Published using Google Docs
Hornsteinar lífs í trú - 1.hluti
Updated automatically every 5 minutes

990x429_hornsteinn.jpg

Heimahópaefni

Spurningar og verkefni fyrir heimahópa útfrá predikunuarseríunni Hornsteinar lífs í trú - 1.hluti

Dagsetning: 14. ágúst 2016 - Númer í seríu: 1

Titill: Fyrirgefningin er val

Jóhannes Hinriksson - sjá einnig pistil á selfossgospel.is

  1. Átt þú frásögn af fyrirgefningu úr eigin lífi þar sem þú þurftir að fyrirgefa einhverjum öðrum eða sjálfum þér - eða þá þar sem þú þáðir fyrirgefningu. Deildu því stuttlega með hópnum. Hvaða áhrif hafði fyrirgefningin á líf þitt?

  1. Hefur þú lent í því að vilja miskunn og náð fyrir þig sjálfa(n) þegar þú brýtur gegn öðrum en krefjast svo réttlætis þegar brotið er gegn þér?

  1. Ræðið hvað er erfiðast við það að fyrirgefa.

  1. Stundum er skortur á fyrirgefningu hindrun í lífi okkar. Lesið Pos 3:19-20 saman. Ræðið þetta vers og hvort einhver í hópnum hefur upplifað endurnýjartíma í kjölfar fyrirgefningar.

  1. Lesið þessi tvö vers upphátt: 1Jóh 1:9 og Jak 5:16

Biðjið saman og takið hljóða stund. Spyrjið Guð hvert og eitt hvort það er einhver sem þú þarft að fyrirgefa. Ef svo er, skrifaðu það hjá þér, nafn viðkomandi og hvers þú þarft að biðjast fyrirgefningar á. Eða, ef þú ert hugrakkur og þetta er einhver í hópnum, að beiðast fyrirgefningar þarna á staðnum í hópnum.

Dagsetning: 21. ágúst 2016 - Númer í seríu: 2

Titill: Iðrun er að snúa

Ágúst Valgarð Ólafsson - sjá einnig pistil á selfossgospel.is

  1. Ræðið hvað blindir blettir eru, hlutir í eigin lífi sem við sjáum ekki sjálf. Hvaða hlutir geta þetta verið í lífi okkar og hvernig er hægt að afhjúpa þá?

  1. Lesið 2Kor 2:8-11 og iðrun og þá hryggð sem er Guði að skapi. Getur þú nefnt dæmi um hryggð sem leiddi ekki til iðrunar (2Kor 2:9-10).

  1. Lesið Heb 12:7-11 og Róm 8:29. Hvað gerir Guð til að afhjúpa blinda bletti og leiða okkur til iðrunar? Hvernig virkar þetta í lífi okkar?

  1. Ræðið í hvaða tilgangi Guð agar okkar (sjá t.d. Heb 12:10).

Tillaga að minnisversi tengt þessari predikun

Jes 45:22: Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.

Það er tilvalið að skrifa minnisvers á miða og setja í veskið sitt, eða líma á spegilinn, eða annars staðar þar sem þú sérð versið reglulega. Hvernig væri að læra eitt svona vers í hverri viku og rifja regulega upp þau gömlu?

Dagsetning: 28. ágúst 2016 - Númer í seríu: 3

Titill: Að taka góðar ákvarðanir

Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir

  1. Leita ég Guðs áður en ég tek ákvarðanir?

  1. Í hvaða aðstæðum leita ég helst ráða hjá Guði?

  1. Hefðu einhverjar aðstæður orðið öðruvísi ef ég hefði leitað Guðs með erfiðar ákvarðanir í lífi mínu?

Tillaga að minnisversi tengt þessari predikun

Orðskviðirnir 3:5-6  Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.  (6)  Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.