Kennsluáætlun 4. bekkur
Fagheiti Myndmennt | Kennari: Halldóra Ágústsdóttir | ||||
Tímabil | Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Námsþættir | Námsefni/ kennslugögn | Leiðir | Matsviðmið/ Námsmat |
• nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar, • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum, • útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki, • unnið út frá kveikju við eigin listsköpun, • þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni, • fjallað um eigin verk og annarra, • þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins, • greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka, • gengið frá eftir vinnu sína, | Teikning Myndbygging Mótun Tvívídd – þrívídd Rými Ljós og skuggar Málun | Efni frá kennara Myndmennt II Sýnikennsla | Mappa. Leturgerð, tússlitir. Skuggastafir. Læra að nota T-stiku. Tvívídd, þrívídd. Myndmennt II bls. 40-51. Nemendur teikna eina hlið af húsinu sínu og gera snið fyrir þrívíða lágmynd og gera tvívíða vatnslitamynd af húsinu sínu og umhverfi þess. Leirmótun. Móta lágmynd af húsinu sínu í steinleir. Duglegir nemendur móta litla skál í steinleir. Málað með leirlitum. Ásmundur Sveinsson. Kynning á listamanni. Rými, ljós og skuggar. Myndmennt II bls 54-60. Nemendur vinna mynd af epli í kassa og lita með Neocolor | Námsmat samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár. | |