Published using Google Docs
5. bekkur_ÍSLENSKA_ Náms-og kennsluáætlun_EÓR.docx

Náms- og kennsluáætlun                                                                                                                                   Landakotsskóli

5. bekkur   -  Skólaárið 2025-2026  -  Námsgrein:  Íslenska          -  Kennari: Emma Ósk Ragnarsdóttir                   -  Tímafjöldi: 7

Námsgögn: Orðspor lesbók og vinnubók, Málrækt 1, Smellur.

 Ýmislegt efni sem kennarar útbúa og prenta út af vef:

  • utfyrirbokina.is
  • skolavefurinn.is
  • 123skoli.is
  • kennarinn.is
  • fjölbreyttkennsla.is

Lykilhæfni:

Námsgreinin kemur inn á alla þætti lykilhæfni sem unnið er út frá samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

  • tjáning og miðlun  
  • skapandi og gagnrýnin hugsun  
  • sjálfstæði og samvinna
  • nýting miðla og upplýsinga  
  • ábyrgð og mat á eigin námi

Grunnþættir:

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex. Unnið er með alla þessa þætti, en þó mismikið eftir árgöngum: læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, sköpun. Sjá nánar í skólanámskrá Landakotsskóla.

Lokanámsmat í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár.

Í Landakotsskóla er leitast við að námsmat sé leiðbeinandi og nái utan um fjölbreytta hæfni nemenda. Í megindráttum er endurgjöf og námsmat til nemenda með tvenns konar hætti:

  • í formi óformlegs námsmats í gegnum samtal, hvatningu og leiðsögn í kennslustundum sem byggt er á skýrum markmiðum sem eru nemendum ljós.
  • með formlegri hætti með ólíkum verkefnum sem nemandi vinnur ýmist í skólanum eða sem heimaverkefni. Nemendur sýna hæfni sína með ritgerðum, kynningum, munnlegum, verklegum eða skriflegum prófum, leikþáttum, stuttmyndum, framsöguverkefnum  myndverkum eða dansverkum þar sem styrkleikar nemenda geta notið sín. Í þessum verkefnum fá nemendur formlegri endurgjöf sem getur verið í formi einkunnarorða, bókstafa, prósentutölu, stigagjafar eða umsagnar. Nemendur vinna einnig sjálfsmat og jafningamat með sambærilegum hætti. Námsmatið er grundvallað á þeim hæfniviðmiðum sem unnir er með hverju sinni.


Hæfniviðmiðin eru sá grundvöllur sem náms- og kennsluaðferðir og námsmat byggjast á.

  • Hæfniviðmiðin skýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim og leiðbeina við námið, hvetja og auka skilning á tilgangi námsins.
  • Hæfniviðmiðin hjálpa kennurum að gera sér skýra grein fyrir því hvað það er sem þeir vilja að nemendur nái tökum á varðandi þekkingu og leikni.
  • Hæfniviðmiðin hjálpa kennurum að velja hentugar kennsluaðferðir og skilgreina hvernig meta skuli árangur og hvort tiltekinni hæfni sé náð. 

Námsþættir

Hæfniviðmið

Náms-og kennsluaðferðir

Námsmat

Talað mál, hlustun og áhorf

Lesið eigin texta og annarra.

Hlustað á upplestur annarra.

Tjáð sig á skilmerkilegan hátt og virða skoðanir annarra.

Lesfimipróf í september, janúar og maí.

Lesskilningspróf, Orðarún.

Stafsetningarpróf.

Málfræðipróf.

Lestur og lesskilningur

Greint aðalatriði í texta.

Lesið með góðum hraða.

Aflað sér upplýsinga með fjölbreyttum leiðum svo sem af netinu og úr bókum.

Lesið að lágmarki 90 orð á mínútu.

Bókmenntir

Ritun

Nái valdi á ákveðnum atriðum stafsetningar s.s. ng og nk reglan, n og nn, einfaldur og tvöfaldur samhljóði.

Skrifað læsilega.

Geri sér grein fyrir aðalatriðum í texta.

Mál og málnotkun

Þekkja helstu stafsetningareglurnar s.s. stór og lítill stafur, ng og nk reglan, n og nn, einfaldur og tvöfaldur samhljóði.

Þekkja nafnorð, sagnorð og lýsingarorð.

        ANNARÁÆTLUN

Tímabil

Viðfangsefni

Námsefni

Dagsetning mats

Annað

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.