Niðurstöður viðhorfskönnunar HH meðal frambjóðenda til Alþingis 2013

Við hófum að senda út beiðnir til framboðanna fyrir nokkrum vikum um netföng frambjóðenda svo hægt væri að senda þeim könnunina. Könnunin var send á yfir 600 netföng frambjóðenda. 183 frambjóðendur svöruðu en vegna misræmis í fjölda á milli framboða var tekin sú ákvörðun að hafa aðeins þá sem svöruðu úr 10 efstu sætunum. Það ætti að duga til að gefa félagsmönnum mynd af áherslum framboðanna.

MIKILVÆGT

Þau mistök urðu að netfangalisti frá Lýðræðisvaktinni misfórst í meðförum skrifstofu HH og fengu frambjóðendur aldrei boð um þátttöku í könnuninni. Þetta er ástæða þess að Lýðræðisvaktin er ekki með. Daði Ingólfsson sendi okkur listann strax 4. apríl og var því vel tímanlega í málinu. F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna vil ég biðja Daða Ingólfsson og frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar afsökunar á þessum mistökum. Viðhorf XL til þeirra málefna sem HH spyr um í könnuninni má kynna sér hér: http://xlvaktin.is/

Ólafur Garðarsson

Formaður stjórnar HH

Þeir sem svöruðu könnuninni eru eftirfarandi framboðum úr 10 efstu sætum:

Alþýðufylkingin 1 svar

Björt Framtíð 6 svör

Dögun 29 svör

Flokkur heimilanna 12 svör

Framsóknarflokkur 2 svör

Húmanistaflokkurinn 8 svör

Píratar 9 svör

Sjálfstæðisflokkur 10 svör

Vinstri Grænir 14 svör

Samfylking hunsaði könnunina með öllu. Hægri Grænir voru að svara á miðvikudag fimmtudag og Regnboginn var fyrst í dag að ræða um þátttöku. Þetta var allt of seint til að hafa með í myndunum (það er nokkur vinna að koma þessu saman). Hvað sem því líður ætti þetta að gefa nokkra mynd af flokkunum út frá áherslum HH varðandi verðtrygginguna, leiðréttingu lána, neytendarétt og lífeyrissjóðina. Við vitum svo sem hvað Samfylkingin hefur verið að gera en ef marka má yfirlýsingar formannsins í kosningabaráttunni má kannski reikna með óbreyttri stefnu.

Verðtrygging neytendalána

Munt þú beita þér fyrir að heimildir til verðtryggingar fasteignalána og annarra neytendalána verði afnumdar í lögum?

Stökkbreytt lán

Munt þú beita þér fyrir að stökkbreytt neytendalán heimilanna verði leiðrétt vegna forsendurbrests í kjölfar bankahruns 2008?

Yfirgnæfandi meirihluti frambjóðanda vill leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Við þennan lista má bæta Hægri Grænum en þeir náðu ekki að svara könnuninni tímanlega. Augljóst er á málflutningi þeirra að þeir væru með græna súlu í þessu grafi.

Neytendavernd

Hagsmunasamtök heimilanna telja að nokkuð vanti upp á að dómstólar hafi tekið á lögum um neytendavernd og þá helst neytendalánalögum. Dómstólar eiga að skerpa lagaskilning með umfjöllun sinni. Ástæðan ef að líkum lætur, er að neytendur hafa sjaldan bolmagn til að takast á við stóra aðila sem brjóta á þeim. Þess vegna spyrjum við frambjóðendur hvort þeir styðji við aukningu heimilda til gjafsókna, svo rétt verði af sú slagsíða sem er gegn neytendavernd hérlendis.

Hér eru nokkrar umsagnir frambjóðenda um stuðning við gjafsóknir vegna neytendamála

Lýðræðisvæðing lífeyrissjóða

Er holt að tiltölulega fámennur hópur úr verkalýðsforystu og samtökum atvinnulífs ráðskast með stærsta hluta lífeyris landsmanna? Er kominn tími á að sjóðsfélagar taki sjálfir yfir sjóðina? Velji sér eigin fulltrúa?

Leiðir til leiðréttingar

Vinsamlega smelltu hér til að skoða kortlagningu okkar á áhuga framboðanna á hinum ýmsu leiðum til leiðréttingar stökkbreyttum húsnæðislánum.

Ýmis ummæli frambjóðenda

Hvernig telur þú að tryggja megi lýðræðislega stjórnarhætti hjá lífeyrissjóðum landsmanna? Lesa ummæli hér.