Published using Google Docs
4.bekkur_Samfélagsfræði_24-25
Updated automatically every 5 minutes

Kennsluáætlun í samfélags- og náttúrugreinum, 4. bekkur

Hæfni í samfélags- og náttúrugreinum felst í þekkingu og leikni, en einnig viðhorfum til náttúru, tækni, samfélags og umhverfis. Nám í náttúru- og samfélagsgreinum stuðlar að því að nemendur viti hvað þeir vita og hvað þeir geta og viti hvernig best er að beita vitneskju sinni, þekkingu og leikni til að hafa áhrif á umhverfi og samfélag og bæta það.

Tímabil

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi

Námsþættir/viðfangsefni

Kennslugögn

Leiðir

Námsmat

Jan. - júní

Söguramminn Heimsálfurnar

  • Skilur að fjölskylduform eru mörg og ólík.
  • Áttað sig á að trú og lífsviðhorf fólks eru ólík og birtast í mismunandi siðum og venjum.
  • Sýnir tillitssemi í samvinnu og samskiptum.
  • Skráð niður atburði/athuganir með orðum, myndum og teikningum.
  • Sagt frá eigin upplifun.         

 

Fólk og fjölskyldugerðir, búseta og lifnaðarhættir.

Heimurinn, heimsálfurnar 7  og einkenni þeirra skoðuð.

Tré sem börnin þekkja, einkenni þeirra og hvar þau vaxa. Tré í öðrum löndum og heimsálfum.

Ferðasaga fjölskyldunnar.

Ferðalög og ferðamátar milli landa og heimsálfa.

Bætt umhverfi og betri heimur skv. heimsmarkmiðum nr. 6, 11 og 13 -

hreint vatn og hreinlætisaðstaða,  sjálfbærar borgir og samfélög, loftslagsmál og mengun.

Söguramminn

„Heimsálfurnar.

Heimildir af neti og úr bókum ásamt myndum og landakortum

Frásagnir af eigin upplifun nemenda.

Nemendur afla sér upplýsinga í bókum og af veraldarvefnum.

Umræður, rökræður, hlustun, ritun og skapandi vinna.

Hópavinna.

Framsögn.

Foreldrum/forráðamönnum boðið í heimsreisu og kynningu á verkefnum nemenda.

Hópaverkefni – samvinna nemenda metin í allri vinnu

Veggmynd og verkefni tengd söguramma

Einstaklingsmat á framsögn.

Þátttaka, frumleiki og sköpun

        

Tímabil

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi

Námsþættir/viðfangsefni

Kennslugögn

Leiðir

Námsmat

ágúst-jan

  • Gert grein fyrir einkenni höfuðborga.

  • Sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú.

  • Borið saman samfélag þorps og borgar.

  • Bent á nokkrar stofnanir samfélagsins og helstu kennileiti.

  • Tekið þátt í samstarfi og samræðum í jafningjahóp.

  • Tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti.

Reykjavík, höfuðborgin mín

Sjávarþorp og einkenni þeirra skoðuð, samgöngur og atvinnulíf borið saman eftir landshlutum.

Munur á þéttbýliskjarna eftir stærð, þorp, bær, kaupstaður og borg.

Höfuðborgin okkar kynnt, saga hennar, helstu kennileiti, byggingarefni og byggingarstíll skoðaður.

Opinberar byggingar og starfsemi þeirra skoðuð.

Heimildavinna um stofnanir í Reykjavík og starfsemi þeirra.

 

Miðbær og byggingar í  Reykjavík skoðaðar. Fræðsla og upplifun.

        

Söguramminn

„Reykjavík, höfuðborgin mín“  eftir Björgu Eiríksdóttur.

Heimildir af neti og úr bókum ásamt myndum.

Nemendur afla sér upplýsinga í bókum og á veraldarvefnum.

Umræður, rökræður, hlustun, ritun og skapandi vinna.

Hópavinna.

Framsögn.

Vettvangsferð til Reykjavíkur.

Foreldrum/forráðamönnum boðið að skoða afrakstur verkefnavinnunnar.

Hópverkefni – samvinna.

Veggmynd og verkefni tengd söguramma.

Einstaklingsmat á framsögn.

Skrifleg verkefni metin.

Þátttaka, frumleiki og sköpun.