Umsagnir frá þátttakendum um námskeiðin

Við erum stolt og ánægð yfir framúrskarandi dómum frá þátttakendum námskeiðanna.

Frábær vellíðan eftir alla tímana

Komst að því að 90 mín tímarnir fljúga – fram til þessa hef ég sjaldan lagt í að fara í 90 mín ástundunartíma. Æfingar á forsendum hvers og eins þátttakanda.  Hef stundum átt virkilega erfitt með að sætta mig við æfingar sem ég get engan vegin gert vegna þyngsla.

Lesturinn er alltaf frábær.

 

Hrefna

Það sem kom mér mest á óvart

Takk fyrir mjög gott námskeið með lyftingum og rope yoga. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði hjá ykkur þann 31. ágúst að taka ábyrgð á eigin líðan bæði líkamlegri og andlegri.

Ásetningur minn er að næra uppbyggingu, vellíðan og jákvæða hluti og hætta að næra sjálfsvorkunn, leiða, fórnarlambið og annað sem vanlíðan veldur.

Ég tók ákvörðun um að hætta að borða unna matvöru, hveiti, mjólkurvörur  og fylgja auk þess ykkar matarprógrammi. Það sem kom mér mest á óvart var hvað þetta var auðvelt og gekk vel. Árangurinn hefur svo sannarlega ekki látið á sér standa. Af líkama eru farin 4 kg og af sálinni 40. Almenn líðan er stórkostlega betri, orka og úthald margföld, magi og melting miklu betri og svo mætti lengi telja. Námskeiðið er mjög öflugt og hefur hjálpað mér til að virkja saman líkama og sál, taka ábyrgð á minni líðan og elska sjálfan mig án skilyrða. Hlakka til að vera með ykkur næstu 6 vikur.  

Takk kærlega fyrir mig.

Erla Kr.

Ég elska mig og treysti

Námskeiðið er frábært, ég er komin upp úr drullupollinum, hætt að safna kílóum (11 kíló farin á 5 vikum) verkir og þreyta eru farin og ég er hamingjusöm. Kæra Elín og kæra Margrét Ýr takk fyrir að vera leiðbeinendur mínir á námskeiðinu, þið eruð yndisleg ljós. Árangur mínn af námskeiðinu er líst í þessum fallegu orðum "ÉG ELSKA MIG OG

TREYSTI"  

Kærleikskveðjur, Linda Líf

Ég fékk mjúka„jólagjöf“

Kona mín gaf mér 6 vikna öflugt Rope yoga lyftingarnámskeið hjá Elínu.is í Bæjarhrauninu í jólagjöf. Ég hélt að þetta væri eitthvert spaug hjá henni þar sem hún gaf mér einnig spilastokk sem er af stærðinni A4. En eftir áramót þá áttaði ég mig á því að ég „varð“ að gera eitthvað í mínum málum. Fötin voru hætt að passa á  mig og formið var ekki gott.

„Velkomin Einar“ andrúmsloftið var mjög afslappað og maður fann  traustið og virðinguna í umhverfinu. Upplifunin að vera á námskeiðinu var einstök. Þakka ykkur fyrir einstakt námskeið.

Tímar sem gefa mér mikið

Þetta hafa verið tímar sem hafa gefið mér mjög mikið bæði andlega og líkamlega.

Elín og Margrét Ýr hafa verið alveg einstakar og gefið mikið af sér. Mér finnst mjög notalegt að hlusta á upplestur af fróðleik þegar ég geri Rope Yoga æfingarnar.

Það er eins og að vera í einkatíma hjá Elínu þegar ég er að lyfta, og þær æfingar eru mjög góðar og hafa styrkt mig mikið. Hún fylgist mjög vel með hverjum og einum að við séum að gera rétt.

Bestu þakkir fyrir mig

Guðmunda

Loksins, loksins

Loksins, loksins fyrir 4 árum fann ég líkamsrækt, sem hæfði mér eftir 25 ára leit, það var  rope yoga hjá  Elínu  hefur verið ómissandi þáttur í lífi mínu síðan. Rope Yoga æfingarkerfið er styrkjandi bæði fyrir líkama og sál. Elín er bæði faglegur og metnaðarfullur kennari, sem kann sitt fag.  Samskipti hennar og þátttakenda á námskeiðum endurspegla faglega færni,  kærleika og virðingu fyrir þátttakendum.

Kærar þakkir fyrir mig, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir

 

Taka ábyrgð og fyrirgefa

Þessi fyrirsögn gæti verið á grein um einhvern misyndismann eða konu sem væri búin að fara alveg niður „í ræsið“ og rétta sig svo við með hjálp Rope Yoga en svo er ekki. Rope yoga er mjög öflugt og ég fann strax hvernig ég náði tengingu við magann. En það sem mér fannst ennþá betra var þessi ahliða tenging sem ég náði við líkama minn. Ég varð skyndilega meðvituð um ýmsa vöðva sem ég hafði ekki verið að virkja í þeirri líkamsrækt sem ég hafði stundað. Ég fann strax aukna orku um allan líkama og harðsperrur á ólíklegustu stöðum.

Ásgerður Sveinsdóttir

Elskulega Elín mín...

…fyrstu orðin mín í þessum pistli eru þau; þú ert alveg yndislegur gleðigjafi :)

Ég er búin að stunda Rope Yoga hjá þér í töluverðan tíma og er alveg handviss um að þetta er með því besta sem hægt er að gera fyrir líkama sinn, og svo ég tali nú ekki um sálina, því að þetta er jú allt ein heild.

Ég er búin að prófa ýmiskonar íþróttir allt mitt líf en finnst Rope Yoga takast að sameina svo margt úr öðrum íþróttum í eina heild hjá sér. En það helsta sem Rope Yoga hefur gert fyrir mig er: liðleiki, mýkt, betri svefn, tekur á og teygir fjölmarga vöðva ekki síst kviðvöðva, betra úthald, góð áhrif á meltingu, meiri einbeiting og læra að vera til staðar.

Takk fyrir mig, Brynja Magnúsdóttir

Rope Yoga við kvíðaröskun

Ég fór að stunda rope yoga til þess að hjálpa mér að takast á við kvíðaröskun og fælni sem hefur fylgt mér undanfarin ár. Ég hlakkaði strax til að mæta aftur.  Elín er góður kennari og maður  finnur strax að hún leiðbeinir af einlægni og með áhuga á hverjum  og einum.  Ég er ákveðin að halda áfram og áfram og áfram því mér líður svo vel eftir hvern tíma.

Kær kveðja, ein ánægð.

Til Elínar

Elín leggur sig alltaf alla fram við að aðstoða mann og sjá til þess að maður sé að gera æfingarnar rétt. Hún passar vel upp á að maður beiti sér ekki vitlaust sem leitt gæti til vöðvabólgu eða bakverkja. Hún er síbrosandi og tekur alltaf hlýlega á móti manni. Rope Yoga er án efa besta æfingakerfi sem ég hef komist í tæri við og fær Elín því mín allra bestu meðmæli. Ég vona því að fleiri taki ákvörðun um bætta og betri líðan og prófi þessa öflugu tíma sem Elín stýrir.

Bestu kveðjur, Karólína

Í Rope Yoga 4 vikum eftir brjósklosaðgerð

Ástundun Rope Yoga hefur hjálpað mér mikið við að ná fyrri liðleika og styrkt kviðvöðvana svo um munar að öðrum ógleymdum.

Ef ég finn að ég er orðin þreytt og stíf í bakinu eftir daginn er frábært að fara í böndin og hlusta á Elínu fræða okkur um Rope Yoga kenningarnar sem hafa kennt mér mikið um sjálfa mig og bætt andlega líðan. Helst vildi ég mæta á hverjum degi þetta er svo gaman og mér líður svo vel eftir hvern tíma.

Kær kveðja, Helena Erlingsdóttir

Smá umsögn

Ég hafði ekki stundað neina líkamsrækt í uþb. tvö ár vegna verkja í baki, vöðvabólgu og kalkmyndunar í axlarlið. En fyrir þann tíma var ég aðallega í sundi. Eftir árs meðferð hjá sjúkraþjálfara þá ákvað ég að nú væri kominn tími til að koma mér í form aftur.  Ég hafði blessunarlega ákveðið að hætta að reykja fyrir þremur árum, en eins og svo oft þá bættust nokkur kíló á mig í staðinn og það ýtti mér enn frekar af stað í að finna heppilega líkamsrækt.  

Rope yoga hafði heillað mig frá því að ég heyrði um það fyrst svo að það kom eiginlega ekkert annað til greina en að prófa og hvílík snilld! Engin hlaup eða hopp, en samt svaka púl, og nú er ég komin í kjörþyngd og buxnastærðin breyttist úr stærð 42 í stærð 36. Takk fyrir mig.

Valgerður Kristjánsdóttir

Elin´s experience and training

Elin´s experience and training as a Fully Alive Coach and World Class Olympic athlete are an awesome combination when it comes to focus and presence in managing life's opportunities and challenges. She is great at what she does.

Best regards, Alex Kramarchuk

Elin is an awesome person

Elin is an awesome person who (along with Gudni) has encouraged me from my first day on the ropes. She is attentive and always watching to make sure I am getting all that I can from my work out.

She's also tough! especially when doing the machines... pushing and encouraging me

until I am now doing much more of a work out than I ever have in my life. Her warm friendly personality and sense of humor keep the time on the mat entertaining too!

With love, Wendy Dougan Art Director

The teacher was comming

On our first meeting at my home, I greeted her at the front door. She calmly and enthusiastically said "Hello, let's go for a walk." I panicked. What? RIGHT NOW? Could I? No time to ponder - off we went, walking.

Elin is a remarkable guide, teacher and coach. Her calm and focused manner gave me the courage to move forward. Sensitively and confidently, she kept me on track. Every movement had a purpose; nothing was misdirected or wasted. Each activity and each day were steps toward building my belief in my ability to DO what I intended to do.

She and I have traveled so far in three short months. As she returns to Iceland, I shall miss her very much, but she will be with me in my every step, every rope pulled, in my sweating and struggle and my continued progress. This student thanks her wonderful coach, Elin.

Love, Kathy Strom