar hópsins taka að sér undirbúning máls, rökstuðning og flutning þess
| - símat kennarar á virkni og þátttöku í kennslustundum út frá lykilhæfni
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum í mentor
|
Félagsheimur - sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga
- ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðarleysis
- útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur
- sinnt velferð og hag samferðafólks síns
|
Lykilhæfni Tjáning og miðlun - tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt
- brugðist með rökum við upplýsingum og hugmyndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
- rætt á viðeigandi og skýran hátt um málefni þannig að áhugi viðmælenda sé vakinn
Sjálfstæði og samvinna - gert sér grein fyrir hvernig hann nýtir styrkleika sína og hefur skýra sjálfsmynd
- nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
|
9. - 10. bekkur
Íslenska
Í íslensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi ,,Læsis til náms” og ,,Orði af orði”. Nemendur lesa einnig annars vegar bækur að eigin vali t.d. fyrir kjörbókaritgerðir og hins vegar sameiginlegar bókmenntir og texta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök, skilning á hugtökum og boðskap og fleiri þætti.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas
- gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu
- nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum
- tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar
- hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni,
- nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt,
- átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lestur og bókmenntir - lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað
- skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi, og m.a. valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur
- greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða
- gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvíslegra textategunda og gert öðrum grein fyrir því
- lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta
- beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð,
- notað algeng hugtök í bragfræði í umfjöllun um bundið mál og óbundið, lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá ýmsum tímum,
- leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess,
- unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum, túlkað þær, tengt saman efni sem sett er fram á ólíkan hátt og nýtt sér
- valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær,
- beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar
- tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun
- beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda
- valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi
- notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um,
- skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann
| - þjálfa handskrift og ávallt að vanda sig
- nota alltaf rétta fingrasetningu
- nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- læra að nýta ritunarramma
- æfa sig við að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum verkefnum, nýta sér þær stafsetningarreglur sem þeir kunna og hjálpartæki
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- læra að setja upp heimildarskrá
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- hraðritunarverkefni
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Málfræði - beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess,
- valið orð í tali og ritun í samræmi við málsnið, gert sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta orðaforðann og nýtt reglur um orðmyndun og einingar orða við ritun
- flett upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna
- áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra
- notað fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasambönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu lestrar, ekki síst bókmennta, í þessu skyni
- gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. Áttar sig á staðbundnum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og þekkir til helstu framburðarmállýskna
- áttað sig á skyldleika íslensku við önnur mál og að tungumál, þar á meðal íslenska, breytast sífellt,
áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal, við nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap
| - vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, reglulegar og óreglulegar sagnir, nafnháttur og boðháttur, nútíð og þátíð sagna, stofn orða, forskeyti, viðskeyti, persónufornöfn, kennimyndir sagna
- efla orðaforðann, pæla í nýjum orðum, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- þjálfast í að nýta uppflettiefni til að skilja og skila texta af sér á sem réttastan hátt í allri verkefnavinnu
- vinna með orð af mismunandi orðflokkum, skoða stofn orða, rætur, forskeyti og viðskeyti
- skoða mállýskur
- rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast? eigum við að vernda hana betur? o.s.frv.
- fara í alls konar orðaleiki, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - kannanir í málfræði
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
- félagamat
|
Erlend tungumál
Danska
Í dönsku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi ,,Læsis til náms” og ,,Orði af orði”
Lögð er áhersla á að allar kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleiknum og unnið samtalsæfingar,
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi ,,Læsis til náms” og ,,Orði af orði”
Lögð er áhersla á að allar kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleiknum og unnið samtalsæfingar,
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Frásögn - tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við með spurningum,
- flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi,
- samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
| - Áhersla lögð á fjölbreytt verkefni og flutningur ýmist lifandi eða rafrænn.
- Lögð áhersla á að nemendur vinni verkefni sem endurspegla áhugasvið þeirra og hæfileika.
| - Sjálfsmat
- jafningjamat
- leiðsagnarmat
|
Náttúrugreinar
Náttúrufræði er kennd í sér kennslustundum í fjórum lotum yfir skólaárið
Á náttúrufræði á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin viðfangsefni sem eru: Lífheimurinn, Efnafræði og Eðlisfræði. Hægt er að sjá öll hæfniviðmið sem unnið er með í hverri lotu inn á mentor.
Lotur og áherslur 9.-10. bekkjar | Leiðir | Námsmat |
Lífheimurinn fyrri hluti - Beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins.
- Framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni.
- Beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda.
- Lýst hringrás efna og flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra.
- Gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum.
| - Unnið með efni líffræðinnar með áherslu á lífverur. Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur, para- og hópvinna, athuganir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Unnið með orðaforða úr líffræði með umræðum, gagnvirkum lestri og hugtakavinnu.
| - Verkefni nemenda metin
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
- Kannanir
|
Lífheimurinn seinni hluti - Greint hvernig þættir eins og tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni.
- Dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni.
- Beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins.
- Útskýrt og rætt ástæður náttúruverndar.
- Tekið dæmi af og útskýrt forvarnir, sem eru skipulagðar vegna náttúruhamfara.
- Gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum.
| - Haldið áfram að vinna með lífverur. Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur, para- og hópvinna, athuganir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Unnið með orðaforða úr líffræði með umræðum, gagnvirkum lestri og hugtakavinnu
| - Verkefni nemenda metin
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
- Kannanir
|
Efnafræði - Rætt á gagnrýninn hátt framleiðslu, flutning og förgun efna.
- Nýtt frumeindakenninguna og lotukerfið til að útskýra eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti.
- Útskýrt mismunandi tegundir geislunar og hvernig þær eru notaðar í fjarskiptum og lækningum
- Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.
| - Unnið með efnafræði þar sem hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur, para- og hópvinna, athuganir, tilraunir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt. Nemendur afla upplýsinga á ísl. og erlendum tungumálum t.d. á netinu.Unnið með orðaforða úr efnafræði með umræðum, gagnvirkum lestri og hugtakavinnu
| - Verkefni nemenda metin
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
- Kannanir
|
Eðlisfræði - Útskýrt krafta sem verka í daglegu lífi manna.
- Gert grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa haft áhrif á tækni og atvinnulíf í nánasta umhverfi og samfélagi og hvernig þær hafa ekki haft áhrif.
- Lýst ólíkum leiðum við framleiðslu, dreifingu og nýtingu orku á Íslandi.
| - Unnið með krafta og hreyfingu í eðlisfæði þar sem hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur m.a. með aðferðum Læsis til náms, para- og hópvinna, athuganir, tilraunir, myndbönd og tövutækni nýtt á ýmsan hátt. Unnið með orðaforða úr eðlisfræði með umræðum, gagnvirkum lestri og hugtakavinnu.
| - Verkefni nemenda metin
- Sjálfsmat
- Jafningjamat
- Kannanir
|
Íþróttir
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Leiðir | Námsmat |
Við lok 10. bekkjar eiga nemendur að geta: Líkamsvitund, leikni og afkastageta gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol, sýnt og framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kyrrstöðu og hreyfingu, gert liðleika æfingar sem reyna á hreyfivídd og hreyfigetu, sýnt útfærslu flókinna hreyfinga þannig að þær renni vel saman, gert rytmískar æfingar og fylgt takti, tekið þátt í hópíþróttum, einstaklingsíþróttum og heilsurækt innan og utan skólans, nýtt sér stöðluð próf til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu,
Félagslegir þættir skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum, þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp og einstaklingsíþrótt, rökrætt kynheilbrigði, kyn-og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar skýrt helstu áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega líðan og mikilvægi góðrar næringar fyrir vöxt og viðhald líkamans, rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra, útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum, vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans, sett sér skammtíma- og langtíma markmið í íþróttum og heilsurækt, gert og framkvæmt eigin þjálfunaráætlun á grundvelli niðurstaðna prófa, sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða heilsurækt og mat á eigin heilsu, notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu, tekið þátt í leikjum af margvíslegu tagi, sýnt ábyrgð í útivist. Skýrt tákn korta, tekið stefnu með áttavita og ratað um landsvæði eftir korti.
Öryggis - og skipulagsreglur tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar. |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Leikir sem veita útrás fyrir hreyfiþörf, ýmsir leikir sem efla líkamsþol, hraða og viðbragð. Æfingar sem efla kraft, þol, viðbragð, gróf- og fínhreyfingar, liðleika og samhæfingu.
Félagslegir þættir Leikir sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa. Vinna ýmis verkefni í mis stórum hópum þar sem reynir á tillitssemi, umburðarlyndi og þolinmæði. Jákvæðni og hvatning
Heilsa og efling þekkingar Leikir og æfingar sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. Veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar. Samvinna, tillitssemi og umburðarlyndi
Öryggis - og skipulagsreglur Geti sagt frá helstu reglum um umgengni og öryggi í íþróttamannvirkjum og farið eftir þeim. Læri að bregðast við óhöppum
| Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Við lok 9. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol. Sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða.
Við lok 10. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol. Sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða.
Félagslegir þættir skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp og einstaklingsíþrótt Rökrætt kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar Útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum. Vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans.
Öryggis- og skipulagsreglur Tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis-og umgengnisregla og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun björgunaráhalda. Bjargað jafningja á björgunarsundi.
| Líkamsvitund, leikni og afkastageta Nemandi tekur þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Nota ýmis hjálpartæki eins og sundfit, M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum, fara í sundknattleiki af ýmsu tagi og kynnast vatnsleikfimi
Félagslegir þættir Nemandi tekur þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um umhirðu líkamans og áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfist í að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum og æfingum. Geti bjargað jafningja í sundi og skilji mikilvægi öryggisreglna á sundstöðum. Æfi sig í notkun björgunarbúnaðar sem til er á staðnum með því að bjarga hvort öðru með björgunarsveig, setja á sjúkrabörur og hálskraga og tryggja eigið öryggi og annarra. | Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Samfélagsgreinar
Í samfélagsgreinum er megináhersla lögð á að hjálpa nemendum að bregðast við áskorunum úr umhverfinu og nærsamfélaginu í krafti skynsemi sinnar og gera þeim grein fyrir eigin ábyrgð á þeim leiðum, sem hver og einn velur sér, til þess að fóta sig í félagi við annað fólk og umhverfi. Nemendur þjálfast í að greina margs konar gögn, túlka margvíslegar heimildir og meta frásagnir um fjölbreytileg lífsskilyrði fólks, sem og þróun samfélags og menningar. Nemendur fræðast um réttindi sín og skyldur, um ábyrgð og læra um stofnanir samfélagsins. Markmiðið er að gera nemendum kleift að nálgast samfélagsleg og siðferðileg álitamál með hjálp samræðunnar og láta afstöðu sína mótast af rökum.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Reynsluheimur - Sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs
- Ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás, í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar
- Fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars
- Sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf
- Aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi
- Rökrædd mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni
- Fjallað um náttúruferla sem mynda og móta land og hafa áhrif á loftslag og gróður
- Útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig þessir þættir móta ólík lífsskilyrði
- Greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum
- Gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun
- Greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum
- Sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur, menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu
- Gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum
- Gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta
- Útskýrt margbreytileika trúarbragða og lífsviðhorfa og greint áhrif þeirra á líf einstaklinga, hópa og samfélaga
- Fengist við og greint viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og tengjast spurningum um merkingu og tilgang lífsins
- Sýnt fram á læsi á frásagnir, hefðir, kenningar, hátíðir, siði og tákn kristni og annarra helstu trúarbragða heims
- Rætt og borið saman ólík trúar og lífsviðhorf og gert sér grein fyrir hvað er sameiginlegt og hvað sérstætt
- Greint áhrif Biblíunnar og helgirita annarra trúarbragða á menningu og samfélög
- Útskýrt trúarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum
- Gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum
- Útskýrt mismunandi hugmyndir um gerð og framkvæmd lýðræðis
- Útskýrt hlutverk helstu stofnana samfélagsins og uppbyggingu stjórnkerfisins og formleg tengsl Íslands við umheiminn
- Útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélagið og tengsl þess við stjórnmál, atvinnulíf og hugmyndastefnur
- Greint hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga
- Bent á, fyrirbyggt og brugðist rétt við ýmsum hættum og slysagildrum í umhverfinu og náttúrunni
| - taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þar sem nemendur setja sig í spor tiltekinna einstaklinga sem tilheyra minnihlutahópum
- vega og meta ólíka sýn á mismunandi álitamálum
- samvinnunám, paravinna og einstaklingsvinna
- geta notað fjölbreyttar námsaðferðir, t.d. námsleiki, þjálfunarforrit, stuttar fræðslumyndir, samræðuaðferðir og umræðuhópar.
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Hugarheimur - Hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningar, trúar- og lífsviðhorfum
- Rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dyggða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund
- Beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd
- Gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar
- Vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt
- Lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta
- Sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði,
- Greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða
- Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess
- Sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum
- Sett sér markmið og framtíðaráætlun, til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin styrkleika og áhuga
| - geta notað fjölbreyttar námsaðferðir, t.d. námsleiki, þjálfunarforrit, stuttar fræðslumyndir, samræðuaðferðir og umræðuhópar.
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- heimildarritgerð - leiðsagnarmat
|
Félagsheimur - Tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu
- Útskýrt með dæmum margbreytileika mannlífsins og ólíkan bakgrunn fólks, borið virðingu fyrir frelsi fólks til mismunandi trúar, lífgilda, skoðana og lífshátta
- Vegið og metið skoðanir og upplýsingar, brugðist við þeim á fordómalausan og réttsýnan hátt
- Fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum
- Rökrætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat, sýnt ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum, m.a. með vísan til réttinda samkvæmt alþjóðasáttmálum
- Komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn og sér og í samvinnu við aðra
- Rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekki almenn ákvæði um mannréttindi
- Sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga
- Ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðaleysis
- Útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og í þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur
- Tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill
- Sinnt velferð og hag samferðafólks síns
| - Sýna hæfni við að eiga góð og uppbyggileg samskipti við ólíka nemendur um ólík viðfangsefni
- Kynna verkefni ýmist munnlega, skriflega eða rafrænt.
|
|
Stærðfræði
Helstu námsþættir og áhersluþættir í stærðfræði í 9. - 10. bekk eru tölur og reikningur, algebra, rúmfræði og mælingar, tölfræði og líkindi, að geta spurt og svarað með stærðfræði, að kunna að fara með tungumál og verkfæri í stærðfræði og vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar.
Hæfniviðmið Við lok 9. bekkjar getur nemandinn unnið með/þekkt: | Leiðir | Námsmat |
Tölur og reikningur - þáttun, veldi og röð aðgerða
- neikvæðar tölur, almenn brot, tugabrot, staðalform, ferningstölur, teningstölur, veldi og rætur
- prósentur, tugabrot, almenn brot, vexti og hlutföll
| - Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir. Nemendur eru hvattir til að koma með eigin tillögur og leiðir til að fást við mismunandi verkefni.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
- Innlagnir kennara felast í útskýringum og vinnu með hugtök, með sýnidæmi og með því að skapa umræður. Auk þess sýnir kennari nemendum myndbönd og bendi á efni á netinu sem nemendur geta skoðað heima og í kennslustundum.
| Námsmat er fjölbreytt og er lögð áhersla á leiðsagnarmat og reglulega endurgjöf. Leiðsagnarmat felst í samtölum við nemendur og þá eru gátlistar og kannanir skoðaðar og nemendum bent á hvernig þeir geta náð árangri. Kennari og nemandi haka við á gátlista atriði sem þarf að vinna með.
Námsmat er aðgengilegt foreldrum og nemendum í lotum á Mentor.
Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Algebra - með stæður, jöfnur, formúlur og reiknað gildi stæðu
- áttað sig á samhengi jöfnu og grafs
- settu upp gildistöflu og unnið með breytur
|
- Nemendur fást við þrautalausnir þar sem þeir fá opin verkefni sem hafa ekki endilega eina lausn. Lærdómurinn felst í leiðinni að lausn frekar en loka svari.
- Nemendur fá gátlista með skýringum, slóðum á myndbönd og ráðum hvernig þeir geti unnið bæði í kennslustundum og til að undirbúa sig fyrir námsmat.
| Nemendur skila vikulega heimadæmum í kennslukerfinu moodle og taka reglulegar kannanir. Árangur er sýnilegur nemendum og kennara.
|
Rúmfræði og mælingar - unnið með flatarmál og ummál hrings, rúmmál helstu forma og getur nýtt sér veldareikning í tengslum við rúmfræði
- breytt milli mælieininga
- unnið með einslögun og hlutföll
- rúmfræði og helstu hugtök í rúmfræði í tengslum við fjölbreytt viðfangsefni
| - Para- og hópavinna nemenda felst í því að nemendur vinna saman og fást við fjölbreytt dæmi sem bæði reyna á ákveðnar aðferðir og lausnaleit.
- Verklegar æfingar nemenda eru þegar nemendur vinna einir og með öðrum í lausnaleit, með líkön, með rannsóknum og mælingum. Auk þess fara verklegar æfingar stundum fram með aðstoð forrita s.s. GeoGebra.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Tölfræði og líkindi - unnið með líkindi og dregið ályktanir af þeim
- túlkað myndrit, töflur og dregið fram upplýsingar og metið
- teiknað og sett upp einfaldar töflur og myndrit
| - Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Öll verkefni sem nemendur vinna í gegnum google classroom er skila inn og hópavinna og kynningar eru metnar m.t.t. virknir, samvinnu og afurðar.
|
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - tekið þátt í umræðum um stærðfræði og notað stærðfræði í víðu samhengi, hugtök hennar og tengt við daglegt líf
- geta lesið og túlkað myndrit og töflur og þannig tekið þátt í umræðum og lagt mat á upplýsingar
| - Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir og koma með tillögur og leiðir til að fást við mismunandi verkefni.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - að setja upp dæmi á skýran hátt, notað hjálpargögn og sýnt hvernig viðfangsefni eru leyst
- notað töflureikni og forrit til setja fram og leysa viðfangsefni sem reyna á útreikninga og framsetningu
| - Nemendur vinna á fjölbreyttan hátt með tölur og dæmi í töflureikni og moodle. Þannig kynnast nemendur mismunandi tækjum sem styðja við nám þeirra um leið og þeir kynnast tækni og forritum.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Nemendur skila inn sjálfsmati 2 ár ári þar sem áhersla er á að vekja nemendur til umhugsunar um eigin vinnubrögð og vinnulag.
|
- Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar
- unnið með mengi og skilið samhengið á milli þeirra
- getur miðlað og metið upplýsingar um tölur og gögn á skýran og viðurkenndan hátt
| - Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum. |
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandinn að geta: | Leiðir | Námsmat |
Tölur og reikningur - þáttun, veldi og röð aðgerða
- neikvæðar tölur, almenn brot, tugabrot, staðalform, ferningstölur, teningstölur, veldi og rætur
- prósentur, tugabrot, almenn brot, vexti og hlutföll
- unnið með launaútreikninga, vsk. og þekki til bókhalds og áætlanagerð í fjármálum
|
- Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir. Nemendur koma með eigin tillögur og leiðir til að fást við mismunandi verkefni.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
- Innlagnir kennara felast í útskýringum og vinnu með hugtök, með sýnidæmi og með því að skapa umræður. Auk þess sýnir kennari nemendum myndbönd og bendi á efni á netinu sem nemendur geta skoðað heima og í kennslustundum.
| Námsmat er fjölbreytt og er lögð áhersla á leiðsagnarmat og reglulega endurgjöf. Leiðsagnarmat felst í samtölum við nemendur og þá eru gátlistar og kannanir skoðaðar og nemendum bent á hvernig þeir geta náð árangri. Kennari og nemandi haka við á gátlista atriði sem þarf að vinna með.
Námsmat er aðgengilegt foreldrum og nemendum í lotum á Mentor.
Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Algebra - með stæður, jöfnur, formúlur og reiknað gildi stæðu
- áttað sig á samhengi jöfnu og grafs
- settu upp gildistöflu og unnið með breytur
- unnið með jöfnuhneppi á fjölbreyttan hátt
- unnið með jöfnur, ójöfnur og fleygboga í mismunandi samhengi
|
- Nemendur fást við þrautalausnir þar sem þeir fá opin verkefni sem hafa ekki endilega eina lausn. Lærdómurinn felst í leiðinni að lausn frekar en loka svari.
- Nemendur fá gátlista með skýringum, slóðum á myndbönd og ráðum hvernig þeir geti unnið bæði í kennslustundum og til að undirbúa sig fyrir námsmat.
| Nemendur skila vikulega heimadæmum í kennslukerfinu moodle og taka reglulegar kannanir.
|
Rúmfræði og mælingar - unnið með flatarmál og ummál hrings, rúmmál helstu forma og getur nýtt sér veldareikning í tengslum við rúmfræði
- breytt milli mælieininga
- unnið með einslögun og hlutföll
- rúmfræði og helstu hugtök í rúmfræði í tengslum við fjölbreytt viðfangsefni
- reiknað og unnið með rúmmál margflötunga, yfirborðsflatarmál margflötunga og nýtt reglur og formúlur við útreikninga og breytt á milli mælieininga.
| - Para- og hópavinna nemenda felst í því að nemendur vinna saman og fást við fjölbreytt dæmi sem bæði reyna á ákveðnar aðferðir og lausnaleit.
- Verklegar æfingar nemenda eru þegar nemendur vinna einir og með öðrum í lausnaleit, með líkön, með rannsóknum og mælingum. Auk þess fara verklegar æfingar stundum fram með aðstoð forrita s.s. GeoGebra.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Tölfræði og líkindi - unnið með líkindi og dregið ályktanir af þeim
- túlkað myndrit, töflur og dregið fram upplýsingar og metið
- teiknað og sett upp einfaldar töflur og myndrit
- miðlað og metið upplýsingum um tölur, myndrit og ýmis konar gögn
| - Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Öll verkefni sem nemendur vinna í gegnum google classroom er skila inn og hópavinna og kynningar eru metnar m.t.t. virknir, samvinnu og afurðar.
|
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - tekið þátt í umræðum um stærðfræði og notað stærðfræði í víðu samhengi, hugtök hennar og tengt við daglegt líf
- geta lesið og túlkað myndrit og töflur og þannig tekið þátt í umræðum og lagt mat á upplýsingar
| - Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir og koma með tillögur og leiðir til að fást við mismunandi verkefni.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum.
|
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - að setja upp dæmi á skýran hatt, notað hjálpargögn og sýnt hvernig viðfangsefni eru leyst
- notað töflureikni og forrit til setja fram og leysa viðfangsefni sem reyna á útreikninga og framsetningu
| - Nemendur vinna á fjölbreyttan hátt með tölur og dæmi í töflureikni og moodle. Þannig kynnast nemendur mismunandi tækjum sem styðja við nám þeirra um leið og þeir kynnast tækni og forritum.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Nemendur skila inn sjálfsmati 2 ár ári þar sem áhersla er á að vekja nemendur til umhugsunar um eigin vinnubrögð og vinnulag.
|
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - unnið með mengi og skilið samhengið á milli þeirra
- notað stærðfræði í víðu samhengi, hugtök hennar og tengt við daglegt líf.
- getur miðlað og metið upplýsingar um tölur og gögn á skýran og viðurkenndan hátt
| - Nemendur taka þátt í samræðum, hlusta og fylgjast með innlögnum og útskýringum kennara. Lögð er áhersla á samræður til náms þar sem nemendur eru virkir og hvattir til að deila og skýra sínar hugmyndir.
- Sjálfstæði vinna nemenda felst í vinnu með mismunandi dæmi og verkefni bæði úr námsbókum, af netinu og dæmum frá kennara.
| Virkni nemenda í umræðum er metin og nemendur skila inn vinnubók, hugtakabók og tíma- og einstaklinga verkefnum. |
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsingamennt er unnin í samþættingu með samfélagsfræði og fleiri greinum.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - nýtt sér tækjabúnað á hagkvæman og markvissan hátt
- unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu
- unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum
- nýtt sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt
- beitt réttri fingrasetningu.
| - nýta tæknina og búnað á fjölbreyttan hátt í hinum ýmsu verkefnum, við upplýsingaöflun, vinnu og miðlun
- vinna sjálfstætt og þora að prófa og “fikta”
- vinna í samvinnu við aðra og hjálpa öðrum
- þjálfa rétta fingrasetningu
| - sjálfsmat
- fingrasetningar-
verkefni |
Upplýsingaöflun og úrvinnsla - nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit
- nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leið- réttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni
- beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra
- unnið með heimildir, virt siðferði í heimildavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum
- nýtt hugbúnað og forrit við uppsetningu ritgerða og ritsmíða samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang
- nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á tölulegum gögnum.
| - afla sér upplýsinga, bæði af neti og í bókum við almenna verkefnavinnu
- nýta sér hin ýmsu hjálparforrit við verkefnavinnu
- vinna með upplýsingar og heimildir
- eiga samræður um gæði upplýsinga og heimilda
- vinna heimildarritgerð þar sem setja á upp heimildaskrá
- setja upp heimildaritgerð og önnur verkefni samkvæmt fyrirmælum
- vinna verkefni í töflureikni og þjálfa sig í að setja fram töluleg gögn
| - sjálfsmat
- heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Tækni og búnaður - nýtt hugbúnað/forrit við flókna framsetningu ritunarverkefna og tölulegra gagna
- nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
- nýtt hugbúnað/forrit við fjölbreyttar vefsmíðar
| - vinna verkefni í skjölum og töflureikni
- æfa sig í myndvinnslu, stuttmyndagerð og tónvinnslu með ýmsum forritum
- æfa sig í gerð og notkun heimasíðu
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- verkefni
|
Sköpun og miðlun - nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.
| - æfa sig í einföldum forritunar verkefnum
- nota fjölbreyttar leiðir til miðlunar verkefna
| |
Siðferði og öryggismál - sýnt ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða heimilda- og verkefnavinnu
- nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð, unnið í samræmi við reglur um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um eigin siðferðislega ábyrgð
| - eiga samræður um ábyrgð þeirra í meðferð og dreifingu upplýsinga og heimilda
- eiga samræður um siðferði, ábyrgð og persónuvernd í notkun samskiptamiðla og dreifingar efnis á neti
- vinna verkefni um samskiptamiðla og notkun snjalltækja
| - sjálfsmat
- verkefni
- leiðsagnarmat
|
Lífsleikni og bekkjarfundir
Í lífsleikni er megináhersla lögð á að efla félags-, siðferðis- og tilfinningaþroska nemenda. Tengsl milli þessara þátta og velfarnaðar í lífinu hafa orðið æ ljósari á undanförnum árum og sterk staða á þessum sviðum hefur einnig jákvæð áhrif á námsárangur og mikilvægur undirbúningur við að fást við áskoranir í lífinu. Mikil áhersla er lögð á virkni allra nemenda, og þeir þjálfist við að beita gagnrýnni hugsun, ígrundi ólíkar skoðanir og setji fram sínar eigin á rökstuddan hátt.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Reynsluheimur - sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs,
- ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás, í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar,
- aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi,
- rökrædd mikilvæg hugtök sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni,
- tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og neyslu, verði gagnrýninn neytandi og geti sett sér markmið á grundvelli þekkingar á fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags og þeim tilboðum sem eru í boði,
- bent á, fyrirbyggt og brugðist rétt við ýmsum hættum og slysagildrum í umhverfinu og náttúrunni.
| - nýta sér bekkjafundaformið. Þá eru fundareglur hafðar í heiðri m.a. til að tryggja að raddir allra fái að heyrast og ólíkar skoðanir virtar.
- taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þar sem nemendur setja sig í spor tiltekinna einstaklinga sem tilheyra minnihlutahópum
- vega og meta ólíka sýn á mismunandi álitamálum
- samvinnunám, paravinna og einstaklingsvinna
- farið í stuttar vettvangsferðir þar sem fjallað verður um tiltekið þema
- geta notað fjölbreyttar námsaðferðir, t.d. námsleikir, þjálfunarforrit, stuttar fræðslumyndir, samræðuaðferðir og umræðuhópar.
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Hugarheimur - hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningar, trúar- og lífsviðhorfum,
- rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dyggða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund,
- gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar,
- vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt,
- lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta,
- sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði,
- greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða,
- gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess,
- sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum
| - geta notað fjölbreyttar námsaðferðir, t.d. námsleikir, þjálfunarforrit, stuttar fræðslumyndir, samræðuaðferðir og umræðuhópar.
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
| - Kynningar og stutt verkefni s.s. í formi veggspjalda, ritunar og vídeógerðar.
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Félagsheimur - fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum,
- rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekki almenn ákvæði um mannréttindi
- sýnt sjálfaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga
- sinnt velferð og hag samferðafólks síns.
| - Sýna hæfni við að eiga góð og uppbyggileg samskipti við ólíka nemendur um ólík viðfangsefni
- Kynna verkefni ýmist munnlega, skriflega eða rafrænt.
|
|
Valgreinar fyrir 7 - 10. bekk
Skólahreysti
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Að nemendur auki vöðvaþol með notkun á hjálpartækjum, eigin þyngd og lóðum/þyngingu | - gera styrktaræfingar með mörgum endurtekningum
- noti hjálpartæki
- noti lóð/þyngingu
- noti eigin þyngd
| Virkni, vinnusemi, símat og sjálfsmat |
Að nemendur auki styrk með notkun á hjálpartækjum, eigin þyngd og lóðum/þyngingu | - gera styrktaræfingar með eins mikilli þyngd og þau ráða við með fáum endurtekningum
- noti hjálpartæki
- noti lóð/þyngingu
- noti eigin þyngd
|
|
Að nemendur auki snerpu | - gera ýmsar útfærslur af snerpuæfingum
- sippa
|
|
Að nemendur öðlist sjálfstraust til að taka þátt í Skólahreysti | - vera virk í tímum
- jákvæðni
- hvetja sjálfan sig og aðra til góðs
|
|
Þýska
Þýska (val) 7.-10. bekkur
Í þýsku er lögð áhersla á að nemendur fái örlitla innsýn í þýska tungu, menningu, sögu og tengingu við Ísland og hafi svolítið forskot þegar þeir hefja þýskunám í framhaldsskóla.
Áhersla á tal og hlustun, lestur og ritun. Undirstöðuatriði þýskrar málfræði kynnt.
Hæfniviðmiðin eru valin úr tungumálahluta Aðalnámskrár sem hér segir:
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - Tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- Án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- Hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
| - Æfa framsögn
- Kynna einföld verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - Aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
| - Lesa einfaldan texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- Skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- Tekið þátt í samskiptaleiknum og unnið samtalsæfingar,
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- Sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
| - Fái tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum þýskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - Beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- Beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- Nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- Unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- Nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
| - Vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- Læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- Þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Stuðningur í Álfaborg og Vinaborg
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á þörfum barna og læri að bera ábyrgð á og hlúa að yngri börnum.
| Nemendur vinna með starfsfólki í Vinaborg og Álfaborg við að aðstoða yngri nemendur. | Ástundun og mætingar |
Að nemendur kynnist starfi með börnum og læri að fást við fjölbreytt verkefni með yngri börnum.
| Nemendur kynnast leik- og tómstundastarfi með þátttöku í flestum verkefnum í frístund og leikskóla. |
Námsmat er lokið eða ólokið |
Að nemendur læri að umgangast yngri börn að virðingu og með það markmið að efla sjálfstraust og félagsfærni. | Þau verkefni sem nemendur vinna með börnunum eru m.a. spila, sauma, fara í íþróttasalinn og lesa með þeim. |
|
Íþróttafræði
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
kynnist og geti notað þjálfunaraðferðir og æfingar við þjálfun þols, styrks og liðleika | Vinna 2-3 saman að æfingaáætlun, sýna og kenna öðrum nemendum í tíma og leiðbeina | Virkni, vinnusemi, símat |
geti lagt stund á og rökstutt þjálfun sem hentar til að styrkja góða heilsu | lesefni og verkefni í Google Classroom sem nemendur vinna og skila inn |
|
kynnist algengum íþróttameiðslum og læri að meðhöndla það | Vinni saman og veiti hvort öðru fyrstu hjálp, notkun kælipoka og læri að búa um algengustu meiðsli |
|
Nemendur fara í heimsókn á ýmsa staði og kynnist ýmsum íþróttagreinum | Heimsóknir, virkni í tímum |
|
Myndlist
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Nemendur öðlist færni í mismunandi aðferðum myndlistar. | Geri myndverk með fjölbreyttum aðferðum, og margvíslegum efnum. | Símat sjálfsmat. Virkni og vinnusemi. |
Þjálfist í að nota mismunandi miðla við upplýsingaöflun. | Leiti bæði í bókum og á netinu að upplýsingum um myndlist. |
|
Átti sig á því að myndlist er notuð í margvíslegum tilgangi og til eru margskonar form listar. | Kynni sér hvernig myndlist er notuð í hönnun og miðlun. |
|
Handverk
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Að nemendur öðlist færni í notkun á textílefnum. | Þjálfa nemendur í að nota verkfæri greinarinnar t.d. skæri, nálar, saumavélar, prjóna og heklunálar. | Virkni og vinnusemi. Símat og sjálfsmat. |
Að nemendur læri að þekkja mismunandi textílefni s.s. náttúruleg efni og gerviefni og hvernig þau eru framleidd. | Nemendur vinna með mismunandi efni til að læra að þekkja þau. |
|
Að nemendur öðlist þá þekkingu og skilning á textílefnum að þeir geti valið sér efni við hæfi og smekk hvers og eins. | Þjálfa nemendur í að velja hentug efni í mismunandi verkefni. |
|
Heimilisfræði
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Kynnist ýmsum þjóðlegum réttum og viti hvernig þeir eru búnir til. | Útbúa og elda “gamaldags” mat. T.d.taka slátur, gera sultur, plokkfisk o.fl. | Leiðsagnarmat og virkni |
Geti verið sjálfbjarga með einfaldar en hollar máltíðir. | Læra að elda ódýra og einfalda rétti sem getur nýst nemendum alla ævi. T.d. mjólkurgraut, súpur, kjötbollur, brauð og kökur. | Leiðsagnarmat Jafningjamat |
Geti unnið sjálfstætt og með öðrum í eldhúsi
| Elda og baka einn og með öðrum. | Leiðsagnarmat og virkni |
Umhyggja, virðing, metnaður, gleði