Published using Google Docs
Almennar reglur - Leikmenn, kylfuberar, æfingahringir
Updated automatically every 5 minutes

 ALMENNAR REGLUR OG LEIÐBEININGAR

Eftirfarandi reglur, ásamt viðbótum og breytingum sem birtar verða á hverjum keppnisstað af mótsstjórn, munu gilda í mótum sem haldin eru á vegum Golfsambands Íslands árið 2018.

Til leikmanns

Samkvæmt reglu 6-1 eru leikmaðurinn og kylfuberi hans ábyrgir fyrir að kunna reglurnar. Á meðan fyrirskipuð umferð er leikin hlýtur leikmaðurinn viðeigandi víti fyrir sérhvert reglubrot kylfubera síns.

  1. Vertu snyrtileg(ur) til fara.
  2. Mættu tímanlega á teig.
  3. Berðu virðingu fyrir meðspilurum og komdu heiðarlega fram við aðra leikmenn. Hafðu hugfast að þú spilar fyrir klúbbinn þinn og átt að vera honum til sóma.
  4. Leiktu án tafar og kallaðu til dómara ef vafaatriði koma upp.
  5. Yfirfarðu skorkort vandlega að leik loknum og afhentu það mótsstjórn eins fljótt og unnt er. Leikmaður ber ábyrgð á eigin skori.
  6. Þegar slegið er má leikmaður ekki:

a.        Þiggja áþreifanlega aðstoð eða skjól fyrir höfuðskepnunum

b. Leyfa kylfubera sínum, samherja eða kylfubera hans að taka sér stöðu á eða nærri framlengdri leiklínu, púttlínu bak við boltann eða horfa í gegnum sveifluferil.

Í höggleik er meðkeppendum ætlað að gæta hagsmuna annarra keppenda í mótinu. Sem skrifara ber þér að fylgjast nákvæmlega með skori þess keppanda sem þú ritar fyrir og ættir að skrá það jafnóðum holu fyrir holu.

Leikmenn skulu veita starfsmönnum mótsins upplýsingar um skor þegar eftir því er leitað.

Almennt víti fyrir brot á golfreglu eru 2 högg í víti. Alvarleg brot geta varðað frávísun.

Til kylfubera

Kylfuberi má auk þess að bera/draga útbúnað leikmanns, aðeins veita honum ráð samkvæmt Golfreglum. Önnur afskipti eru óheimil.

Kylfuberi skal aldrei hafa orð fyrir keppanda og skal halda samskiptum við aðra keppendur í lágmarki. Kylfuberi og leikmaður hans geta að sjálfsögðu ráðfært sig hvor við annan á hófstilltan og lítið áberandi hátt, en það er ávallt kylfingurinn sem tjáir sig við aðra keppendur. Höfum hugfast að golfleikur

krefst mikillar einbeitingar og að minnsta áreiti getur komið keppanda úr jafnvægi.

Brot á framangreindu geta leitt til brottvikningar kylfubera eftir aðvörun dómara.

Kylfuberi keppanda skal klæðast vesti frá GSÍ óski mótsstjórn þess. Keppandi ber ábyrgð á að skila vestinu um leið og skorkorti síðustu umferðar er skilað.

Reglur fyrir æfingahringi

Mótanefnd Golfsambands Íslands, maí 2018