Afmaelislogo - 1080.png

Hvaleyrarvöllur

Staðarreglur – Í gildi frá 13. maí 2018

 

 1. Vallarmörk eru hvítar stikur, brúnar stikur með hvítum toppi og hvítar línur. Einnig gildir að:
 1. Í Hrauninu (holur 1-9) afmarkast völlurinn af innstu brún malbikaðra vega og stíga umhverfis völlinn, þar sem vallarmarkastikur eru ekki fyrir hendi. Aðliggjandi grjótkambur er hluti vallar. Grjót sem losnað hefur úr kambinum er lausung.
 2. Við 9. holu afmarkast völlurinn vinstra megin af vallarmarkastikum, innri brún malbikaðs stígs við bílastæði, innri brún vegar eða kantsteina við flöt og þaðan í stiku við 10. teig.
 3. Á Hvaleyrinni (holur 10-18) afmarkast völlurinn af sjávarbökkum (samhangandi grasbökkum) þar sem vallarmarkastika og -lína nýtur ekki við.
 4. Við 13. holu afmarkast völlurinn hægra megin af vallarmarkastikum frá golfskála að hvítum teig, þaðan í innri malbiksbrún við Miklaholt og að vallarmarkastikum aftan við flötina. Aðliggjandi grjótkambur við Miklaholt er hluti vallar.
 5. Við golfskála hjá 18. flöt afmarkast völlurinn af stikum aftan við flötina, hornstiku við bílastæði, stétt og innri brún göngustígs að hvítri línu, þaðan í stikur við æfingaflöt og í stikur við vesturhorn bílastæðis.
 1. Eftirtalið er hluti vallar:
 1. Allir grjótgarðar og grjóthleðslur (athugið að ekki má fjarlægja steina úr grjótgörðum).
 2. Mannvirkjaleifar neðan við 11. flöt, á hól við 17. holu og við 17. flöt.
 3. Malarvegur meðfram grjótgarði á 14. holu og umhverfi hans.
 1. Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2):
 1. Jarðfastir steinar og berar klappir, á snöggslegnu svæði á leið.
 2. Ofanáliggjandi vatnslagnir, vatnskranar og vökvunarbúnaður.
 3.  Ruslafötur og kúluþvottastandar.
 4. Fjarlægðarstikur, vegvísar og brautarmerkingar, ásamt uppróti og möl umhverfis þær.

Ath.: Lágar girðingar til að stýra umferð við flatir og teiga eru hreyfanlegar hindranir og má því hreyfa, vítalaust.

 1. Bolta sem liggur á flöt má færa um púttershaus en þó ekki nær holunni. Merkja verður legu boltans áður en honum er lyft.
 2. Bolta sem liggur á snöggslegnu svæði á leið á má vítalaust lyfta og hreinsa. Leikmaðurinn verður að merkja legu boltans áður en hann lyftir honum. Þegar hann hefur lyft boltanum verður hann að leggja hann á stað innan einnar kylfulengdar frá upphaflegri legu, en ekki nær holunni og ekki í torfæru eða inn á flöt. Aðeins má færa boltann einu sinni í senn. Að öðru leyti er sýnishorn af staðarreglu á bls. 143-144 í golfreglubókinni í gildi.
 3. Bolti hreyfist af slysni á flöt. Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir: Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði. Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1. Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni. Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist boltamerki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.
 4.  Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (ath. ekki skeljar) (regla 24-1).
 5. Dæmi leikmaður bolta sinn ósláanlegan þegar hann leikur 2. eða 3. holu má hann, til viðbótar valkostum í reglu 28, láta bolta falla gegn einu vítishöggi  á fallreiti sem staðsettir eru á viðkomandi holum. Staðsetning fallreitanna er auðkennd með skiltum sem merkt eru „Fallreitur“. Boltinn sem látinn er falla verður fyrst að koma niður á völlinn innan tveggja kylfulengda frá viðkomandi skilti. Boltinn má velta nær holu en sá staður er þar sem hann fyrst snerti völlinn, svo fremi að hann stöðvist innan tveggja kylfulengda frá þeim stað. Ath.: Ekki er leyfilegt að fara að samkvæmt þessari staðarreglu ef bolti týnist eða er út af.
 6. Samskeyti og jaðrar skorinna grasþakna á leið (en ekki þökurnar sjálfar) teljast grund í aðgerð. Sýnishorn af staðarreglu á bls. 145 í golfreglubókinni er í gildi. ­
 7. Notkun fjarlægðarmæla er leyfð við leik á vellinum. Sýnishorn af staðarreglu á bls. 153 í golfreglubókinni er í gildi.

Fjarlægðarstikur:

Grænir............        100 metrar að flöt frá miðri braut

Fjólubláir........        150 metrar að flöt frá miðri braut

Svartir.............        200 metrar að flöt frá miðri braut