Published using Google Docs
1. bekkur_námsgrein_ DANS_Náms-og kennsluáætlun LKS - Copy.docx

Náms- og kennsluáætlun                                                                                                                           Skólaárið 2025-2026

1. bekkur  - Námsgrein: DANS  -  Kennari:   Diljá Þorbjargardóttir   -  Tímafjöldi: 1 kennslustund á viku

Námsgögn: Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

Lykilhæfni:

  • Geta dansað frjálst við ýmis konar tónlist.
  • Geta myndað hring og línu án aðstoðar frá kennara.
  • Dansspor: chassé (tvö saman), rassarúlla, hliðar saman hliðar (tvö saman), valhopp, spítukarlar (fram með einn fót og skipta).
  • Geta fundið einfaldan takt í tónlist og klappað taktinn.
  • Geta myndað einföld form með líkamanum.
  • Geta dansað hægt og hratt við samsvarandi tónlist.
  • Geta hreyft einn líkamspart í einu (e. isolations).
  • Geta lært einfaldan dans og sýnt fyrir framan áhorfendur með aðstoð frá kennara.

Grunnþættir:

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex. Unnið er með alla þessa þætti, en þó mismikið eftir árgöngum: læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, sköpun. Sjá nánar í skólanámskrá Landakotsskóla.

Lokanámsmat í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár.

Í Landakotsskóla er leitast við að námsmat sé leiðbeinandi og nái utan um fjölbreytta hæfni nemenda. Í megindráttum er endurgjöf og námsmat til nemenda með tvenns konar hætti:

  • í formi óformlegs námsmats í gegnum samtal, hvatningu og leiðsögn í kennslustundum sem byggt er á skýrum markmiðum sem eru nemendum ljós.
  • með formlegri hætti með ólíkum verkefnum sem nemandi vinnur ýmist í skólanum eða sem heimaverkefni. Nemendur sýna hæfni sína með ritgerðum, kynningum, munnlegum, verklegum eða skriflegum prófum, leikþáttum, stuttmyndum, framsöguverkefnum  myndverkum eða dansverkum þar sem styrkleikar nemenda geta notið sín. Í þessum verkefnum fá nemendur formlegri endurgjöf sem getur verið í formi einkunnarorða, bókstafa, prósentutölu, stigagjafar eða umsagnar. Nemendur vinna einnig sjálfsmat og jafningamat með sambærilegum hætti. Námsmatið er grundvallað á þeim hæfniviðmiðum sem unnir er með hverju sinni.

Hæfniviðmiðin eru sá grundvöllur sem náms- og kennsluaðferðir og námsmat byggjast á.

  • Hæfniviðmiðin skýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim og leiðbeina við námið, hvetja og auka skilning á tilgangi námsins.
  • Hæfniviðmiðin hjálpa kennurum að gera sér skýra grein fyrir því hvað það er sem þeir vilja að nemendur nái tökum á varðandi þekkingu og leikni.
  • Hæfniviðmiðin hjálpa kennurum að velja hentugar kennsluaðferðir og skilgreina hvernig meta skuli árangur og hvort tiltekinni hæfni sé náð. 

Námsþættir

Hæfniviðmið

Náms-og kennsluaðferðir

Námsmat

Frjáls dans/spuni

Nemandi tekur þátt í frjálsum dansi og er óhræddur við að finna sínar eigin hreyfingar.

 Spunaæfingar og leikir með dansi.

Símat

Mynda hring og línu

Nemandi getur farið í hring og línu án aðstoðar frá kennara.

Símat.

Dansspor

Nemandi getur dansað þau spor sem tekin eru fram í lykilhæfni án mikillar aðstoðar frá kennara.

Leikir og herma eftir kennara.

Símat.

Talning og taktur

Nemandi getur klappað einfaldan takt í tónlist.

Leikir og endurtekning.

Símat.

Form

Nemandi getur myndað form (kúlu, kassa, þríhyrning o.s.frv.) með líkamanum þegar hann er beðinn um það.

Leikir, t.d. stoppdans og stoppa í ákveðnu formi.

Símat.

Hreyfa einn líkamspart í einu

Nemandi sýnir stjórn á líkamanum og getur hreyft einn líkamshluta í einu.

Leikir

Símat.

Einfaldur dans og sýning

Nemandi getur tengt saman nokkur dansspor og tekur þátt í danssýningu fyrir foreldra.

Símat.

 

ANNARÁÆTLUN - haust 2025

Tímabil  

Viðfangsefni  

Námsefni  

Annað  

Vika 1 og 2

25.08 og 1.09

Kynning á dansi

Tilfinningahringur

Nafn + hreyfing

Danstækni yfir gólf: hestaspor, valhopp, chassé

Danstækni úti á gólfi: hliðar saman hliðar (æfa fyrst í spegil og svo tvö og tvö saman).

Töfrasteinar

Stoppdans við óskalag

Vika 3 og 4

8.09 og 15.09

Líkamshlutar

Trölladansinn (hreyfa einn líkamshluta í einu)

Æfingar yfir gólf: frjálst (hugsa um einn líkamshluta í einu)

Höfuð, herðar, hné og tær.

Danstækni úti á gólfi: hliðar saman hliðar og klappa í takt

Vika 5 og 6

22.09 og 29.09

Hraði

Æfingar yfir gólf: frjálst (hægt - miðlungs - hratt), rassarúlla, chassé (tvö og tvö)

Spunaæfing: hraðaland og hæga land

Danstækni úti á gólfi: klappa í takt, krækja höndum og skipta um stað, hliðar saman hliðar.

Vika 7 og 8

06.10 og 13.10

Form

Kyrrmyndir – form

Formastoppdans

Tækni yfir gólf: chassé tvö og tvö saman og rassarúlla.

Tækni úti á gólfi: klappa í takt, krækja höndum og skipta um stað, hæll fram og skipta um fót, hliðar saman hliðar.

Vika 9 og 10

20.10 og 3.11

Rými

Stoppdans í almenna vs. persónulega rýminu.

Tækni yfir gólf: Valhopp + klapp og rassarúlla

Tækni úti á gólfi: Öll rútína með klappi og hliðar saman hliðar - skiptidans

Vetrarfrí 24.10-27.10

Vika 11 og 12

17.10 og 24.10

Þyngd

Spunaæfing - þunga land og létta land (dansa í hunangi og skýji)

Trölladans (einn líkamspartur í einu + bæta við þungt og létt)

Tækni yfir gólf: valhopp, rassarúlla, chassé

Tækni úti á gólfi: Skiptidans

Starfsdagur 10.10

Vika 13, 14 og 15

1.12, 8.12 og 15.12

Jólatímar

Læra dans við jólalag

Fara yfir tækni annarinnar

Dansleikir eftir óskum nemenda

ANNARÁÆTLUN - vor 2026

Tímabil  

Viðfangsefni  

Námsefni  

Annað  

Vika 1 og 2

05.01 og 12.01

Upprifjun

Tækni yfir gólf: Valhopp, chassé, kónguló, bjarnagangur, rassarúlla

Tækni úti á gólfi: skiptidans

Töfrasteinar

Stoppdans

Vika 3 og 4

19.01 og 26.01

Form

Formastoppdans

Myndastyttuleikur

Tækni yfir gólf: froskur, valhopp+klapp, chassé (2 og 2 saman), rassarúlla

Byrja að læra sýningardans

Vika 5 og 6

02.02 og 09.02

Jafnvægi

Finna jafnvægi á einum fæti

Labba í beinni línu

Tækni yfir gólf: hestaspor + lengja fót út í developé, rassarúlla, spuni

Stoppdans – stoppa á einum fæti

Tækni úti á gólfi: Tilfinningadans

Sýningardans

Vika 7 og 8

16.02 og 02.03

Braut

Tækni yfir gólf: ferðast í beinni línu, sikksakk, aftur á bak o.s.frv., gera chassé og hestaspor í mismunandi brautum.

Þrautabraut

Tækni úti á gólfi: Hliðar saman hliðar öll saman í hring

Sýningardans

Vetrarfrí 23.02-27.02

Vika 9 og 10

09.03 og 16.03

Orka

Lítil orka vs. mikil orka  - lönd

Tækni yfir gólf: valhopp + klapp, rassarúlla, frjálst

Tækni úti á gólfi: Hliðar saman hliðar öll saman í hring og inn í hring og út

Sýningardans

Vika 11 og 12

23.03 og 13.04

Myndbandstími og leikir

Páskafrí 30.03-06.04

Vika 13 og 14

20.04 og 27.04

Taktur

Skiptidans

Klappa í takt við tónlist

Valhopp + klapp

Valhopp - mætast í miðju og klappa saman lófum

Labba aftur á bak og áfram í takt við tónlist

Sýningardans

Vika 15 og 16

04.05 og 11.05

Svæði (niðri í gólfi, miðja og uppi)

Stigaspuni

Hringur – allir gera eina hreyfingu á hverju plani – reyna að muna hreyfingarnar

Tækni úti á gólfi: Hringdans

Sýningardans

Vika 17 og 18

18.05 og 01.06

Upprifjun

Tækni annarinnar

Spunaleikir eftir óskum

Sýningardans

Annar í hvítasunnu 15.05

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.