Kennsluáætlun í samfélags- og náttúrugreinum, 4. bekkur
Hæfni í samfélags- og náttúrugreinum felst í þekkingu og leikni, en einnig viðhorfum til náttúru, tækni, samfélags og umhverfis. Nám í náttúru- og samfélagsgreinum stuðlar að því að nemendur viti hvað þeir vita og hvað þeir geta og viti hvernig best er að beita vitneskju sinni, þekkingu og leikni til að hafa áhrif á umhverfi og samfélag og bæta það. |
Tímabil | Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Námsþættir/viðfangsefni | Kennslugögn | Leiðir | Námsmat |
Jan. - júní | Söguramminn Heimsálfurnar
| Fólk og fjölskyldugerðir, búseta og lifnaðarhættir. Heimurinn, heimsálfurnar 7 og einkenni þeirra skoðuð. Tré sem börnin þekkja, einkenni þeirra og hvar þau vaxa. Tré í öðrum löndum og heimsálfum. Ferðasaga fjölskyldunnar. Ferðalög og ferðamátar milli landa og heimsálfa. Bætt umhverfi og betri heimur skv. heimsmarkmiðum nr. 6, 11 og 13 - hreint vatn og hreinlætisaðstaða, sjálfbærar borgir og samfélög, loftslagsmál og mengun. | Söguramminn „Heimsálfurnar. Heimildir af neti og úr bókum ásamt myndum og landakortum Frásagnir af eigin upplifun nemenda. | Nemendur afla sér upplýsinga í bókum og af veraldarvefnum. Umræður, rökræður, hlustun, ritun og skapandi vinna. Hópavinna. Framsögn. Foreldrum/forráðamönnum boðið í heimsreisu og kynningu á verkefnum nemenda. | Hópaverkefni – samvinna nemenda metin í allri vinnu Veggmynd og verkefni tengd söguramma Einstaklingsmat á framsögn. Þátttaka, frumleiki og sköpun |
Tímabil | Hæfniviðmið Við lok 4. bekkjar getur nemandi | Námsþættir/viðfangsefni | Kennslugögn | Leiðir | Námsmat |
ágúst-jan |
| Reykjavík, höfuðborgin mín Sjávarþorp og einkenni þeirra skoðuð, samgöngur og atvinnulíf borið saman eftir landshlutum. Munur á þéttbýliskjarna eftir stærð, þorp, bær, kaupstaður og borg. Höfuðborgin okkar kynnt, saga hennar, helstu kennileiti, byggingarefni og byggingarstíll skoðaður. Opinberar byggingar og starfsemi þeirra skoðuð. Heimildavinna um stofnanir í Reykjavík og starfsemi þeirra.
Miðbær og byggingar í Reykjavík skoðaðar. Fræðsla og upplifun.
| Söguramminn „Reykjavík, höfuðborgin mín“ eftir Björgu Eiríksdóttur. Heimildir af neti og úr bókum ásamt myndum. | Nemendur afla sér upplýsinga í bókum og á veraldarvefnum. Umræður, rökræður, hlustun, ritun og skapandi vinna. Hópavinna. Framsögn. Vettvangsferð til Reykjavíkur. Foreldrum/forráðamönnum boðið að skoða afrakstur verkefnavinnunnar. | Hópverkefni – samvinna. Veggmynd og verkefni tengd söguramma. Einstaklingsmat á framsögn. Skrifleg verkefni metin. Þátttaka, frumleiki og sköpun. |