Published using Google Docs
Samfélags- og náttúrugreinar - kennsluáætlun veturinn 2024-2025
Updated automatically every 5 minutes

Kennsluáætlun - veturinn 2024 -2025

Fag: Náttúrufræði/samfélagsfræði         bekkur: 5. bekkur          kennarar: Anton Örn, Elínborg Eir og Sólveig Alda

Námsefni:  Halló Heimur 3, Grænu skrefin, ásamt efni af netinu.

Fugl, fiskur og planta árgangsins, skrofa, njóli og loðna. Umhverfisstígar eru Gamla hraunið, Ofanleiti og Skátastykkið, plöntur, jarðfræði og saga.

Einnig verður unnið að samþættum þemaverkefnum.

Grunnþættir menntunar:

Grunnþáttur menntunar

Áhersluþættir grunnþátta menntunar

Læsi:

Unnið er með hugtakaskilning, læsi og lesskilning. Læsi birtist í víðum skilningi. Nemendur eru ekki einungis að lesa merkingu orða heldur reynir einnig á miðlalæsi og tákna.

Sjálfbærni:

Menntun til sjálfbærni miðar að því að gera nemendum kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags.

Heilbrigði og velferð:

Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Unnið verður að því að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum.

Lýðræði og mannréttindi:

Nemendur fá tækifæri til hópavinnu þar sem þau vinna í lýðræðislegu samstarfi við bekkjarfélaga sína.

Jafnrétti:

Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.

Sköpun:

Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpun skal efla í skólastarfi en þar er átt við að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.

Hæfniviðmið í náttúrufræði

Geta til aðgerða:

  • Greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfi þeirra.
  • Greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir.
  • Rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi.
  • Tekið afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti.

Nýsköpun og hagnýting þekkingar:

  • Fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð umhverfi og náttúru.
  • Unnið undir leiðsögn í hópi eftir verkskiptri tímaáætlun við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi.
  • Fjallað um hvernig ólík hæfni nýtist í störfum nútímans.

Gildi og hlutverk vísinda og tækni:

  • Gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri.
  • Lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum.
  • Útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks.
  • Tengt þekkingu og beitingu vinnubragða í náttúrufræðinámi við lausn annarra verkefna og útskýrt hugsanleg áhrif nýjustu tækni og vísinda á vísindalega þekkingu.

Vinnubrögð og færni

  •  Framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni
  •  Útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum.
  •  Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku.
  •  Beitt vísindalegum vinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið.
  •  Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.
  •  Sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og skipulegan hátt.
  •  Hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.  

Ábyrgð á umhverfinu:

  •  Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa
  •  Lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá   hugsanlegri þróun í framtíðinni.
  • Tekið þátt í og sýnt hæfni í samvinnu er lýtur að umbótum í heimabyggð.
  • Gert grein fyrir eigin lífssýn og skilningi á samspili náttúrunnar, mannsins og heilbrigði eigin líkama.
  • Tekið þátt í að skoða, skilgreina og bæta eigið umhverfi og náttúru.

Að búa á jörðinni:

  • Framkvæmt og lýst eigin athugunum á jarðvegi, veðrun, rofi og himingeimnum.
  • Útskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist.
  • Rætt um hvernig ræktanlegt land er notað og ýmsar hliðar landnotkunar og verndunar gróðurs.
  • Lýst veðri í heimabyggð og loftslagi á Íslandi,
  • Útskýrt innbyrðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum og því að tíminn líður.
  • Notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar, til að lýsa heimabyggð, landinu í heild og völdum svæðum heimsins.

Lífsskilyrði manna:

  • Lýst helstu líffærakerfum mannslíkamans og starfsemi þeirra í grófum dráttum.
  • Útskýrt tengsl heilbrigðis og þess sem borðað er.
  • Útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu.
  • Lýst breytingum sem verða við kynþroskaaldur og gert sér grein fyrir mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum kynjanna.
  • Gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun.
  • Lýst samspili lífvera og lífvana þátta og tengt það hugmyndum manna um uppruna og þróun lífs á jörðu.

Náttúra Íslands:

  • Lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi.
  • Lýst einkennum plantna og dýra, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt.
  • Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland.
  • Útskýrt hvernig aðlögun lífvera að umhverfinu gerir þær hæfari til að lifa af og fjölga sér.
  • Lýst og útskýrt hvernig orka í íslensku umhverfi getur breytt um mynd.
  • Útskýrt hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða, sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð.

Heilbrigði umhverfisins:

  • Gert grein fyrir notkun manna á auðlindum.
  • Dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
  • Útskýrt þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita.
  • Gert grein fyrir og nefnt dæmi um efnabreytingar og hamskipti.
  • Lýst kröftum sem hafa áhrif á daglegt líf manna.

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu:

  • Bent á algeng efni á heimilum og í samfélaginu, notkun þeirra og áhrif á heilsu manna og umhverfi.
  • Lýst áhrifum tækni á íslenskar atvinnugreinar.
  • Lýst bylgjuhreyfingum og rætt nýtingu hljóðs og ljóss í tækni og atvinnulífi.
  • Lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra.
  • Gert grein fyrir næringargildi ólíkrar fæðu og hvers konar fæða er framleidd á Íslandi.

Hæfniviðmið í Samfélagsfræði

Reynsluheimur:

  • Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann.
  • Sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti. umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi.
  • Skýrt tengsl samfélags, náttúru, trúar og lífsviðhorfa fyrr og nú.
  • Fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta.
  • Gert grein fyrir einkennum og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins, breytilegrar menningar, trúar og lífsviðhorfa.
  • Greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf.
  • Aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum.
  • Notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menningar- og samfélagsmálefni.
  • Lýst náttúruferlum. sem hafa áhrif á land og gróður.
  • Áttað sig á hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði.
  • Lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi.
  • Gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar.
  • Notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga.
  • Rætt á upplýstan hátt um tímabil, atburði og persónur, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu.
  • Metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð.
  • Velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulagi og þjóðfélagshreyfingum.
  • Lýst einkennum og þróun íslensks þjóðfélags og tekið dæmi um mikilvæga áhrifaþætti,
  • Dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar.
  • Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum.
  • Lýst margbreytileika helstu trúarbragða og lífsviðhorfa og áhrifum þeirra á líf fólks.
  • Rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs.
  • Gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims.
  • Borið saman valin trúar- og lífsviðhorf.
  • Nefnt dæmi um áhrif helgirita helstu trúarbragða á menningu og samfélög.
  • Borið kennsl á trúarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum.
  • Gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra.
  • Lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta.
  • Gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins.
  • Gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu.
  • Lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga.
  • Sýnt fram á skilning á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa á eigin neyslu og á samfélagið.
  • Séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni.

Hugarheimur:

Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum.

  • Lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu.
  • Lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund.
  • Áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast.
  • Gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum.
  • Vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt.
  • Lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun.
  • Tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti.
  • Metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra.
  • Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess.
  • Sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum.
  • Sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni.

Félagsheimur:

Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra.

  • Tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu.
  • Borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta.
  • Metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt.
  • Rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga.
  • Tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum.
  • Tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra.
  • Nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda,
  • Sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra.
  • Rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra.
  • Rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,
  • Tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt.
  • Sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju.


Tími/dagar

Hæfniviðmið

Viðfangsefni - nám og kennsla

Námsefni og námsmat

25. - 29. ágúst

Skólasetning 22. ágúst

Útikennsla - náttúruskólabók

Kynnast skólanum og bekkjarsáttmáli

Halló Heimur 3 - Í blóma lífsins

Náttúruskólabók

Halló Heimur 3

1. - 5.sept.

Göngum í skólann - skólahlaup hefst 5. sept.

Bekkjarsáttmáli

Halló Heimur 3 - Í blóma lífsins

Náttúruskólabók

Halló Heimur 3

8. - 12. sept.

8. sept. dagur læsis.

Náttúruskólabók

Bekkjarsáttmáli

Halló Heimur 3 - Í blóma lífsins

Náttúruskólabók

Halló Heimur 3

15.-19. sept.

Dagur ísl. náttúru         16. sept.

Náttúruskólabók - Njóli

Halló Heimur 3 - Heilbrigð sál í hraustum líkama

Náttúruskólabók

Halló Heimur 3

22.- 26. sept.

26. sept. evrópski tungumála- dagurinn

Halló Heimur 3 - Heilbrigð sál í hraustum líkama

Frayer líkanið - hugtök úr Halló Heim 3

Halló Heimur 3

29 sept - 3 okt  okt

3. okt. foreldra- fundadagur

Halló Heimur 3 - Heilbrigð sál í hraustum líkama

Halló Heimur 3

6. - 10. okt

Forsetar Íslands hópverkefni

Verkefnalýsing

Heimildarvinna - forseti.is

13. - 17. okt.

Forsetar Íslands hópverkefni

Heimildarvinna - forseti.is

20. - 24. okt.

Vetrarleyfi

20.-22. okt.

Starfsdagur

24.okt

Vetrarfrí

27. - 31. okt.

Forsetar Íslands hópverkefni

 

Heimildarvinna - forseti.is

3.- 7. nóv.

7. nóv.

Vinadagur.

Halló Heimur 3 - Ísland er land þitt

Halló Heimur 3

10.-14. nóv.

Halló Heimur 3 - Ísland er land þitt

Halló Heimur 3

17. - 21. nóv.

Dagur ísl. tungu 17. nóv.

Dagur mannréttinda barna 20. nóv.

Halló Heimur 3 - Eldfjallaeyjan Ísland

Halló Heimur 3

24. - 28. nóv.

Halló Heimur 3 - Eldfjallaeyjan Ísland

Halló Heimur 3

1. - 5. des.

1. des.

Fullveldis- dagurinn

Draumalandið

Ísland - Hér búum við

Halló Heimur 3

8. - 12. des

Draumalandið

Ísland - Hér búum við

Halló Heimur 3

15. - 19. des.

Smiðjudagar

á miðstigi

16. - 18. des.

Litlu jól

18. des.

seinni partinn.

Verkefni - Höldum græn jól

Grænu skrefin

Jólafrí

5. - 9. jan.

5.jan - starfsdagur

6. jan - Þrettándinn

.

Grænu skrefin bls 4

Afmælisveislan

Grænu skrefin

12. - 16. jan.

Grænu skrefin bls 4

Afmælisveislan

Náttúruskólabók - fiskur árgangsins (Loðna)

Grænu skrefin

Náttúruskólabók

19. - 23. jan.

23. jan. Bóndadagur og upphaf Þorra

Halló Heimur 3 - Himingeimurinn

Halló Heimur 3

26. - 30. jan.

Halló Heimur 3 - Himingeimurinn

Halló Heimur 3

2. - 6. febrúar.

2. feb. starfsd.

3. feb. foreldra- fundadagur

5. feb. dagur leikskólans.

7. feb. dagur tónl.skólans

Halló Heimur 3 - Himingeimurinn

Grænu skrefin bls 16-17

Halló Heimur 3

Grænu skrefin

9. - 13. feb.

11. feb. dagur ísl.táknmálsins

Byrja á Þemaverkefni: landshlutaverkefni,

Nemendur vinna 3- 4 saman í hóp og fara hringferð um Ísland.

Landshlutaverkefni samþætt verkefni í

íslensku, stærðfræði, ensku og samfélagsfræði.

16. - 20. feb.

Bolludagur

Sprengidagur

Öskudagur

22. feb. konudagur

Hringferðin

Landshlutaverkefni samþætt verkefni í

íslensku, stærðfræði, ensku og samfélagsfræði.

23. - 27. feb.

24. - 26. Námsmats- dagar

Hringferðin

Landshlutaverkefni samþætt verkefni í

íslensku, stærðfræði, ensku og samfélagsfræði.

2. - 6. mars

Hringferðin

Landshlutaverkefni samþætt verkefni í

íslensku, stærðfræði, ensku og samfélagsfræði.

9. - 13. mar

10.-11. mar

Fjölgreinda- leikar

14. mars

dagur stærð- fræðinnar (13. í skóla)

Hringferðin

Landshlutaverkefni samþætt verkefni í

íslensku, stærðfræði, ensku og samfélagsfræði.

16. - 20. mar

Halló Heimur 3 - Ég er nóg

Halló Heimur 3

23. - 27. mar

Halló Heimur 3 - Ég er nóg

Halló Heimur 3

28. mar - 6. apr

PÁSKAFRÍ

7. - 10. apr

7. apr. starfsdagur

Halló Heimur 3 - Kraftur og hreyfing

Halló Heimur 3

13. - 17. apr

Halló Heimur 3 - Kraftur og hreyfing

Halló Heimur 3

20.- 24. apríl

24. apr. - Sumardagurinn fyrsti

Halló Heimur 3 - Örugg í umhverfinu

Halló Heimur 3

27 apr. - 1. maí

Verkalýðsdagurinn 1. maí

Halló Heimur 3 - Örugg í umhverfinu

Halló Heimur 3

4. - 8. maí

6. maí - Skóladagur BS

Halló Heimur 3 - Örugg í umhverfinu

Halló Heimur 3

11. - 15. maí

14. maí Uppstigningar-dagur

Halló Heimur 3 - Trúarbrögð

Halló Heimur 3

18. - 22. maí

Lokaverkefni hefst hjá 10.b.

Náttúruskólabók - fugl árgangsins (Skrofa)

Grænu skrefin

Náttúruskólabók

Grænu skrefin

25. - 29. júní

25. maí - Annar í hvítasunnu

Grænu skrefin

Grænu skrefin

1. - 5. júní

2. - 4. júní - Öðruvísidagar

5. júní - starfsdagur

8. - 12. júní

8. júní foreldrafundadagur

9. júní. skólaslit

10. - 12. júní starfsdagar