Á heimasíðu félagsins frá 29. September 2019

Reglur um útgjöld á vegum SKA

Aðalstjórn hefur á hverjum tíma rétt til að skoða bókhald og fjárreiður deildar. Í því skyni getur aðalstjórn tilnefnt sérstakan trúnaðarmann til slíkra verka, sem getur komið með fyrirmæli um úrbætur ef þurfa þykir. Með sama hætti getur aðalstjórn gripið inní, stefni starfsemi deildar í óefni af öðrum ástæðum en fjárhagslegum.

Allar stærri fjárhagslegar skuldbindingar deildar ber að leggja fyrir aðalstjórn til samþykktar. Í upphafi vetrar skulu nefndir senda grófa fjárhagsáætlun inn til aðalstjórnar og tilnefna fulltrúa nefndar/stjórnar sem stofnar til útgjalda fyrir hönd hópsins. Fjárhagsáætlun er skilað til ÍBA í október.

Allar skuldbindingar sem stofnað er til skulu vera á nafni og kennitölu félagsins. Ef nefndir sækja um styrki til að standa straum af kostnaði (mót, ferðalög, fjáröflun) þarf SKA að senda út reikning til viðkomand fyrirtækis. Senda skal póst á skagjaldkeri@simnet.is með beiðni til gjaldkera um að sendur verði reikningur í nafni félagsins - í póstinum þarf að fylgja skýring á því hver útgjöldin eru og vegna hvers. Þegar styrkurinn hefur borist félaginu - sér gjaldkeri um að greiða hann og færa á réttan lið. Ekki má stofna til útgjalda án þess að merkja kyrfilega tilgang útgjaldanna og kvitta með nafni og kennitölu.

Framtal ehf sér um að útbúa reikninga fyrir SKA. Ef að fjárhagsáætlun nefndar/stjórnar hefur farið fyrir aðalstjórn má senda beiðni um að senda út reikning beint á Siggu sigga@framtal.is en skagjaldkeri@simnet.is þarf að vera í cc - í póstinum þarf að fylgja skýring á því hver útgjöldin eru og vegna hvers.

Þessar reglur taka gildi frá 1.október 2019 og gilda þar til annað verður ákveðið. Allar athugasemdir vel þegnar á öllum tímum.

Stjórn SKA