GLOGSTER

í iPad

Forrit til að gera margmiðlunar plakat - Glog

Miðað er við að kennari sé með áskrift og hefur búið til aðgang fyrir nemendur.

Ársáskrift fyrir einn kennara með 30 nemendur er $39.

1. Byrjun

Skráðu þig inn og smelltu á plúsinn neðst á skjánum.

Nemendur geta valið alls konar snið en ég mæli oftast með því að þau byrji með autt blað lóðrétt. (portrait).

Þótt nemandi velji ákveðið sniðmát þá er hægt að breyta öllu sem er á því og/eða henda hlutum út. Þetta er aðeins til að sýna hvað hægt er að gera með Glogster. Til að henda einhverju þá er það bara dregið upp í ruslafötuna efst til hægri þar til hún opnast. Það er hægt að sækja hlutinn aftur úr tunnunni með því að smella á hana.

File_000.png

2. Bæta við texta og myndum

File_000.png

Ath: Ef verkfærastika sést ekki (fyrir ofan), þá þarf að smella á + takkann efst til vinstri á skjánum.

Til að setja inn texta, þarf að smella á Text  og velja snið (vinstri mynd). Ef valin er einhvers konar blaðra eða bakgrunnur þá kemur nýr valmyndagluggi þar sem valið er snið og síðan smellt á Use (hægri mynd).

File_000.png  File_000.png

Þegar búið er að velja hvernig snið á að vera á textanum/myndinni er tvísmellt á hlutinn fyrir frekari uppsetningu.

File_000.png   File_001.png

Þegar Edit text er valið koma fram ýmsir möguleikar á útliti og þá er líka hægt að setja inn tengil á vefslóð.

File_000.png

Það koma oft upp skýringar á skjánum um hvernig eigi að gera hlutina.

File_000.png

2. Bæta við myndum, hljóði og myndböndum

Til að setja inn mynd er smellt á Image hnappinn í stikunni. Þá koma upp tveir eða fleiri valmöguleikar (sjá mynd fyrir neðan).

 

Mismargir möguleikar geta birst en það fer eftir því hvaða forrit eru á spjaldtölvunni.

File_000.png

Hljóð- og myndbanda innsetning virkar á sama hátt (Audio og Video hnapparnir).

Með Graphics hnappnum er hægt að setja inn fullt af teiknuðum myndum sem fylgja með og eru flokkaðar niður í ýmsa flokka.

File_000.png

3. Wall og Web hnapparnir

Með Wall hnappnum er valinn bakgrunnur. Það fylgir mikill fjöldi mynda með sem eru flokkaðar niður en einnig er hægt að nota mynd úr iPadinum eða hafa bara einn lit.

Gott er að hafa í huga að ef bakgrunnur er litríkur getur verið erfitt að sjá allt sem er á glogginu.

Með Web hnappnum er hægt að sækja ýmislegt efni beint af vefnum og setja á gloggið. Þarna er hægt að skoða stutt myndband sem sýnir hvernig þetta er gert.

File_000.png           File_001.png

4. Að endingu

Það er alltaf hægt að vista gloggið og halda áfram síðar. Þá er smellt á örina sem vísar til baka (neðst til hægri) þá koma upp þrír möguleikar. Að vista ekki, skoða hvernig gloggið lítur út og að vista. Ef ákveðiið er að vista þá þarf að gefa glogginu nafn og smella á use.

File_000.png

Mynd birtist af öllum gloggum á upphafssíðu og þar er hægt að setja inn nánari upplýsingar um gloggið með því að smella a i-ið í vinstra horni niðri (búið á myndinni hér fyrir neðan). Ef vinna á áfram í glogginu er smellt á pennann í hægra horni uppi.

File_001.png

Neðst á upphafssíðu eru 3 tákn. Plúsinn er til að gera nýtt glogg, bókin er til að skoða glogg annarra (mynd 1) og mörg þeirra má nota og breyta að vild (reusable). Ef svo er þá birtast 3 tákn fyrir neðan myndina þegar smellt er á hana og þá er notast við Copy hnappinn lengst til vinstri (mynd 2) og síðan er tákn til að hlaða upp eigin gloggi með ýmsum leiðum (mynd 3).

1.File_001.png  2. File_000.png 

3. File_000.png

Sigurður Jónsson, Laugargerðisskóla