Persónuverndarstefna Golfsamband Íslands (GSÍ)
Með persónuverndarstefnu eru veittar upplýsingar um hvernig Golfsamband Íslands (GSÍ), kt. 580169-2799, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, vinnur persónuupplýsingar meðlima sinna sem nota vefsíðu sérsambandsins, www.golf.is og mitt.golf.is. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi persónuverndarlög á hverjum tíma"
Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf. Við virðum sjálfsákvörðunarrétt þinn varðandi alla meðferð persónuupplýsinga og í persónuverndarstefnu þessari er nánar lýst hvernig þú getur haft áhrif á það hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar.
Persónuverndarstefna þessi inniheldur upplýsingar um hvernig GSÍ meðhöndlar persónuupplýsingar um þig, s.s. um söfnun, tilgang og heimild vinnslu, varðveislutíma og öryggi þeirra.
Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, það er upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Persónuverndarstefna þessi tekur ekki til lögaðila. Persónuupplýsingar geta til dæmis verið nafn, kennitala, símanúmer, netfang, andlitsmynd, IP-tala, upplýsingar um skráða forgjöf, rástíma og úrslit í mótum einstaklings.
Við söfnun eftirfarandi persónuupplýsingum um meðlimi:
Við söfnum persónuupplýsingum m.a. í eftirfarandi tilvikum:
Að auki kunna að safnast upplýsingar sjálfkrafa, s.s. þegar þú heimsækir vefsíðu okkar (t.d. IP-tala eða auðkenni tölvunnar ásamt upplýsingum um tölvukerfið sem notað er). Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu, hvernig þú notar vefsíðu GSÍ, tími og dagsetning heimsóknarinnar. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með noktun vefkaka (e. cookies).
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu.
Golfsamband Íslands kann einnig að fá persónuupplýsingar um þig í gegnum golfklúbbana sem eruð aðilar að GSÍ. Slíkar upplýsingar kunna að vera skráðar þegar skrár eru leiðréttar, þegar tiltekin þjónusta er veitt. Slíkar upplýsingar kunna að vera samtengdar öðrum persónuupplýsingum um þig sem GSÍ skráir, s.s. í því skyni að geta sniðið kynningarefni sem við kunnum að senda þér betur að þínum þörfum. Þú hefur ávallt rétt á því að afþakka slíka vinnslu sbr. nánar í kaflanum Þinn réttur hér að neðan.
GSÍ vinnur persónuupplýsingar í þágu starfseminnar og er tilgangurinn meðal annars að tryggja lögbundið hlutverk, sem er að efla, samræma og skipuleggja golfíþróttina í landinu. Einnig að þjónusta sambandsaðila, uppfylla skyldur sem fulltrúi Íslands í golfíþróttinni erlendis og vegna hlutverks GSÍ sem ábyrgðaraðili vegna mála sem tengjast ólympíuhreyfingunni. Sem æðsti aðili golfíþróttarinnar í landinu safnar GSÍ persónuupplýsingum einkum á grundvelli lagaskyldu, lögmætra hagsmuna, samninga og samþykkis skráðra einstaklinga.
GSÍ notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að halda utan um skráningu á rástímum, forgjöf eða mótum, virkja aðild þína, innheimta félagagjald til golfklúbba, til að mynda þegar við dreifum eigin kynningarefni s.s. tímaritinu Golf á Íslandi. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:
Við miðlum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:
Persónuupplýsingar kunna að vera fluttar til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), s.s. vinnsla sem á sér stað þegar persónuupplýsingar eru sendar á milli í tölvupóstum sem vistaðir eru í skýjalausnum erlendis. GSÍ ábyrgist að öll vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað utan EES-svæðisins uppfylli sömu kröfur um vernd og öryggi og gilda samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Með því að afhenda okkur persónuupplýsingar samþykkir þú að slíkar upplýsingar kunni að verði fluttar og varðveittar utan EES-svæðisins.
Sem ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga mun GSÍ tryggja öryggi þeirra með viðeigandi öryggisráðstöfunum, s.s. með ytra öryggi auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana. Öryggisráðstöfunum er ætlað að verja persónuupplýsingarnar gegn því að þær glatist, séu misnotaðar, þeim breytt og gegn allri annarri ólöglegri vinnslu. Þegar þú sendir okkur persónuupplýsingar í gegnum vefsíðuna okkar eru slíkar upplýsingar dulkóðaðar með svokallaðri SSL dulkóðun (e. Secure Sockets Layer) áður en þær eru sendar.
Persónuverndarlög veita þér ákveðin réttindi í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna, sem þó eru háð nokkrum takmörkunum og undantekningum. Nauðsynlegt er að sanna á sér deili áður en slíkra réttinda er neytt. Slík réttindi eru meðal annars: 1) réttur til að fá upplýsingar, 2) réttur til leiðréttinga og réttur til eyðingar, 3) réttur til takmörkunar á vinnslu og til andmæla, 4) réttur til að flytja eigin gögn, 5) réttur til að afturkalla samþykki, 6) réttur til að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalds (www.personuvernd.is). GSÍ verður almennt við erindum einstaklinga þeim að kostnaðalausu. GSÍ áskilur sér þó rétt til að innheimt gjald samkvæmt verðskrá ef farið er fram á afhendingu fleiri en eins afrits af persónuupplýsingum. Einnig ef beiðni er óhófleg. Hægt er að óska eftir því að virkja réttindin með tölvupósti á personuvernd@golf.is.
Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar þá sendu okkur tölvupóst á personuvernd@golf.is
GSÍ áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari hvenær sem er. Breytingar öðlast gildi við birtingu á vefsíðu okkar, www.golf.is.
Þessi útgáfa var samþykkt af stjórn GSÍ þann 26. september 2019.