elin_logo.jpg

Hrákúlur (ca. 25-30 kúlur)

Nauðsynlegt að vera með góðan blandara með hnoðara eða góða matvinnsluvél.

Öllu blandað saman í blandara þar til deigið verður silkimjúkt og heitt.

Hnoða kúlur og velta upp úr kókosmjöli. Geymast vel í kæli í nokkra daga eða í frystinum.

Þessar kúlur eru gott millimál, nesti, í hóla- eða hlaupatúrinn, eða við sykurlöngun. Mjög næringarríkar. Innihalda góða fitu og prótein. Gott fyrir liði, vöðva, húð og meltingu.


Græni læknirinn (fyrir tvo til þrjá)

Öllu blandað saman í blandara og hellt í glös.

Svalandi grænn drykkur eftir æfingu, sem morgunmatur, við þorsta eða sem máltíð (mjög seðjandi) Prótein, vítamín- og steinefnaríkur. Gefur orku og kraft.


Spínat inniheldur hátt hlutfall af vítamínum, fólínsýru, steinefnum og járni. Þessi efni eru mikilvæg fyrir sjónina, húðina, hárið, beinin, æðarnar, frumuskipti líkamans, ónæmiskerfið og þroska heilans, svo eitthvað sé nefnt.


Möndludrykkur (ca. 2 lítrar)

1 bolli möndlur

1 bolli döðlur

1 stk. avocado

300 gr. frosin ber (jarðaber, bláber, hindber, berjablanda, rifsber)

Fylla könnuna af vatni

Öllu blandað saman í blandara.

Hægt er að bæta við chia fræjum, aloe vera safa, banana, kókosmjöli, kasjúhnetum, mintu, maca dufti, lucuma dufti, kókos vatn, hampfræjum, chlorella


Salatdressing

1/2 dl. kasjúhnetur

1 msk. sterkt sinnep

3 msk. olífu olía

5 stk. döðlur

Safi úr hálfri sítrónu

1 bolli af vatni

Öllu blandað saman í blandara

Hægt að bæta við hvítlauk, karrí, ferskum graslauk eða dilli