Published using Google Docs
6.bekkur_Hönnun&smíði_2024-2025
Updated automatically every 5 minutes

        Kennsluáætlun: Hönnun og smíði S:\logo\Karsnesskoli_logo.jpg

6. bekkur        

                                      Kennari: Sigríður H Pálsdóttir

Tímabil

Hæfniviðmið / Viðfangsefni / Markmið        

Námsþættir

Námsefni/

kennslugögn

Kennsluhættir

Matsviðmið/

Námsmat

   

Lotur:

28.08-

26.09

27.09-

14.11

15.11-

18.12

08.01-

06.02

07.02-

14.03

Þema:

19.03-

11.04

Lotur:

23.04-

30.05

  

Geti valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki.

Geti útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu.

 

Geti lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð.

Geti valið samsetningar og yfirborðsmeðferð sem hæfa verkefnum.

Geti notað súluborvél og tifsög með aðstoð.

Geti lýst hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni.

Geti sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með.

Gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg.

Gert grein fyrir uppruna og notagildi þess efniviðar sem notaður er í smíðastofunni.

Útskýrt réttar vinnustellingar og valið hlífðarbúnað.

Nemendur tileinki sér ábyrga umgengni og öryggisatriði við verklega vinnu.

Læra rétta umgengni við vélar.

Handverk

Læra að beita einföldum handverkfærum og grunnundirstöðu við tálgun.

Hönnun og tækni

Nemendur læri að teikna upp verkefnin sín, hanni verkin sjálfir og hugi að formi og litum.

Velji heppileg efni til að vinna hlutinn í út frá notagildi og útliti.

Nemendur þekki mun á mismunandi viðartegundum og yfirborðs efnum..

Nemendur læra að þekkja algeng smíðaefni og læra að yfirborðsmeðhöndla efni með vatnsleysanlegum efnum.

Innlögn og sýnikennsla

Netið/Bækur

Einstaklings-kennsla

Vettvangs-

ferðir

Útikennsla

Umræður

Nemendur gera mósaíkverk.

Hugmyndavinna.

Áhersla á hönnun og teikningu. Verk unnið í samráði við kennara.

Tálga fullunninn hlut, fugl, smjörhníf eða annað verk í samráði við kennara.

Ferilmappa

unnin samhliða verkefnum og skilað í síðasta lotutíma.

Verkefni og vinnulag nemenda er metið eftir

  • Áhuga
  • Sjálfstæði
  • Vandvirkni                              
  • Frumkvæði
  • Framförum
  •  Umgengni

Námsmat samkvæmt hæfniviðmiðum aðalnámskrár.

         

Skólaárið 2024 - 2025