Námsvísar
7.-8. bekkur
2025-2026

Inngangur
Leiðtogaþjálfun og skólaþing
Þema
7. - 8. bekkur
Íslenska
Erlend tungumál
Danska
Enska
Skólaíþróttir
Samfélagsgreinar (þema) og náttúrugreinar.
Stærðfræði
Upplýsinga og tæknimennt
Lífsleikni og bekkjarfundir
List- og verkgreinar
Smíðar
Textílmennt:
Handverk, aðferðir og tækni
Sköpun, hönnun og útfærsla
Menning og umhverfi
Handverk, aðferðir og tækni
Sköpun, hönnun og útfærsla
Menning og umhverfi
Heimilisfræði
Valgreinar fyrir 7 - 10. bekk
Stuðningur í Álfaborg og Vinaborg
Útivistarval
Myndlist
Smíðaval
Íþróttagreinar
Tæknilegó
Skúlptúr
Prjón og hekl
Inngangur
Í námsvísum má finna ítarlegar upplýsingar um áherslur í kennslu á hverju aldursstigi fyrir sig. Námsvísar eru hluti af starfsáætlun Valsárskóla og eru í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. Þannig má búast við því að námsvísar taki breytingum og séu lifandi plagg.
Leiðtogaþjálfun og skólaþing
Í Valsárskóla eru reglulega haldin skólaþing og leiðtogaþjálfun með öllum nemendum skólans frá 1.-10. bekk. Með þeirri nálgun er unnið að hæfniviðmiðum fyrir lykilhæfni úr Aðalnámskrá grunnskóla.
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
| - Nemendur taka reglulega þátt í bekkjarfundum og skólaþingum og læra þannig að taka þátt í umræðum og lýðræðislegum vinnubrögðum, tjá hugsanir, færa rök fyrir máli sínu og hlusta á aðra.
| Virkni og þátttaka |
- Skapandi og gagnrýnin hugsun
| - Nemendur ræða á viðeigandi og skýran hátt um málefni, hlusta á rök og mismunandi skoðanir. Lögð er áhersla á að færa rök fyrir máli sínu og undirbúa málsmeðferð.
| Virkni og þátttaka |
| - Nemendur stýra verkefnum í samvinnu við aðra í leiðtogaþjálfun og þjálfast þannig bæði sjálfstæði, frumkvæði, samvinnu, ábyrgð og virkni.
| Virkni og þátttaka
|
- Nýting miðla og upplýsinga
| - Nemendur nota ýmsar leiðir til að kynna eigin verkefni í leiðtogaþjálfun og miðla efni og viðfangsefnum til samnemenda og starfsfólks.
| Virkni og þátttaka |
- Ábyrgð og mat á eigin námi
| - Nemendur taka þátt í umræðum á bekkjarfundum um markmið náms, vinnubrögð og leiðsagnarmat. Auk þess er leiðsagnarmat virkt í öllu námi nemenda og á samtalsdögum með foreldrum og nemendum.
| Virkni og þátttaka |
Þema
Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og að nemendur vinni heildstæð verkefni. Unnið er með samþættingu í íslensku, samfélags- og náttúrufræðigreinum ásamt upplýsinga- og tæknimennt. Í skólanum er samkennsla tveggja árganga og því var sett upp skipulag fyrir þemu og áherslur í hverri bekkjardeild. Er það gert svo nemendur upplifi ekki endurtekningu heldur séu alltaf að bæta við sig. Hæfniviðmið aðalnámskrár í náttúru- og samfélagsgreinum voru höfð til hliðsjónar við val á viðfangsefnum.
- ár (2024-2025)
| 2. ár (2025-2026) |
Lífríkið 1.-2. b Smádýr í náttúrunni, pöddur og smádýr í fjöru og á landi 3.-4. b Húsdýr og villt dýr 5.-6. b Lífríki í sjó; hryggleysingjar, fiskar og hvalir 7.-8. b Líf í fersku vatni, fæðukeðjur, vistfræði, tilraunir, skýrslur, ljóstillífun | Umhverfis- og náttúruvernd 1.-2. b Sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting og umhverfisstefna sveitarfélagsins 3.-4. b Flokkun á úrgangi 5.-6. b Neysla og áhrif hennar á umhverfið 7.-8. b “Vistvænir” þjóðflokkar (sjálfbær þróun), náttúruauðlindir og nýting, loftslagsbreytingar og mengun í heiminum og hvað má betur fara í náttúruvernd í okkar sveit? |
Mannslíkaminn 1.-2. b Lífsskilyrði manna, virðing fyrir ytra útliti, heiti líkamshluta, einkastaðir, hvernig barn verður til 3.-4. b Heilbrigt líferni, hvernig verður barn til? 5.-6. b Líffærakerfin, kynþroskinn og skilningarvitin 7.-8. b Heilbrigði - frumur, fóstur, líkami (næring) og sál (samskipti), kynheilbrigði og forvarnir | Íslandssaga 1.-2. b Landnám og landnámsmenn Íslands 3.-4. b Úr sveit í borg, sveitin og landið, heimilið og störfin 5.-6. b Víkingar og ásatrú 7.-8. b Frá landnámi til siðaskipta - Alþingi, miðaldir á Íslandi, Sturlungaöld, þjóðfélag, samfélag, siðaskipti og stjórnmál
|
Jörðin okkar (landafræði/landmótun) 1.-2. b Heimsálfurnar 3.-4. b Ísland - landakort, loftslag og gróðurfar 5.-6. b Norðurlönd - landakort, loftslag og gróðurfar 7.-8. b Evrópa - samfélög, saga, staðir, veður - loftslagsbreytingar | Fjölbreytileikinn (jafnrétti og lýðræði) 1.-2. b Fjölskyldugerðir og kynhlutverk 3.-4. b Barnasáttmálinn og trúarbrögð 5.-6. b Lýðræði og réttur barna skv. Barnasáttmála 7.-8. b Jafnrétti, kynja hlutverk, frelsi, samhjálp, hafa áhrif í eigin samfélagi
|
Saga mannkyns (útlönd, styrjaldir) 1.-2. b Fyrstu samfélögin - frumbyggjar 3.-4. b Risaeðlur og fyrstu mennirnir 5.-6. b Rómaveldi og grísk goðafræði 7.-8. b Miðaldir | Jarðfræði (stjörnufræði/jarðfræði/veðurfræði/náttúruhamfarir) 1.-2. b Pláneturnar í sólkerfinu, landmótun í nánasta umhverfi 3.-4. b Eldgos og eldfjöll 5.-6. b Sólkerfið, tíminn og árstíðirnar 7.-8. b Innri gerð jarðar, flekar, eldsumbrot/jarðhræringar, áhrif mannsins á jörðina
|
Heimabyggðin 1.-2. b Nánasta umhverfi, heimili og örnefni 3.-4. b Eyrin - sveitin - uppbygging og þróun byggðar 5.-6. b Samfélagið og innviðir í heimabyggð 7.-8. b Stjórnsýsla, aðalskipulag, minjastofnun og félög/félagasamtök í heimabyggð | Tækni og vísindi 1.-2. b Áhrif tækninnar í nánasta umhverfi 3.-4. b Tæknin, bílar 5.-6. b Tækni og tækniframfarir 7.-8. b Rafmagn, seglar, rafrásir, hljóð, ljós, geislun, varmi Tækninýjungar - netið og GPS, vistvæn hönnun, matur/erfðabreyting/ræktun, náttúran og tækni |
7. - 8. bekkur
Íslenska
Lesnir eru fjölbreyttir textar tengdir þemum með áherslu á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu ‘i gegnum þá sömu verkefnavinnu. Nemendur lesa einnig bækur að eigin vali og sameiginlegar bókmenntir og texta þar sem lögð er áhersla á samræður um bókmenntahugtök.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Verkefni í þemum eru oft þess eðlis að hluta af ferlinu hafa nemendur val um viðfangsefni og útfærslur og þá velja þeir oftast verkefni sem henta getu og áhuga.
Nemendur sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni í þemum og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og foxit reader og kami.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf - flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas
- gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu
- nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum
- tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar
- hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni,
- nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt,
- átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi.
|
| - farið er yfir hvaða þættir skipta máli í góðri framsögn og þeir eru þjálfaðir reglulega með nemendum
- skipuleggja kynningar á hinum ýmsu verkefnum og áhersla lögð á skýran flutning
- nemendur læra nokkrar samræðuaðferðir þannig að þeir geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- nemendur eru hvattir til að sýna tillitssemi og taka virkan þátt í samræðum
- lögð áhersla á aðgengi að fjölbreyttum miðlum og að þeir séu nýttir við verkefnavinnu, bæði við öflun upplýsinga og eins við skil verkefna
| - sjálfsmat í hinum ýmsu verkefnum tengt töluðu máli, hlustun og framsögn
- félagamat á kynningum verkefna
- leiðsagnarmat frá kennara, munnlegt eða skriflegt, þar sem hann bendir nemendum á mögulegar leiðir til að bæta sig
|
Lestur og bókmenntir - lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað
- skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi, og m.a. valið og beitt mismunandi aðferðum við lestur
- greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða
- gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvíslegra textategunda og gert öðrum grein fyrir því
- lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta
- beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð,
- notað algeng hugtök í bragfræði í umfjöllun um bundið mál og óbundið, lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá ýmsum tímum,
- leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess,
- unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum, túlkað þær, tengt saman efni sem sett er fram á ólíkan hátt og nýtt sér
- valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa
|
| - tryggt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni bæði í bókum og á neti og rætt um eðli ólíkra texta.
- lögð áhersla á að nemendur læri að nota fjölbreyttar og markvissar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni t.d. gagnvirkur lestur, leitarlestur og paralestur
- samræður um bókmenntir þar sem nemendur ræða um lesið efni, greina frá aðalatriðum, æfa sig í að nota bókmenntahugtök eins og flétta, minni, sjónarhorn, tími, sögusvið og myndmál og geta haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- unnið með ljóð og nokkur hugtök í bragfræði s.s. rím, ljóðstafi, hrynjanda, líkingar (myndhverfing, viðlíking), boðskap, óbundin ljóð og myndmál. Þjálfast í að semja og lesa ljóð
- vinna með fjölbreytta heimildaöflun og heimildavinnu í tengslum við þemavinnu og hún kennd með stigskiptum stuðningi. Læra að vísa rétt til heimilda og skrifa heimildaritgerð, meta góðar heimildir og mikilvægi þess að vanda þær vel
- vinna með tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær t.d. í þemavinnu með landakort, tímatöflur, upplýsingatöflur og verðskrár
- námsumhverfið er gert þannig að aðgengi að lesefni sé auðvelt og nemendur hvattir til að velja sér lesefni við hæfi. Lögð áhersla á að þau nái að finna lesefni sem hentar þeirra áhuga
| - lesskilningsverkefni og kannanir í málfræði
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat í heimildavinnu, framsetningu og ritun í classoom jafnóðum og nemendur vinna heimildaritgerð
|
Ritun - skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær,
- beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar
- tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun
- beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda
- valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi
- notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um,
- skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann
|
| - áhersla á að vanda handskrift við alla skriflega verkefnavinnu
- áhersla á að nota alltaf rétta fingrasetningu, hún auðveldar hraðritun
- nýtum hjálpartæki við alla ritun s.s. orðabækur, leiðréttingarforrit, og Skramba og áhersla á að texti sem unnin er sé ávallt sem réttastur og læsilegastur
- ritun ólíkra texta kennd með stigskiptum stuðningi, textar skoðaðir, ýmsir ritunarrammar notaðir og farið yfir leiðir til að nýta þá. Skoðað hvernig textar eru skrifaðir fyrir ólíka lesendur/viðtakendur og nemendur spreyta sig við að skrifa fyrir ólíka hópa lesenda
- nemendur vinna verkefni eins og rökfærslur og undirbúa mál á skólaþing og æfa sig þannig að tjá skoðanir sínar á rituðu máli
- þjálfast í að vanda stafsetningu í öllum
- texti skoðaður út frá helstu stafsetningareglum og unnin stutt verkefni út frá þeim, áhersla á að nemendur nýti sér þær stafsetningareglur sem þeir kunna og hjálpartæki þegar þeir eru í vafa í textagerð
- kennari leiðbeinir nemendum með aðferðir sem geta hjálpað þeim að hafa skapandi skrif lýsandi og áhrifarík eins og notkun lýsinga, byggja upp spennu, nota orð sem eru ekki hversdagsleg, nota orðatiltæki o.s.frv.
- nemendur vísa í heimildir í verkefnum og læra að setja upp heimildaskrá í stærri heimildavinnu/verkefnum
- verkefnaskil eru oft á rafrænu formi og í hinum ýmsu forritum, má þar nefna google skjöl, google glærur, google síður, book creator, Padlet, Canva og Flipgrid.
| - sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- hraðritunarverkefni
- leiðsagnarmat í ritunarverkefnum inná classroom jafnóðum og nemendur vinna verkefnin
- félagamat þar sem nemendur skoða ritunarverkefni hvors annars t.d. útfrá stafsetningu, spennandi skrifum og söguþræði
|
Málfræði - beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess,
- valið orð í tali og ritun í samræmi við málsnið, gert sér grein fyrir mikilvægi þess að rækta orðaforðann og nýtt reglur um orðmyndun og einingar orða við ritun
- flett upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna
- áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra
- notað fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasambönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu lestrar, ekki síst bókmennta, í þessu skyni
- gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. Áttar sig á staðbundnum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og þekkir til helstu framburðarmállýskna
- áttað sig á skyldleika íslensku við önnur mál og að tungumál, þar á meðal íslenska, breytast sífellt,
áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal, við nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap
|
| - samræður um málfræði og tilgang hennar, vinna með orðflokkana, stigbreyta lýsingarorð, reglulegar og óreglulegar sagnir, nafnháttur og boðháttur, nútíð og þátíð sagna, stofn orða, forskeyti, viðskeyti, persónufornöfn, kennimyndir sagna
- efla orðaforðann með því að m.a. pæla í nýjum orðum, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun
- draga fram mikilvæg orð/hugtök í viðfangsefnum þema hverju sinni. Vinna með orð, orðmyndir og einingar orða, rætur, forskeyti og viðskeyti, t.d. með orði dagsins, skilgreiningum orða og orðakeðjum
- samræður um mál og málsnið og mótttakanda, nemendur æfa sig að skrifa ólíkan texta og velja málsnið sem hæfir tilefni/móttakanda í máli og ritun
- hafa orðabækur og aðrar uppflettibækur aðgengilegar sem og hvetja til notkunar á rafrænu efni til að skilja texta
- rannsóknarvinna með mállýskur, hvernig verða þær til, er eitthvað rangt við þær o.s.frv.
- samræður um tengsl íslenskunnar við önnur tungumál, hvernig hún varð til, skiljum við gamla íslensku, er í lagi að hún sé að breytast, eigum við að vernda hana betur o.s.frv. Rökræður um gildi íslenskunnar, má hún breytast?
- fara í alls konar orðaleiki, Alias, nýyrðasmíð, scrabble, rummicub, krossorðaspilið, krossgátur, o.s.frv.
| - stuttar kannanir í málfræði
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum og viðmiðum um árangur
- félagamat þar sem nemendur skoða þátttöku hvers annars t.d. í samræðum um málið, nýyrðasköpun, orðaleikjum og vinnu með orð dagsins
|
Erlend tungumál
Danska
Í dönsku er lögð áhersla á lestur, hlustun og skilning, ritun, orðaforða og talað mál. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu. Nemendur vinna með fjölbreytt efni á dönsku, bæði í námsbókum en einnig danska sjónvarpsþætti, fréttir, tónlist, spil og fleira. Einnig eru lesnar sögur, bæði að eigin vali og sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu til dæmis í gagnvirkum æfingum á vef. Lögð er áhersla á að kennslustundir fari sem mest fram á dönsku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum til dæmis með orðalistum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
|
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
- Fái tækifæri til að kynnast fjölbreyttu menningarefni á dönsku
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
|
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
|
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar,
|
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
|
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum norðurlandanna m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
|
|
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
|
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið
|
|
Enska
Í ensku er lögð áhersla á lestur og skilning, ritun, talað mál og hlustun. Einnig er unnið með málfræði og réttritun. Nemendur lesa einnig stuttar sögur að eigin vali og hins vegar sameiginlegar sögur og texta þar sem lögð er áhersla á skilningi á hugtök, boðskap og fleiri þætti. Einnig er unnið með málfræði og stafsetningu með vinnubókum.
Lögð er áhersla á að allar kennslustundir fari sem mest fram á ensku.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Þeir sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og Foxit reader og Kami.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Hlustun - tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkingarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
- án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
- hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unnið úr þeim.
|
| - æfa framsögn
- kynna verkefni
- geta tekið þátt í skipulögðum samræðum
- sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum
- nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu
| - sjálfsmat
- félagamat
- leiðsagnarmat frá kennara sem byggist á fjölbreyttum námsmatsaðferðum
|
Lesskilningur - aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
- lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
- lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
|
| - lesa alls konar texta og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins
- læra og nota fjölbreyttar aðferðir við lestur eftir því hver tilgangur lestursins er hverju sinni
- geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið hefur verið
- skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær
| - lesskilningsverkefni og kannanir
- sjálfsmat
- leiðsagnarmat
|
Ritun - skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inngang og tilgang með skrifunum,
- skrifað um, eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem það á við,
- tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
- leikið sér með málið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
|
| - nýta hjálpartæki við ritun sem miða að því að textinn verði sem réttastur og læsilegastur
- skrifa alls konar ólíka texta með lesanda/viðtakandann í huga
- geta samið eigin texta
- vanda réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki
- verkefnaskil á rafrænu formi
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Samskipti - spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
- skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu
- tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar,
|
| - þjálfist í samvinnunámi
- læri að taka tillit til skoðana annarra og virði þær
| - sjálfsmat
- leiðsagnarmat
- félagamat
|
Menningarlæsi - sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
- sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbreyttum uppruna þegnanna á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
- getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
|
| - fái rík tækifæri til að kynnast ólíkum menningarsvæðum enskumælandi landa m.t.t. tungumála, lifnaðarhátta, menningar o.s.frv.
- sýna tillitssemi og opinn huga gagnvart ólíkri menningu
| |
Námshæfni - beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
- beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
- nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
- unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
- nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingaforrit,, tungumálaforrit og leikjaforrit og umgengist þau af gagnrýni.
|
| - vera opin(n) fyrir ólíkum námsaðferðum og átti sig á kostum og göllum hverrar námsaðferðar,
- læri að þroska með sér aukna sanngirni og réttsýni á eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna,
- þjálfist í notkun ólíkra hjálpartækja sem geta nýst við námið með stuðningi kennarans
| |
Frásögn - tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eða unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við með spurningum,
- flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi,
- samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
|
| - Áhersla lögð á fjölbreytt verkefni og flutningur ýmist lifandi eða rafrænn.
- Lögð áhersla á að nemendur vinni verkefni sem endurspegla áhugasvið þeirra og hæfileika.
| - Sjálfsmat
- jafningjamat
- leiðsagnarmat
|
Skólaíþróttir
Íþróttir
Íþróttakennsla í grunnskóla er til að efla andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði. Lagt er upp úr þátttöku allra og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda, enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Námsgreinin skólaíþróttir gegnir veigamiklu hlutverki í heilsu uppeldi og heilsurækt nemandans allan grunnskólann.
Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar skulu því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi. Nemendur sem þurfa aðlagaðar útfærslur á æfingum fá einfaldari æfingar og þau sem þurfa meira krefjandi æfingar fá þær.
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Við lok 7. bekkjar eiga nemendur að geta:
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Gert æfingar sem reyna á loftháð þol. Gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols. Gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu. Sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum. Tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu. Félagslegir þættir Sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda. Skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt. Rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar Gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun. Útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja. Notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum. Tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu. Nýtt niðurstöður prófa til að setja sér skammtíma- og langtíma markmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim. Sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist. Notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu.
Öryggis - og skipulagsreglur Gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar. |
|
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Leikir sem veita útrás fyrir hreyfiþörf, ýmsir leikir sem efla líkamsþol, hraða og viðbragð. Æfingar sem efla kraft, þol, viðbragð, gróf- og fínhreyfingar, liðleika og samhæfingu.
Félagslegir þættir Leikir sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa. Vinna ýmis verkefni í mis stórum hópum þar sem reynir á tillitssemi, umburðarlyndi og þolinmæði. Jákvæðni og hvatning
Heilsa og efling þekkingar Leikir og æfingar sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. Veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar. Samvinna, tillitssemi og umburðarlyndi.
Öryggis - og skipulagsreglur Geti sagt frá helstu reglum um umgengni og öryggi í íþróttamannvirkjum og farið eftir þeim. Læri að bregðast við óhöppum. | Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt. |
Sund
Skólasund er mikilvæg námsgrein til að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta, efla færni þeirra í samskiptum, auka þrek, byggja upp sjálfsmynd, styrkja ákvarðanatöku, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins.
Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar eru því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi.
Hæfniviðmið Nemandi getur: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Líkamsvitund, leikni og afkastageta Við lok 7. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð þol. Synt viðstöðulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m auk þess að stinga sér af bakka.
Við lok 8. bekkjar getur nemandi: Gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol. Sýnt leikni og synt viðstöðulaust í bringusundi, skriðsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða.
Félagslegir þættir Skilið mikilvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæðra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tengslum við góðan árangur í íþróttum, Þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið eftir þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp og einstaklingsíþrótt. Rökrætt kynheilbrigði, kyn-og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar Rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra. Útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum. Vitað hvaða hlutverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tengslum við þjálfun líkamans. Notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu.
Öryggis- og skipulagsreglur Tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihjálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun björgunaráhalda. Bjargað jafningja á björgunarsundi. |
| Líkamsvitund, leikni og afkastageta
Nemandi tekur þátt í ýmsum leikjum og æfingum. Notar ýmis hjálpartæki eins og sundfit, M-kút og flá til að efla fóta- og handahreyfingar. Kafa eftir hlutum, fara í sundknattleiki af ýmsu tagi.
Félagslegir þættir Nemandi tekur þátt í fjölbreyttum leikjum og æfingum sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.
Heilsa og efling þekkingar Umræður um umhirðu líkamans og áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.
Öryggis- og skipulagsreglur Þjálfist í að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum og æfingum. Geti bjargað jafningja í sundi og skilji mikilvægi öryggisreglna á sundstöðum. Æfi sig í notkun björgunarbúnaðar svo sem sveig, bretti og hálskraga. | Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Samfélagsgreinar (þema) og náttúrugreinar.
Þema (samfélagsfræði) og náttúrugreinar 7.-8. bekkur
Þema er samþætt með samfélagsfræði og upplýsingatækni. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Jörðin okkar, saga mannkyns og heimabyggðin. Einnig getur verið að öðrum stuttum þemum verði bætt við ef eitthvað áhugavert kemur upp í hendurnar á okkur. Hægt er að sjá öll hæfniviðmiðin í lotum inn á mentor en þau ráðast af hugmyndum að leiðum sem nemendur hafa þó nokkuð um að segja.
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun lesa erfiðari texta og fást við meira krefjandi verkefni en aðrir. Verkefni í þemum eru oft þess eðlis að hluta af ferlinu hafa nemendur val um viðfangsefni og útfærslur og þá velja þeir oftast það sem hentar getu og áhuga.
Nemendur sem þurfa stuðning fá einfaldari texta og útfærslur verkefna og kennari veitir þeim meiri stuðning í verkefnavinnu en öðrum. Þeir hafa oft val um verkefni og útfærslur í þemum og velja þá oft verkefni sem henta getu og áhuga. Áhersla er á samræður og samvinnu og þá læra nemendur oft vel hver af öðrum. Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér hljóðbækur, talgervil og öpp við lestur og raddinnslátt við ritun. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn við stafsetningu og ritun og nýti tölvur í nær allri ritun. Þeim sem hentar illa að vinna verkefni skriflega í verkefnabækur (þegar þær eru notaðar) vinna verkefni beint inn í pdf skjöl með forritum eins og foxit reader og kami.
Þemu og áherslur í 7.-8. bekk | Viðmið um árangur | Leiðir eru unnar í samvinnu við nemendur en hér má sjá hugmyndir frá kennara í upphafi skólaárs | Námsmat |
Lífríkið - líf í fersku vatni - beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigs
- Lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.
- tekið þátt í og útskýrt reynslu sína og niðurstöður af þátttöku í aðgerðum sem varða náttúru og samfélag
- framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni
- beitt vísindalegum vinnubrögðum s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda
- gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum
- útskýrt hugmyndir um náttúruval, hæfni, aðlögun og arfbundinn breytileika
- lýst hringrás efna og flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra
- útskýrt þarfir ólíkra lífvera í ólíkum vistkerfum
- kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, netið og aðrar upplýsingaveitur
- aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum tungumálum
|
|
- Farið í vettvangsferðir
- Skýrslugerð
- Gagnvirkur lestur
- Athuganir
- Vinna með hugtök
- Verkefnavinna - einstaklings- og paravinna
- Stutt heimildavinna um dýr
- Kynning verkefna
| |
Mannslíkaminn - heilbrigði - Beitt helstu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins
- Lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt
- Útskýrt hvernig einstaklingur getur stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun
- útskýrt hvað einkennir lífsskilyrði manna og hvað felst í því að taka ábyrgð á eigin heilsu
- útskýrt hvernig fóstur verður til og þroskast, hvað felst í ábyrgri kynhegðun og rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði, bæði sín og annarra
|
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Gera KVL um efnið svo sjáist hvað þau langar mest að læra
- Nota sýndarveruleika
- Lestur - samræður
- Vinna með hugtök
- Horfa á myndbönd
- Vinna með upplýsingar á vefsíðum og í námsbók
- Verkefnavinna - einstaklings- og paravinna
- Nýta sér myndbandagerð til að miðla verkefni
- Kynning verkefna
| |
Jörðin okkar - Evrópa Samfélagsfræði hæfniviðmið - útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig
þessir þættir móta ólík lífsskilyrði - greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum
|
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Gera KVL
- Velja sér heimsálfu til að vinna með - paravinna
- Vinna með hugtakakort
- Vinna með landakort og google maps
- Ritun í My maps - einstaklingsvinna
- Gagnvirkur lestur og verkefni
- Samræður
- Búa til heimasíðu um heimsálfu að eigin vali
- Kynna verkefni
| |
Saga mannkyns - greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar
- útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum
|
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Gera lista yfir áhugaverða atburði 20. aldarinnar
- Velja atburð af lista
- Lestur
- Samræður
- Verkefnavinna - einstaklings eða paravinna
- Gera verkefni í book creator
- Kynna verkefni
| - Leiðsagnarmat
- Jafningjamat
|
Heimabyggðin - Þorpið okkar - sveitarfélagið okkar (stjórnsýsla, aðalskipulag og félagasamtök) Samfélagsgreinar - sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf
- tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill,
- rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni
- greint hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga
Náttúrugreinar - sýnt fram á getu til að vinna að umbótum í eigin sveitarfélagi eða í frjálsum félagasamtökum
- rætt af skilningi eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélags og tekið dæmi úr eigin lífi
|
| - Skoða hæfniviðmið saman og skipuleggja þema saman út frá þeim
- Samræður um stjórnun og málefni sveitarinnar
- Samræður um mikilvægi þess að vera virkur í samfélaginu sínu
- Undirbúa mál sem varða ungmenni og aðbúnað og farið með til sveitarstjóra - sveitarstjórnar
- Heimsókn til sveitarstjóra
- Útbúa eigið sveitarfélag
- Ákveða hvað þarf að skipuleggja
- Stjórnsýsla
- þjónusta
- skipulag byggðar
- sjálfbærni
| |
Stærðfræði
7. bekkur
Námsefni: Stika 3A og Stika 3B
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun sýna oft sjálfstæði og þeir sem ráða vel við það geta fengið að vinna áfram í efninu og svo jafnvel fylgt árganginum fyrir ofan. Þeir sem ekki ráða við það fá meira krefjandi verkefni t.d. í gegnum Classroom eða sérstök verkefni sem kennari tekur til og leggur fyrir. Nemendur eru oft hafðir með í ráðum og viðfangsefnin geta tengst styrkleikum þeirra og áhuga.
Nemendur sem t.d. vinna hægt eða þurfa “léttan” stuðning vinna að sömu viðfangsefnum og hinir en kennari velur úr það sem hentar þeim best. Þeir sem eru með alvarlegri vanda fá efni sem kennari og sérkennari setja saman fyrir þá og þeir nemendur fá stuðning við námið hjá sérkennara, ýmist inn í stofunni eða farið annað í smærri hópum eða einstaklingslega.
Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér talgervil og öpp við lestur verkefna. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn.
Hæfniviðmið Við lok 7. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - spurt, tjáð sig munnlega og skriflega um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði og hefur innsýn í hvers konar svara má vænta
- leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu
- sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
- sett fram óformleg og einföld, formleg stærðfræðileg rök, skilið og metið munnlegar og skriflegar röksemdir sem settar eru fram af öðrum
|
| - samræður og vangaveltur um stærðfræðileg hugtök og skilgreiningar, nemendur segja frá sínum lausnum á verkefnum og rökstyðja sínar leiðir
- nemendur hvattir til að nota stærðfræðileg hugtök í máli sínu
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- lausnir á stærðfræðilegum verkefnum settar fram á fjölbreyttan myndrænan hátt og áhersla lögð á góðan skilning á framsetningu
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - notað óformlega framsetningu annars vegar og táknmál stærðfræðinnar hins vegar og sýnt að hann skilur innbyrðis tengsl þeirra
- túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið breytur og einfaldar formúlur og túlkað milli táknmáls og daglegs máls
- sett sig inn í og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um leiðir í tengslum við lausnir stærðfræðiverkefna
- valið og notað hentug verkfæri, þ.m.t. hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum
|
| - áhersla lögð á orðaforða stærðfræðinnar, skoðum orðhluta og merkingu og notum hugtök stærðfræðinnar í samræðum
- samræður um stærðfræðileg hugtök, verkefni, formúlur og tákn með það að markmiði að nemendur nái góðri tengingu táknmáls stærðfræðinnar við daglegt líf
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- gott aðgengi að fjölbreyttum gögnum og nemendur hvattir til að nýta sér þau við alla vinnu. Má þar nefna tölvur, vasareikna, talnalínur, rúmfræðiforrit, töflureikna, peninga, teikningar, kubba, hringfara, gráðuboga og rúmfræðiform
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota skráningu með tölum, texta og teikningum
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt stærðfræðilega, með því m.a. að nota hlutbundin gögn, skráningu og upplýsingatækni
- lesið einfaldan, fræðilegan texta og notað upplýsingar þar sem stærðfræðihugtök koma fyrir
- undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á ólíkum forsendum og hugmyndum nemenda
- þekki helstu hugtök um fjármál og geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga, vinna úr þeim og finna lausn
- áttað sig á möguleikum og takmörkum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum
|
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur að lausnum og rökstyðja mál sitt
- áhersla á að nemendur nýti fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta eins og teikningar, texta og talnalínu og finni þá leið sem hentar hverjum og einum best hverju sinni
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað ræðar tölur, raðað þeim og borið saman
- notað tugakerfisrithátt og sýnt að hann skilur sætiskerfi
- skráð hlutföll og brot á ólíka vegu og sýnt fram á að hann skilur sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- reiknað á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt með ræðum tölum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað algengar reiknireglur, s.s. víxlreglu, tengireglu og dreifireglu
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
- áhersla á fjölbreyttar leiðir við lausnir verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle
|
Algebra - rannsakað og sett fram talnamynstur á skipulegan hátt og unnið með regluleika í rúmfræði, lýst mynstrum og venslum með tölum, myndum, orðum og á táknmáli algebrunnar
- notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir í einföldum stæðum og jöfnum
- fundið lausnir á jöfnum og ójöfnum með óformlegum aðferðum, þ.e. notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu við reikning, bæði í huga og á blaði
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle |
Rúmfræði og mælingar - notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að útskýra hversdagsleg og fræðileg fyrirbrigði
- rannsakað og greint tvívíð og þrívið form og teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir, speglað, snúið og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
- notað mælikvarða og einslögun í tengslum við teikningar, áætlað ummál, flatarmál og rúmmál í raunverulegum aðstæðum, rannsakað aðferðir til að reikna það
- áætlað og mælt horn, þyngd, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum
- rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
- notað hnitakerfi til að tjá og leysa rúmfræðileg verkefni
- tengt tölur og útreikninga við flatarmyndir og þrívíða hluti
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf, rannsaka og ræða um t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna
- raunverkefni í mælingum þar sem nemendur þurfa að ákveða sjálfir hvaða mælitæki og mælieiningar henta
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
- vinna með hnitakerfið t.d. speglun, hliðrun, snúning og ásana
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Tölfræði og líkindi - safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og myndritum
- gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim
- sótt gögn í gagnabanka,lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum
- dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar
- reiknað út líkur í einföldum tilvikum
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- skoða ólíka framsetningu tölulegra gagna og rýna í þau með það í huga hvað getur blekkt mann og hvað þarf að passa sig á varðandi túlkun og framsetningu
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit eins og töflureikni og google formstil að safna upplýsingum og setja fram niðurstöður
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
8. bekkur
Námsefni: Skali 1A og Skali 1B
Námsaðlögun:
Nemendur sem þurfa meiri áskorun sýna oft sjálfstæði og þeir sem ráða vel við það geta fengið að vinna áfram í efninu og svo jafnvel fylgt árganginum fyrir ofan. Þeir sem ekki ráða við það fá meira krefjandi verkefni t.d. í gegnum Classroom eða sérstök verkefni sem kennari tekur til og leggur fyrir. Nemendur eru oft hafðir með í ráðum og viðfangsefnin geta tengst styrkleikum þeirra og áhuga.
Nemendur sem t.d. vinna hægt eða þurfa “léttan” stuðning vinna að sömu viðfangsefnum og hinir en kennari velur úr það sem hentar þeim best. Þeir sem eru með alvarlegri vanda fá efni sem kennari og sérkennari setja saman fyrir þá og þeir nemendur fá stuðning við námið hjá sérkennara, ýmist inn í stofunni eða farið annað í smærri hópum eða einstaklingslega.
Nemendur með t.d. athyglisvanda, erlent móðurmál og lestrarörðugleika eru hvattir til að nýta sér talgervil og öpp við lestur verkefna. Áhersla er á að nemendur nýti rafræn hjálpargögn.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Að geta spurt og svarað með stærðfræði - greint á milli skilgreininga og setninga og einstakra tilvika og alhæfinga. Getur nýtt þá þekkingu til að kanna og ræða um stærðfræðileg hugtök og um tilgang og takmörk þeirra
- fundið, sett fram og afmarkað stærðfræðiþrautir bæði í tengslum við daglegt líf og viðfangsefni stærðfræðinnar og lagt mat á lausnirnar m.a. með það að markmiði að alhæfa út frá þeim
- sett upp, túlkað og gagnrýnt stærðfræðilegt líkan af raunverulegum aðstæðum. Það getur m.a. falið í sér reikning, teikningar, myndrit, jöfnur og föll
- fundið rök fyrir og rætt um fullyrðingar um stærðfræði, skilið og metið röksemdir sem settar eru fram af öðrum og unnið með einfaldar sannanir
|
| - samræður og vangaveltur um stærðfræðileg hugtök og skilgreiningar, nemendur segja frá sínum lausnum á verkefnum og rökstyðja sínar leiðir
- nemendur hvattir til að nota stærðfræðileg hugtök í máli sínu
- vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra nemendur, rökstyðja mál sitt og hlusta á aðra
- lausnir á stærðfræðilegum verkefnum settar fram á fjölbreyttan myndrænan hátt og áhersla lögð á góðan skilning á framsetningu
- skoða skilgreiningar og sannanir og áhersla á að nemendur geti útskýrt þær og notað við það stærðfræðileg hugtök
| Sjálfsmat - matskvarðar Félagamat |
Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar - sett fram og notað mismunandi framsetningu sama fyrirbæris hvort sem um er að ræða hlutbundna, myndræna, munnlega eða algebrulega framsetningu eða með töflu og grafi
- lesið úr táknmáli stærðfræðinnar, notað það á merkingarbæran hátt, t.d. þýtt af daglegu máli yfir á táknmál og skilið þær leikreglur sem gilda um meðferð þess
- tjáð sig um stærðfræðileg efni munnlega, skriflega og myndrænt af nákvæmni og túlkað framsetningu annarra á stærðfræðilegu efni
- valið og notað margvísleg verkfæri, þ.m.t. tölvutækni og gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og takmörkunum og nota þau markvisst til að rannsaka stærðfræðileg efni og setja fram niðurstöður sínar
|
| - áhersla lögð á orðaforða stærðfræðinnar, skoðum orðhluta og merkingu og notum hugtök stærðfræðinnar í samræðum
- samræður um stærðfræðileg hugtök, verkefni, formúlur og tákn með það að markmiði að nemendur nái góðri tengingu táknmáls stærðfræðinnar við daglegt líf
- vinna með einfaldar formúlur
- kynna og útskýra rök sín og niðurstöður fyrir öðrum
- gott aðgengi að fjölbreyttum gögnum og nemendur hvattir til að nýta sér þau við alla vinnu. Má þar nefna tölvur, vasareikna, talnalínur, rúmfræðiforrit, töflureikna, peninga, teikningar, kubba, hringfara, gráðuboga og rúmfræðiform
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar - tekið þátt í að þróa skipulega fjölbreyttar lausnaleiðir m.a. með notkun upplýsingatækni
- rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt með það að markmiði að alhæfa um stærðfræðileg efni
- lesið stærðfræðilegan texta og skilið og tekið afstöðu til upplýsinga sem settar eru fram á táknmáli stærðfræðinnar
- undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni
- unnið í samvinnu við aðra að lausnum stórra og smárra stærðfræðiverkefna og gefið öðrum viðbrögð m.a. með því að spyrja markvissra spurninga
- tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu þar sem þarf að afla upplýsinga og meta þær og finna lausnir, m.a. í tengslum við eigin fjármál og þróun samfélagsins
- nýtt möguleika stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum og líkt eftir raunverulegum fyrirbrigðum m.a. með notkun tölvutækni og geri sér grein fyrir því hvenær slíkt er gagnlegt og viðeigandi
|
| - vinna að þrautalausnum í samvinnu við aðra, koma með tillögur að lausnum og rökstyðja mál sitt
- áhersla á að nemendur nýti fjölbreyttar leiðir við lausn þrauta eins og teikningar, texta og talnalínu og finni þá leið sem hentar hverjum og einum best hverju sinni
- vinna rannsóknarverkefni um fjármál í samvinnu við aðra
- lesa fræðilegan texta um stærðfræði
- kynna verkefni fyrir öðrum
| Sjálfsmat- matskvarðar Félagamat |
Tölur og reikningur - notað rauntölur og greint samhengi milli talna í ólíkum talnamengjum
- notað sætiskerfisrithátt og sýnt að hann skilur þær reglur sem gilda um hann
- gefið dæmi um mismunandi framsetningu hlutfalla og brota og skýrt sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta
- leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
- tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi og nýtt vasareikni og tölvur í þeim tilgangi
- reiknað með ræðum tölum, m.a. við lausnir á jöfnum og öðrum viðfangsefnum algebru
- notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum
- nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað þá þekkingu við útreikninga og mat á þeim
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- nýta tölvuforrit við útreikninga og lausn verkefna
- áhersla á fjölbreyttar leiðir við lausnir verkefna
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle
|
Algebra - unnið með talnarunur og rúmfræðimynstur með það að markmiði að rannsaka, koma skipulagi á og alhæfa um það á táknmáli algebrunnar og sett fram stæður með breytistærðum
- leyst jöfnur og einfaldar ójöfnur og leyst saman jöfnur með fleiri en einni óþekktri stærð
- ákvarðað lausnir á jöfnum og jöfnuhneppum með myndritum og lýst sambandi breytistærða með föllum
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir, lýsa mynstrum og venslum talna
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- rannsaka talnamynstur og geta lýst þeim með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- geta lýst venslum með orðum, tölum, myndum og táknmáli algebrunnar
- finna lausnir á jöfnum og ójöfnum
- nota bókstafi fyrir óþekkta stærð í stæðum og jöfnum
| Sjálfsmat - matskvarðar Skrifleg könnun Heimaverkefni á Moodle |
Rúmfræði og mælingar - notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar þar með talið hugtök um stærðarhlutföll, innbyrðis afstöðu lína, færslur og fræðilega eiginleika tví- og þrívíðra forma
- teiknað skýringarmyndir og unnið með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, rannsakað, lýst og metið samband milli hlutar og teikningar af honum
- notað mælikvarða og unnið með eins og einslaga form, útskýrt setningu Pýþagórasar og reglu um hornasummu í marghyrningi og beitt henni í margvíslegu samhengi. Einnig gert rannsóknir á rétthyrndum þríhyrningum og reiknað hliðarlengdir og horn út frá þekktum eiginleikum
- mælt ummál, flöt og rými og reiknað stærð þeirra og útskýrt hvað felst í mælihugtakinu
- nýtt tölvur til að teikna, rannsaka og setja fram rök um rúmfræðilegar teikningar
- sett fram einföld rúmfræðileg rök og sannanir og túlkað táknmál algebru með rúmfræði
- túlkað jöfnur í hnitakerfi og notað teikningar í hnitakerfi til að leysa þær
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- ná tengingu rúmfræði og mælinga við daglegt líf með því að mæla sjálf, rannsaka og ræða um t.d. ummál, flatarmál, rúmmál, stærð horna
- raunverkefni í mælingum þar sem nemendur þurfa að ákveða sjálfir hvaða mælitæki og mælieiningar henta
- rannsaka og leika sér með hugtök og aðferðir rúmfræðinnar á ýmsa vegu í raunverulegum aðstæðum til að dýpka skilning sinn
- nýta sér tölvuforrit eins og töflureikni og Geogebru við lausn verkefna
- þekkja tengsl mælieininga við rúmfræðihugtök
- vinna með hnitakerfið t.d. speglun, hliðrun, snúning og ásana
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Tölfræði og líkindi - notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn
- skipulagt, og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim
- lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði t.d. í fjölmiðlum
- framkvæmt tilraunir þar sem líkur og tilviljun koma við sögu og túlkað niðurstöður sínar
- notað hugtök eins og skilyrtar líkur og óháða atburði og notað einfaldar talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum
|
| - skapa námsumhverfi þar sem t.d. reglur, hugtök, stoðir, verkefni og fjölbreytt gögn eru aðgengileg
- upprifjun, innlagnir, samræður og stuðningur við lausn verkefna
- nemendur vinna skipulega að settum markmiðum
- samræður um hugtök, reglur og aðferðir
- nýta fjölbreytt gögn og aðferðir sem henta við úrlausn verkefna
- skoða ólíka framsetningu tölulegra gagna og rýna í þau með það í huga hvað getur blekkt mann og hvað þarf að passa sig á varðandi túlkun og framsetningu
- vinna eigin tölfræðirannsókn, safna gögnum, vinna úr þeim, velja framsetningu og segja öðrum frá niðurstöðum
- læra á tölvuforrit eins og töflureikni og google formstil að safna upplýsingum og setja fram niðurstöður
- læra að reikna út líkur og átta sig á að líkur verða alltaf líkur, ekki klár niðurstaða
| Hópverkefni - félagamat Sjálfsmat Munnlegar/skriflegar kannanir Heimaverkefni á Moodle |
Upplýsinga og tæknimennt
Upplýsingamennt er unnin í samþættingu með þema.
Námsaðlögun:
Nemendur velja oft verkefni og útfærslur í þemum eftir áhuga og færni og kennari styður við nemendur eftir þörfum við vinnu við forrit. Í heimildavinnu og uppsetningu flókinna verkefna eru gerðar mis miklar kröfur til nemenda eftir getu og aldri. Nemendur vinna oftar en ekki saman í verkefnavinnu og hjálpa þá hvor öðrum.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Vinnulag og vinnubrögð - nýtt upplýsingaverið á fjölbreyttan hátt til þekkingar- öflunar og miðlunar
- unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu
- unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum
- nýtt sér til fullnustu möguleika margvíslegs tæknibúnaðar á hagkvæman og markvissan hátt
- beitt réttri fingrasetningu.
|
| - nýta tæknina og búnað á fjölbreyttan hátt í hinum ýmsu verkefnum t.d. í þemum, við upplýsingaöflun, vinnu og miðlun . Má þar nefna verkfæri eins og padlet, google skyggnur, prezi, QR kóða, Canva, google síður, google My maps og Flipgrid.
- nemendur eru hvattir til að vinna sjálfstætt og þora að prófa og “fikta”
- vinna í samvinnu við aðra og hjálpa öðrum
- nota fjölbreyttan tæknibúnað í allri vinnu eins og Ipad, prentara, skanna, skjávarpa og snjallsíma
- þjálfa rétta fingrasetningu
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- fingrasetningarverkefni
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Upplýsingaöflun og úrvinnsla - nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit
- nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leið- réttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni
- beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra
- unnið með heimildir, virt siðferði í heimildavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum
- nýtt hugbúnað og forrit við uppsetningu ritgerða og ritsmíða samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang
- nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á tölulegum gögnum.
|
| - afla sér upplýsinga, bæði af neti og í bókum við almenna verkefnavinnu
- nýta sér hin ýmsu hjálparforrit við verkefnavinnu eins og Snara.is, Skrambi, malfar.arnastofnun.is, google leit og google translate
- vinna með upplýsingar og heimildir
- samræður um gæði upplýsinga og heimilda
- vinna heimildaritgerð þar sem setja á upp heimildaskrá
- setja upp heimildaritgerð og önnur verkefni samkvæmt fyrirmælum um útlit ritgerðar og nemendum kennt á verkfæri google skjöl
- vinna verkefni í töflureikni og þjálfa sig í að setja fram töluleg gögn
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- heimildaritgerð - leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Tækni og búnaður - nýtt hugbúnað/forrit við flókna framsetningu ritunarverkefna og tölulegra gagna
- nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
- nýtt hugbúnað/forrit við fjölbreyttar vefsmíðar
|
| - vinna verkefni í skjölum og töflureikni
- æfa sig í myndvinnslu, stuttmyndagerð og tónvinnslu með ýmsum forritum eins og google myndir, Incredibox, Imovie og Movie maker
- æfa sig í gerð og notkun heimasíðu t.d. Smore og google sides
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
- verkefni
|
Sköpun og miðlun - útskýrt einfaldan hugbúnað, eðli og uppbyggingu tölvu
- nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt.
|
| - skoða hugbúna, eðli og uppbyggingu tölvu með því að skoða myndbönd á youtube og rífa tölvuturn. Grandskoða uppbyggingu tölvu og fara í leitarnám um eðli hennar
- æfa sig í einföldum forritunar verkefnum eins og code.org, microbit, bloxels, Sphero
- nota fjölbreyttar leiðir til miðlunar verkefna eins og smore, weebley, wix, padlet, google skyggnur, prezi, QR kóða, Padlet og Book creator
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Siðferði og öryggismál - sýnt ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða heimilda- og verkefnavinnu
- nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð, unnið í samræmi við reglur um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um eigin siðferðislega ábyrgð
|
| - eiga samræður um ábyrgð þeirra í meðferð og dreifingu upplýsinga, heimilda, mynda og hversdagslegra gagna
- eiga samræður um siðferði, ábyrgð og persónuvernd í notkun samskiptamiðla og dreifingar efnis á neti
- vinna verkefni um samskiptamiðla og notkun snjalltækja
| - sjálfsmat út frá viðmiðum um árangur
- verkefni
- leiðsagnarmat út frá hæfniviðmiðum
|
Lífsleikni og bekkjarfundir
Námsaðlögun:
Flestir nemendur ráða við viðfangsefni bekkjarfunda sem oft fara fram í formi samræðna, samvinnu eða leikja. Þegar upp kemur sú staða að nemendur ráða ekki við aðstæðurnar eru þeim fundin önnur viðfangsefni til styttri eða lengri tíma. Þetta er gert í samráði við nemendur og foreldra þeirra.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Hugarheimur - lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta
- sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum
- sett sér markmið og framtíðaráætlanir, til að stefna að í framtíðinni í samræði við eigin styrkleika og áhuga
|
| - samræður og verkefni um sjálfsmynd, styrkleika og veikleika
- hópeflisleikir
- samræður um hugarfar vaxtar
- verkefnið “unglingaspjall”
- nemendur setja sér samræðureglur í upphafi vetrar
- það er fundarstjóri á hverjum fundi, kennarinn til að byrja með og síðar taka nemendur við
- nemendur láta vita ef þeir vilja taka ákveðin mál fyrir á bekkjarfundum ýmist skrifa þau hjá sér eða láta kennara vita
- málin eru tekin skipulega fyrir og rædd eitt í einu
- lögð er áhersla á virðingu fyrir skoðunum annarra
- það fá allir tækifæri til að tjá sig um öll mál
- mál sem snerta hópinn eru rædd og leyst innan hópsins á bekkjarfundi
- stærri mál sem eiga við um skólastarfið eða sveitarfélagið eru undirbúin sem mál á skólaþing og fulltrúar hópsins taka að sér undirbúning máls, rökstuðning og flutning þess
| - símat kennarar á virkni og þátttöku í kennslustundum út frá lykilhæfni
- sjálfsmat út frá hæfniviðmiðum í mentor
|
Félagsheimur - sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga
- ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðarleysis
- útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur
- sinnt velferð og hag samferðafólks síns
|
|
Lykilhæfni Tjáning og miðlun - tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt
- brugðist með rökum við upplýsingum og hugmyndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða
- rætt á viðeigandi og skýran hátt um málefni þannig að áhugi viðmælenda sé vakinn
Sjálfstæði og samvinna - gert sér grein fyrir hvernig hann nýtir styrkleika sína og hefur skýra sjálfsmynd
- nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
|
|
List- og verkgreinar
Smíðar
Í smíðum er leitast við að samtvinna sköpun, þjálfa vinnubrögð ásamt því að læra heiti á helstu verkfærum og efnivið. Unnið er með stigskiptum stuðningi eftir þörfum hvers og eins.
Námsaðlögun Þeir sem á þurfa að halda fá nánari leiðbeiningar, maður á mann, þar sem kennari sýnir, stýrir og leiðbeinir nemanda eftir þörfum.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
- Valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra.
- Sagt frá mikilvægi verk þekkingar í nútímasamfélagi.
- Útskýrt hugmyndir sínar fríhendis- og með grunnteikningu.
- Unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningu, útbúið efnislista og reiknað kostnað.
- Framkvæmt flóknari samsetningar, s.s. samlímingu, töppun og skrúfun.
- Hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu.
- Sagt frá hvernig tækni er nýtt í atvinnulífinu.
- Gert grein fyrir áhrifum nýsköpunar á umhverfi sitt og samfélag.
- Greint vistvæn efni frá óvistvænum og haft sjálfbærni að leiðarljósi við vinnu sína, s.s. við efnisval.
- Gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt er að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra.
- Beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd og hvers vegna reglur þar að lútandi eru settar.
|
|
- Réttur hlífðarbúnaður notaður eftir því sem við á og rætt um mikilvægi þess.
- Farið yfir heiti og notagildi helstu verkfæra og nöfn þeirra notuð þegar þörf er á viðkomandi verkfæri.
- Unnið með límingar, neglingar og samsetningar með skrúfum og töppum eftir því sem við á.
- Rætt um smíðaefni sem unnið er með hverju sinni og minnt á að nýta efnið vel.
- Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna sjálfir hlut sem þeir útskýra með einfaldri teikningu og skrá helstu mál inn á.
- Efni smíðastofunnar skoðuð og metin m.t.t. hvort þau séu hættuleg.
- Efni sem til fellur flokkað.
- Nemendur vinna með húsgögn eða aðra smíðagripi sem þarf að lagfæra. Mega koma með að heiman.
| - Verkefni nemenda metin
- Vandvirkni og vinnusemi metin
- Sjálfsmat
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor.
|
Textílmennt:
Í textílmennt er lögð áhersla á ákveðin vinnubrögð, það geta þau gert í gegnum ýmis verkefni sem þau velja út frá áhuga.
Námsaðlögun:
Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennara stýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.
Hæfniviðmið | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Handverk, aðferðir og tækni- beitt fjölbreyttum aðferðum og áhöldum greinarinnar við formun textílafurða,
- rökstutt eigið val á textílefni eftir viðfangsefni og efnisfræði,
- unnið með snið og uppskriftir, tekið mál, áætlað stærðir og efnisþörf.
Sköpun, hönnun og útfærsla- beitt skapandi og gagnrýnni hugsun í hönnun og textíl vinnu,
- skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt,
- lagt mat á eigin vinnubrögð, sagt frá góðu handbragði, formi og hönnun og notað til þess viðeigandi hugtök,
- nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga á gagnrýninn hátt um efni sem tengist textílsögu, hönnun og iðnaði.
Menning og umhverfi- útskýrt tjáningarmáta og tákn textíla og tísku út frá mismunandi stíl, áferð og efniskennd, í tengslum við sérkenni íslenskrar textílvinnu, handverks, textílsögu og menningararfs,
- fjallað um helstu tákn og merkingar vefjarefna,
- sagt frá textíliðnaði og starfsgreinum tengdum fatagerð og textílhönnun,
- sagt frá vinnslu textílefna við mismunandi aðstæður og sett í samhengi við sjálfbærni og umhverfisvernd.
|
| Handverk, aðferðir og tækni- Vinna með mismunandi áhöld í textíl vinnu.
- Vinna með mismunandi textílefni.
- Þjálfist í að nota saumavélar.
- Þjálfist í að búa til sín eigin snið og gera fullunna fík.
- Nota mismunandi efni við mismunandi aðstæður, til hvers á að nota t.d. þá flík sem er verið að vinna með.
Sköpun, hönnun og útfærsla- Vinna með íslenskt hráefni og rætt um hver eru unnin hér á landi.
- Skoða efni á vef um t.d. sögu hönnunar í textíl, tísku og merkjum
Menning og umhverfi- skoða merkingar á flíkum og rætt um þýðingu þeirra
- kynna sér framleiðslu fatnaðar á Íslandi
- skoða valin myndbönd á youtube um framleiðslu og vinnslu textílefna
- umræður um textíliðnað og tísku, endurnýtingu og nægjusemi
| Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Myndmennt : Í myndmennt er lögð áhersla á ákveðna tækni eða stíl hverju sinni, nemendur fá fyrirmynd og gera síðan sína útgáfu af myndinni sem getur verið allt frá því að vera mjög lík fyrirmyndinni yfir eigin sköpun nemandans.
Námsaðlögun: Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennara stýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.
Hæfniviðmið Við lok10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
- valið á milli mismunandi aðferða við sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla,
- greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni,
- tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið,
- sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal,
- skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og / eða rannsókn, myndrænt og/ eða í texta,
- notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati,
- gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu,
- greint, borið saman og lýst ýmsum stílum og stefnum í myndlist og hönnun, bæði á Íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem hann er sprottinn úr,
- greint hvernig samtímalist fæst við álitamálefni daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum sem oft fela í sér samþættingu listgreina,
- túlkað listaverk og hönnun með tilvísun í eigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði,
- gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi,
- greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat.
|
| - mála, teikna, gera klippimyndir með ólíkum aðferðum
- nota vatnsliti, penna, teikniblýanta, tússliti, stimpla, skanna og skera, dúkristur, þrykkja og fleiri áhöld og leiðir við ólíkar aðferðir
- segja frá tilfinningum í verkum t.d. í gegnum heita eða kalda liti
- útskýra fyrir kennara val á aðferðum við vinnslu verka
- nemendur t.d. fara og taka myndir úti í náttúrunni og af hinum ýmsu hlutum. Skapa síðan myndverk eftir eigin smekk
- umræður um listaverk og stefnur í myndlist
- umræður og skoðanaskipti innan nemendahópsins
- umræður um listasöguna skoðaðar bækur og aflað upplýsinga á netinu
- umræður, skoðunarferðir og upplýsingaleit til að, til að kynna sér hvað er efst á baugi í listaheiminum
- unnið með helstu stíla og stefnur í myndlist
- skoðað og rætt um t.d. auglýsingar og myndverk og áttað sig á hvaða tilfinningar þær vekja
- umræður um myndlist og hvernig henni er beitt til að hafa áhrif
| Virkni, vinnusemi og símat.
Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.
|
Heimilisfræði
Heimilisfræðin er kennd bæði í bóklegum og verklegum kennslustundum. Í kennslustundum er verklag ýmis konar og mikið lagt upp úr sýnikennslu og að nemendur fái að prófa sig áfram. Í heimilisfræði fer fram mikið samvinnunám þar sem nær oftast er unnið í fámennum hópum.
Námsaðlögun:
Í heimilisfræði er mismunandi getu nemenda mætt með misjafnlega krefjandi verkefnum og samvinnu nemenda. Þeir sem þurfa meiri aðstoð fá hana frá kennara eða stuðningsfulltrúa.
Hæfniviðmið Við lok 10. bekkjar getur nemandi: | Viðmið um árangur | Leiðir | Námsmat |
Matur og lífshættir - Tjáð sig um heilbrigða lífshætti, tengsl þeirra við heilsufar og sett í samhengi við ábyrgð hvers og eins á eigin heilsufari.
- Greint aðalatriði næringarfræðinnar og útskýrt tengsl næringarefna, hráefna og matreiðslu.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi og matreiðslu.
- Greint helstu þætti sem hafa áhrif á útgjöld við heimilishald og geti tekið ábyrgð á eigin útgjöldum og skuldbindingum og þekkt rétt sinn og skyldur sem neytandi.
|
| - Lesið í kennslubók
- Umræður. Hvað er hollt fyrir okkur og hvað óhollt.
- Fæðuhringurinn og verkefni um næringarefnin.
- Kahoot og Quizlet.
- Alltaf þrifið og gengið frá eftir hvern tíma.
- Umræður um hvaða kostnaður fylgir heimilishaldi.
- Skoða heimasíður t.d. neytendastofu og neytendasamtakanna.
| leiðsagnarmat frá kennara, símat, virkni í tímum, félagamat og sjálfsmat
Kennari metur jafnt og þétt yfir veturinn inn á mentor. |
Matur og vinnubrögð - Skipulagt og matreitt fjölbreyttar, hollar og vel samsettar máltíðir úr algengu og nýstárlegu hráefni með áherslu á hagkvæmni og nýtni.
- Beitt helstu matreiðsluaðferðum og notað til þess ýmis mæli- og eldhúsáhöld.
- Greint frá viðbrögðum við slysum á heimilum.
- Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga á gagnrýninn hátt um næringafræði, neytendamál, hagkvæmni í innkaupum, aukefni, geymslu og matreiðslu.
|
| - Búa til matseðil, áætla kostnað og fara að versla.
- Eldað eftir uppskrift, bakað, soðið, steikt o.fl.
- Umræður um slys, forvarnir og skyndihjálp. Verkefni á vef
- Verkefni frá kennara.
|
Matur og umhverfi - Sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í vítt samhengi við lýðræði og jafnrétti, hreinleika og eiginleika sem taldir eru bæta heilsu fólks og stuðla að sjálfbærri þróun.
- Rætt þátt auglýsinga og upplýsinga um merkingar, verð og gæði neysluvara í tengslum við neytenda vernd og tjáð sig um gæði, geymslu og aukefni í matvælum.
|
| - Lesið í kennslubók
- Umræður
- Horft á nokkrar auglýsingar og umræður um þær.
- Merkingar skoðaðar á umbúðum og rýnt í hvað þær sýna.
- Skoða heimasíður t.d. neytendastofu og neytendasamtakanna.
|
Matur og menning - Sagt frá íslenskri og erlendri matarmenningu og matreitt ýmsa þjóðarrétti.
|
| - Umræður
- Nokkrir þjóðarréttir matreiddir
|
Valgreinar fyrir 7 - 10. bekk
Stuðningur í Álfaborg og Vinaborg
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á þörfum barna og læri að bera ábyrgð á og hlúa að yngri börnum.
| Nemendur vinna með starfsfólki í Vinaborg og Álfaborg við að aðstoða yngri nemendur. | Ástundun og mætingar |
Að nemendur kynnist starfi með börnum og læri að fást við fjölbreytt verkefni með yngri börnum.
| Nemendur kynnast leik- og tómstundastarfi með þátttöku í flestum verkefnum í frístund og leikskóla. |
Námsmat er lokið eða ólokið |
Að nemendur læri að umgangast yngri börn að virðingu og með það markmið að efla sjálfstraust og félagsfærni. | Þau verkefni sem nemendur vinna með börnunum eru m.a. spila, sauma, fara í íþróttasalinn og lesa með þeim. |
|
Útivistarval
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
Kynnist fjölbreyttum leiðum til að njóta útivistar fyrir eigin heilsueflingu. | Farið í fjölbreyttar ferðir s.s. fjallgöngur, náttúruskoðun, gistiferð ef hægt er o.fl. |
Ástundun og mætingar sem þurfa að vera a.m.k. 70%. Námsmat er lokið eða ólokið |
Sýnt ábyrgð í útivist og gengið vel um umhverfið. | Rætt um mikilvægi góðrar umgengni í ferðurm. |
Geta valið útbúnað við hæfi. | Fyrirlestur ásamt æfingum í að útbúa sig fyrir ferðir. |
Kynnast notkun á GPS | Prófa GPS tæki í ferðum |
Myndlist
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Nemendur öðlist færni í mismunandi aðferðum myndlistar. | Geri myndverk með fjölbreyttum aðferðum, og margvíslegum efnum. | Símat sjálfsmat. Virkni og vinnusemi. |
Þjálfist í að nota mismunandi miðla við upplýsingaöflun. | Leiti bæði í bókum og á netinu að upplýsingum um myndlist. |
|
Átti sig á því að myndlist er notuð í margvíslegum tilgangi og til eru margs konar form listar. | Kynni sér hvernig myndlist er notuð í hönnun og miðlun. |
|
Smíðaval
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
- Útskýrt hugmyndir sínar fríhendis- og með grunnteikningu.
- Hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu.
- Sagt frá hvernig tækni er nýtt í atvinnulífinu.
- Gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt er að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra.
| - Nemendur vinna smáhluti að eigin vali s.s. myndskurð og skeptun áhalda.
- Nemendur geta komið með eldri hluti sem þarf að lagfæra.
- Vinna með hönnun í tölvu og fara með í FABLAB og prenta í 3D prentara eða lazerskurðarvél.
- Vettvangsferðir
| - Sjálfsmat og mat á virkni.
- Lokamat er ólokið eða lokið
|
Íþróttagreinar
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
- Markmiðið er að nemendur stundi fjölbreytta hreyfingu.
- Nemendur kynnist fjölbreyttum íþróttagreinum.
| - Nemendur vinna kynningu á íþróttagrein sem þeir stunda og flytja fyrir samnemendur í valinu. Ef hægt er förum við með að horfa á eða taka þátt í æfingu.
- Vettvangsferðir þar sem við fáum kynningar á skemmtilegum íþróttagreinum.
- Íþróttir stundaðar í sal skólans.
| Jafningjamat á kynningum Ástundun og mætingar Námsmat er lokið eða ólokið |
Tæknilegó
Hæfniviðmið | Leiðir | Námsmat |
- Geta byggt flókin tæki úr tæknilegói skv. leiðbeiningum.
- Nýtt hugbúnað við forritun.
- Nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit.
- Tekið þátt í að þróa leiðir við þrautalausn.
| - Unnið við að hanna og forrita legóvélmenni til að leysa ýmsar þrautir.
- Uppsetning á þrautabraut úr First lego league.
- Bygging ýmissa tækja úr mismunandi legókössum.
- Nemendur geta valið hversu mikla áherslu þeir vilja leggja á forritunina.
| - Sjálfsmat og mat á virkni.
- Lokamat er ólokið eða lokið
|
Skúlptúr
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Nemendur öðlist færni í gerð á þrívíðum verkum, úr mismunandi efnivið. | Geri myndverk með fjölbreyttum aðferðum, og margvíslegum efnum. | Símat sjálfsmat. Virkni og vinnusemi. |
Þjálfist í að nota mismunandi miðla við upplýsingaöflun. | Leiti bæði í bókum og á netinu að upplýsingum um skúlptúra. |
|
Átti sig á því að skúlptúrar eru notaðir í margvíslegum tilgangi og til eru margs konar form listar. | Kynni sér hvernig skúlptúrar eru notaðir í hönnun og miðlun. |
|
Prjón og hekl
Hæfniviðmið
| Leiðir | Námsmat |
Nemendur öðlist færni í mismunandi aðferðum við að prjóna og hekla. | Geri verkefni með fjölbreyttum aðferðum, og margvíslegum efnum. | Símat sjálfsmat. Virkni og vinnusemi. |
Þjálfist í að nota mismunandi miðla við upplýsingaöflun. | Leiti bæði í bókum og á netinu að upplýsingum um myndlist. |
|
Átti sig á því að prjón og hekl er notað í margvíslegum tilgangi. | Kynni sér hvernig prjón og hekl er notað í hönnun og miðlun. |
|
Umhyggja, virðing, metnaður, gleði