Hönnun og smíði 3. bekkur | Kennari: Sigríður H Pálsdóttir | |||||
Tímabil | Hæfniviðmið / Viðfangsefni / Markmið | Námsþættir | Námsefni/ kennslugögn | Kennsluhættir | Matsviðmið/ Námsmat | |
28.08- 02.10 03.10- 21.11 27.11- 15.01 16.01- 20.02 26.02- 11.04 12.04- 28.05 | Geti teiknað og yfirfært eigin myndsköpun á smíðaefni. Geti notað einföld handverkfæri á öruggan hátt. Geti notað tommustokk til mælinga. Geti notað litla handsög/laufsög. Þekki og geti notað sandpappír. Geti notað pensla og málningu. Geti notað súluborvél með aðstoð. Geti notað tifsög með aðstoð. Geti notað og beitt tálgunarhníf. Geti gert grein fyrir vinnuferli verkefnisins með orðum. Geti greint helstu viðartegundir. | Nemendur tileinki sér ábyrga umgengni og öryggisatriði við verklega vinnu. Nemendur búa til í sameiningu reglur um smíðastofuna. Læra rétta umgengni við vélar. Handverk Læra að beita einföldum handverkfærum og grunnundirstöðu við tálgun. Hönnun og tækni Nemendur læri að teikna upp verkefnin sín, hanni eins og unnt er sjálfir og hugi að formi og litum. Velji heppileg efni til að vinna hlutinn í út frá notagildi og útliti. Nemendur þekki mun á mismunandi viðartegundum. Nemendur læra að þekkja algeng smíðaefni og læra að yfirborðsmeðhöndla efni með vatnsleysanlegum efnum. | Innlögn og sýnikennsla Einstaklingskennsla Vettvangsferðir Útikennsla Umræður | Nemendur teikna og smíða verkfærakassa. Nemendur tálga töfrasprota eða hálsmen. Nemendur gera vinnubók. Aukaverkefni: Verkefni sem tengist íslenska fuglinum. | Verkefni og vinnulag nemenda er metið eftir
Námsmat samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár. | |
Skólaárið 2024-2025