Published using Google Docs
Borgaramennt
Updated automatically every 5 minutes

Kennslufræðiverkefni 4:

 Borgaramennt

KME110F Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga

Háskóli Íslands

Menntavísindasvið

Haust 2022

Una Kamilla Steinsen, uks4@hi.is

Sigríður Helga Hauksdóttir, shh57@hi.is

Linda Björk Pétursdóttir, Lbp10@hi.is

Halldór Atlason, haa47@hi.is

Signý Traustadóttir, sit34@hi.is


Málefnin

  1. Fólk á flótta

Þetta málefni er stórt og erfitt umræðu vegna þess hvað það getur staðið nærri nemendum. Stríð er alltaf erfitt umræðuefni, illskiljanlegt, sérstaklega fyrir ungt fólk, og þarf að meðhöndla það með nærgætni. Nú sérstaklega þegar fólki frá Úkraínu fjölgar hér á landi þarf að kynna nemendur fyrir þeim raunveruleika sem er flótti og þau vandamál sem fylgja honum. Vinna þarf með umhyggju og virðingu í fyrirrúmi en ekki síður hvetja nemendur til dáða.

Þegar taka á fyrir málefnið flóttafólk er mikilvægt að áhersla sé á jafnrétti allra til öryggis og uppfyllingar þarfa, við erum öll borgarar í heimssamfélaginu og mannsæmandi líf er mannréttindi. Umræðan þarf að ná til víðs samfélagslegs samhengis þar sem umhyggjan þarf að ná lengra en til augljóslega hrjáðra, sem dæmi má nefna þá Rússa sem hafa orðið fyrir atkasti í kjölfar stríðsins. Einnig er lykilatriði að fjalla um getu nemenda til aðgerða, bæði mátt einstaklingsins og sameiginlegan kraft til vinnu í átt að lausnum. Hægt væri að ræða grettistakið sem hefur nú þegar verið lyft í sambandi við viðtökur flóttafólks til Íslands, mikilvægi þess að halda þeim aðgerðum áfram, og efla nemendur til frumkvæðis í hugmyndavinnu framtíðarverkefna.

  1. Loftslagsmál

Hlýnun jarðar af mannavöldum er ein af þeim stóru áskorunum sem mannkynið þarf að takast á við með sameiginlegu átaki allra. Nauðsynlegt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að draga megi úr hamfarahlýnun (Heimsmarkmiðin,e.d.; Landvernd, e.d.). Til þess að það megi verða er mikilvægt að kynna málefnið fyrir nemendum, auka innsæi þeirra og skoða hvað sé hægt að gera til að vinna að lausn vandans. Með því að skoða hugsanlegar lausnir og sjá hvert hlutverk einstaklinganna er í lausn vandans er hægt að ræða um gildi og ábyrgð hvers og eins sem og sameiginlega ábyrgð allar borgara. Með aukinni meðvitund um eigin gildi, viðhorf og tilfinningar aukast líkur á breyttri hegðun og aukinni ábyrgð (Mogensen og Schnack, 2010). Mikilvægt er að tengja vandamálið við nærumhverfi og daglegt líf því þá verður námið merkingarbært og nemendur sjá með því tilgang og tengjast því tilfinningalega (Kozak og Elliott, 2014).

  1. Súrnun sjávar

Aukin losun koltvíoxíðs veldur aukinni upptöku koltvíoxíðs í sjónum sem leiðir til súrnunar sjávarins. Súrnun sjávar er mikilvæg vegna þess að sjórinn er heimkynni margra lífvera og vistkerfa, en breyting á sýrustigi getur haft slæmar afleiðingar fyrir lífríki og vistkerfi sjávarins (Halldór Björnsson o.fl., 2018). Mörg þessara vistkerfa eru mikilvæg mönnum, t.d. hvað varðar fæðuöflun. Markmið 14 í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, Líf í vatni, tengist súrnun sjávar beint, en undirmarkmið 14.3 gengur einmitt út á vinna gegn súrnun sjávar (Heimsmarkmiðin, e.d.).

Segja má að við eigum bara eitt haf sem við verðum að deila og vernda sameiginlega. Hægt er að nálgast málefnið með nemendum með það í huga að súrnun sjávar er vandamál sem við verðum öll að leysa saman. En einnig er gott að hafa í huga að staðbundin losun koltvíoxíðs hefur afleiðingar á allan sjóinn. Því getur það að minnka losun á heimaslóð haft góð áhrif á heimsvísu.

Sýna má fram á hliðstæð vandamál sem tekist hefur að leysa, eins og gatið á ósonlaginu, til að stuðla að sameiginlegri trú á getu okkar til að bregðast við vandanum. Það að sjá að hægt sé að leysa vandamál sem þessi getur verið valdeflandi fyrir nemendur. Þá eru nemendur einnig líklegri til þess að taka frumkvæði og reyna að gera eitthvað í málunum.

  1. Skynditíska

Framleiddar eru um 100 miljarðar árlega af nýjum flíkum. Margar þeirra lenda fljótlega á urðunarstöðum. Keypt eru u.þ.b. fjórum sinnum meira af fötum í dag heldur en fyrir 30 árum. Þetta veldur því að mikil eiturefni leka út í umhverfið. Afleiðing skynditísku er að fatnaður er notaður minna en áður. Fólk hugsar um að losa sig við föt til að koma nýjum tískufatnaði að. Framleiðslan er ódýr en getur orsakað falinn kostnað fyrir láglaunafólkið sem vinnur við hana, slæmar aðstæður og vistkerfið (Textílmennt og sjálfbærni, Heimsmarkmið 12). Skynditísku er hægt að tengja við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, sérstaklega undirmarkmið 12.4 og 12.5.

Leið til að vinna með þetta málefni væri að ræða við nemendur um af hverju það er mikilvægt. Að nemendur geri sér grein fyrir að þetta er mikið vandamál í dag. Að mikilvægt sé að horfa út fyrir rammann. Þetta hafi til dæmis þau áhrif að láglauna fólk úti í heimi geti misst vinnuna, fólk sem þarf á vinnu sinni að halda til að geta framfleytt sér og sínum. Hugsa um eiturefnin sem leka út í umhverfið og valda miklum skaða. Hvað hægt sé að gera til að draga úr sóun. Leiðir til að efla frumkvæði nemenda í námi er til dæmis að þeir tjái viðhorf sín um málefnið. Hafa hugflæði með nemendum í hópavinnu. Hvað þeim dettur í hug að sé hægt að gera. Láta nemendur skrá hugmyndir sínar og hugmyndir að lausnum. Hver nemandi er einstakur og á sína rödd. Aldrei að gefast upp á að finna leiðir. Þátttaka barnanna er svo mikilvæg. Mikilvægt að sýna þeim að þeirra skoðanir skipta miklu máli. Að við erum að reyna að vinna að úrlausnum saman. Geta til aðgerða getur falist í því að  nemendur ræð síðan þessi vandamál með fjölskyldu, vinum og vandamönnum.

Dæmi um verkefni gæti verið:

Þar með sýna nemendur getu til aðgerða, sameiginlega trú á eigin getu, frumkvæði, valdeflingu og sjálfbærni heima og í átt að heimsvísu.

  1. Líffjölbreytileiki

Líffjölbreytileiki er mikilvægur til að viðhalda lífi á jörðinni þar sem vistkerfi jarðarinnar er samtvinnað og jafnvægi raskast ef lífverum fækkar. Útdauði tegunda hefur aukist og er rakinn til áhrifa mannsins (Landvernd, e.d). Lifnaðarhættir mannsins hafa haft neikvæð áhrif á líffjölbreytileika meðal annars með mengun í lofti, landi og sjó. Lífverum stafar einnig hætta vegna ofnýtingar auðlinda og eyðingar búsvæða (Landvernd, e.d). Mengun af mannavöldum og loftslagsáhrif ógna lífríkinu og geta haft alvarlegar afleiðingar ef ekki tekst að snúa þróuninni við.

Þegar svona stórt málefni er tekið fyrir með nemendum er mikilvægt að fræða og ræða lausnir á sama tíma. Hættan er að nemendur fyllist vonleysi og finnist vandamálið of stórt til þess að þau geti haft nokkur áhrif. Benda nemendum á að hafi verið gerðar ráðstafanir og það er verið að bregðast við en það þurfi að gera enn betur. Hver og einn geti haft áhrif í sínu umhverfi og smitað út frá sér. Fá nemendur til að greina vandann út frá eigin forsendum og koma með lausnir. Virkja nemendur til að láta rödd sína heyrast og að búa til grundvöll þar sem nemendur koma hugmyndum sínum að lausnum í framkvæmd og á framfæri út fyrir skólann.

Illviðráðanlegt vandamál: Endurnýting textíls

Textílframleiðsla er gríðarstór alþjóðlegur iðnaður og hefur stórt sótspor. Neyslan er mest í fyrsta heims ríkjum og hér er textíllinn endurunninn að einhverju leyti með því að senda hann til þriðja heims ríkja. Það er hins vegar ekki heildræn lausn á vandanum, og getur í raun valdið frekari vandamálum þar. Innflutningurinn getur haft neikvæð áhrif á þarlendan textíliðnað með því að minnka markaðinn. Það fækkar atvinnutækifærum sem veldur aukinni fátækt og hæði þessara landa á mannúðaraðstoð. Slíkt er ekki sjálfbært og því gefur auga leið að lausnin liggur annars staðar.

Vandinn er illviðráðanlegur því það sem við lítum á lausn hér heima fyrir veldur vandamálum annars staðar. Lausnin er óljós, er svarið endurnýting á annan hátt, eða frekar minni neysla til að byrja með? Þetta vandamál tengist meðal annars heimsmarkmiðum nr. 1: engin fátækt, nr. 8: góð atvinna og hagvöxtur, og nr. 12: ábyrg neysla og framleiðsla.


Heimildir

Gera sjálfur. (e.d.). Skynditíska. http://www.gerasjalfur.is/skynditiacuteska.html 

Halldór Björnsson, Bjarni D. Sigurðsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Jón Ólafsson, Ólafur S. Ástþórsson, Snjólaug Ólafsdóttir, Trausti Baldursson, Trausti Jónsson. 2018. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar 2018. Veðurstofa Íslands.

Heimsmarkmið. (e.d.). Heimsmarkmiðin. https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/heimsmarkmidin/

Kozak, S. og Elliott, S. (2014). Connecting The Dots Key Learning Strategies for Environmental Education, Citizenship, and Sustainability [Executive summary]. Learning for a Sustainable Future.

Landvernd. (e.d.). Lífbreytileiki.  Lífbreytileiki - Landvernd

Landvernd. (e.d.).  Um hvað fjalla þessi loftslagsmál?. https://landvernd.is/loftslagsmal-inngangur/

Mogensen, F. og  Schnack, K. (2010). The action competence approach and the 'new' discourses of education for sustainable development, competence and quality criteria. Environmental Education Research, 16(1),  59-74.