Námsvísar
5.- 6. bekkur
2025-2026

Inngangur
Þema
5. - 6. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
List- og verkgreinar
Náttúrugreinar (þema)
Samfélagsgreinar (þema)
Lykilhæfni
Skólaíþróttir
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Inngangur
Í námsvísum má finna ítarlegar upplýsingar um áherslur í kennslu á hverju aldursstigi fyrir sig. Námsvísar eru hluti af starfsáætlun Valsárskóla og eru í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. Þannig má búast við því að námsvísar taki breytingum og séu lifandi plagg.
Þema
Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og að nemendur vinni heildstæð verkefni. Unnið er með samþættingu í íslensku, samfélags- og náttúrufræðigreinum ásamt upplýsinga- og tæknimennt. Í skólanum er samkennsla tveggja árganga og því var sett upp skipulag fyrir þemu og áherslur í hverri bekkjardeild. Er það gert svo nemendur upplifi ekki endurtekningu heldur séu alltaf að bæta við sig. Hæfniviðmið aðalnámskrár í náttúru- og samfélagsgreinum voru höfð til hliðsjónar við val á viðfangsefnum.
- ár (2024-2025)
| 2. ár (2025-2026) |
Lífríkið 1.-2. b Smádýr í náttúrunni, pöddur og smádýr í fjöru og á landi 3.-4. b Húsdýr og villt dýr 5.-6. b Lífríki í sjó; hryggleysingjar, fiskar og hvalir 7.-8. b Líf í fersku vatni, fæðukeðjur, vistfræði, tilraunir, skýrslur, ljóstillífun | Umhverfis- og náttúruvernd 1.-2. b Sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting og umhverfisstefna sveitarfélagsins 3.-4. b Flokkun á úrgangi 5.-6. b Neysla og áhrif hennar á umhverfið 7.-8. b “Vistvænir” þjóðflokkar (sjálfbær þróun), náttúruauðlindir og nýting, loftslagsbreytingar og mengun í heiminum og hvað má betur fara í náttúruvernd í okkar sveit? |
Mannslíkaminn 1.-2. b Lífsskilyrði manna, virðing fyrir ytra útliti, heiti líkamshluta, einkastaðir, hvernig barn verður til 3.-4. b Heilbrigt líferni, hvernig verður barn til? 5.-6. b Líffærakerfin, kynþroskinn og skilningarvitin 7.-8. b Heilbrigði - frumur, fóstur, líkami (næring) og sál (samskipti), kynheilbrigði og forvarnir | Íslandssaga 1.-2. b Landnám og landnámsmenn Íslands 3.-4. b Úr sveit í borg, sveitin og landið, heimilið og störfin 5.-6. b Víkingar og ásatrú 7.-8. b Frá landnámi til siðaskipta - Alþingi, miðaldir á Íslandi, Sturlungaöld, þjóðfélag, samfélag, siðaskipti og stjórnmál
|
Jörðin okkar (landafræði/landmótun) 1.-2. b Heimsálfurnar 3.-4. b Ísland - landakort, loftslag og gróðurfar 5.-6. b Norðurlönd - landakort, loftslag og gróðurfar 7.-8. b Evrópa - samfélög, saga, staðir, veður - loftslagsbreytingar | Fjölbreytileikinn (jafnrétti og lýðræði) 1.-2. b Fjölskyldugerðir og kynhlutverk 3.-4. b Barnasáttmálinn og trúarbrögð 5.-6. b Lýðræði og réttur barna skv. Barnasáttmála 7.-8. b Jafnrétti, kynja hlutverk, frelsi, samhjálp, hafa áhrif í eigin samfélagi
|
Saga mannkyns (útlönd, styrjaldir) 1.-2. b Fyrstu samfélögin - frumbyggjar 3.-4. b Risaeðlur og fyrstu mennirnir 5.-6. b Rómaveldi og grísk goðafræði 7.-8. b Miðaldir | Jarðfræði (stjörnufræði/jarðfræði/veðurfræði/náttúruhamfarir) 1.-2. b Pláneturnar í sólkerfinu, landmótun í nánasta umhverfi 3.-4. b Eldgos og eldfjöll 5.-6. b Sólkerfið, tíminn og árstíðirnar 7.-8. b Innri gerð jarðar, flekar, eldsumbrot/jarðhræringar, áhrif mannsins á jörðina
|
Heimabyggðin 1.-2. b Nánasta umhverfi, heimili og örnefni 3.-4. b Eyrin - sveitin - uppbygging og þróun byggðar 5.-6. b Samfélagið og innviðir í heimabyggð 7.-8. b Stjórnsýsla, aðalskipulag, minjastofnun og félög/félagasamtök í heimabyggð | Tækni og vísindi 1.-2. b Áhrif tækninnar í nánasta umhverfi 3.-4. b Tæknin, bílar 5.-6. b Tækni og tækniframfarir 7.-8. b Rafmagn, seglar, rafrásir, hljóð, ljós, geislun, varmi Tækninýjungar - netið og GPS, vistvæn hönnun, matur/erfðabreyting/ræktun, náttúran og tækni |
5. bekkur
Íslenska
Íslenska er samþætt með náttúru- og samfélagsfræði, lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsi til náms og fleira. Nemendur lesa einnig bækur að eigin vali og fjölbreytta bókmenntatexta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök.
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. ritun, glærugerð, plaköt og myndbandagerð. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - Framsögn - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir undirstöðuatriðum góðrar framsagnar
- Tjáning - gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi
- Hlustun og áhorf - hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum,
- Nýting miðla - nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt og greint frá aðalatriðum þess.
| Talað mál, hlustun og áhorf - Framsögn - tjáð sig skýrt og af öryggi
- tjáð sig með ólíkum raddstyrk og raddblæ
- lesið texta upphátt skýrt og greinilega með viðeigandi áherslum
- Tjáning - flutt undirbúið efni og haldið athygli áheyrenda í nokkurn tíma
- endursagt og/eða lesið upphátt texta með viðeigandi áherslum og látbragði
- Hlustun og áhorf - hlustað/horft og greint aðalatriði þess sem hlustað/horft er á
- hlustað af athygli á upplestur bóka af mismunandi lengd
- Nýting miðla - greint á milli aðal- og aukaatriða þess sem horft eða hlustað er á
- endursagt og lagt mat á efni sem horft eða hlustað er á og metið gæði þess
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara
|
Lestur og lesskilningur - Lesfimi - lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og með tjáningu sem sýnir skilning á tilgangi og merkingu texta
- Lestraraðferðir - beitt lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni
- Orðaforði - beitt fjölbreyttum orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða og orðasambanda
- Lesskilningur - skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt,
- Lestrarmenning - valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta og miðlað áhuga sínum og skoðunum til annarra.
| Lestur og lesskilningur - Lesfimi - lesið fyrirhafnarlítið og með góðu flæði
- nýtt sér helstu greinarmerki við upplestur til að lesturinn hljómi áheyrilega
- beitt tjáningu og raddstyrk til að tjá túlkun sína á texta
- lesið og sýnt fram á skilning með því að segja frá aðalatriðum
- Lestraraðferðir - tekið þátt í og nýtt sér mismunandi lestraraðferðir, s.s. kórlestur, samvinnulestur og yfirlitslestur
- skilið og nýtt sér mismunandi aðferðir við lestur ólíkra textategunda eftir uppbyggingu og tilgangi
- spáð fyrir um innihald texta út frá ólíkum vísbendingum og staldrað reglulega við til að spá fyrir um framhaldið
- Orðaforði - skráð hjá sé orð í texta sem erfitt er að skilja og leitað útskýringa
- notað algeng orð til að útskýra flóknari orð
- skilið að sum orð hafa fleiri en eina merkingu og notað samhengi texta eða aðstæðna til að átta sig á merkingu
- nýtt nýjan orðaforða til að bæta eigin textagerð
- Lesskilningur - rakið atburðarrás texta með eigin orðum í réttri tímaröð
- greint og unnið með lykilorð/lykilhugtök í texta
- áttað sig á að sum orð hafa dulda merkingu og nýtt það til að lesa á milli lína og draga ályktanir
- svarað spurningum úr texta á fjölbreyttan hátt, s.s. með samræðum, munnlega og skriflega
- Lestrarmenning - valið sér fjölbreytt lesefni út frá áhugasviði og tilgangi
- nýtt sér yndislestrarstundir til að njóta fjölbreytts lesefnis að eigin vali
- gert sér grein fyrir því að hægt er að njóta lestrar á ýmsan hátt svo sem að lesa með augunum og eyrunum
- kynnt áhugavert lesefni formlega fyrir samnemendum
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Bókmenntir - Lestur og túlkun bókmennta - lesið ýmsar bókmenntir og unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt
- Bókmenntagreining - beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir
- Bókmenntaarfurinn - lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi
- Ljóð - notað einföld bókmenntahugtök í umræðu og vinnu með innihald og einkenni ljóða frá ólíkum tímum.
| Bókmenntir - Lestur og túlkun bókmennta - lesið eða hlustað á heila skáldsögu við hæfi sem lesið er yfir lengra tímabil
- sett sig í spor helstu sögupersóna og átt samræður um eða ritað um einkenni þeirra og líðan
- tekið þátt í samræðum um bókmenntir út frá forvinnu, s.s. kortagerð, orðalistum, lýsingum, atburðaröð eða umhverfi
- Bókmenntagreining - endursagt sögu, komið auga á og útskýrt sjónarhorn
- útskýrt hvað boðskapur sögu er
- sagt frá bókmenntum sem skrifaðar hafa verið fyrir börn og ungmenni og notað bókmenntahugtök eins og umhverfi, atburður, vandi, lausn, upphaf, miðja, endir
- Bókmenntaarfurinn - lesið þjóðsögur, draugasögur og ævintýri og þekki helstu einkenni
- unnið með orðaforða frá fyrri tímum
- sett sig í spor fólks á fyrri tímum í tengslum við þjóðsögur, draugasögur og ævintýri
- Ljóð - áttað sig á tengslum ljóða og tónlistar
- lesið mismunandi þulur, ferskeytlur og aðrar tegundir ljóða
|
|
|
Ritun - Skrift og frágangur - miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlausan innslátt á lyklaborð og gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum
- Uppbygging texta - skrifað texta þar sem málsgreinar eru fjölbreyttar og texta er skipt upp í efnisgreinar
- Textategundir og málnotkun - skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir tilefni, viðtakendum og birtingarformi
- Tjáning í texta - tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum
- Stafsetning og greinarmerkjasetning - beitt algengum atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi.
| Ritun - Skrift og frágangur - skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd
- skilað af sér vel frágengnum texta
- Uppbygging texta - búið til ólíkar málsgreinar, spurningar og upphrópanir
- notað ýmsar tengingar milli setninga
- Textategundir og málnotkun - skrifað sögu sem hefur lýsandi heiti, sögupersónur, sögusvið og tíma, skýra rísandi atburðarás og lausn
- sett upp mismunandi ritunarverk s.s. frétt, auglýsingu, smásögu, örsögu, tilkynningu, skoðanapistil
- notað mismunandi orðaforða fyrir mismunandi textategund, t.d. lýsingarorð í sögugerð en hlutlaus orð í fræðitexta
- Tjáning í texta - skrifað skoðun sína og rökstutt
- nýtt sögukort (persónur, umhverfi, atburður/vandi, endir/lausn) til að byggja upp sögu með skýrum söguþræði
- lagfært eigin texta eftir sjálfsmat eða leiðbeiningar annarra
- Stafsetning og greinarmerkjasetning - ritað algeng orð rétt þar sem framburður og ritháttur fara ekki saman sem og notað einfaldan og tvöfalda samhljóða rétt
- ritað stóran staf þar sem það á við
- notað algengustu greinarmerki rétt í texta, s.s. punkta, kommur, upphrópunarmerki og spurningarmerki
- notað leiðréttingaforrit í ritvinnslu á tölvu
| - Þjálfa ritun og vanda sig
- Nota rétta fingrasetningu
- Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakanda í huga
- Læra að nýta ritunarramma
- Æfa sig í að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- Þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum verkefnum, nýta sér þær stafsetningarreglur sem þeir kunna og hjálpartæki
- Geta samið eigin texta
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Læra að setja upp heimildaskrá
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Stigskiptur stuðningur
- Leiðsagnarmat
|
Mál og málnotkun - Einkenni málsins - beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína
- Fjölbreytt málnotkun - notað góðan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér fjölbreytt málsnið við orðmyndun, tal og ritun
- Sköpunarkraftur - nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta
- Orðflokkar - áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra
- Orðtök og málshættir - notað algeng orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta
- Gögn og hjálpartæki - nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um tungumál.
| Mál og málnotkun - Einkenni málsins - átt samræður þar sem nýtt eru málfræðihugtök eins og orðflokkar og beygingar, t.d. í tengslum við textavinnu
- áttað sig á að tungumálið er í sífelldri þróun, t.d. ný orð verða til og önnur verða úrelt
- Fjölbreytt málnotkun - nýtt í eigin textasköpun ólíkt upphaf og endi mismunandi texta
- bætt nýjum orðum í orðaforða sinn í hverri viku
- rætt um mismunandi tungumál, málnotkun og málsnið
- Sköpunarkraftur - áttað sig á samheitum og andheitum og nýtt þau til að gera texta fjölbreyttan
- leikið sér með orð og merkingu með t.d. orðaleikjum, nýyrðasmíð, rími og ljóðagerð
- Orðflokkar - skilið hvað fallbeyging er og æft sig í að fallbeygja orð, aðallega munnlega
- skilið hvað stigbreyting er og æft sig í að stigbreyta lo., aðallega munnlega
- áttað sig á muninum á nútíð og þátíð
- haldið sig við sömu tíð í textaskrifum
- Orðtök og málshættir - gert grein fyrir því hver raunveruleg merking orðtaks eða málsháttar er
- greint orð í texta sem hafa fleiri en eina merkingu
- tengt málshátt eða orðtök við eigin aðstæður og túlkað á skapandi hátt
- áttað sig á muninum á orðtökum, málsháttum og föstum orðasamböndum
- Gögn og hjálpartæki - raðað orðum í stafrófsröð
- nýtt leiðréttingarforrit og vegið og metið tillögur forrita miðað við málfræðiþekkingu
| - Vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, nafnhátt sagna, nútíð og þátíð sagna og stofn orða
- Efla orðaforða, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- Æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- Þjálfast í að nýta uppflettiefni til að skilja og skila texta af sér á sem réttastan hátt í allri verkefnavinnu
- Vinna með orð af mismunandi orðflokkum og skoða stofn orða
- Skoða mállýskur
- Rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast? eigum við að vernda hana betur? o.s.frv.
- Fara í allskonar orðaleiki, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - Kannanir í málfræði
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
6. bekkur
Íslenska
Íslenska er samþætt með náttúru- og samfélagsfræði, lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnulagi Læsi til náms og fleira. Nemendur lesa einnig bækur að eigin vali og fjölbreytta bókmenntatexta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök.
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. ritun, glærugerð, plaköt og myndbandagerð. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - Framsögn - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir undirstöðuatriðum góðrar framsagnar,
- Tjáning - gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi,
- Hlustun og áhorf - hlustað og horft af athygli á fjölbreytt efni, beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það og greint frá aðalatriðum,
- Nýting miðla - nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt og greint frá aðalatriðum þess.
| Talað mál, hlustun og áhorf - Framsögn - tjáð sig skýrt og af öryggi
- tjáð sig með ólíkum raddstyrk og raddblæ
- lesið texta upphátt skýrt og greinilega með viðeigandi áherslum
- Tjáning - flutt undirbúið efni og haldið athygli áheyrenda
- endursagt og/eða lesið upphátt fjölbreytt efni með viðeigandi áherslum og látbragði
- Hlustun og áhorf - hlustað/horfti og greint aðalatriði frá aukaatriðum
- hlustað af athygli á upplestur bóka af mismunandi lengd
- Nýting miðla - greint á milli aðal- og aukaatriða þess sem horft eða hlustað er á
- endursagt og lagt mat á efni sem horft eða hlustað er á og metið gæði þess
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara
|
Lestur og lesskilningur - Lesfimi - lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og með tjáningu sem sýnir skilning á tilgangi og merkingu texta,
- Lestraraðferðir - beitt lestraraðferðum sem hæfa tilgangi og viðfangsefni hverju sinni,
- Orðaforði - beitt fjölbreyttum orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning í lestri og notað aðferðir til að ráða í merkingu ókunnra orða og orðasambanda,
- Lesskilningur - skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt,
- Lestrarmenning - valið og lesið sér til gagns og ánægju fjölbreytta texta og miðlað áhuga sínum og skoðunum til annarra.
| Lestur og lesskilningur - Lesfimi - lesið fyrirhafnarlítið og með góðu flæði
- nýtt sér greinarmerki og einkenni textauppbyggingar til að upplestur hljómi áheyrilega
- verið fær um að beita tjáningu og raddstyrk til að tjá túlkun sína á texta
- lesið og sýnt fram á skilning með því að greina frá aðalatriðum, inntaki og merkingu texta
- Lestraraðferðir - tekið þátt í og nýtt sér mismunandi lestraraðferðir, s.s. samvinnulestur, leitarlestur, nákvæmnislestur og yfirlitslestur
- skilið og nýtt sér mismunandi aðferðir við lestur ólíkra textategunda eftir uppbyggingu og tilgangi
- tengt fyrri þekkingu og reynslu við efni til að spá fyrir og álykta um innihald eða framhald
- Orðaforði - skráð hjá sér orð í texta sem erfitt er að skilja og leitað útskýringa
- notað algeng orð til að útskýra flóknari orð sem tengjast námsorðaforða
- skilið að sum orð hafa fleiri en eina merkingu og notað samhengi texta eða aðstæðna til að átta sig á merkingu
- nýtt nýjan orðaforða til að bæta eigin textagerð
- Lesskilningur - rakið atburðarrás texta með eigin orðum í réttri tímaröð og gert útdrátt
- greint og unnið með lykilorð/lykilhugtök í texta
- áttað sig á dulinni merkingu orða út frá samhengi texta og dregið af því ályktanir
- svarað spurningum úr texta á fjölbreyttan hátt, s.s. með samræðum, munnlega og skriflega
- Lestrarmenning - valið sér fjölbreytt lesefni út frá áhugasviði og tilgangi
- nýtt sér yndislestrarstundir til að njóta fjölbreytts lesefnis að eigin vali
- gert sér grein fyrir því að hægt er að njóta lestrar á ýmsan hátt svo sem að lesa með augunum og eyrunum
- kynnt áhugavert lesefni formlega fyrir samnemendum
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð
- Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Heimildaritgerð - leiðsagnarmat
|
Bókmenntir - Lestur og túlkun bókmennta - lesið ýmsar bókmenntir og unnið með efni þeirra á fjölbreyttan hátt,
- Bókmenntagreining - beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um fjölbreyttar bókmenntir,
- Bókmenntaarfurinn - lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á því að þeir mótist af sögulegu samhengi,
- Ljóð - notað einföld bókmenntahugtök í umræðu og vinnu með innihald og einkenni ljóða frá ólíkum tímum.
| Bókmenntir - Lestur og túlkun bókmennta - lesið eða hlustað á heila skáldsögu við hæfi sem lesið er yfir lengra tímabil
- sett sig í spor helstu sögupersóna og átt samræður um eða ritað um einkenni þeirra og líðan
- tekið þátt í samræðum um bókmenntir út frá forvinnu, s.s. kortagerð, orðalistum, lýsingum, atburðaröð eða umhverfi
- Bókmenntagreining - endursagt sögu, komið auga á og útskýrt sjónarhorn
- greint boðskap í sögu og tengt við fyrri þekkingu og reynslu
- sagt frá bókmenntum sem skrifaðar hafa verið fyrir börn og ungmenni og notað bókmenntahugtök eins og umhverfi, atburður, vandi, lausn, upphaf, miðja, endir
- Bókmenntaarfurinn - lesið þjóðsögur, draugasögur og ævintýri og þekki helstu einkenni
- unnið með orðaforða frá fyrri tímum
- sett sig í spor fólks á fyrri tímum í tengslum við þjóðsögur, draugasögur og ævintýri
- Ljóð - áttað sig á tengslum ljóða og tónlistar
- nýti sér þulur, ferskeytlur og aðrar tegundir ljóða til að búa til eigin ljóð
|
|
|
Ritun - Skrift og frágangur - miðlað texta í gegnum sjálfvirka og læsilega skrift og fyrirhafnarlausan innslátt á lyklaborð og gengið frá texta samkvæmt fyrirmælum,
- Uppbygging texta - skrifað texta þar sem málsgreinar eru fjölbreyttar og texta er skipt upp í efnisgreinar,
- Textategundir og málnotkun - skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir tilefni, viðtakendum og birtingarformi,
- Tjáning í texta - tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum,
- Stafsetning og greinarmerkjasetning - beitt algengum atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi.
| Ritun - Skrift og frágangur - skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd
- skilað af sér ólíkum textum vel uppsettum og frágengnum skv. fyrirmælum
- Uppbygging texta -notað fjölbreyttar samtengingar til að byggja upp lengri málsgreinar
- skoðað og unnið með fjölbreyttar málsgreinar, stuttar sem langar
- Textategundir og málnotkun - skrifað sögu sem hefur lýsandi heiti, sögupersónur, sögusvið og tíma, skýra rísandi atburðarás og lausn
- sett upp mismunandi ritunarverk s.s. frétt, auglýsingu, smásögu, örsögu, tilkynningu, skoðanapistil
- notað mismunandi orðaforða fyrir mismunandi textategund, t.d. lýsingarorð í sögugerð en hlutlaus orð í fræðitexta
- Tjáning í texta -skrifað skoðun sína og rökstutt
- notað aðferðir eins og hugarkort, tímalínu og ramma til að skipuleggja ritun
- lagfært eigin texta eftir sjálfsmat eða leiðbeiningar annarra
- Stafsetning og greinarmerkjasetning - ritað og rætt um orð þar sem framburður og ritháttur fara ekki saman og rýnt í einfaldan og tvöfaldan samhljóða
- fylgt reglum um stóran og lítinn staf samkvæmt rithefð
- notað helstu greinarmerki rétt í texta, s.s. punkta, kommur, upphrópunarmerki, spurningarmerki, tvípunkt og gæsalappir
- nýtt sér leiðréttingarforrit og aðrar bjargir við ritvinnslu á tölvu
| - Þjálfa ritun og vanda sig
- Nota rétta fingrasetningu
- Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakanda í huga
- Læra að nýta ritunarramma
- Æfa sig í að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- Þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum verkefnum, nýta sér þær stafsetningarreglur sem þeir kunna og hjálpartæki
- Geta samið eigin texta
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Læra að setja upp heimildaskrá
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Stigskiptur stuðningur
- Leiðsagnarmat
|
Mál og málnotkun - Einkenni málsins - beitt málfræðiþekkingu sinni í umræðu um ýmis einkenni málsins og málnotkun sína,
- Fjölbreytt málnotkun - notað góðan orðaforða í ræðu og riti og nýtt sér fjölbreytt málsnið við orðmyndun, tal og ritun,
- Sköpunarkraftur - nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta,
- Orðflokkar - áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra,
- Orðtök og málshættir - notað algeng orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta,
- Gögn og hjálpartæki - nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um tungumál.
| Mál og málnotkun - Einkenni málsins -átt samræður þar sem nýtt eru málfræðihugtök eins og orðflokkar og beygingar, t.d. í tengslum við textavinnu
- áttað sig á að tungumálið er í sífelldri þróun, t.d. ný orð verða til og önnur verða úrelt
- Fjölbreytt málnotkun - nýtt í eigin textasköpun ólíkan orðaforða úr mismunandi textagerðum, nýjum sem gömlum
- bætt nýjum orðum í orðaforða sinn í hverri viku
- Sköpunarkraftur - áttað sig á samheitum og andheitum og nýtt þau til að gera texta fjölbreyttan
- leikið sér með orð og merkingu með t.d. orðaleikjum, nýyrðasmíð, rími og ljóðagerð og nýtt í eigin textasköpun
- Orðflokkar -skilið hvað fallbeyging er og æft sig í að fallbeygja orð, aðallega munnlega
- skilið hvað stigbreyting er og æft sig í að stigbreyta lo., aðallega munnlega
- rætt um hvort orð í texta persónubeygjast og tíðbeygjast og í hvaða tíð orðin eru
- haldið sig við sömu tíð í textaskrifum
- áttað sig á að orðflokkar skipast í orð sem beygjast og orð sem beygjast ekki
- Orðtök og málshættir -gert grein fyrir því hver raunveruleg merking orðtaks eða málsháttar er
- umorðað talað eða ritað mál í viðeigandi málshátt eða orðtök
- tengt málshátt eða orðtök við eigin aðstæður og túlkað á skapandi hátt
- áttað sig á muninum á orðtökum, málsháttum og föstum orðasamböndum
- Gögn og hjálpartæki - raðað orðum í stafrófsröð
- nýtt leiðréttingarforrit og vegið og metið tillögur forrita miðað við málfræðiþekkingu
| - Vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, nafnhátt sagna, nútíð og þátíð sagna og stofn orða
- Efla orðaforða, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- Æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- Þjálfast í að nýta uppflettiefni til að skilja og skila texta af sér á sem réttastan hátt í allri verkefnavinnu
- Vinna með orð af mismunandi orðflokkum og skoða stofn orða
- Skoða mállýskur
- Rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast? eigum við að vernda hana betur? o.s.frv.
- Fara í allskonar orðaleiki, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - Kannanir í málfræði
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
5. bekkur
Erlend tungumál
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Beitt verður fjölbreyttum kennsluaðferðum, t.d. “Leið til læsis”. Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu.
| Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið aðalatriði venjulegs talmáls um sjálfan sig, skóla, frístundir og áhugamál
- skilið og brugðist við fyrirmælum kennara
- fylgt þræði í kynningu frá samnemendum
- skilið meginatriði í skilaboðum og tilkynningum
- Fjöl- og myndmiðlar - skilið í grófum dráttum aðalatriði í sjónvarpsþáttum fyrir börn og ungmenni
- hlustað á og skilið nokkuð vel lagatexta og vísnasöng
- fylgt þræði í kvikmyndum með aðstoð
- fylgt eftir fréttamiðli ætlaður börnum og ungmennum með aðstoð
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðalatriðum venjulegs talmáls um þekkt efni
- skilið í grófum dráttum aðalatriði í hlustunarefni
- skilið upplestur á sögum sem ætlaðar eru börnum og ungmennum
- unnið með orðaforða úr hlustunarefni
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu,
- Bókmenntir - lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra,
- Aðrar námsgreinar - lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum,
- Orðaforði - lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða.
| Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - lesið og skilið aðalatriði í texta um afmarkað efni
- skannað yfir stuttan einfaldan texta og fundið aðalatriði
- leitað eftir fyrirfram ákveðnum upplýsingum í einföldum texta og unnið með í einfaldri verkefnavinnu
- Bókmenntir - lesið og skilið einfaldar bókmenntir með útskýringum
- svarað spurningum um aðalatriði lesturs með aðstoð
- greint og útskýrt með aðstoð meginþráðinn í einföldu efni, sem miðast við byrjendur í lestri og nýtt hann til verkefnavinnu
- Aðrar námsgreinar - lesið texta tengda öðrum námsgreinum með aðstoð
- Orðaforði - lesið og skilið einfalda texta með útskýringum
- skilið orðaforða og orðasambönd
- nýtt orð og orðasambönd til að skilja samhengi texta
- með aðstoð svarað spurningum úr textum og fylgt leiðbeiningum
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Samfelldur texti - skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga,
- Málnotkun - beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta,
- Endursögn - skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt,
- Persónuleg reynsla - lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með,
- Skapandi ritun - samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
| Ritun - Samfelldur texti - skrifað sögu með þeim orðaforða sem unnið er með
- lýst útliti sínu á nákvæman hátt
- skrifað einfaldan samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
- Málnotkun - skrifað heilar setningar með réttri stafsetningu úr orðaforða sem unnið hefur verið með
- skrifað ýmis orð með réttri stafsetningu úr orðaforða sem unnið hefur verið með
- notað algengustu greinarmerki við ritun texta
- nýtt málfræðikunnáttu sína við ritun texta
- beitt einföldum reglum um orðaröð
- Endursögn - horft á kvikmyndir eða þætti og unnið einföld ritunarverkefni
- lesið eða hlustað á stutta sögu og skrifað um hana
- Persónuleg reynsla -skrifað lýsingu á útliti sínu
- skrifað um áhugamál sín
- skrifað texta út frá eigin reynslu með einföldum orðaforða
- skrifað um ákveðna atburðarás með einföldum orðaforða
- Skapandi ritun - skrifað stutta sögu með orðaforða sem unnið hefur verið með
- skrifað stutta teiknimyndasögu með orðaforða sem unnið hefur verið með
- leikið sér að tungumálinu á skapandi hátt með stuðningi/aðstoð
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda / viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf,
- Almenn samskipti - bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur
- Samræður - notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.
| Samskipti - Óformlegt samtal -tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengjast daglegu lífi hans
- spurt og svarað spurningum um kunnug málefni
- tjáð sig um kunnug málefni á einföldu máli
- Almenn samskipti - brugðist við fyrirmælum í skólastofunni og svarað af nokkru öryggi
- spurt einfaldra spurninga um kunnugleg málefni og svarað þeim
- spurt einfaldra spurninga í verslun og notað almennar kurteisisvenjur
- heilsað og boðið gesti velkomna
- Samræður - tekið virkan þátt í stuttum samræðum
- tjáð einfaldar þarfir eða óskir í samtali
- notað viðeigandi orðaval í samskiptum
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Samfélag - sýnt að hann þekkir til ýmissa þátta sem einkenna menningu og daglegt líf,
- Skyldleiki og afbrigði tungumála - sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
| Menningarlæsi - Samfélag - sagt frá stærstu borgum málsvæðisins á einföldu máli
- Skyldleiki og afbrigði tungumála - borið kennsl á orð í tungumálinu sem líkjast íslenskum orðum
- nefnt dæmi um orð sem eru lík í tveimur tungumálum
- greint einfaldan framburðarmun á tungumálinu
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
- kennari kynni nemendur fyrir ólíkum menningarheimum og mállískum og hvernig tungumál þróast m.t.t. þess umhverfis sem því er beitt
|
|
|
|
|
|
Frásögn - Tjáning - tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum
- Frásögn og kynning - undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum
- Flutningur - flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra
- Framsögn - beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum.
| Frásögn - Tjáning - sagt frá staðreyndum um sjálfan sig og svarað einföldum spurningum
- lýst hlutum eða aðstæðum með orðaforða sem hann er kunnugur
- svarað spurningum frá kennara eða bekkjarfélögum með þeim orðaforða sem nemandi þekkir
- Frásögn og kynning - undirbúið og haldið stutta einfalda kynningum um efni sem hann þekkir mjög vel
- brugðist við mjög einföldum spurningum úr kynningu sem nemandi hefur undirbúið og flutt
- Flutningur - flutt einfalt frumsamið efni
- æft og flutt stutt einfalt atriði
- tekið þátt í hlutverkaleik með aðstoð
- Framsögn - notað réttan framburð og áherslur í lengri setningum
- lesið stutta texta upphátt með áherslu á skýran og réttan framburð
- sagt setningar með einföldum orðasamböndum með nokkuð skýrum framburði
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
|
|
6. bekkur
Erlend tungumál
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Beitt verður fjölbreyttum kennsluaðferðum, t.d. “Leið til læsis”. Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu,
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu,
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu.
| Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið venjulegt talmál um sjálfan sig, skóla, frístundir og áhugamál
- skilið og brugðist við fyrirmælum kennara
- fylgt þræði í kynningu frá samnemendum
- skilið skilaboð og tilkynningar
- Fjöl- og myndmiðlar - skilið aðalatriði úr sjónvarpsþáttum fyrir börn og ungmenni og unnið með orðaforða þeirra
- hlustað á og skilið lagatexta og unnið með orðaforða textans
- skilið í grófum dráttum aðalatriði í kvikmyndum fyrir börn og ungmenni
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðal- og aukaatriðum ef efnið er honum kunnugt
- skilið aðalatriði í hlustunarefni
- skilið upplestur á einfölduðum útgáfum þekktra skáldverka
- auðveldlega unnið með orðaforða úr hlustunarefni
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu
- Bókmenntir - lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra
- Aðrar námsgreinar - lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum
- Orðaforði - lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða.
| Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - lesið og skilið aðalatriði í texta um afmarkað efni
- skannað yfir stuttan texta og fundið aðalatriði
- leitað eftir ákveðnum upplýsingum í texta og unnið með í verkefnavinnu
- Bókmenntir - lesið og skilið bókmenntir með útskýringum
- svarað spurningum um aðalatriði lesturs og nýtt innhald við verkefnavinnu
- greint og útskýrt meginþráðinn í einföldu efni sem miðast við byrjendur í lestri og nýtt hann til verkefnavinnu
- Aðrar námsgreinar - lesið texta tengda öðrum námsgreinum
- Orðaforði - lesið og skilið texta með útskýringum
- skilið orðaforða og orðasambönd og nýtt í frekari verkefnavinnu
- nýtt samhengi textans til að spá fyrir um merkingu orða sem hann þekkir ekki
- með aðstoð svarað spurningum úr textum og fylgt leiðbeiningum
| - Lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Lesa fjölbreytt ljóð með góðri framsögn Skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Samfelldur texti - skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga
- Málnotkun - beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta,
- Endursögn - skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt
- Persónuleg reynsla - lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með
- Skapandi ritun - samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
| Ritun - Samfelldur texti - skrifað sögu með þeim orðaforða sem unnið er með
- lýst útliti sínu á nákvæman hátt með fjölbreyttum orðaforða
- skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
- Málnotkun - skrifað heilar setningar með réttri stafsetningu úr orðaforða sem unnið hefur verið með
- skrifað fjölda orða með réttri stafsetningu úr orðaforða sem unnið hefur verið með
- notað algengustu greinarmerki við ritun texta
- nýtt málfræðikunnáttu sína við ritun texta
- beitt reglum um orðaröð
- Endursögn - horft á kvikmyndir eða þætti og unnið einföld ritunarverkefni
- lesið eða hlustað á stutta sögu og skrifað um hana
- Persónuleg reynsla -skrifað lýsingu á útliti sínu á nákvæman hátt
- skrifað um áhugamál sín á nákvæman hátt
- skrifað texta út frá eigin reynslu
- skrifað um ákveðna atburðarás
- Skapandi ritun - skrifað sögu með orðaforða sem unnið hefur verið með
- skrifað teiknimyndasögu með orðaforða sem unnið hefur verið með
- leikið sér að tungumálinu á skapandi hátt með stuðningi/aðstoð
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda / viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf
- Almenn samskipti - bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur
- Samræður - notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.
| Samskipti - Óformlegt samtal -tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengjast daglegu lífi hans
- spurt og svarað spurningum um kunnug málefni
- tjáð sig um kunnug málefni á einföldu máli
- Almenn samskipti - brugðist við fyrirmælum í skólastofunni og svarað af nokkru öryggi
- spurt einfaldra spurninga um kunnugleg málefni og svarað þeim
- spurt spurninga í verslun eða á veitingastað og notað almennar kurteisisvenjur
- heilsað gestum, boðið þá velkomna og gefið einfaldar upplýsingar
- Samræður - notað orðaforða sem unnið hefur verið með í samskiptum í skólastofunni
- tjáð þarfir eða óskir í samtali
- notað viðeigandi orðaval í mismunandi samskiptum
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Samfélag - sýnt að hann þekkir til ýmissa þátta sem einkenna menningu og daglegt líf,
- Skyldleiki og afbrigði tungumála - sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
| Menningarlæsi - Samfélag - sagt frá landafræðilegri legu landsins (heimsállfa, hvaða lönd eru nálægt, o.sv.fr.)
- Skyldleiki og afbrigði tungumála - borið kennsl á orð í tungumálinu sem líkjast íslenskum orðum
- nefnt dæmi um orð sem eru lík í tveimur tungumálum
- greint einfaldan framburðarmun á tungumálinu
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
- kennari kynni nemendur fyrir ólíkum menningarheimum og mállískum og hvernig tungumál þróast m.t.t. þess umhverfis sem því er beitt
|
|
|
|
|
|
Frásögn - Tjáning - tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum
- Frásögn og kynning - undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum
- Flutningur - flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra
- Framsögn - beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum.
| Frásögn - Tjáning - sagt frá staðreyndum um sjálfan sig og svarað spurningum
- lýst hlutum eða aðstæðum með orðaforða sem hann er kunnugur af töluverði leikni
- svarað spurningum frá kennara eða bekkjarfélögum með þeim orðaforða sem nemandi þekkir af töluverði leikni
- Frásögn og kynning - undirbúið og haldið stutta kynningum um efni sem hann þekkir vel
- brugðist við mjög einföldum spurningum úr kynningu sem nemandi hefur undirbúið og flutt
- Flutningur - flutt frumsamið efni
- æft og flutt stutt atriði
- auðveldlega tekið þátt í hlutverkaleik með aðstoð handrits
- Framsögn - notað réttan framburð og áherslur í lengri setningum
- lesið stutta texta upphátt með áherslu á skýran og réttan framburð
- sagt setningar með orðasamböndum með nokkuð skýrum framburði
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
|
|
5. bekkur
Danska
Í dönsku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttar en á meðal þeirra má nefna “Leið til læsis”.
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu,
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu.
| Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið algeng og einföld orð um sjálfan sig, fjölskylduna og nánasta umhverfi
- skilið mjög einföld fyrirmæli kennara og fylgt þeim
- hlustað á mjög einfaldar frásagnir samnemenda
- skilið mjög einföld skilaboð þegar talað er hægt og skýrt
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í stuttum og einföldum þáttum ætluðum börnum þar sem talað er mjög skýrt
- skilið aðalatriði í stuttum og mjög einföldum lagatextum, t.d. barnalögum og vísnasöng
- fylgt þræði með aðstoð í einföldum kvikmyndum ætluðum börnum
- Greining upplýsinga - hlustað eftir upplýsingum um nánasta umhverfi þegar talað er mjög hægt og skýrt
- skilið í grófum dráttum aðalatriðin mjög einföldu hlustunarefni
- skilið upplestur á mjög einföldum og stuttum sögum
- unnið með mjög einfaldan orðaforða úr hlustunarefni
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu,
- Bókmenntir - lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra
- Aðrar námsgreinar - lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum,
- Orðaforði - lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða.
| Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - lesið mjög stuttan texta og skilið helstu atriði og nýtt sér í verkefnavinnu
- skimað stuttan og mjög einfaldan texta og áttað sig á helstu atriðum
- leitað eftir fyrirfram ákveðnum upplýsingum í mjög einföldum texta
- Bókmenntir - lesið og skilið mjög einfaldar bókmenntir ætlaðar byrjendum í lestri sem innhalda myndastuðning eða útskýringar
- svarað mjög einföldum spurningum um aðalatriði lesturs
- greint og útskýrt meginþráðinn í mjög einföldu efni sem miðast við byrjendur í lestri
- Aðrar námsgreinar - lesið stutta og mjög einfalda texta tengda öðrum námsgreinum með aðstoð
- Orðaforði - lesið og skilið mjög einfalda texta með myndastuðningi eða útskýringum
- skilið mjög einfaldan orðaforða
| - Lesa ólíkan texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt einfalt spjalll við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Samfelldur texti - skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga,
- Málnotkun - beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta,
- Endursögn - skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt
- Persónuleg reynsla - lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með,
- Skapandi ritun - samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
| Ritun - Samfelldur texti - lýst sjálfum sér með mjög einföldum orðaforða
- nýtt sér stuðningsefni við einfalda textasmíð
- Málnotkun - skrifað stuttar og mjög einfaldar setningar með réttri stafsetningu
- skrifað einföld algeng orð sem hann þekkir með réttri stafsetningu
- notað punkta, kommur, spurningamerki og gæsalappir í einföldum texta
- Endursögn - horft á myndefni og svarað mjög einföldum spurningum
- hlustað á stutta sögu og svarað mjög einföldum spurningum
- Persónuleg reynsla - skrifað stutta og mjög einfalda lýsingu á sjálfum sér
- skrifað stuttar setningar um áhugamál sín með mjög einföldum orðaforða
- skrifað stuttar setningar um daglegar athafnir með mjög einföldum orðaforða
- Skapandi ritun - skrifað stutta teiknimyndasögu með einföldum stikkorðum
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil sem mest á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf
- Almenn samskipti - bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur
- Samræður - notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.
| Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í mjög einföldum samræðum ef hinn aðilinn talar hægt
- spurt og svarað mjög einföldum, algengum spurningum um kunnug málefni
- Almenn samskipti - brugðist við mjög einföldum fyrirmælum í skólastofunni
- spurt mjög einfaldra spurninga um daglegt líf og svarað þeim
- Samræður - heilsað og kynnt sig með mjög einföldum orðaforða
- svarað mjög einföldum spurningum frá kennara eða samnemendum
- heilsað, kynnt sig og kvatt í einföldum samskiptum
- notað mjög einföld lýsingarorð í samskiptum
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Skyldleiki og afbrigði tungumála - sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
| Menningarlæsi - Skyldleiki og afbrigði tungumála - borið kennsl á algeng orð sem líkjast íslenskum orðum
- nefnt dæmi um algeng orð sem eru lík í tveimur tungumálum
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
|
|
|
|
Frásögn - Tjáning - tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum,
- Frásögn og kynning - undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum,
- Flutningur - flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra,
- Framsögn - beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum.
| Frásögn - Tjáning - sagt frá mjög einföldum staðreyndum um sjálfan sig
- lýst mjög einföldum hlutum eða aðstæðum í örfáum orðum
- svarað mjög einföldum spurningum frá kennara eða bekkjarfélögum með þeim orðaforða sem nemandi þekkir
- Frásögn og kynning - undirbúið og haldið stutta kynningu með aðstoð og mjög einföldum orðaforða
- Flutningur - flutt mjög einfalt frumsamið efni með aðstoð
- Framsögn - borið fram mjög einföld orð skýrt og rétt
- sagt mjög einfaldar setningar með nokkuð skýrum framburði
- lesið mjög stuttan einfaldan texta upphátt með skiljanlegum áherslum
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Danska
6. bekkur
Í dönsku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttar en á meðal þeirra má nefna “Leið til læsis”.
Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið talað mál og frásagnir um efni tengt námi hans og daglegu lífi, brugðist við þeim og nýtt sér í námi sínu,
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í efni við hæfi á margvíslegum miðlum og nýtt í námi sínu,
- Greining upplýsinga - hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu.
| Hlustun og áhorf - Frásagnir og kynningar - skilið algeng orð og setningar um sjálfan sig, fjölskyldu og umhverfi
- skilið einföld fyrirmæli kennara og brugðist við þeim á viðeigandi hátt
- hlustað á einfaldar frásagnir samnemenda
- skilið aðalatriði í stuttum, skýrum og einföldum skilaboðum og tilkynningum
- Fjöl- og myndmiðlar - fylgt þræði í stuttum þáttum ætluðum börnum þar sem talað er skýrt
- skilið aðalatriði í stuttum lagatextum, t.d. barnalögum og vísnasöng
- fylgt þræði með aðstoð í kvikmyndum ætluðum börnum
- Greining upplýsinga - hlustað eftir upplýsingum um nánasta umhverfi þegar talað er skýrt
- skilið aðalatriði í einföldu hlustunarefni
- skilið upplestur á einföldum og stuttum sögum
- unnið með einfaldan orðaforða úr hlustunarefni
| - Æfa framsögn
- Kynna verkefni
- Geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- Sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- Nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - Sjálfsmat
- Félagamat
- Leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - fundið lykilupplýsingar í texta og nýtt sér í verkefnavinnu,
- Bókmenntir - lesið sér til gagns og ánægju einfaldar smásögur og skáldsögur og unnið með efni þeirra,
- Aðrar námsgreinar - lesið og skilið auðlesið efni og hugtök tengt öðrum námsgreinum,
- Orðaforði - lesið og skilið texta við hæfi sem innihalda algengan orðaforða.
| Lestur og lesskilningur - Greining aðalatriða - lesið og skilið stuttan texta og nýtt sér aðalatriðin í verkefnavinnu
- skimað stuttan og einfaldan texta og áttað sig á helstu atriðum
- leitað eftir fyrirfram ákveðnum upplýsingum í einföldum texta
- Bókmenntir - lesið og skilið mjög einfaldar bókmenntir ætlaðar byrjendum í lestri sem innhalda myndastuðning eða útskýringar
- svarað einföldum spurningum um aðalatriði lesturs
- greint og útskýrt meginþráðinn í einföldu efni sem miðast við byrjendur í lestri
- Aðrar námsgreinar - lesið stutta einfalda texta tengda öðrum námsgreinum með aðstoð
- Orðaforði - lesið og skilið einfalda texta með myndastuðningi eða útskýringum
- skilið einfaldan orðaforða
| - Lesa ólíkan texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- Læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- Geta átt einfalt spjalll við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- Sýna lesefni af eigin vali áhuga
| - Lesskilningsverkefni og kannanir
- Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
|
Ritun - Samfelldur texti - skrifað texta af mismunandi gerðum með inntak og lesanda í huga,
- Málnotkun - beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt og skapað samhengi í texta
- Endursögn - skrifað einfalda texta um það sem hann hefur lesið, séð eða heyrt,
- Persónuleg reynsla - lýst atburðarás eða reynslu með orðaforða sem unnið hefur verið með,
- Skapandi ritun - samið einfalda texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
| Ritun - Samfelldur texti - lýst sjálfum sér með mjög einföldum orðaforða
- nýtt sér stuðningsefni við einfalda textasmíð
- Málnotkun - skrifað einfaldar setningar með réttri stafsetningu
- skrifað algeng orð sem hann þekkir með réttri stafsetningu
- notað punkta, kommur, spurningamerki og gæsalappir í einföldum texta
- Endursögn - horft á myndefni og svarað einföldum spurningum
- hlustað á stutta sögu og svarað mjög einföldum spurningum
- Persónuleg reynsla - skrifað lýsingu á sjálfum sér með einföldum orðaforða
- skrifað um áhugamál sín með einföldum orðaforða
- skrifað um daglegar athafnir með einföldum orðaforða
- Skapandi ritun - skrifað stutta teiknimyndasögu með einföldum orðaforða
| - Nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- Skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- Vinna við texta, m.a. með upplýsingatækni
- Vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- Verkefnaskil sem mest á rafrænu formi
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í óformlegu samtali um áhugamál sín og daglegt líf,
- Almenn samskipti - bjargað sér við algengar aðstæður og notað almennar kurteisis- og samskiptavenjur,
- Samræður - notað málið til samskipta í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.
| Samskipti - Óformlegt samtal - tekið þátt í einföldum samræðum
- spurt og svarað einföldum, algengum spurningum um kunnug málefni
- Almenn samskipti - brugðist við einföldum fyrirmælum í skólastofunni
- spurt mjög einfaldra spurninga um daglegt líf og svarað þeim
- Samræður - heilsað og kynnt sig með mjög einföldum orðaforða
- svarað mjög einföldum spurningum frá kennara eða samnemendum
- heilsað, kynnt sig og kvatt í einföldum samskiptum
- notað mjög einföld lýsingarorð í samskiptum
| - Þjálfist í samvinnunámi
- Læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
Menningarlæsi - Skyldleiki og afbrigði tungumála - sýnt að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.
| Menningarlæsi - Skyldleiki og afbrigði tungumála - borið kennsl á algeng orð sem líkjast íslenskum orðum
- nefnt dæmi um algeng orð sem eru lík í tveimur tungumálum
| - Fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- Sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
|
|
|
|
Frásögn - Tjáning - tjáð sig um reynslu sína og skoðanir og brugðist við einföldum spurningum,
- Frásögn og kynning - undirbúið og flutt frásögn eða kynningu og brugðist við einföldum spurningum,
- Flutningur - flutt tilbúið eða frumsamið efni, einn eða í félagi við aðra,
- Framsögn - beitt málinu með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum.
| Frásögn - Tjáning - sagt frá einföldum staðreyndum um sjálfan sig
- lýst einföldum hlutum eða aðstæðum í fáum orðum
- svarað einföldum spurningum frá kennara eða bekkjarfélögum með þeim orðaforða sem nemandi þekkir
- Frásögn og kynning - undirbúið og haldið stutta kynningu kynningu með aðstoð og einföldum orðaforða
- Flutningur - flutt einfalt frumsamið efni með aðstoð
- Framsögn - notað réttan framburð og áherslur í stuttum setningum
- sagt einfaldar setningar með nokkuð skýrum framburði
- lesið einfaldan texta upphátt með skiljanlegum áherslum
| - Kynningar fara fram fyrir framan aðra nemendur og kennara, í samvinnu við aðra eða frá sætinu sínu.
- Nemendur vinna með fjölbreytta miðla og lögð er áhersla á fjölbreyttar aðferðir við að tjá sig, bæði lifandi flutningur sem og rafrænn.
| - Sjálfsmat
- Leiðsagnarmat
- Félagamat
|
List- og verkgreinar
Smíðar
Í smíðum er leitast við að samtvinna sköpun, þjálfa vinnubrögð ásamt því að læra heiti á helstu verkfærum og efnivið. Unnið er með stigskiptum stuðningi eftir þörfum hvers og eins.
Námsaðlögun Þeir sem á þurfa að halda fá nánari leiðbeiningar, maður á mann, þar sem kennari sýnir, stýrir og leiðbeinir nemanda eftir þörfum.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
- Þekkir ýmis verkfæri og mælitæki sem notuð eru í formun smíðaefna og getur útskýrt virkni þeirra.
- Þekkir algengustu smíðaefni og getur útskýrt rétta notkun og eiginleika þeirra.
- Framkvæmir algengustu aðgerðir festinga og útskýrir notkun þeirra.
- Getur útskýrt réttar vinnustellingar, valið viðeigandi hlífðarbúnað og gerir sér grein fyrir samhengi góðrar umgengni og öryggisþátta.
- Getur útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu.
- Getur lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð.
- Hannar og smíðar verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum.
- Lýsir hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi hans og almennt í samfélaginu.
- Greinir þarfir í umhverfi sínu og getur rætt mögulegar lausnir.
- Getur nýtt hugbúnað við hönnun tvívíðra og þrívíðra forma.
- Nýtir sér tölvustýrðar smíðavélar til að fullvinna tvívíða og þrívíða hluti.
- Nýtir sér örtölvur til að stýra einföldum aðgerðum.
- Gerir sér grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni.
- Gerir við og endurnýtir eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra.
- Getur greint og fjallað um handverk og hönnun í samhengi við sögu, samfélag og listir.
|
|
- Réttur hlífðarbúnaður notaður eftir því sem við á og rætt um mikilvægi þess.
- Farið yfir heiti og notagildi helstu verkfæra og nöfn þeirra notuð þegar þörf er á viðkomandi verkfæri.
- Unnið með límingar, neglingar og samsetningar með skrúfum og töppum eftir því sem við á.
- Rætt um smíðaefni sem unnið er með hverju sinni og minnt á að nýta efnið vel.
- Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna sjálfir hlut sem þeir útskýra með einfaldri teikningu og skrá helstu mál inn á.
- Efni smíðastofunnar skoðuð og metin m.t.t. hvort þau séu hættuleg.
- Efni sem til fellur flokkað.
- Nemendur vinna með húsgögn eða aðra smíðagripi sem þarf að lagfæra. Mega koma með að heiman.
| - Verkefni nemenda metin
- Vandvirkni og vinnusemi metin
- Sjálfsmat
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor.
|
Textílmennt:
Í textílmennt er lögð áhersla á ákveðin vinnubrögð, það geta þau gert í gegnum ýmis verkefni sem þau velja út frá áhuga.
Námsaðlögun:
Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennara stýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Verklag - Áhöld : beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar,
- efnisval : unnið úr fjölbreyttum textílefnum
- útfærsla : unnið með einföld snið og uppskriftir,
- vinnuvernd :þekkt mikilvægi viðeigandi líkamsstöðu og geti beitt líkanum rétt við vinnu sína.
Sköpun, hönnun og tækni - Hugmyndavinna :þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli,
- Sköpun og skreyting: notað fjölbreyttar aðferðir að eigin vali við skreytingu textílafurða
- Hugtök : útskýrt eigið verk og notað til þess hugtök greinarinnar,
- Miðlar :notað margvíslega miðla til að afla upplýsinga fyrir hugmyndir að verkefnum sem tengjast textíl, hönnun og útfærslu á þeim,
- Tækni: nýtt hugbúnað við hönnun eigin mynsturs eða myndefnis fyrir textílvinnu.
Menning og umhverfi - Efnisfræði: fjallað um efnisfræði svo sem eiginleika náttúruefna og gerviefna,
- Merkingar :skilið helstu tákn og merkingar textílefna
- Endurnýting: nýtt endurunnin efni í textílvinnu og gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum,
- Menning: greint og fjallað um hefðir í textílvinnu á Íslandi og sett í samhengi við sögu.
|
| - Nota áhöld eins og skæri, saumavél, nálar, málbönd, sprettuhnífa, títuprjóna, sníðapappír, prjóna, heklunálar.
- Lestur og samræður um fjölbreytt textílefni.
- Taka upp snið, sníða eftir og nota saumavélar við að sauma.
- Þjálfist í að búa til sín eigin snið og gera fullunna flík eða hlut.
- Stimpla efni, nota tay day aðferðina og textíllitir o.fl.
- Umræður um handverk og fagurfræði
- nota bækur og netið til að finna og sjá mismunandi textíl
- Umræður um hvað er íslenskt hráefni, hvaða textílefni eru íslensk og unnin hér á landi.
- Umræður um hvaða efni er best að nota við mismunandi aðstæður
- Umræður, skoðaðar myndir og myndbönd um textílverk og tengsl við sögu og samfélag
- Lögð áhersla á nýtni og geymslu á efnum til nýtingar síðar í allri vinnu nemenda. Rætt um endurnýtingu á fötum.
| Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Myndmennt : Í myndmennt er lögð áhersla á ákveðna tækni eða stíl hverju sinni, nemendur fá fyrirmynd og gera síðan sína útgáfu af myndinni sem getur verið allt frá því að vera mjög lík fyrirmyndinni yfir eigin sköpun nemandans.
Námsaðlögun: Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennara stýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
- notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun,
- nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu,
- unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
- byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
- beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
- fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
- gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð,
- greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margskonar listaverka,
- greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu,
- gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.
| - Getia málað mynd í svart-hvítu, síðan í
lít sömu myndina. - Hafi getu til að túlka fjarvídd á flókinn hátt, götumynd, jafnvel leikið sér með sjónrænar brellur, blekkingar.
- Virkja og þjálfa fagurfræðilegan skilning og getu til
að tjá sig með teikningu, málun eða grafík. Tré eða dúkristu með notkun á litum og formum. - Nota myndbyggingu á hlutbundin og
óhlutbundin hátt. Geta skilgreint munin. - Geta lesið myndmál sér til skilnings, búið til myndræn skilaboð um e-h ákveðið sem rétt væri að koma á framfæri.
- Tjáð sig um eigin sjónrænar upplifanir, skoðanir.
- Fjallað um eigin verk og annara á málefnalegan hátt
og skipst á skoðunum um verkinn. - Veitt gagnrýni og tekið gagnrýni.
- Notað ímyndunaraflið, búið verk úr eigin
hugarheimi. Nota til þess efni, aðferðir og leiðir að eigin vali í samráði við kennara. Gera alltaf sitt besta.
| - Vinna með pappír, vatnslitapappír, grafíkpappír, teiknipappír, teikniblýanta, pensla, tússliti, tréliti, vaxliti, krítarliti og einföld teikniforrit
- vinna með frumliti, frumform, fjarvídd og myndbyggingur
- teikna frjálst
- vinna einfaldar skissur við vinna að lokaafurð
- nota netið til að finna útfærslur á verkefnum sem lögð eru fyrir
- nota hugtök sem tengjast ólíkum verkefnum t.d. klippimyndir, grafík, graff og hlutföll
- umræður um verk þekktra listamanna
- umræður um ýmsar stefnum myndlistar og efni skoðað á netinu
- myndbönd og myndir um gerð listaverka skoðuð á neti og umræður samhliða
- umræður um áhrif myndmáls í samfélaginu
- umræður um myndlist, hönnun og tísku og tilgang
| Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor.
|
Heimilisfræði
Í heimilisfræði er lögð áhersla á ákveðin vinnubrögð. Það er gert í gegnum ýmis verkefni sem kennari leggur fyrir þau sem og þau sem þau fá að velja sjálf út frá áhuga.
Námsaðlögun:
Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennara stýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í heimilisfræði felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Lífshættir • tjáð sig um heilbrigða lífshætti eins og næringu, hreyfingu og svefn, • skilið og tjáð sig á einfaldan hátt um aðalatriði ráðlegginga um mataræði frá embætti landlæknis, •öðlist færni í hreinlæti og þrifum tengdu matreiðslu, • gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald.
Verklag • matreitt einfaldar og hollar máltíðir út frá ráðleggingum um mataræði frá embætti landlæknis, • unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld og skilið gildi viðeigandi frágangs, •greint frá helstu orsökum slysa við eldhússtörf og hvernig má koma í veg fyrir þau.
Menning og umhverfi •sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við jafnrétti og sjálfbærni og áttað sig á uppruna helstu matvæla, • skilið mismunandi umbúðamerkingar og þekki helstu geymsluaðferðir, • tjáð sig um þjóðlegar íslenskar hefðir í matargerð, • áttað sig á gildi þess að neyta matvæla með sem minnst kolefnisspor.
| - Nemandi lýsir eigin venjum varðandi næringu, hreyfingu og svefn og rökstyður hvernig þær stuðla að heilbrigðum lífsháttum
- Nemandi getur útskýrt og gefið einfaldar ráðleggingar um mataræði samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis
- Nemandi sýnir færni í að viðhalda hreinlæti og framkvæma þrif við matreiðslu á öruggan og skipulagðan hátt.
- Nemandi getur nefnt helstu kostnaðarliði heimilishalds og útskýrt hvernig þeir hafa áhrif á fjárhagsáætlun
- Nemandi getur skipulagt, samsett og framkvæmt máltíðir með hliðsjón af næringarfræðilegum stöðlum Embættis landlæknis, með skýran rökstuðning fyrir vali á hráefnum og matreiðsluaðferðum.
- Nemandi getur unnið einfaldar uppskriftir sjálfstætt, notað algeng eldhúsáhöld rétt og skilað réttum frágangi
- Nemandi útskýrir helstu orsakir eldhússlysa og lýsir aðgerðum til að koma í veg fyrir þau.
- Nemandi útskýrir hvernig val á matvælum og heimilisstörfum getur stuðlað að jafnrétti og sjálfbærni og greinir uppruna helstu matvæla,
- Nemandi getur lesið og túlkað algengar umbúðamerkingar og útskýrt hvernig matvæli eiga að geymast.
- Nemandi getur lýst íslenskum hefðum í matargerð með dæmum.ð.
- Nemandi velur og rökstyður matvæli sem hafa lítið kolefnisspor við daglega máltíðargerð.
| - nota áhöld og tæki eins og hnífa, sleikjur, handþeytara og eldavél á réttan og ábyrgan hátt,
- lestur og samræður um fjölbreytt matvæli m.t.t. uppskrifta og næringarinnihalds,
- þjálfist í að fylgja uppskriftum og leiðbeiningum, ýmist einn eða með öðrum nemendum,
- fái æfingu í að áætla kostnað við smáinnkaup á helstu hráefnum í einfaldar uppskriftir,
- þjálfist í að áætla magn fyrir hvern einstakling,
- umræður um samband matvæla og heilbrigða lífshátta,
- læri á fæðuhringinn og mikilvægi þess að neyta sem fjölbreyttastrar fæðu,
- noti bækur og netið til að finna og sjá mismunandi uppskriftir,
- Umræður um hvað er íslenskt hráefni, hvaða textílefni eru íslensk og unnin hér á landi,
- Umræður um hvaða efni er best að nota við mismunandi aðstæður,
- Umræður, skoðaðar myndir og myndbönd um ólíka matvælagerð og tengsl við sögu og samfélag,
- Lögð áhersla á að nýta allt hráefni sem og þann mat sem nemendur matreiða.
- Nemendur læra að flokka það sorp sem fellur til (umbúðir, matarafganga og fleira) í þar til gerð flokkunarílát.
| Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Náttúrugreinar (þema)
Náttúrufræði er kennd í þremur lotum yfir skólaárið.
Í náttúrufræði á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Lífríki í sjó; hryggleysingjar, fiskar og hvalir og Mannslíkaminn; kynþroskinn og skilningarvitin. Veður og veðurathuganir í heimabyggð.
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi eftir eigin getu. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Unnið er með stigskiptum stuðningi.
Hæfniviðmið | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Umhverfis- og náttúruvernd - Greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir.
- Rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi.
- Tekið afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti.
- Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa.
- Lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni.
- Gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun.
|
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Förum í vettvangsferðir, horfum á myndbönd um umhverfismál, ræðum saman og vinnum veggspjöld, búum til kynningu á umhverfisstefnu sveitarfélagsins og flytjum fyrir hinua bekkina í skólanum.
|
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Himingeimurinn - Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku.
- Beitt vísindalegum vinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið.
- Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.
- Sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og skipulegan hátt.
- Hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.
- Útskýrt innbyrðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum og því að tíminn líður.
|
| - Við ætlum að skoða okkar nánasta umhverfi, jörðina og setja í samhengi við fjarlægari fyrirbæri s.s. tunglið, sólkerfið og vetrarbrautir.. Við og vinnum veggspjöld og fræðslugrunna um stjörnufræði.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Tækni og vísindi - Fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru.
- Lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum.
- Útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks.
- Tengt þekkingu og beitingu vinnubragða í náttúrufræðinámi við lausn annarra verkefna og útskýrt hugsanleg áhrif nýjustu tækni og vísinda á vísindalega þekkingu.
- Útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum.
|
| - Hafðar eru að leiðarljósi fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s.: Lestur með stigskiptum stuðningi, para- og hópvinna, vettvangsferðir, myndbönd og tölvutækni nýtt á ýmsan hátt s.s. við einföld textaskrif. Nemendur vinna fræðslugrunn að eigin vali um vísindi.
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat kennara
- félagamat
|
Samfélagsgreinar (þema)
5. bekkur
Samfélagsgreinar er unnið sem þema og er samþætt með íslensku og upplýsingatækni. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Sjálfsmyndin; allt tengt sjálfum sér svo sem andlega líðan, kynjafræði, félagsmótun og svo framvegis. Trúarbrögð; Helstu trúarbrögðin eins og Kristni, Íslam, Gyðingdómur, Ásatrú, Búddatrú og Hindúatrú. Þrískiptingu valds; framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald með áherslu á lýðræði.
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. ritun, glærugerð, plaköt og myndbandagerð. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Sjálfsmyndin - Félagsmótun - lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu
- Þarfir - rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir,
- Tilfinningar - lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun
- Hugarfar - lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska
- Sjálfsþekking - gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt
- Virðing - sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt,
- Staðalmyndir - lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra,
- Kynjafræði - beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans
- Fjármál einstaklings - gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum.
| Sjálfsmyndin - Félagsmótun - sagt frá hvernig sjálfsmyndin mótast af öðrum í kringum þau
- útskýrt mun á því að alast upp sem strákur, stelpa eða stálp
- Þarfir - sagt frá grunnþörfum (t.d. svefn, hreinlæti, hreyfing, næring)
- Tilfinningar - rætt um eigin ábyrgð í samskiptum
- nefnt dæmi um hvernig ákveðnar tilfinningar og hegðun hefur áhrif á vinatengsl
- Hugarfar - rökrætt mikilvægi þess að virða réttindi annarra til að vera hamingjusöm
- rökrætt jákvæð lífsviðhorf við jafnaldra og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
- Sjálfsþekking - gert grein fyrir styrkleikum sínum og bent á leiðir til þess að efla þá
- sagt frá áhugasviði sínu og verið fær um að efla áhugahvöt sína
- Virðing - sýnt virðingu í samskiptum og samræðu með öðrum þrátt fyrir ólíkar skoðanir
- skipulagt samstarf á fjölbreyttan hátt
- Staðalmyndir - komið með dæmi um hvernig hægt sé að gæta þess að enginn sé skilinn útundan
- Kynjafræði - útskýrt hvernig kynhlutverk birtast í vörum og þjónustu í samfélaginu
- borið saman líf fólks sem er trans og fólks sem hefur sama kyn og kyngervi
- útskýrt nokkur hugtök hinseginleikans
- Fjármál einstaklings - útskýrt muninn á réttindum og forréttindum með dæmum
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Siðferði og trú - Virðing fyrir fjölbreytileika - dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði
- Trú og lífsviðhorf - rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs,
- Trúarbrögð - gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims
- Áhrif trúarbragða - borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks.
Borgaravitund - Samfélagsgerð - fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga
Jörðin okkar - Kortalæsi - notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort,
- Samfélög - varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni,
| Siðferði og trú - Virðing fyrir fjölbreytileika - gert grein fyrir mismunandi trúarbrögðum eða menningarheimum, greint siði, venjur og lífsgildi og sagt frá
- sagt frá helstu trúarbrögðum heims af virðingu
- Trú og lífsviðhorf - bent á siðareglur í völdum trúarbrögðum sem eru til umfjöllunar
- Trúarbrögð - skrifað stuttan texta um hefðir, hátíðir, siði og tákn tiltekinna trúarbragða
- tekið virkan þátt í þraut sem gengur út á að sjá hvað er líkt og ólíkt við helstu trúarbrögð heims
- Áhrif trúarbragða - borið saman valin trúarbrögð
- borið saman siði og venjur og sagt frá áhrifum þeirra á líf fólks
- borið lífsviðhorf saman á greinargóðan hátt og rætt um ólík áhrif þeirra á líf fólks
Borgaravitund - Samfélagsgerð - sagt frá einföldum samfélagsgerðum, svo sem fjölskyldu
- útskýrt áhrif mismunandi samfélagsgerða á daglegt líf
Jörðin okkar - Kortalæsi - búið til kort út frá gögnum
- Samfélög - unnið yfirlit um helstu trúarbrögð heims á myndrænan hátt
- borið saman það sem er líkt og ólíkt við sjálfan sig og tiltekinn nemanda í öðru landi
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
- Nota landakort og lesa í töluleg gögn.
|
|
Borgaravitund - Reglur - rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,
- Mannréttindi - rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekki vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,
- Lýðræði - lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi,
- Stjórnkerfi - gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins
- Samneysla - áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins
- Geta til aðgerða - sett sig inn í málefni samfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti.
| Borgaravitund - Reglur - tjáð skoðanir sínar um ákveðnar reglur
- Mannréttindi - rætt um mörk tjáningarfrelsis
- tekið virkan þátt í umræðum um réttindi og skyldur
- Lýðræði - tekið þátt í umræðu um lýðræði innan skólans
- Stjórnkerfi - skýrt frá helstu hlutverkum mikilvægra stofnana og sett fram spurningar um tilgang þeirra
- útskýrt hlutverk lögvalds í samfélagi
- Samneysla - flokkað störf eftir því hvort þau eru greidd úr sameiginlegum sjóðum eða ekki
- rætt um hver heldur utan um fjármál ríkis- og sveitarfélaga
- Geta til aðgerða - tekið ábyrgð á eigin hlutverki, unnið með öðrum og sýnt virðingu (t.d. í hópastarfi)
|
|
|
Samfélagsgreinar (þema)
6. bekkur
Samfélagsgreinar er unnið sem þema og er samþætt með íslensku og upplýsingatækni. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Sjálfsmyndin; allt tengt sjálfum sér svo sem andlega líðan, kynjafræði, félagsmótun og svo framvegis. Trúarbrögð; Helstu trúarbrögðin eins og Kristni, Íslam, Gyðingdómur, Ásatrú, Búddatrú og Hindúatrú. Þrískiptingu valds; framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald með áherslu á lýðræði.
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. ritun, glærugerð, plaköt og myndbandagerð. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Sjálfsmyndin - Félagsmótun - lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu,
- Þarfir - rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir,
- Tilfinningar - lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun,
- Hugarfar - lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska
- Sjálfsþekking - gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt
- Virðing - sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt
- Staðalmyndir - lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra,
- Kynjafræði - beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans
- Fjármál einstaklings - gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum.
| Sjálfsmyndin - Félagsmótun - sagt frá hvernig umhverfið og reynsla mótar sjálfsmyndina
- spurt spurninga um mótun kyngervis í umhverfinu
- Þarfir - rætt um heilbrigða og óheilbrigða lífshætti
- Tilfinningar - rætt um eigin ábyrgð í samskiptum
- útskýrt hvernig hegðun getur styrkt eða skaðað tengsl við aðra
- Hugarfar - rökrætt mikilvægi þess að virða réttindi annarra til að vera hamingjusöm
- rökrætt jákvæð lífsviðhorf við jafnaldra og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
- Sjálfsþekking - gert grein fyrir styrkleikum sínum og bent á leiðir til þess að efla þá á uppbyggilegan hátt
- sagt frá áhugasviði sínu og verið fær um að efla áhugahvöt sína á skýran hátt
- Virðing - tekið þátt í umræðum um hvernig við getum sýnt virðingu í fjölbreyttum aðstæðum og lýst jákvæðum samskiptavenjum
- skipulagt samstarf á fjölbreyttan hátt
- Staðalmyndir - komið með dæmi um hvernig hægt sé að gæta þess að enginn sé skilinn útundan
- Kynjafræði - sagt frá ástæðum þess að erfitt getur verið að breyta fastmótuðum kynhlutverkum
- borið saman líf fólks sem er trans og fólks sem hefur sama kyn og kyngervi
- útskýrt nokkur hugtök hinseginleikans
- Fjármál einstaklings - útskýrt muninn á réttindum og forréttindum með eigin orðum
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Siðferði og trú - Virðing fyrir fjölbreytileika - dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði
- Trú og lífsviðhorf - rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs,
- Trúarbrögð - gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims
- Áhrif trúarbragða - borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks.
Borgaravitund - Samfélagsgerð - fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga
Jörðin okkar - Kortalæsi - notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort,
- Samfélög - varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni,
| Siðferði og trú - Virðing fyrir fjölbreytileika - gert grein fyrir mismunandi trúarbrögðum eða menningarheimum, greint siði, venjur og lífsgildi og sagt frá
- sagt frá helstu trúarbrögðum heims af virðingu
- Trú og lífsviðhorf - bent á siðareglur í völdum trúarbrögðum sem eru til umfjöllunar
- Trúarbrögð - skrifað texta um hefðir, hátíðir, siði og tákn tiltekinna trúarbragða
- tekið virkan þátt í þraut sem gengur út á að sjá hvað er líkt og ólíkt við helstu trúarbrögð heims
- Áhrif trúarbragða - borið saman valin trúarbrögð og áhrif þeirra á líf fólks
- borið saman siði og venjur og sagt frá áhrifum þeirra á líf fólks
- borið lífsviðhorf saman á greinargóðan hátt og rætt um ólík áhrif þeirra á líf fólks
Borgaravitund - Samfélagsgerð - lýst nokkrum ólíkum samfélagsgerðum, t.d. iðnaðarsamfélaginu eða bændasamfélaginu
- útskýrt áhrif mismunandi samfélagsgerða á daglegt líf
Jörðin okkar - Kortalæsi - miðlað upplýsingum sjónrænt
- Samfélög - unnið yfirlit um helstu trúarbrögð heims á myndrænan hátt
- borið saman það sem er líkt og ólíkt við sjálfan sig og tiltekinn nemanda í öðru landi
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
- Nota landakort og lesa í töluleg gögn.
|
|
Borgaravitund - Reglur - rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,
- Mannréttindi - rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekki vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,
- Lýðræði - lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi
- Stjórnkerfi - gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins
- Samneysla - áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins
- Geta til aðgerða - sett sig inn í málefni esamfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti.
| Borgaravitund - Reglur - tjáð skoðanir sínar um ákveðnar reglur
- Mannréttindi - rætt um mörk tjáningarfrelsis
- tekið virkan þátt í umræðum um réttindi og skyldur
- Lýðræði -tekið virkan þátt í skólaþingi/bekkjarfundum eða öðrum lýðræðislegum stofnunum innan skólans
- Stjórnkerfi - borið saman tvær eða fleiri stofnanir út frá markmiðum þeirra, ábyrgð og áhrifum og dregið ályktanir um gildi þeirra í lýðræðissamfélagi
- útskýrt hlutverk lögvalds í samfélagi
- Samneysla - flokkað störf eftir því hvort þau eru greidd úr sameiginlegum sjóðum eða ekki
- rætt um hver heldur utan um fjármál ríkis- og sveitarfélaga
- Geta til aðgerða - tekið ábyrgð á eigin hlutverki, unnið með öðrum og sýnt virðingu (t.d. í hópastarfi)
|
|
|
Lykilhæfni
5. bekkur
Námsaðlögun
Hæfniviðmið | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Tjáning og miðlun - Tjáning - tjáð hugmyndir og tilfinningar á skýran hátt,
- Tillitssemi - brugðist við upplýsingum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
- Samskipti - rætt um viðfangsefni þannig að áhugi viðmælanda sé vakinn
- Orðaforði - aukið orðaforða sinn og beitt honum á ólík umfjöllunarefni,
- Miðlun - valið úr ólíkum leiðum til miðlunar.
| Tjáning og miðlun - Tjáning - tekið þátt í samræðu undir stjórn kennara og tjáð skoðanir sínar
- unnið listrænt verkefni þar sem form og innihald tjá hugmynd eða upplifun
- sagt frá upplifun sinni á atburðum úr eigin lífi og sett sig í spor annarra
- Tillitssemi - veitt athygli því þegar kennari talar, tekið þátt með því að spyrja spurninga og svara þeim út frá umræðuefninu
- sýnt aukna þolinmæði og beðið eftir að fá orðið í stýrðu samtali
- sýnt umhyggju með því að leyfa öðrum að komast að og hlusta á þá tjá sig
- virðir skoðanir annarra
- Samskipti - sagt frá á skipulegan hátt
- tjáð sig af innlifun um fjölbreytt viðfangsefni
- Orðaforði - notað og útskýrt ný orð í tali og stuttri ritun sem tengjast mismunandi umræðuefnum
- Miðlun - rökstutt val sitt á miðlunarleið
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Skapandi og gagnrýnin hugsun - Spyrjandi hugafar - spurt fjölbreyttra spurninga og nýtt þær til rannsókna á fjölbreyttum fyrirbærum,
- Sköpun - bent á hugmyndir eða möguleika sem ekki hafa komið fram áður,
- Lært af mistökum - lært af mistökum og séð möguleika til framfara,
- Rökræða - fært rök fyrir ólíkum skoðunum,
- Ályktun - tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga og dregið eigin ályktanir,
- Gagnrýnin hugsun - bent á ólík sjónarhorn og tekið rökstudda afstöðu í málum af fjölbreyttu tagi.
| Skapandi og gagnrýnin hugsun - Spyrjandi hugafar - deilt spurningu með öðrum og hvernig leitað var svara við henni
- Sköpun - nýtt hugmyndaflug sitt til nýsköpunar
- nýtt sér hugmyndaflæði til að fá hugmyndir að lausn verkefna
- Lært af mistökum - tekið endurgjöf frá kennara og starfsfólki og nýtt að einhverju leyti til framfara
- greint hvaða mistök hann hefur gert og hvernig hann brást við þeim
- útskýrt mikilvægi þess að gefast ekki upp þó eitthvað sé erfitt
- Rökræður - útskýrt mikilvægi þess að gefast ekki upp þó eitthvað sé erfitt
- séð ólík sjónarhorn á nýjum viðfangsefnum
- borið saman ólíkar skoðanir og bent á hvað er líkt og ólíkt
- Ályktun - lesið úr einföldum gögnum og útskýrt hvað þau sýna
- svarað spurningum úr námsefni
- Gagnrýnin hugsun - greint aðalatriði frá aukaatriðum
- sýnt fram á skilning á sjónarmiðum annarra þó hann sé ósammála þeim
- unnið með ólík sjónarhorn í verkefnavinnu
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
- Nota landakort og lesa í töluleg gögn.
|
|
Sjálfstæði og samvinna - Sjálfstæði - sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Samvinna - unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi
- Samstarf - gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og lagt sitt af mörkum,
- Ábyrgð - tekið ákvarðanir um eigið nám og hagsmuni með tilliti til annarra,
- Leiðsögn - nýtt sér leiðsögn og endurgjöf til að ná námsmarkmiðum.
| Sjálfstæði og samvinna - Sjálfstæði - unnið sjálfstætt eftir leiðsögn frá kennara og reynt að finna lausn áður en hann biður um aðstoð
- nýtt sér kennara, samnemendur og önnur amboð til framgangs í námi
- Samvinna - unnið ólík verkefni í samvinnu með öðrum
- unnið í blönduðum hópum og leggur sitt af mörkum í verkefnavinnu
- verið virkur þáttakandi í leikjum og tómstundum í stærri og minni hópum
- Samstarf - unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi
- sýnt samvinnu með því að aðstoða hópmeðlimi
- Ábyrgð - borið ábyrgð á eigin framkomu, sýnt jafningjum tillitssemi og þannig verið þátttakandi í góðum skólabrag
- Leiðsögn -gert breytingar á verkefni í samræmi við endurgjöf kennara
|
|
|
Nýting miðla og upplýsinga - Áreiðanleiki - áttað sig á hvert á að leita til að afla áreiðanlegra upplýsinga og miðlað þeim áfram á
- Upplýsingaöflun og miðlanotkun - nýtt fjölbreytta miðla til upplýsingaöflunar og tekið upplýsta afstöðu til áreiðanleika þeirra
- Vandvirkni og nákvæmni - skilið að framsetning og gæði upplýsinga er háð mörgum þáttum og þekkt mikilvægi þess að vanda val og notkun á heimildum.
| Nýting miðla og upplýsinga - Áreiðanleiki - unnið með skáldað efni og efni byggt á staðreyndum, sjónrænu og rituðu, með ólíkum og viðeigandi hætti
- Upplýsingaöflun og miðlanotkun - greint hvaðan skoðun hans er komin og fært rök fyrir henni
- Vandvirkni og nákvæmni - metið með kennara hvaða leið hentar best til að koma tilteknum upplýsingum á framfæri
|
|
|
Ábyrgð og mat á eigin námi - Sjálfsþekking - sett sér markmið á grunni persónulegra styrkleika og tileinkað sér hugarfar vaxtar
- Markmiðasetning - sett sér persónuleg og námsleg markmið, ígrundað árangur og mistök
- Ígrundun - metið nám sitt skipulega og sett sér markmið um viðfangsefni eða hæfni,
- Náms- og starfsfræðsla - tengt eigin áhuga fjölbreyttum námsleiðum og störfum.
| Ábyrgð og mat á eigin námi - Sjálfsþekking - þekkt og skilið einkenni góðra námsmanna
- Markmiðasetning - sett sér skýr og raunhæf markmið með skrefum
- metið með stuðningi af kvarða hvort markmiðum hafi verið náð
- Ígrundun - nýtt sér þekkingu á eigin styrkleikum og veikleikum til að bæta nám sitt
- Náms- og starfsfræðsla - sagt frá ólíkum störfum í samfélaginu og áttað sig á mikilvægi þeirra
|
|
|
Lykilhæfni
6. bekkur
Námsaðlögun
Hæfniviðmið | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Tjáning og miðlun - Tjáning - tjáð hugmyndir og tilfinningar á skýran hátt,
- Tillitssemi - brugðist við upplýsingum, hlustað, tekið þátt í umræðum og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða,
- Samskipti - rætt um viðfangsefni þannig að áhugi viðmælanda sé vakinn,
- Orðaforði - aukið orðaforða sinn og beitt honum á ólík umfjöllunarefni,
- Miðlun - valið úr ólíkum leiðum til miðlunar.
| Tjáning og miðlun - Tjáning - tekið þátt í samræðu undir stjórn kennara og tjáð skoðanir sínar
- unnið listrænt verkefni þar sem form og innihald tjá hugmynd eða upplifun
- sagt frá upplifun sinni á atburðum úr eigin lífi og sett sig í spor annarra
- Tillitssemi - veitt athygli því þegar kennari talar, tekið þátt með því að spyrja spurninga og svara þeim út frá umræðuefninu
- sýnt þolinmæði og hefur aukið úthald í að bíða eftir því að fá orðið í stýrðu samtali
- sýnt umhyggju með því að leyfa öðrum að komast að og hlusta á þá tjá sig
- virðir skoðanir annarra
- Samskipti - sagt frá á skipulegan hátt
- tjáð sig af innlifun um fjölbreytt viðfangsefni
- Orðaforði - notað og útskýrt ný orð í tali og stuttri ritun sem tengjast mismunandi umræðuefnum
- Miðlun - rökstutt val sitt á miðlunarleið
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
| - Jafningjamat
- Leiðsagnarmat
- Sjálfsmat
|
Skapandi og gagnrýnin hugsun - Spyrjandi hugarfar - spurt fjölbreyttra spurninga og nýtt þær til rannsókna á fjölbreyttum fyrirbærum,
- Sköpun - bent á hugmyndir eða möguleika sem ekki hafa komið fram áður,
- Lært af mistökum - lært af mistökum og séð möguleika til framfara,
- Rökræða - fært rök fyrir ólíkum skoðunum,
- Ályktun - tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga og dregið eigin ályktanir,
- Gagnrýnin hugsun - bent á ólík sjónarhorn og tekið rökstudda afstöðu í málum af fjölbreyttu tagi.
| Skapandi og gagnrýnin hugsun - Spyrjandi hugarfar - deilt spurningu með öðrum og hvernig leitað var svara við henni
- Sköpun - nýtt hugmyndaflug sitt til nýsköpunar
- nýtt sér hugmyndaflæði til að fá hugmyndir að lausn verkefna
- Lært af mistökum - tekið endurgjöf frá kennara og starfsfólki og nýtt að einhverju leyti til framfara
- greint hvaða mistök hann hefur gert og hvernig hann brást við þeim
- útskýrt mikilvægi þess að gefast ekki upp þó eitthvað sé erfitt
- Rökræða - fært rök fyrir ólíkum skoðunum sínum
- séð ólík sjónarhorn á nýjum viðfangsefnum
- borið saman ólíkar skoðanir og bent á hvað er líkt og ólíkt
- Ályktun - lesið úr einföldum gögnum og útskýrt hvað þau sýna
- svarað spurningum úr námsefni
- Gagnrýnin hugsun -greint aðalatriði frá aukaatriðum
- sýnt fram á skilning á sjónarmiðum annarra þó hann sé ósammála þeim
- unnið með ólík sjónarhorn í verkefnavinnu
| - Vinna með hæfniviðmið og hugtök
- Einstaklings- og paraverkefni
- Kynning verkefna
- Horfa á myndbönd
- Lestur og samræður
- Upplýsingaleit á vefmiðlum
- Nota landakort og lesa í töluleg gögn.
|
|
Sjálfstæði og samvinna - Sjálfstæði - sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Samvinna - unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi
- Samstarf - gert sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og lagt sitt af mörkum,
- Ábyrgð - tekið ákvarðanir um eigið nám og hagsmuni með tilliti til annarra,
- Leiðsögn - nýtt sér leiðsögn og endurgjöf til að ná námsmarkmiðum.
| Sjálfstæði og samvinna - Sjálfstæði - unnið sjálfstætt eftir leiðsögn frá kennara og reynt að finna lausn áður en hann biður um aðstoð
- nýtt sér kennara, samnemendur og önnur amboð til framgangs í námi
- Samvinna - unnið ólík verkefni í samvinnu með öðrum
- unnið í blönduðum hópum og leggur sitt af mörkum í verkefnavinnu
- verið virkur þáttakandi í leikjum og tómstundum í stærri og minni hópum
- Samstarf -unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi
- sýnt samvinnu með því að aðstoða hópmeðlimi
- Ábyrgð - borið ábyrgð á eigin framkomu, sýnt jafningjum tillitssemi og þannig verið þátttakandi í góðum skólabrag
- Leiðsögn - gert breytingar á verkefni í samræmi við endurgjöf kennara eða samnemanda
|
|
|
Nýting miðla og upplýsinga - Áreiðanleiki - áttað sig á hvert á að leita til að afla áreiðanlegra upplýsinga og miðlað þeim áfram á
- Upplýsingaöflun og miðlanotkun - nýtt fjölbreytta miðla til upplýsingaöflunar og tekið upplýsta afstöðu til áreiðanleika þeirra
- Vandvirkni og nákvæmni - skilið að framsetning og gæði upplýsinga er háð mörgum þáttum og þekkt mikilvægi þess að vanda val og notkun á heimildum.
| Nýting miðla og upplýsinga - Áreiðanleiki - unnið með skáldað efni og efni byggt á staðreyndum, sjónrænu og rituðu, með ólíkum og viðeigandi hætti
- Upplýsingaöflun og miðlanotkun - greint hvaðan skoðun hans er komin og fært rök fyrir henni
- Vandvirkni og nákvæmni - metið hvaða leið hentar best til að koma tilteknum upplýsingum á framfæri
|
|
|
Ábyrgð og mat á eigin námi - Sjálfsþekking - sett sér markmið á grunni persónulegra styrkleika og tileinkað sér hugarfar vaxtar
- Markmiðasetning - sett sér persónuleg og námsleg markmið, ígrundað árangur og mistök
- Ígrundun - metið nám sitt skipulega og sett sér markmið um viðfangsefni eða hæfni,
- Náms- og starfsfræðsla - tengt eigin áhuga fjölbreyttum námsleiðum og störfum.
| Ábyrgð og mat á eigin námi - Sjálfsþekking - þekkt og skilið einkenni góðra námsmanna
- Markmiðasetning - sett sér skýr og raunhæf markmið með skrefum
- metið með stuðningi af kvarða hvort markmiðum hafi verið náð
- Ígrundun - nýtt sér þekkingu á eigin styrkleikum og veikleikum til að bæta nám sitt
- Náms- og starfsfræðsla - áttað sig á mikilvægi ólíkra starfa í samfélaginu og greint um hvað þau snúast
|
|
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Íþróttakennsla í grunnskóla er til að efla andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði. Lagt er upp úr þátttöku allra og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda, enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Námsgreinin skólaíþróttir gegnir veigamiklu hlutverki í heilsuuppeldi og heilsurækt nemandans allan grunnskólann.
Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar skulu því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta - Þol - gert æfingar sem reyna á loftháð þol í íþróttum,
- Styrkur - gert æfingar með eigin líkamsþyngd sem reyna á styrk og stöðugleika,
- Liðleiki - gert æfingar sem reyna á liðleika og hreyfigetu,
- Samhæfing - sýnt útfærslu hreyfinga þannig að þær renni vel saman,
- Taktur - gert einfaldar rytmískar æfingar og fylgt takti,
- Hópíþróttir - tekið þátt í mismunandi hópíþróttagreinum,
- Einstaklingsíþróttir - tekið þátt í einstaklingsíþróttum,
- Stöðluð próf - nýtt sér stöðluð próf í íþróttum til að meta eigið þrek og hreysti.
Félagslegir þættir - Tilfinningar - skilið mikilvægi jákvæðra samskipta,
- Virkni - skilið mikilvægi stundvísi, aga og sjálfstæðra vinnubragða í tengslum við góðan árangur,
- Leikreglur - þekkt helstu leikreglur í leikjum, hóp- og einstaklingsíþróttum,
- Háttvísi - farið eftir leikreglum og sýnt háttvísi í leik.
Heilsa og heilsuefling - Markmiðasetning, íþróttir - sett sér langtímamarkmið í íþróttum,
- Markmiðasetning, heilsurækt -nýtt sér niðurstöður úr stöðluðum prófum til að vinna að eflingu hreyfingar,
- Líffræðiþekking - tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu,
- Útivistarbúnaður - valið viðeigandi fatnað og mikilvægan búnað til útivistar og nýtt hann,
- Útivist - skipulagt að einhverju leyti útivist í fjölbreyttu landslagi, tekið þátt, fylgt áætlunum og varast hættur sem fylgt geta,
- Heilsuefling - sýnt almenna þekkingu á heilsueflandi líferni,
- Heilsurækt - tekið þátt í alhliða heilsurækt sem er í boði utan skóla,
- Mælingar - notað mælingar til að leggja mat á lipurð og samhæfingu,
- Virkni - tekið þátt og sýnt virkni í leikjum.
Öryggi og hreinlæti - Öryggisreglur - gert sér grein fyrir mikilvægi helstu öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óhöppum,
- Skyndihjálp -framkvæmt grunnatriði skyndihjálpar,
- Hreinlæti - skilið mikilvægi eigin ábyrgðar á hreinlæti og heilbrigði við alla íþróttaiðkun.
|
|
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Leikir sem veita útrás fyrir hreyfiþörf. ýmsir leikir sem efla líkamsþol, hraða og viðbragð. Æfingar sem efla kraft, þol, viðbragð, liðleika og samhæfingu.
Félagslegir þættir Leikir sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa. Gera ýmsar æfingar/þrautir í mis stórum hópum þar sem reynir á tillitssemi, umburðarlyndi og þolinmæði.
Heilsa og efling þekkingar Leikir og æfingar sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. Veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar.
Öryggis - og skipulagsreglur Geti sagt frá og farið eftir helstu reglum um umgengni og öryggi í íþróttamannvirkjum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Skólasund er mikilvæg námsgrein til að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta, efla færni þeirra í samskiptum, auka þrek, byggja upp sjálfsmynd, styrkja ákvarðanatöku, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins.
Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar eru því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi.
Hæfniviðmið
| Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
- Fjölbreyttar sundaðferðir - beitt fjölbreyttum sundaðferðum,
- Heilsuefling - eflt eigin heilsu í vatni,
- Þolsund - gert æfingar sem reyna á loftháð þol í 300 metra sundi,
- Sprettsund - gert æfingar sem reyna á loftfirrt þol í 12 metra sundi,
- Bringusund - sýnt leikni og synt 25 metra bringusund viðstöðulaust,
- Baksund - sýnt leikni og synt 25 metra baksund viðstöðulaust,
- Skriðsund - sýnt leikni og synt 25 metra skriðsund viðstöðulaust,
- Kafsund - sýnt leikni og synt 8 metra kafsund viðstöðulaust,
- Björgunarsund - synt björgunarsund með jafningja að lágmarki 12 metra,
- Björgun -
- Þol í vatni - troðið marvaða í hálfa mínútu.
|
| Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemandi tekur þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Nota ýmis hjálpartæki eins og sundfit, M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum, fara í sundknattleiki af ýmsu tagi
Félagslegir þættir Nemandi tekur þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um umhirðu líkamans og áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfist í að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum og æfingum. Geti bjargað jafningja í sundi og skilji mikilvægi öryggisreglna á sundstöðum. Geti sagt frá og farið eftir reglum um umgengni og öryggi á sundstöðum. | Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Stærðfræði
5. bekkur
Námsefni: Stika 1A og Stika 1B
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. glærugerð og plaköt. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag stærðfræðinnar - Verkfæri og hlutbundin gögn - nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn til að rannsaka og finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum,
- Samræður og tjáning - tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína fyrir öðrum og spurt spurninga til að leita lausna,
- Táknmál og hugtök - notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn, nýtt þau af nákvæmni við útreikninga og yfirfært milli táknmáls og daglegs máls,
- Þróun aðferða - þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með ræðum tölum,
- Sannanir - metið hvort sönnun eða einföld rök byggð á stærðfræðilegum eiginleikum eru gild,
- Þrautalausnir - leyst þrautir og rökstutt svör,
- Rannsóknarvinna - unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með því að kanna, rannsaka, greina og meta,
- Kynningar - undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
- Reiknihugsun og forritun - notað forritun til að rannsaka gögn í töflum.
| Vinnulag stærðfræðinnar - Verkfæri og hlutbundin gögn - notað viðeigandi verkfæri til að rannsaka og finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum, t.d. hnitakerfi, töflur og myndrit
- Samræður og tjáning - tjáð lausnaleið sína með viðeigandi hugtökum, táknum og skýringum
- Táknmál og hugtök - notað rétt heiti yfir þau stærðfræðitákn sem unnið er með og rétt tákn fyrir stærðfræðihugtakið
- Þróun aðferða - notað og þróað eigin leiðir til að reikna með ræðum tölum
- Sannanir - sagt til um hvort stærðfræðileg fullyrðing sé sönn eða ósönn með því að prófa hana í dæmum, t.d. alltaf þegar tala er margfölduð með 0 er útkoman 0
- Þrautalausnir - greint hvaða upplýsingar skipta máli við lausnarleitina
- Rannsóknarvinna - sett fram og prófað tilgátur með því að nota dæmi, myndir eða útreikninga
- Kynningar - undirbúið og flutt kynningu fyrir hóp þar sem hann sýnir og útskýrir stærðfræðivinnu sína
- Reiknihugsun og forritun - unnið með einföld gögn í töflureikni (til að flokka, bera saman og draga ályktanir út frá því)
| - samræður um stærðfræðileg hugtök og skilgreina þau
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- setja lausnir á stærðfræðilegum verkefnum fram á fjölbreyttan myndrænan hátt
- samræður um stærðfræðileg verkefni, hugtök, formúlur og tákn
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- nota alls konar gögn eins og t.d. tölvur, vasareikna, talnalínur
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur og rökstyðja mál sitt
- nýta fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - Röðun talna og talnamengi - raðað ræðum tölum eftir stærð og útskýrt tengsl þeirra við heiltölur
- Námundun - nýtt sér námundun við útreikninga með heiltölum og tugabrotum,
- Sætiskerfi - notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun tugabrota,
- Grunnreikniaðgerðir - nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með ræðum tölum,
- Hlutföll - sett hlutfall fram sem almennt brot, tugabrot og prósentu og beitt þeim við rauntengd viðfangsefni
- Reiknireglur - nýtt sér reiknireglur, tengsl reikniaðgerðanna og forgangsröð aðgerða við útreikninga
| Tölur og reikningur - Röðun talna og talnamengi - útskýrt eiginleika náttúrulegra talna, þ.m.t. sléttra talna og oddatalna
- teiknað upp talnalínu og raðað heilum tölum (jákvæðum og neikvæðum) á hana í stærðarröð
- raðað ræðum tölum eftir stærð og útskýrt tengsl þeirra við heiltölur
- Námundun - námundað allt að þriggja stafa tölur að næsta tug, hundraði og þúsundi
- notað námundun til að reikna með slumpreikningi
- Sætiskerfi - útskýrt að tíundi hluti af heild er skráður sem 0,1 í tugabrotum og getur nýtt það í daglegum viðfangsefnum svo sem í mælingum
- ritað og lesið stórar náttúrulegar tölur
- notað tugakerfisrithátt til þess að skrifa upp tugabrot með einum og tveimur aukastöfum (tíundi hluti og hundraðs hluti) og lesið þau
- Grunnreikniaðgerðir - leyst margföldunardæmi með náttúrulegum tölum, margfaldað tugabrot með 10 og 100 og útskýrt hvernig komman færist til
- leyst deilingardæmi með tveggja og þriggja stafa tölum, með og án afgangs
- leyst einfaldar jöfnur þar sem reikniaðgerðir eru báðum megin jafnaðarmerkisins, t.d. 6 + x = 4 + 5
- nýtt sér tengsl samlagningar og frádráttar og margföldunar og deilingar til þess að prófa lausnir sínar á stærðfræðilegum viðfangsefnum
- Hlutföll - útskýrt að sömu stærð má tákna með mismunandi brotum (jafngild brot) og getur notað brot í einföldum rauntengdum viðfangsefnum, t.d. að finna hluta af heild
- útskýrt að prósenta þýðir hluti af hundraði og 100% er alltaf heildin en hlutinn getur verið minni eða stærri en 100%
- fundið prósentu af heild í einföldum verkefnum (t.d. 50% af 100)
- skipt áþreifanlegum hlutum í gefnum hlutföllum á milli aðila, t.d. í hlutföllunum 1:2 og 2:3
- Reiknireglur - nýtt sér tengsl samlagningar og frádráttar og margföldunar og deilingar til þess að prófa lausnir sínar á stærðfræðilegum viðfangsefnum
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Rúmfræði og mælingar - Tungumál - notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum hversdagslegra og fræðilegra fyrirbrigða
- Verkfæri - rannsakað, gert tilraunir og teikningar með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn
- Mynstur - hliðrað, speglað eða snúið flatarmyndum, til dæmis við rannsóknir á mynstrum
- Skýringarmyndir - rannsakað og greint tvívíð og þrívíð form, teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir og notað til þess mælikvarða og einslögun
- Tími og klukkan - beitt jafngildi milli ólíkra tímaeininga til að ákvarða liðinn tíma af nákvæmni
- Mælieiningar - beitt tengslum á milli lengdar-, flatar-, rúmmáls-, tíma- og massaeininga metrakerfisins innbyrðis
- Mælingar - áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, hraða, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- Tvívíð form - áætlað, mælt og reiknað hornastærðir, ummál og flatarmál marghyrninga og gráður í hringgeira
| Rúmfræði og mælingar - Tungumál - notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum hversdagslegra fyrirbrigða
- notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum fræðilegra fyrirbrigða
- Verkfæri - notað viðeigandi hlutbundin gögn til að rannsaka rúmfræðileg viðfangsefni, t.d. hnitakerfi fyrir flutninga, spegil fyrir speglun, einföld kort fyrir mælikvarða
- Mynstur - þekki hliðrun, speglun og snúning á formum
- teiknað einföld flatarmynstur
- Skýringarmyndir - borið saman form og myndir og sagt til um hvort þau séu eins eða eins í laginu og útskýrt
- teiknað einfaldar flatarmyndir eftir fyrirmynd, stækkað þær og minnkað og notað til þess mælikvarða
- Tími og klukkan - lesið og skráð tíma af nákvæmi af skífu- og stafrænni klukku og umbreytt tíma á milli klukkustunda, mínútna og sekúndna
- lesið og borið saman tímatöflur og getur séð hvaða atburðir skarast og hvað þeir taka langan tíma
- reiknað liðinn tíma í einföldum dæmum innan sama dags. t.d. tími frá 13:00 - 15:30
- Mælieiningar - valið og notað viðeigandi mælieiningar sem unnið er með hverju sinni
- breytt á milli mælieininga fyrir lengd, massa og tíma í metrakerfinu (t.d. cm ⇄ m, g ⇄ kg, mín. ⇄ klst.)
- Mælingar - áætlað og mælt tímalengd einfaldra viðfangsefna og borið saman við eigin áætlun
- mælt og borið saman hitastig við mismunandi aðstæður og dregið ályktanir af niðurstöðum, t.d. þegar velja á viðeigandi útifatnað
- Tvívíð form - flokkað og borið saman mismunandi gerðir þríhyrninga og ferhyrninga og útskýrt hvað aðgreinir formin
- reiknað óþekktar hornastærðir í þríhyrningum og ferhyrningum með því að beita hornasummu
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
Tölfræði og líkindi - Gagnavinnsla - safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau með fjölbreyttum hætti
- Tölfræðikannanir - gert einfaldar tölfræðikannanir og framkvæmt einfalda tölfræðiútreikninga
- Myndrit - lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum,
| Tölfræði og líkindi - Gagnavinnsla -safnað tölulegum gögnum sem tengjast áhugamálum eða daglegu lífi
- flokkað gögn á skipulegan hátt, fundið tíðni og reiknað meðaltal
- sett upplýsingar fram í súluriti og línuriti og sagt frá helstu niðurstöðum
- Tölfræðikannanir - framkvæmt tölfræðikönnun sem byggir á völdum spurningum og tengjast áhugamálum eða daglegu lífi
- sett niðurstöður upp í súluriti af nákvæmni, bæði skriflega og með stafrænu hjálpartæki
- lýst niðurstöðum gagna munnlega og skriflega út frá tíðasta gildi, miðgildi og meðaltali
- Myndrit - lesið úr súluritum, skífuritum og línuritum og útskýrt hvaða upplýsingar koma fram í þeim
- tekið þátt í umræðum um upplýsingar sem eru settar fram í súluriti, línuriti og skífuriti
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf og reikna t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna,
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir
|
|
| |
|
6. bekkur
Námsefni: Stika 2A og Stika 2B
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi s.s. glærugerð og plaköt. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag stærðfræðinnar - Verkfæri og hlutbundin gögn - nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn til að rannsaka og finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum,
- Samræður og tjáning - tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína fyrir öðrum og spurt spurninga til að leita lausna,
- Táknmál og hugtök - notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn, nýtt þau af nákvæmni við útreikninga og yfirfært milli táknmáls og daglegs máls,
- Þróun aðferða - þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með ræðum tölum,
- Sannanir - metið hvort sönnun eða einföld rök byggð á stærðfræðilegum eiginleikum eru gild,
- Þrautalausnir - leyst þrautir og rökstutt svör,
- Rannsóknarvinna - unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með því að kanna, rannsaka, greina og meta,
- Kynningar - undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
- Reiknihugsun og forritun - notað forritun til að rannsaka gögn í töflum.
| Vinnulag stærðfræðinnar - Verkfæri og hlutbundin gögn - notað viðeigandi verkfæri til að rannsaka og finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum, t.d. hnitakerfi, töflur og myndrit
- Samræður og tjáning - tjáð lausnaleið sína með viðeigandi hugtökum, táknum og skýringum
- Táknmál og hugtök - notað rétt heiti yfir þau stærðfræðitákn sem unnið er með og rétt tákn fyrir stærðfræðihugtakið
- Þróun aðferða - notað og þróað eigin leiðir til að reikna með ræðum tölum
- Sannanir - sagt til um hvort stærðfræðileg fullyrðing sé sönn eða ósönn með því að prófa hana í dæmum, t.d. alltaf þegar tala er margfölduð með 0 er útkoman 0
- Þrautalausnir - greint hvaða upplýsingar skipta máli við lausnarleitina
- Rannsóknarvinna - sett fram og prófað tilgátur með því að nota dæmi, myndir eða útreikninga
- Kynningar - undirbúið og flutt kynningu fyrir hóp þar sem hann sýnir og útskýrir stærðfræðivinnu sína
- Reiknihugsun og forritun - unnið með einföld gögn í töflureikni (til að flokka, bera saman og draga ályktanir út frá því)
| - samræður um stærðfræðileg hugtök og skilgreina þau
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- setja lausnir á stærðfræðilegum verkefnum fram á fjölbreyttan myndrænan hátt
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - Röðun talna og talnamengi - raðað ræðum tölum eftir stærð og útskýrt tengsl þeirra við heiltölur,
- Námundun - nýtt sér námundun við útreikninga með heiltölum og tugabrotum,
- Sætiskerfi - notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun tugabrota,
- Grunnreikniaðgerðir - nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með ræðum tölum,
- Hlutföll - sett hlutfall fram sem almennt brot, tugabrot og prósentu og beitt þeim við rauntengd viðfangsefni
| Tölur og reikningur - Röðun talna og talnamengi - teiknað upp talnalínu og raðað heilum tölum (jákvæðum og neikvæðum) á hana í stærðarröð
- raðað ræðum tölum eftir stærð og útskýrt tengsl þeirra við heiltölur
- Námundun - námundað tölur að næsta tug, hundraði og þúsundi
- notað námundun til að reikna með slumpreikningi
- Sætiskerfi - útskýrt að hundraðasti hluti af heild er skráður sem 0,01 í tugabrotum og getur nýtt það í daglegum viðfangsefnum svo sem í mælingum
- ritað og lesið stórar náttúrulegar tölur
- notað tugakerfisrithátt til þess að skrifa upp tugabrot með þremur aukastöfum (þúsundasti hluti) og lesið þau
- Grunnreikniaðgerðir - beitt samlagningu á tugabrot með þremur aukastöfum og lagt saman ósamnefnd almenn brot
- beitt frádrætti á tugabrot með þremur aukastöfum og fundið mismun ósamnefndra almennra brota
- margfaldað tugabrot og útskýrt af hverju komman færist þegar margfaldað er með 10, 100 og 1000 og margfaldað náttúrulega tölu með almennu broti
- leyst deilingardæmi með tugabrotum og útskýrt hvernig komman færist þegar deilt er með 10, 100 og 1000
- leyst einfaldar jöfnur þar sem reikniaðgerðir eru báðum megin við jafnaðarmerkið og útskýrt hvers vegna stærðirnar báðum megin þurfa að vera jafnar til að jafnan sé sönn
- Hlutföll - stytt og lengt almennt brot til að finna jafngild brot og gert þau samnefnd og notað í rauntengdum viðfangsefnum
| - samræður um stærðfræðileg verkefni, hugtök, formúlur og tákn
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- nota alls konar gögn eins og t.d. tölvur, vasareikna, talnalínur
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Algebra - Hnitakerfi - teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi og notað hnit til að teikna flatarmyndir,
| Algebra - Hnitakerfi - teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi með jákvæðum og neikvæðum ásum og skráð hnit
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur og rökstyðja mál sitt
- nýta fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Rúmfræði og mælingar - Tungumál - notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum hversdagslegra og fræðilegra fyrirbrigða,
- Verkfæri - rannsakað, gert tilraunir og teikningar með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn,
- Mynstur - hliðrað, speglað eða snúið flatarmyndum, til dæmis við rannsóknir á mynstrum,
- Skýringarmyndir - rannsakað og greint tvívíð og þrívíð form, teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir og
- notað til þess mælikvarða og einslögun,
- Tími og klukkan - beitt jafngildi milli ólíkra tímaeininga til að ákvarða liðinn tíma af nákvæmni,
- Mælieiningar - beitt tengslum á milli lengdar-, flatar-, rúmmáls-, tíma- og massaeininga metrakerfisins innbyrðis,
- Mælingar - áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, hraða, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- Tvívíð form - áætlað, mælt og reiknað hornastærðir, ummál og flatarmál marghyrninga og gráður í hringgeira
- Þrívíð form - áætlað og reiknað rúmmál og yfirborðsflatarmál þrístrendings, réttstrendings og píramída.
| Rúmfræði og mælingar - Tungumál -notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum hversdagslegra fyrirbrigða
- notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum fræðilegra fyrirbrigða
- Verkfæri - notað viðeigandi hlutbundin gögn til að rannsaka rúmfræðileg viðfangsefni, t.d. umbúðir og kubba til að rannsaka þrívíð form, kort fyrir mælikvarða, hnitakerfi til að staðsetja punkta og form í tvívíðu plani
- Mynstur - þekki hliðrun, speglun og snúning á formum
- teiknað einföld flatarmynstur
- Skýringarmyndir -greint helstu eiginleika tví- og þrívíðra forma með því að bera þau saman
- skilið að þrívíð form líta mismunandi út eftir því frá hvaða hlið þau eru skoðuð og þekkt eða teiknað myndir frá mismunandi sjónarhornum
- Tími og klukkan -,lesið og skráð tíma af nákvæmi af skífu- og stafrænni klukku og umbreytt tíma á milli klukkustunda, mínútna og sekúndna
- lesið af tímatöflum og sett upp einfaldar tímatöflur
- reiknað liðinn tíma sem fer yfir dagmörk t.d. 22:30 - 02.30 (næsta dag)
- Mælieiningar - valið og notað viðeigandi mælieiningar sem unnið er með hverju sinni
- breytt á milli mælieininga fyrir lengd, massa og tíma í metrakerfinu (t.d. cm ⇄ m, g ⇄ kg, mín. ⇄ klst.)
- Mælingar - mælt og skráð hitastig með réttum mælikvarða á mismunandi tímum dags og borið saman mælingar til að greina einföld mynstur, t.d. hvernig hitastig breytist yfir daginn
- áætlað og mælt lengdir og notað til þess einfaldan mælikvarða t.d. til að reikna fjarlægðir á kortum
- Tvívíð form - fundið óþekkta hornastærð með því að beita eiginleikum topphorna, grannhorna og hornasummu
- mælt og reiknað flatarmál rétthyrninga og fundið eina óþekkta hlið þegar flatarmálið er uppgefið
- Þrívíð form - borið kennsl á algeng þrívíð form eins og ferstrending, þrístrending, tening, sívalning, píramída, kúlu og keilu og fundið dæmi um þau í nærumhverfi sínu
- útskýrt úr hvaða tvívíðu formum þrívíð form eru samsett og þekkt grunnfleti þeirra
- áætlað og reiknað yfirborðsflatarmál réttstrendinga og þrístrendinga
- áætlað og reiknað rúmmál réttstrendinga
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni
|
Tölfræði og líkindi - Líkindatilraunir - dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar líkur,
- Líkindareikningur - reiknað út líkur í einföldum tilvikum.
| Tölfræði og líkindi - Líkindatilraunir - gert líkindatilraun, skráð niðurstöður skipulega og borið útkomur saman við fræðilegar líkur, t.d. tilraun með tveimur verplum (reglulegum margflötungum)
- Líkindareikningur - útskýrt hugtakið fræðilegar líkur
- reiknað út einfaldar líkur og skráð niðurstöður með ræðum tölum
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
|
| - vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf og reikna t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna,
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar og/eða skriflegar kannanir Heimaverkefni |
|
|
|
|
Upplýsinga og tæknimennt
Námsaðlögun
Nemendur vinna fjölbreytt verkefni og skila þeim á ýmsu formi. Nemendur sem þurfa námsaðstoð fá þá aðstoð sem þeir þurfa og eru hvattir til að nýta sér rafbækur, hjálparforrit og önnur hjálpartæki sem til eru. Þeir nemendur sem þurfa meira krefjandi efni fá það sem og ábendingar um hvar finna megi meira efni á netinu.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Námsmarkmið | Leiðir | Námsmat |
Upplýsinga- og miðlalæsi - Nýting skólasafns - nýtt skólasafn til þekkingaröflunar í stýrðu námi og á eigin forsendum til gagns og ánægju
- Upplýsingaleit - nýtt leitarvélar, gervigreind og önnur verkfæri á siðferðilega ábyrgan hátt til upplýsingaöflunar
- Greining og úrvinnsla gagna - lagt mat á gæði ýmissa upplýsinga og áttað sig á fjölbreytileika stafræns efnis
- Heimildanotkun - unnið með heimildir í samræmi við höfundarétt og sett fram einfalda heimildaskrá
| Upplýsinga- og miðlalæsi - Nýting skólasafns -notað mismunandi leitartækni til að finna bækur og rafrænar upplýsinga
- nýtt skólasafnið í samræmi við umgengnisreglur þess
- Upplýsingaleit - nýtt leitarvélar, gagnabanka og gervigreind á fjölbreyttan hátt til að afla upplýsinga um viðfangsefni og borið saman niðurstöðu
- rætt um siðferðilega ábyrga notkun á gervigreind
- Greining og úrvinnsla gagna - lesið og útskýrt muninn á fræðilegu efni og skáldskap
- rætt hvernig hægt sé að sjá hvort mynd á netinu hafi verið
breytt - Heimildanotkun - rætt af hverju það er rangt að birta hugmyndir, texta eða myndverk annarra eins og þau séu sínar eigin
- sett hlekki sem sýna uppruna efnis inn í skjöl
| - nýta tæknina og búnað á fjölbreyttan hátt í hinum ýmsu verkefnum t
- vinna sjálfstætt og þora að prófa og “fikta”
- vinna í samvinnu við aðra og hjálpa öðrum
- eiga samræður um gæði upplýsinga og heimilda
- vinna með upplýsingar og heimildir
| |
Sköpun og miðlun - Kynningarefni - nýtt hugbúnað við gerð margvíslegra kynninga
- Ritvinnsla - nýtt hugbúnað við uppsetningu ritunarverkefna samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang
- Vinnsla tölulegra gagna - nýtt hugbúnað við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum
- Ljósmyndir og kvikmyndun - tekið ljósmyndir og stutt myndskeið
- Myndvinnsla og myndsköpun - nýtt tæki og hugbúnað við einfalda hönnun, myndvinnslu og myndsköpun
- Hljóðvinnsla - nýtt hugbúnað í einfalda hljóðvinnslu,
- Netmiðlun - nýtt hugbúnað við netmiðlun
| Sköpun og miðlun - Kynningarefni - sett upp glærukynningu með fjölbreyttu efni t.d. texta, myndum, gröfum og hljóði
- gert margvíslegar kynningar, s.s. fræðslukynningar, sögulegar frásagnir eða auglýsingar
- Ritvinnsla - sett upp ritunarverkefni með viðeigandi sniði fyrir mismunandi textategundir
- sett inn myndir og skýringartexta og stillt staðsetningu þeirra
- notað haus og fót í skjali til að bæta við upplýsingum, t.d. nafni, dagsetningu og blaðsíðutölum
- Vinnsla tölulegra gagna - framkvæmt einfalda könnun og skráð gögn í töflureikni
- Ljósmyndir og kvikmyndun - sett saman ljósmyndir og búið til hreyfimynd í einföldum hreyfimyndahugbúnaði
- Myndvinnsla og myndsköpun - unnið sjálfstætt að skapandi stafrænum verkefnum og miðlað þeim í rafrænum sýningum eða kynningum
- Hljóðvinnsla - raðað og blandað nokkrum upptökum saman í hljóðvinnsluhugbúnaði
- Netmiðlun - útskýrt hvað er viðeigandi að birta á netmiðlum og hvað ekki
| - afla sér upplýsinga, bæði af neti og í bókum við almenna verkefnavinnu
- nýta sér hin ýmsu hjálparforrit við verkefnavinnu
- nýta sér kennslumyndbönd
- vinna í töflureikni og setja fram töluleg gögn
|
|
Stafræn borgaravitund - Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan - hugað að eigin heilsu og vellíðan við notkun stafrænnar tækni og gert sér grein fyrir mikilvægi jafnvægis í skjátíma
- Friðhelgi og öryggi - gert sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs í stafrænu umhverfi og áttað sig á hverjum sé hagur af því að safna stafrænum upplýsingum
- Stafrænt fótspor og öryggi - rætt og útskýrt að öll netnotkun einstaklinga skilur eftir sig spor í stafrænu umhverfi til langframa
- Virðing í stafrænu umhverfi - gert sér grein fyrir helstu hættum í stafrænu umhverfi og þekkt vel ólíkar leiðir til að tilkynna ólöglegt og vafasamt efni á netinu og að samfélagsmiðlar hafa áhrif á samskipti
- Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum - nefnt helstu netöryggis- og samskiptareglur og tekið ábyrgð á eigin nethegðun og beitt leiðum til að vernda sig og aðra fyrir neteinelti
| Stafræn borgaravitund - Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan - sett fram rökstudda skoðun á því hvort hans eigin skjátími gæti talist vera í jafnvægi fyrir sína heilsu
- Friðhelgi og öryggi - tekið þátt í umræðum um mögulegar afleiðingar af því að persónuupplýsingar um einstakling séu gerðar aðgengilegar öðrum
- Stafrænt fótspor og öryggi - útskýrt hvers vegna er mikilvægt að huga að eigin stafræna fótspori
- fjallað um hvernig stafrænt fótspor getur haft áhrif á tækifæri fólks í framtíðinni
- Virðing í stafrænu umhverfi - gert grein fyrir ábyrgð sinni við að stuðla að öruggum samskiptum sem byggja á virðingu í stafrænu umhverfi
- Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum - rætt hvernig samfélagsmiðlar geta haft jákvæð og neikvæð áhrif á samskipti og vináttu
- útskýrt hvernig hægt er að taka ábyrgð á eigin nethegðun
| - horfa á myndbönd og annað fræðsluefni
- umræður í pörum og hópum
| |
Lausnarleit - Stafrænn stuðningur - nýtt stafrænan stuðning í námi
- Varðveisla gagna - flokkað og vistað gögn á öruggan hátt
- Tölvur og snjalltæki - nýtt mismunandi tegundir tölva, snjalltækja og jaðartækja til menntunar
- Notkun hugbúnaðar og einföld forritun - nýtt hugbúnað og tæki á fjölbreyttan hátt og til að leysa fjölbreyttar þrautir. Hafa fengið kynningu á grunnhugtökum í forritun
| Lausnarleit - Stafrænn stuðningur - nýtt raddinnslátt og leiðréttingarforrit til stuðnings við ritun, yfirlestur og frágang lengri texta
- notað gervigreind til að skrifa drög að texta um afmarkað efni
- Varðveisla gagna - sjálfstætt stjórnað eigin gögnum með því að flokka, afrita og tryggja að mikilvægar skrár séu aðgengilegar og varðar gegn gagnatapi
- Tölvur og snjalltæki - notað myndbönd á vefnum til að læra á ný tæki
- valið og nýtt tæki til að leysa verkefni á skapandi hátt
- Notkun hugbúnaðar og einföld forritun - forritað ýmis tæki til að æfa grunnaðgerðir með kubbaforritun s.s. hreiðraðar lykkjur og föll
| - eiga samræður um ábyrgð þeirra í meðferð og dreifingu upplýsinga og heimilda
- vinna verkefni um samskiptamiðla og notkun snjalltækja
- vinna með gervigreind á gagnlegan hátt
- nota Helperbird og önnur hjálparforrit
- vinna Google Drive á gagnlegan hátt
- nýta sér Scratch forritunar forrit til að forrita Sphero kúlur
| |
Umhyggja, virðing, metnaður, gleði