Published using Google Docs
6.bekkur Samfélagsfræði og Náttúrufræði.docx
Updated automatically every 5 minutes

Náttúrufræði/samfélagsfræði

Unnið með sögurammann Þjóðgarðinn

Aðferð: Söguaðferðin

Mikil samþætting er í verkefninu aðallega í greinunum samfélagsfræði, náttúrufræði og íslensku.

Námbækur og annað ítarefni: Líf á landi, fuglabækur, vefsiður, Landvernd, Umhvefisnefnd og aðrar heimildir sem koma að gagni.

Kennsluhættir og námsmat

Lögð áhersla á þjálfun í fjölbreyttum vinnubrögðum, samvinnu, sköpunargleði, framsögn, ritun á fjölbreyttum texta og margt fleira.

Námsmatið verður  fjölbreytt þannig að það gefi heilstæða mynd af hæfni nemandans. Leggja skal áherslu á leiðsagnamat sem byggist á því að nemendur velti reglulega fyrir sér námi sínu með kennaranum. Mikilvægt er að nemandinn viti til hvers er ætlast og séu virkir í sínu námsmati.

Tími

Sept-des.

Markmið

Námsþættir og viðfangsefni

Afrakstur og námsmat

  1. áfangi

Að nemendur geti

-útskýrt hvað er þjóðgarður og hvers vegna við höfum þjóðgarða

-lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúruna

-gert sér grein fyrir eigin lífsýn og skilningi á samspili náttúrunnar og mannsins

- hugað að náttúruvernd, sjálfbærni

og hvernig við getum haft áhrif á samfélagið

- geti gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum, hlutverkum innan þeirra

-  lýst margvíslegum tilfinningum sem þau verða fyrir í náttúrunni og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun þeirra almennt

- tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu á fordæmalausan hátt

Fjallað um Þjóðgarða og verkefni þjóðgarðsvarða og fjölskyldna þeirra.

Veggmynd af þjóðgarði búin til

Alls konar hópvinna, skrifleg verkefni o.fl.

Útbúinn þjóðgarður á vegginn.

Skilningur á hugtakinu þjóðgarður og mikilvægi þjóðgarða

Metið skrifleg umsókn um starf þjóðgarðvarðar

  1. áfangi

Að nemendur geti

- sett sig í spor þjóðgarðsvarðar og verkefni hans.

-áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast

Framhald frá síðustu viku og byrjað á fuglunum

  1. áfangi

Að nemendur geti

-lýst einkennum dýra og planta með aðaláherslu á fugla, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt

Fjallað um fugla í þjóðgarðinum

Útbúnir fuglar, skrifaðar ritgerðir, sagt frá fuglum o.fl.

Vinna við fuglinn utan sem innan metin.

Ritgerð um fuglinn metin.

  1. áfangi

Að nemendur þekki ýmsa algengar fuglategundir á Íslandi, einkenni og lífshætti

T.d. ránfuglar, vaðfuglar, sundfuglar, spörfuglar, sjófuglar

Fuglagetraun (varpa upp myndum)

Þekkja að minnsta kosti 20 fugla

  1. áfangi

Að nemendur geti

-lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúruna

-rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum

Náttúruvernd, sjálfbærni

Fjallað um hugtakið og hvernig við getum haft áhrif í heiminum til að stuðla að náttúruvernd. Heimfært á þjóðgarðinn og umhverfi hans

Skilningur á hugtökunum náttúruvernd og sjálfbærni

  1. áfangi

Að nemendur geti

-séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í náttúrunni

-velt fyrir sér hvernig fjölmiðlar fjalla um atvik með áherslu á dagblöð

Óvænt atvik í þjóðgarðinum

Fjallað um óvænt atvik í þjóðgarðinum líkt og fjölmiðlar gera.

Afrakstur metinn.

  1. áfangi

Að nemendur geti

-metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordæmalausan hátt

Lokið við ýmsa lausa enda í sögurammanum, skrifað um reynslu fjölskyldunnar af starfi þjóðgarðsvarðar.

Gefið fyrir vinnubók

  1. Áfangi

Lok

Að nemendur geti

-sýnt samferðafólki sínu tillitssemi , umhyggju og kurteisi

Foreldrakvöld

Undirbúið foreldrakvöld. Farið yfir helstu atriði vinnunnar við sögurammann og undirbúin og æfð dagskrá.

Próf úr sögurammanum.

Við vinnu þessarar námsáætlunar hefur verið tekið mið af Aðalnámskrá grunnskóla frá 2013    Ásdís Rós, Elísabet og Ragnheiður