Forritið er einfalt mylluforrit sem keyrist í stjórnborði eða skel (e. console) og síðar á vef. Einstaklingur á að getað spilað myllu við tölvuna. Forritið verður unnið með prófanadrifinni forritun. Verkefnið er unnið af hópnum Qts sem samanstendur af Einari Alexander Eymundssyni, Elínu Björk Jónsdóttur, Guðrúnu Hauksdóttur, Huldu Lárusdóttur, Ingveldi Dís Heiðarsdóttur, Sigurbjörgu Söru Benediktsdóttur og Þórdísi Jónu Jónsdóttur.
Forritinu er skipt í þrjá virkniklasa og aðalklasa sem sér um að kalla á virknina í hverjum klasa fyrir sig á viðeigandi tíma. Turn sér um að halda utan um hvort tölva eða persóna eigi að gera, hversu margar umferðirnar eiga að vera og hvaða umferð er í gangi. MakeMove sér um að framkvæma umferð fyrir tölvuna. Board býr til leikborðið, passar upp á að leikmenn séu ekki að setja tákn í reiti sem nú þegar eru uppteknir, uppfærir borðið, skrifar það út og athugar hvort sá sem er að gera hafi unnið leikinn.
Fyrsta skrefið er að útbúa leik sem keyrir í skel og í framhaldi af því verður honum umbreytt svo hann sé keyranlegur í vefviðmóti.
Kóðinn er skrifaður í Java og hópurinn ætlar að fylgja helstu forritunarreglum sem almennt eru notaðar við gerð java forrita, sjá hér.
Forritið ætti að keyra á hvaða skel sem er, en tryggt er að hún keyri á unix skeljum og skeljum á við powershell og gitshell.
Hópurinn notar repository á GitHub þar sem allur kóði er geymdur. Verkefnið er allt unnið í einföldum ritlum svo sem Vim, Notepad++ og Sublime Text. Hópurinn hefur allur aðgang að vél á skýi, greencloud, sem notuð er sem integration vél eða sameiningarvél. Forritið Travis (continuous integration server) sér um að keyra allar prófanir í hvert skipti sem nýjum upplýsingum er ýtt inn á GitHub. Einnig er Heroku notað til að keyra vefviðmót og Selenium til að keyra próf á vefviðmótið.
Verkefnið er allt unnið á prófanadrifinn hátt svo einingapróf eru skrifuð samhliða kóða og Maven er notað til að keyra saman kóða og einingaprófanir í skel. Travis er notað til að keyra prófanir í hvert skipti sem breytingum er ýtt inn á GitHub. Travis heldur utan um möppu sem inniheldur leikinn okkar og skýrslur sem tengjast honum, svokallaða target möppu. Travis skilar henni aftur á sameiningarvél hópsins ef allt keyrir rétt og þannig er nýjasta jar skráin alltaf aðgengileg á slóð greenqloud vélarinnar.
Kóðun og uppsetning verkefnisins lýkur ekki seinna en sunnudaginn 24. nóvember.