Afmaelislogo - 1080.png

Hvaleyrarvöllur

Almennar staðarreglur – Í gildi frá 31. júlí 2020

 

 1. Vallarmörk eru hvítar stikur, brúnar stikur með hvítum toppi og hvítar línur. Einnig gildir að:
 1. Í Hrauninu (holur 1-9) afmarkast völlurinn af innstu brún malbikaðra vega og stíga umhverfis völlinn, þar sem vallarmarkastikur eru ekki fyrir hendi. Aðliggjandi grjótkambur er hluti vallar. Grjót sem losnað hefur úr kambinum er lausung.
 2. Við 9. holu afmarkast völlurinn vinstra megin af vallarmarkastikum, innri brún malbikaðs stígs við bílastæði, innri brún vegar eða kantsteina við flöt og þaðan í stiku við 10. teig.
 3. Á Hvaleyrinni (holur 10-18) afmarkast völlurinn af sjávarbökkum (samhangandi grasbökkum) þar sem vallarmarkastika og -lína nýtur ekki við.
 4. Við 13. holu afmarkast völlurinn hægra megin af vallarmarkastikum frá golfskála að vörðu við teiga, þaðan í innri malbiksbrún við Miklaholt og að vallarmarkastikum umhverfis flötina. Aðliggjandi grjótkambur við Miklaholt er hluti vallar. Grjót sem losnað hefur úr kambinum er lausung.
 5. Við golfskála hjá 18. flöt afmarkast völlurinn af stikum aftan við flötina, hornstiku við bílastæði, hellulögn og innri brún göngustígs að hvítri línu, þaðan í stikur við æfingaflöt og í stikur við vesturhorn bílastæðis.
 1. Eftirtalið er hluti vallar:
 1. Allir grjótgarðar og grjóthleðslur (athugið að ekki má fjarlægja steina úr grjótgörðum).
 2. Mannvirkjaleifar neðan við 11. flöt, á hól við 17. holu og við 17. flöt.
 3. Malarvegur meðfram grjótgarði á 14. holu og umhverfi hans.
 1. Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (regla 16.1):
 1. Jarðfastir steinar og berar klappir, á snöggslegnu svæði á leið.
 2. Ofanáliggjandi vatnslagnir, vatnskranar og vökvunarbúnaður.
 3. Fjarlægðarstikur, vegvísar og brautarmerkingar, ásamt uppróti og möl umhverfis þær.

Ath.: Lágar girðingar til að stýra umferð við flatir og teiga eru hreyfanlegar hindranir og má því hreyfa, vítalaust.

 1. Grund í aðgerð (bannreitur að hluta) við 12. flöt. Eftirfarandi gildir um framkvæmdasvæði við 12. flöt:
 1. Framkvæmdasvæðið er grund í aðgerð og afmarkast af bláum línum og girðingu.
 2. Girðingin sjálf er óhreyfanleg hindrun.
 3. Svæðið innan við girðinguna er bannreitur innan grundarinnar.
 4. Bannað er að fara inn fyrir girðinguna.
 5. Taka verður vítalausa lausn frá truflun vegna bannreitsins samkvæmt reglu 16.1f, ef bolti er innan bannreitisins eða ef bannreiturinn truflar stöðu leikmannsins.
 6. Ef grundin (þ.á.m. girðingin og svæðið innan girðingarinnar) truflar legu boltans, stöðu leikmannsins eða sveiflusvið hans má leikmaðurinn einnig taka lausn á fallreit. Einn fallreitur er aftan við 12. flötina (hægra megin) og annar uppi á gömlu flötinni við 18. brautina. Lausnarsvæði er ein kylfulengd frá skiltum sem auðkenna fallreitina.
 1. Grund í aðgerð (bannreitur) við 16. holu. Framkvæmdasvæði við 16. holu er bannreitur og á að meðhöndlast sem óeðlilegar vallaraðstæður. Á vinstri hlið afmarkast bannreiturinn af blá-hvítum stikum en á hægri hlið af sjávarbökkum.
  Taka verður vítalausa lausn frá truflun vegna bannreitsins samkvæmt reglu 16.1f.
 2. Dæmi leikmaður bolta sinn ósláanlegan þegar hann leikur 2.,  3., 5. eða 15. holu má hann, til viðbótar valkostum í reglu 19, láta bolta falla gegn einu vítahöggi  á fallreiti sem staðsettir eru á viðkomandi holum. Staðsetning fallreitanna er auðkennd með skiltum sem merkt eru „Fallreitur“. Lausnarsvæði er ein kylfulengd frá viðkomandi skilti. Þó má ekki nýta fallreit ef skiltið sem auðkennir fallreitinn er nær holunni en boltinn sem er dæmdur ósláanlegur.
  Ath.: Ekki er leyfilegt að fara að samkvæmt þessari staðarreglu ef bolti týnist eða er út af. Á 2. holu er einn fallreitur, á 3. holu er einn fallreitur og á 5. holu eru tveir fallreitir.
 3. Samskeyti og jaðrar skorinna grasþakna. Fyrirmynd staðarreglu F-7 er í gildi.

Fjarlægðarstikur:

Grænir............        100 metrar að flöt frá miðri braut

Fjólubláir........        150 metrar að flöt frá miðri braut

Svartir.............        200 metrar að flöt frá miðri braut

Hvaleyrarvöllur

Viðbótarstaðarreglur vegna COVID-19 – Í gildi frá 31. júlí 2020

 

 1. Flaggstangir. Óheimilt er að snerta flaggstöngina eða fjarlægja hana úr holunni. Ef flaggstöngin er snert fyrir slysni er það vítalaust. Þó er leyfilegt að rétta flaggstöngina við í holunni með kylfu. 
 2. Bolti í holu. Þegar holan er fóðruð að innan, t.d. með svamphólki, og boltinn er í holunni, en ekki allur undir yfirborði flatarinnar þá er hann í holu.

  Meiri líkur en minni eru að boltinn hvíli upp við flaggstöngina og þá gildir regla 13.2c, þ.e. boltinn telst vera í holu, jafnvel þótt boltinn sé ekki allur neðan yfirborðsins. Rétta má flaggstöngina við með kylfu eða öðru áhaldi.
 3. Bætt lega í glompu, færsla um lengd kylfugrips. Þar sem hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompu og ástand glompunnar er mjög ójafnt má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en höggið er slegið, með því að leggja upphaflega boltann innan lausnarsvæðis og leika honum þaðan.

o   Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og

o   Það verður að vera í glompunni.

 

Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.