Published using Google Docs
Bitsboard leiðbeiningar til skólastjóra og kennara
Updated automatically every 5 minutes

17.11.2020

Bitsboard Flash Cards nemendakerfi

leiðbeiningar og upplýsingar til skólastjóra og kennara

Leiðbeiningar til kennara má finna aftast í þessu skjali

Bitsboard nýtir skýjaþjónustu Amazon og vistar öll gögn á þeirra vefþjónum í USA. Gögnin sem eru vistuð þar eru innskráningarupplýsingar um nemendur og framvinda þeirra í námsleikjum kerfisins. Það er mikilvægt að halda öllum persónuupplýsingum nemenda utan við kerfið.

Kennarar geta stofnað sinn aðgang með nafni og netfangi en stofna nemenda aðganga undir dulnefni t.d. 1. bekkur jb. Mikilvægt er að nemendur nýti kerfið nafnlaust og án innskráningar þrátt fyrir að það geti gert ferlið flóknara að fylgjast með framvindu nemenda.

Hægt að stofna notendur í kerfinu á tvo vegu

Einnig er hægt að hafa slökkt á “Cloud Sync” en þá vistast engin gögn. Ef ekki á að nýta kerfið sem matstæki eða við vinnslu með skilaskyld gögn er mælst til að slökkt sé á “Cloud Sync”.

Hvaða gögnum er safnað og vistuð

Notandi (kennari í flestum tilvikum) útbýr “borð” með spjöldum með mynd, hljóði og orðum. Óheimilt er að nota persónuupplýsingar nemenda í slík borð. Notandi velur hvort “borðunum” er deilt opinberlega eða aðeins innan ákveðins notandahóps. Nemandi vinnur verkefni í kerfinu og framvinda hans vistast. Kennarar skulu ekki deila “borðum” með persónuupplýsingum nemenda á opinber svæði innan kerfisins.

Hér á eftir kemur yfirlit yfir hvernig unnið er með upplýsingar í kerfinu. Vakin er athygli á því að fara þarf varlega með skráningu upplýsinga inn í kerfið þar sem úrvinnsla þeirra getur verið margvísleg.

Hvernig eru upplýsingarnar notaðar

Hver hefur aðgengi að upplýsingunum

Breyting og eyðing gagna

Rakning gagna

Rakning gagna er valkvæð. Mögulegt er að nýta kerfið án innskráningar nemenda. Ef slökkt er á “Cloud Sync” vistast engin gögn. Kennari stýrir því hvort og hvernig nemendur eru skráðir inn í kerfið.  


Bitsboard Pro Flashcard nemendakerfi

Leiðbeiningar til kennara

Kennaraaðgangur: stofna með nafni og netfangi

Nemendaaðgangur:  stofna undir dulnefni t.d. 1. bekkur jb.

Mælst er til að kennarar stofni notandaaðgang/bekkjaraðgang á eftirfarandi hátt:

  1. Stofnaðu notandaaðgang á hverjum bekkjar-iPad.
  2. Ekki nota nafn nemanda þegar þú stofnar aðganginn, notaðu dulnefni. T.d. 1. bekkur jb

Stofnaðu því næst bekk í kerfinu og bættu nemandanum við bekkinn. Þá munu öll “borð” bætast beint inn á notandaaðgang hans.  Ef ekki á að nýta kerfið sem matstæki skal slökkva á “Cloud Sync”.

Sérstaklega skal hafa í huga að fyrirtækið getur ekki tryggt að notenda upplýsingum og gögnum sem hefur verið deilt opinberlega verði eytt, þó að notandaaðgangi verið eytt. Það er því alfarið óheimilt að deila opinberlega gögnum sem innihalda persónuupplýsingar (nöfn, myndir, hljóð og aðrar upplýsingar) nemenda innan Bitsboard lærdómssamfélagsins.

 

Með því að gera atriði innan hugbúnaðarins opinber ert þú að afsala þér höfundarrétti mynd- og hljóðskráa og gefa öðrum opið leyfi til að nýta þær í sínum verkefnum á þeirra svæðum innan hugbúnaðarins.  

Þegar atriði innan hugbúnaðarins eru gerð opinber verður að ganga úr skugga um eftirfarandi:

Ath. Ekki er leyfilegt að sækja myndir úr hugbúnaðinum og nota í öðrum verkefnum. 

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir vinsamlegast sendu póst á mixtura@reykjavik.is. 

 af 3