Published using Google Docs
1.-2.b - Námsvísar 2024-2025
Updated automatically every 5 minutes

Valsárskóli 2024-2025

Námsvísar

 1.-2. bekkur

2024-2025

Inngangur

Leiðtogaþjálfun og skólaþing

Þema

1 - 2. bekkur

Íslenska

List- og verkgreinar

Náttúru- og samfélagsgreinar (þema) seinna ár

Skólaíþróttir

Stærðfræði

Upplýsinga og tæknimennt

Lífsleikni og bekkjarfundir

        

Inngangur

Í námsvísum má finna ítarlegar upplýsingar um áherslur í kennslu á hverju aldursstigi fyrir sig. Námsvísar eru hluti af starfsáætlun Valsárskóla og eru í sífelldri þróun þar sem starfsmenn skóla eiga reglulega samtöl um stefnu, markmið, mat og framfarir nemenda. Þannig má búast við því að námsvísar taki breytingum og séu lifandi plagg.

Leiðtogaþjálfun og skólaþing

Í Valsárskóla eru reglulega haldin skólaþing og leiðtogaþjálfun með öllum nemendum skólans frá 1.-10. bekk. Með þeirri nálgun er unnið að hæfniviðmiðum fyrir lykilhæfni úr Aðalnámskrá grunnskóla.

Hæfniviðmið

Leiðir

Námsmat

  • Tjáning og miðlun
  • Nemendur taka reglulega  þátt í bekkjarfundum og skólaþingum og læra þannig að taka þátt í umræðum og lýðræðislegum vinnubrögðum, tjá hugsanir, færa rök fyrir máli sínu og hlusta á aðra.

Virkni og þátttaka

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun
  • Nemendur ræða á viðeigandi og skýran hátt um málefni, hlusta á rök og mismunandi skoðanir. Lögð er áhersla á að færa rök fyrir máli sínu og undirbúa málsmeðferð.

Virkni og þátttaka

  • Sjálfstæði og samvinna
  • Nemendur stýra verkefnum í samvinnu við aðra í leiðtogaþjálfun og þjálfast þannig bæði sjálfstæði, frumkvæði, samvinnu, ábyrgð og virkni.

Virkni og þátttaka

  • Nýting miðla og upplýsinga
  • Nemendur nota ýmsar leiðir til að kynna eigin verkefni í leiðtogaþjálfun og miðla efni og viðfangsefnum til samnemenda og starfsfólks.

Virkni og þátttaka

  • Ábyrgð og mat á eigin námi
  • Nemendur taka þátt í umræðum á bekkjarfundum um markmið náms, vinnubrögð og leiðsagnarmat. Auk þess er leiðsagnarmat virkt í öllu námi nemenda og á samtalsdögum með foreldrum og nemendum.

Virkni og þátttaka

Þema

Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og að nemendur vinni heildstæð verkefni. Unnið er með samþættingu í íslensku, samfélags- og náttúrufræðigreinum ásamt upplýsinga- og tæknimennt. Í skólanum er samkennsla tveggja árganga og því var sett upp skipulag fyrir þemu og áherslur í hverri bekkjardeild. Er það gert svo nemendur upplifi ekki endurtekningu heldur séu alltaf að bæta við sig. Hæfniviðmið aðalnámskrár í náttúru- og samfélagsgreinum voru höfð til hliðsjónar við val á viðfangsefnum.  

  1. ár (2024-2025)

2. ár (2025-2026)

Lífríkið

1.-2. b

Smádýr í náttúrunni, pöddur og smádýr í fjöru og á landi

3.-4. b

Húsdýr og villt dýr

5.-6. b

Lífríki í sjó; hryggleysingjar, fiskar og hvalir

7.-8. b

Líf í fersku vatni,  fæðukeðjur, vistfræði, tilraunir, skýrslur, ljóstillífun

Umhverfis- og náttúruvernd

1.-2. b

Sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting og umhverfisstefna sveitarfélagsins

3.-4. b

Flokkun á úrgangi

5.-6. b

Neysla og áhrif hennar á umhverfið

7.-8. b

“Vistvænir” þjóðflokkar (sjálfbær þróun), náttúruauðlindir og nýting, loftslagsbreytingar og mengun í heiminum og hvað má betur fara í náttúruvernd í okkar sveit?

Mannslíkaminn

1.-2. b

Lífsskilyrði manna, virðing fyrir ytra útliti, heiti líkamshluta, einkastaðir, hvernig barn verður til

3.-4. b

Heilbrigt líferni, hvernig verður barn til?

5.-6. b

Líffærakerfin, kynþroskinn og skilningarvitin

7.-8. b

Heilbrigði - frumur, fóstur, líkami (næring) og sál (samskipti), kynheilbrigði og forvarnir

Íslandssaga

1.-2. b

Landnám og landnámsmenn Íslands

3.-4. b

Úr sveit í borg, sveitin og landið, heimilið og störfin

5.-6. b

Víkingar og ásatrú

7.-8. b

Frá landnámi til siðaskipta - Alþingi, miðaldir á Íslandi, Sturlungaöld, þjóðfélag, samfélag, siðaskipti og stjórnmál

Jörðin okkar (landafræði/landmótun)

1.-2. b

Heimsálfurnar

3.-4. b

Ísland - landakort,  loftslag og gróðurfar

5.-6. b

Norðurlönd - landakort,  loftslag og gróðurfar

7.-8. b

Evrópa - samfélög, saga, staðir, veður - loftslagsbreytingar

Fjölbreytileikinn (jafnrétti og lýðræði)

1.-2. b

Fjölskyldugerðir og kynhlutverk

3.-4. b

Barnasáttmálinn og trúarbrögð

5.-6. b

Lýðræði og réttur barna skv. Barnasáttmála

7.-8. b

Jafnrétti, kynja hlutverk, frelsi, samhjálp, hafa áhrif í eigin samfélagi

Saga mannkyns (útlönd, styrjaldir)

1.-2. b

Fyrstu samfélögin - frumbyggjar

3.-4. b

Risaeðlur og fyrstu mennirnir

5.-6. b

Rómaveldi og grísk goðafræði

7.-8. b

Miðaldir

Jarðfræði (stjörnufræði/jarðfræði/veðurfræði/náttúruhamfarir)

1.-2. b

Pláneturnar í sólkerfinu, landmótun í nánasta umhverfi

3.-4. b

Eldgos og eldfjöll

5.-6. b

Sólkerfið, tíminn og árstíðirnar

7.-8. b

Innri gerð jarðar, flekar, eldsumbrot/jarðhræringar, áhrif mannsins á jörðina

Heimabyggðin

1.-2. b

Nánasta umhverfi, heimili og örnefni

3.-4. b

Eyrin - sveitin - uppbygging og þróun byggðar

5.-6. b

Samfélagið og innviðir í heimabyggð

7.-8. b

Stjórnsýsla, aðalskipulag, minjastofnun og félög/félagasamtök í heimabyggð

Tækni og vísindi

1.-2. b

Áhrif tækninnar í nánasta umhverfi

3.-4. b

Tæknin, bílar

5.-6. b

Tækni og tækniframfarir

7.-8. b

Rafmagn, seglar, rafrásir, hljóð, ljós, geislun, varmi

Tækninýjungar - netið og GPS, vistvæn hönnun, matur/erfðabreyting/ræktun, náttúran og tækni

1 - 2. bekkur

Íslenska

Á fyrstu árum grunnskólagöngunnar er megináhersla lögð á íslenskunám og unnið er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis.

Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslu og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi. 

Námsaðlögun: Unnið er út frá því að börn læri með misjöfnum hraða, hafi styrkleika á misjöfnum sviðum, mismunandi áhuga og fái einstaklingsmiðuð verkefni ef við á. Stigskiptur stuðningur í námi er mikilvægur, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða.

Kennsluaðferðir Byrjendalæsis eru fjölbreyttar og skipulag í lestri er unnið eftir blönduðum aðferðum s.s. hljóðaaðferð og orðmyndaaðferð og verkefni útfærð eftir getu og áhugasviði nemenda. Ennfremur eru sértækir þættir móðurmálsins, svo sem hljóðavitund, nefnuhraði, réttritun, skrift, orðaforði, setningabygging og málfræði tengd inn í ferlið. Sérstök áhersla er lögð á að auka færni sérhvers nemanda í öllum þáttum lestrar, lestrarlagi, lestrarhraða, lesskilningi og ritun.

Þemu skólans í samfélags- og  náttúrufræði, enska, upplýsinga- og tæknimennt og útiskóli eru samþætt kennsluáætlunum Byrjendalæsis.

Hæfniviðmið Aðalnámskrár Grunnskóla.

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Námsmat

Talað mál, hlustun og áhorf

  • Beitt skýrum og áheyrilegum framburði,
  • Tjáð sig með aðstoð leikrænnar tjáningar frammi fyrir hópi og staðið fyrir máli sínu,
  • Sagt frá eftirminnilegum atburði og lýst ákveðnu fyrirbæri, endursagt efni sem hlustað hefur verið á eða lesið,
  • Hlustað og horft með athygli á upplestur, leikið efni, ljóð og söngva og greint frá upplifun sinni,
  • Nýtt sér og endursagt efni á rafrænu formi,
  • Átt góð samskipti, hlustað og sýnt kurteisi

Kennsluaðferðir eru m.a. stigskiptur stuðningur, innlögn og bein kennsla, para- og/eða hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir, útikennsla, verklegar æfingar og þjálfunarforrit.

Nemendur;

æfa framsögn

kynna verkefni

geta tekið þátt í skipulögðum samræðum

sýna tillitssemi og virka þátttöku í samræðum

nýta fjölbreytt efni við verkefnavinnu

Leiðsagnarmat  kannanir,  eru leiðarljósin í námsmati og svo eftirfylgni í næstu kennsluáætlun. Markmið aðalnámskrár  eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs.

Lestur og bókmenntir

  • Beitt aðferðum við umskráningu hljóða og stafa þannig að lestur verði lipur og skýr,
  • Nýtt góðan orðaforða við að skilja texta og ráðið í merkingu orðs út frá samhengi,
  • Tengt þekkingu sína og reynslu við lesefni í því skyni að ná merkingu þess,
  • Valið sér lesefni eftir áhuga og þörf og lesið sögur, ljóð og fræðandi efni, sem hæfir lestrargetu, sér til ánægju og skilnings,
  • Lesið ævintýri, sögur og ljóð ætluð börnum,
  • Beitt hugtökum eins og persónu, söguþræði, umhverfi og boðskap,
  • Beitt fáeinum algengum hugtökum í bragfræði svo sem rími, kvæði, vísu og ljóðlínu,
  • Aflað sér upplýsinga úr ýmsum tiltækum gagnabrunnum, svo sem bókum og á rafrænu formi,
  • Lesið úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum,
  • Valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju.

lesa fjölbreytta texta, tileinki sér ríkan orðaforða og læra aðferðir til að skilja betur innihald efnisins, lestrarspil og yndislestur

geta átt samtal við aðra um það sem lesið er, greint aðalatriði og haft skoðanir á því sem lesið er

lesa  ljóð með góðri framsögn og þekkja nokkur hugtök í bragfræði, semja ljóð

skoða tölulegar og myndrænar upplýsingar og túlka þær

sýna lesefni af eigin vali áhuga

1.bekkur

Lesskimun menntamálastofnunar  að hausti

Læsi könnun haust, vetur og vor

Lesfimi menntamálastofnunar haust, vetur og vor

2. bekkur

Læsi könnun haust og vetur

Lesmál að vori

Lesfimi menntamálastofnunar  haust, vetur og vor

Ritun

  • Dregið rétt til stafs og skrifað skýrt og læsilega,
  • Nýtt í ritun þekkingu á grunnþáttum í byggingu texta, svo sem upphafi, meginmáli og niðurlagi,
  • Samið texta frá eigin brjósti, svo sem sögu, frásögn, ljóð eða skilaboð,
  • Beitt einföldum stafsetningarreglum og notað tiltæk hjálpargögn við hæfi,
  • Nýtt sér fyrirmyndir í ritun, svo sem af lestri bóka, blaða eða rafræns efnis,
  • Skrifað texta á tölvu og beitt einföldustu aðgerðum í ritvinnslu
  • Skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri höfundar eða lestri lesanda.

læri stafátt og þjáfist í að skrifa eftir forskrift og frá eigin brjósti

vanda skrift og réttritun við öll verkefni og læra á og nýta hjálpartæki

verkefnaskil á rafrænu formi

þjálfist í fingrasetningu

skoða mismunandi texta með tilliti til uppbyggingar

skili verkefnum á rafrænu formi

Skriftarkönnun haust. vetur og vor

Málfræði

  • Beitt töluðu máli og rituðu af nokkru öryggi og ræður yfir orðaforða og málskilningi sem hæfir þroska,
  • Þekkt og fundið helstu einingar málsins, svo sem bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og málsgrein,
  • Raðað í stafrófsröð og gert sér grein fyrir notagildi þess við leit og skipulag,
  • Gert sér grein fyrir mismunandi hlutverki nafnorða, lýsingarorða og sagnorða,
  • Leikið sér með ýmis einkenni tungumálsins, svo sem margræðni orða og fundið kyn og tölu,
  • Búið til málsgreinar og ráðið við að greina málsgreinar í eigin texta,
  • Greint mun á samnöfnum og sérnöfnum og m.a. bent á þau í eigin texta,
  • Leikið sér með orð og merkingu, svo sem með því að ríma, og fara í orðaleiki,
  • Gerir sér grein fyrir markmiði þess að læra íslenska málfræði.

vinna með bókstafi, orð og málsgreinar

efla orðaforðann, með því að skoða ný orð, reyna að skilja og setja í samhengi, nota nýjan orðaforða í tali og ritun

fara í alls konar orðaleiki, lykilorðavinnu, nýyrðasmíð,  krossorðaspilið, krossgátur,  spil og  ýmis forrit

Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

List- og verkgreinar

Textílmennt:

Í textílmennt er lögð áhersla á ákveðin vinnubrögð, það geta þau gert í gegnum ýmis verkefni sem þau velja útfrá áhuga. Sem dæmi má nefna að nota garn, gera vinabönd, búa til hnúta, prjóna, búa til dúska, sauma út og nota saumavél.

Námsaðlögun: 

Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennarastýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi

Leiðir

Námsmat

Handverk, aðferðir og tækni

Notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum,

 • Unnið úr nokkrum gerðum textílefna

 • Unnið eftir einföldum leiðbeiningum.

Sköpun, hönnun og útfærsla

Tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu,

 • Skreytt textíl vinnu á einfaldan hátt,

 • Gert grein fyrir mismunandi tegundum handverks og notað nokkur hugtök sem tengjast greininni

• Leitað að einföldum upplýsingum í nokkrum miðlum.

Menning og umhverfi

 Sagt frá íslensku hráefni og unnið með það á einfaldan hátt,

 • Sagt frá nokkrum tegundum textílefna

 • Fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilnefna,

 • Notað ný og endurunnin efni í textíl vinnu.

  • Þjálfa fínhreyfingar með því að nota  skæri, þræða nálar, binda hnúta og  nota saumavélar.
  • nota málband til að mæla og sprettuhníf til að rekja upp
  • vinna með bómullargarn, ullargarn, léreft, jersey efni, tvinna, útsasaumsgarn
  • stigskiptur stuðningur við verkefni og farið eftir sjónrænum leiðbeiningum
  • teikna einfalda mynd af textílverki
  • velja sér tölur til að skreyta verkefni sín með
  • samræður um verkefni og hugtök greinarinnar notuð
  • vinna með plötulopa og léttlopa  ít.d.  dúskagerð og samræðum um hvaðan efnið kemur
  • rætt um notagildi efna og mikilvægi þess að geyma og endurnýta

Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.

Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og gerir mat sýnilegt í Mentor.

Myndmennt : Í myndmennt er lögð áhersla á ákveðna tækni eða stíl hverju sinni, nemendur fá fyrirmynd og gera síðan sína útgáfu af myndinni sem getur verið allt frá því að vera mjög lík fyrirmyndinni yfir eigin sköpun nemandans.

Námsaðlögun:  Stigskiptur stuðningur er mikilvægur í verklegri kennslu, frá sýnikennslu til sjálfstæðra vinnubragða. Með stigskiptum stuðningi er átt við ferli kennslu sem fer frá kennarastýringu til sjálfstæðis nemenda. Kennari gerir - nemandi horfir, kennari gerir - nemandi hjálpar, nemandi gerir - kennari hjálpar og að lokum nemandi gerir - kennari fylgist með. Aðlögun í textíl felst aðallega í því að kennari hjálpi nemendum mismikið eftir getu og þörfum nemenda þar til þeir ná tökum á verkefninu.

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Námsmat

  •  Nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar
  •   Skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
  •  Tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn í myndverki á einfaldan hátt,
  •  Útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
  •  Unnið út frá kveikju við eigin listsköpun,
  • Þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
  • Fjallað um eigin verk og annarra,
  • Þekkt og gert grein fyrir völdum verkum listamanna. Lýst þeim og greint á einfaldan hátt yrkisefnið og lýst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins
  •  Greint að einhverju leyti á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka
  •  Greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,
  •  Skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.
  • Vinna með frumformin og frumlitina
  • Kynnast fjarvídd, unnið með sjóndeildarhringinn og áttað sig á að sumir hlutir eru nálægt þér en aðrir langt í burtu.
  • Gera myndir eins og þau sjá fyrir sér t.d tré á mismunandi árstíma.
  • Nota tréliti, tússliti, vaxliti, teikniblýanta, þekjuliti, vatnsliti og fl.
  •  vinna verk útfrá fyrirmynd en með sinni túlkun
  • rætt um myndbyggingu
  • samræður um listaverk sem skoðuð eru
  • Skoða listaverkabækur um listamenn og sjá hvernig myndir þeir gerðu og gera.
  • skoða og ræða um mismunandi listform eins og grafík, olíumálverk, vatnsliti o.s.frv.

Verkefnum safnað í möppu.

Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.

Kennari metur vinnu nemenda og verkefni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor. Þannig er leiðsagnarmat sýnileg og virkt.

Náttúru- og samfélagsgreinar (þema) seinna ár

Þema er samþætt Byrjendalæsi og útiskóla. Á þessu skólaári tökum við fyrir nokkur fyrirfram ákveðin þemu sem eru: Umhverfis- og Náttúruvernd, Íslandssaga, Fjölbreytileikinn, jörðin okkar, saga mannkyns, tækni og heimabyggðin.

Unnið er með hæfniviðmið náttúrufræði- og samfélagsgreina úr Aðalnámskrár grunnskóla í hverju þema fyrir sig og þau fléttuð inn í markmið Byrjendalæsis og útiskóla.

Námsaðlögun: Áhersla er lögð á hugtakaskilning og orðaforða sem tengist hverju þema í bland við þematengd verkefni í lotunum til dæmis með því að útbúa lestrarspil með hugtökum og orðaforða hvers þema. Nemendur  hafa val um leiðir og séu virkir þátttakendur í verkefnum.

Hægt er að sjá öll hæfniviðmið og námsaðlögun sem unnið er með í þematengdum lotum Byrjendalæsis inná mentor.

Þemu og áherslur 1. og 2. bekkjar (seinna ár) 2023-2024

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Námsmat

Umhverfis- og náttúruvernd - Sjálfbærni, endurvinnsla, endurnýting og umhverfisstefna sveitarfélagsins

  • Greinum og leitum leiða til að finna hvar við getum haft áhrif á umhverfi okkar
  • Gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana.
  • Rætt eigin lífssýn og gildi, gert sér grein fyrir samspili náttúru og manns,
  • Fjallað um samspil manns og náttúru,
  • Flokkað úrgang

Umhverfisstefnan Svalbarðsstrandar skoðuð og rædd og nemendur velja sér þátt og túlka á sinn hátt, t.d. teikna mynd, leikrit, búa til myndband eða myndasögu

Hugtök: Leiðarljós, sjálfbærni, endurnýtanlegt. endurnýjanlegt, endurvinnsla, manngert í náttúrunni

 Hæfniviðmið einstakra verkefna metin í lotum þemanáms  og birt á hæfnikorti nemenda í mentor jafnóðum. Sjálfsmat, leiðsagnarmat og jafningjamat.

Íslandssaga - Landnámsmenn og landnám Íslands

  • Nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar,
  • Aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum,
  • Rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi
  • Sagt frá atburðum og persónum á völdum tímabilum sem tengjast nærsamfélaginu

Kynnumst nokkrum af landnámsmönnum Íslands ferðum þeirra og landnámi á Íslandi

Fjölbreytileikinn - fjölskyldugerðir og kynhlutverk

  • Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi,
  • Áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum
  • Áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna.
  • Áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum
  • Hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir
  • Áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu.
  • Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim.

Kynnumst fjölbreyttum fjölskyldugerðum

Kynnumst mismunandi kynhlutverkum

Himingeimurinn - Pláneturnar í sólkerfinu, landmótun í nánasta umhverfi

  • Tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi.
  • Sagt frá hvernig Ísland myndast og tekur breytingum.
  • Lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks.

Kynnumst sólkerfinu okkar, læri heiti plánetanna og hugtök tengd viðfangsefninu

Kynnumst hvernig Ísland varð til og mótun

þess læri hugtök um himingeiminn

læri hugtök um tímann og klukkuna

árstíðir-sólahringur-dagur og nótt-klukkustund-hálftími-korter

Vísindi - Áhrif tækninnar í nánasta umhverfi

  • Gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspili við hana,
  • Tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu, sýnt félögum og náttúru alúð,

Við skoðum tæknina í kringum okkur og skoðum helstu hugtök sem tengjast bílnum.

Útiskólinn

1. og 2. bekkur og krummar úr leikskóla í samkennslu og samvinnu milli skólastiga.

Í útiskólanum leggjum við áherslu á samræðu, upplifun, verklega þátttöku, uppgötvanir, samvinnu, jafningjafræðslu og lýðræðislegar ákvarðanir og umræðu. Í upphafi hvers tíma ræðum við markmið dagsins og hvernig við viljum ná þeim, nemendur koma með uppástungur sem eru ræddar og svo er gengið til kosninga og þeim fylgt eftir.

Hæfniviðmið Aðalnámskrár Grunnskóla.

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Vetvangsferðir um nánast umhverfi skólans

Námsmat

Geta til aðgerða

  • Útskýrt hvernig tækni hefur áhrif á lífsgæði íbúa og umhverfi þeirra
  • Tekið frumkvæði við öflun upplýsinga til að skoða tiltekið málefni frá ýmsum sjónarhornum
  • Sýnt virkni og látið sig varða nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því
  • Greint á milli ólíkra sjónarmiða sem varða málefni daglegs lífs

Göngum um nærumhverfi og finnum út hvar tækni hefur hjálpað við að móta umhverfi okkar og lífsgæði

Verndarar fjörunnar tína skaðlega hluti úr fjörunni til að vernda lífríkið þar

kynnist hvernig tækni hefur áhrif á lífið og umhverfið

kynnist öflun upplýsinga um ákveðið málefni og rætt

taki ábyrgð á nærumhverfinu og lífverum þar

Mat á útiskólanum er byggt á símati kennara þar sem virkni, áhugi og samvinna eru höfð að leiðarljósi, og  bekkjar markmið eru metin á mentor

Nýsköpun og hagnýting þekkingar

  • Komið auga á þarfir og vandamál í umhverfi sínu
  • Bent á störf sem krefjast sérþekkingar

Skoðum það sem betur má fara í nærumhverfinu og ræðum á hvern hátt við getum bætt það

greinum og leitum leiða til að finna hvar við getum haft áhrif á umhverfi okkar

kynnist störfum sem krefjast ákveðinnar þekkingar

Gildi og hlutverk vísinda og tækni

  • Útskýrt hvernig tækni nýtist í daglegu lífi þeirra
  • Gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana

Vettvangsferðir, leitin að tækninni í daglegu lífi og okkar nánasta umhverfi

skoðum ræktað land og óræktað, skurði og læk, fjöruna og varnar garðana þar og berum saman

kynnist tækni í daglegu lífi nemenda

skoðum það sem hefur áhrif á afkomu okkar í samspili við náttúruna

Vinnubrögð og færni

  • Sagt frá og framkvæmt með hversdagslegum hlutum einfaldar athuganir úti og inni
  • Skráð atburði og athuganir, s.s. með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum og sagt frá þeim
  • Útskýrt valda atburði og hugmyndir á fjölbreyttan hátt
  • Hlustað á og rætt hugmyndir annarra

Leitin að vorinu

myndasmiður dagsins

kynnist áttunum, veðurfari og klæðnaði eftir veðri

geti sagt frá af hverju klæðnaður skiptir máli

Ábyrgð á umhverfinu

  • Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, sýnt félögum og náttúru alúð,
  • Skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð,
  • Rætt eigin lífssýn og gildi, gert sér grein fyrir samspili náttúru og manns
  • Tekið þátt í að skoða, greina og bæta eigið umhverfi og náttúru

Skoðunarferð um nágrennið og umræða um hvað og hvernig má bæta það og hvernig maðurinn hefur haft áhrif og jafnvel breytt umhverfinu

tekið þátt í að skoða, greina og bæta eigið umhverfi og náttúru

Að búa á jörðinni

  • Tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi
  • Fylgst með og skráð upplýsingar um veður í heimabyggð
  • Lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks

Kynnist mismunandi jarðvegi, veðrun og rofi

kynnist breytingum í náttúrunni eftir árstíðum og hvernig það breytir lífi fólks

Lífsskilyrði manna

  • Úskýrt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns
  • Rætt fjölbreytni í nýtingu vatns á heimilum og í umhverfinu

Umræður í upphafi útiskóla um klæðnað eftir veðri og mikilvægi fæðu og svefns

ræðum hvað er mikilvægt svo við getum farið í útiskóla í allavega veðrum

kynnist hvernig vatnið nýtist á heimilum og í umhverfinu og er öllum lífverum lífsnauðsynlegt

Náttúra Íslands

  • Sagt frá eigin upplifun á náttúrunni og skoðun á lífveru í náttúrulegu umhverfi
  • Útskýrt einkenni lifandi vera, skýrt með dæmum lífsskilyrði lífvera og tengsl við umhverfi
  • Lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi sínu
  • Útskýrt fæðukeðjur og rakið fæðu til frumframleiðenda

Vettvangsferðir þar sem við skoðum fuglalífið, skordýr og aðrar lífverur í okkar nánasta umhverfi ræðum um fæðukeðjur og finna dæmi

kynnist og skoði lífverur í nánasta umhverfi

kynnist algengustu orkugjöfum á Íslandi

Heilbrigði umhverfisins

  • Fjallað um samspil manns og náttúru
  • Flokkað úrgang  

Verndarar fjörunnar er verkefni að vori, tínum rusl úr fjörunni, flokkum á gámasvæðinu, ræðum hvað áhrif ruslið sem við tínum hefur á lífríkið í kringum okkur

kynnist samspili mans og náttúru

kynnist flokkun úrgangs

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu

  • Flokkað gerviefni og náttúruleg efni eftir tilurð þeirra
  • Rætt hvernig uppfinningar hafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum

Vettvangsferð og umræða um náttúruleg efni og gerviefni sem við finnum í næsta nágrenni og uppfinningar í nærumhverfinu og hvernig þær hafa áhrif á líf fólks

kynnist gerviefnum og náttúrulegum efnum í náttúrunni

kynnist uppfinningum sem hafa áhrif á líf fólks t.d. á heimilum

Skólaíþróttir

Íþróttir

Íþróttakennsla í grunnskóla er til að efla andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði. Lagt er upp úr þátttöku allra og stuðla markvisst að velferð og vellíðan nemenda, enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Námsgreinin skólaíþróttir gegnir veigamiklu hlutverki í heilsu uppeldi og heilsurækt nemandans allan grunnskólann.

Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar skulu því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi.

Hæfniviðmið

Nemandi getur:

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu.

Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi.

Félagslegir þættir

Unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum.

Heilsa og efling þekkingar

Útskýrt líkamlegan mun á kynjum.

Skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir.

Tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum.

Öryggis– og skipulagsreglur

Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum íþróttahúss og brugðist við óhöppum.

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Æfingar með ýmis áhöld eins og gjarðir, sippuband og bolta

Stöðvar og áhaldabrautir.

Boltaleikir, hlaupa- og viðbragðsleikir.

Gólfæfingar, hlaup, stökk, sveiflur og klifur.

Félagslegir þættir

Fjölbreyttir leikir sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.

Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.

Heilsa og efling þekkingar 

Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans.

Þjóðlegir leikir.

Öryggis- og skipulagsreglur

Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði.

Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum.

Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.

Kennari metur vinnu nemenda og virkni jafn og þétt og sýnir mat í Mentor.

Sund        

Skólasund er mikilvæg námsgrein til að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta, efla færni þeirra í samskiptum, auka þrek, byggja upp sjálfsmynd, styrkja ákvarðanatöku, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun. Aukin sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingsins.

Námsaðlögun: Kennslu- og aðferðafræði skólaíþrótta, þar með talið skólasund, snýst um að koma til móts við þarfir nemenda sem eru að vaxa úr grasi á viðkvæmu en breytilegu vaxtarskeiði. Til að slíkt megi takast skal sérstaklega hugað að líkamlegri virkni hvers og eins í kennslutímum þó að aðrir þættir, eins og fræðileg innlögn, fléttist inn í kennsluna. Verklegir tímar eru því skipulagðir þannig að hver nemandi sé virkur í verkefnum við hæfi.

Hæfniviðmið

Leiðir

Námsmat

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Við lok 1. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum, kafað, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni.

Við lok 2. bekkjar getur nemandi: Tekið þátt í stöðluðum prófum, kafað, flotið, velt sér af kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikjum í vatni.

Félagslegir þættir

Skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum,

Gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.

Heilsa og efling þekkingar

Skýrt mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun,

Útskýrt líkamlegan mun á kynjum,

Notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun og líkamlegri áreynslu,

Gert einfaldar mælingar og talningar í leikjum,

Öryggis- og skipulagsreglur

Farið eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum sundstaða og brugðist við óhöppum.

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Ýmsir leikir og æfingar í köfun, blása plastflöskum til að æfa öndun, flot og aðlögun í vatni.

Félagslegir þættir

Fjölbreyttir leikir sem krefjast mismunandi reglna, samvinnu og samskipta.

Tjái skoðun sína á æfingum og leikjum.

Heilsa og efling þekkingar 

Fræðsla og umræður um umhirðu líkamans.

Þjóðlegir leikir.

Öryggis- og skipulagsreglur

Þjálfun í að þvo sér, þurrka, klæða sig, ganga frá fötum og handklæði.

Þjálfist að fara eftir fyrirmælum kennara í leikjum.

Nemandi þjálfi sig í að fara eftir reglum á sundstöðum.

Stöðumat

Fer fram í byrjun á hæfni til að fara í kaf og fljóta.

Virkni, vinnusemi sjálfsmat og símat.

Kennari er ofan í laug með nemendum og notast er við stigskiptan stuðning þar sem kennari sýnir og leiðbeinir með handa- og fótahreyfingar og hjálpar þeim sem þurfa hjálp.

Stærðfræði

Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að styðja sem best við nám nemenda, efla sjálfstraust og koma til móts við mismunandi þarfir þeirra. Þær  eru meðal annars stigskiptur stuðningur, innlögn og bein kennsla, jafningjafræðsla, para- og hópverkefni, námsleikir og spil, þrautir og þjálfunarforrit.

Samkennsla er í 1. og 2. bekk, lögð er áhersla  á að styrkja jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræðinnar með fjölbreyttum verkefnum, þeir læri grunn hugtök stærðfræðinnar, rannsaki, leiki sér, ræði saman og tengi við daglegt líf.  Í stærðfræði er notast við fjölbreyttar kennsluaðferðir. Nemendur fá innlagnir frá kennurum, taka þátt í umræðum, fá þjálfun í notkun reikniaðgerða og rökhugsun.

Námsaðlögun: Nemendur vinna einstaklingslega, í pörum eða í hópum. Námsárinu er skipt upp í ákveðna námsþætti sem nemendur vinna að hverju sinni. Allir vinna með sama viðfangsefnið á sama tíma en nemendur eru með einstaklingsmiðuð verkefni eftir getu, færni, áhuga og virkni. Stuðningur í stofunni er mikilvægur og styður þá sem eiga auðvelt með námsefnið og þá sem ráða síður við það efni sem lagt er fyrir hverju sinni. Ef vandinn er meiri,  fá nemendur stuðning við námið hjá sérkennara, ýmist inn í stofunni eða farið annað í smærri hópum eða einstaklingslega.

Námsefni: Sproti 1a, 1b, 2a, 2b og ýmis verkefni frá kennara.

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Námsmat

Að geta spurt og svarað með stærðfræði

  • Tekið þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði
  • Leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, nota áþreifanlega hluti og eigin     skýringarmyndir
  • Sett fram, meðhöndlað og túlkað einföld reiknilíkön, talnalínur, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi
  • Rökrætt af innsæi um stærðfræðiverkefni sem tengjast eigin reynsluheimi, rökstutt niðurstöður sínar, val á lausnaleiðum og fylgt röksemdafærslu

Nemendur ræða saman um hvernig hægt er að nýta sér ýmis hlutbundin gögn til að leysa verkefni daglegs lífs og færi yfir í myndmál, frásögn eða texta, skýri frá ferlinu og skili til kennara á rafrænu formi.  

Leiðsagnarnám og ýmsar  kannanir, eru leiðarljósin í námsmati allra þátta í stærðfræði og eftirfylgni í kjölfarið.

Markmið eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs.

Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar

  • Notað myndmál, frásögn og texta jafnhliða táknmáli stærðfræðinnar og unnið með innbyrðis tengsl þeirra
  • Túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðamerki og tengt þau við daglegt mál
  • Tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni
  • Notað hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum

Nemendur ræða saman um hvernig hægt er að nýta sér ýmis hlutbundin gögn til að leysa verkefni daglegs lífs og færi yfir í myndmál, frásögn eða texta, skýri frá ferlinu og skili til kennara á rafrænan formi.  

Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar

  • Tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir með því m.a. að nota hlutbundin gögn og teikningar
  • Kannað og rannsakað með því að setja fram tilgátur og gera tilraunir með áþreifanlegum gögnum
  • Lesið og rætt um einfaldar upplýsingar, þar sem stærðfræðihugtök eru notuð
  • Undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði
  • Unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna þar sem byggt er á forsendum og hugmyndum nemenda
  • Notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í daglegu lífi og gera sér grein fyrir verðgildi peninga
  • Borið skynbragð á hverjir möguleikar og takmörk stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum

Nemendur læri að nýta sér ýmis hlutbundin gögn og leita lausna með hjálp þeirra, útskýra  hvernig þeir finna lausnina fyrir samnemendum ýmist í hópum eða pörum. Búðarleikir, stærðfræðisögur og spil til að skerpa á þekkingu

Tölur og reikningur

  • Notað náttúrulegar tölur, raðað þeim og borið saman
  • Notað tugakerfisrithátt
  • Reiknað með náttúrulegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt
  • Tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæma
  • Leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum
  • Gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld almenn- og tugabrot og hlutföll eru notuð í daglegu lífi

Spil, kubbar og ýmsir leikir með tölur og tugakerfið, nemendur  vinna saman að því að útskýra reikningsaðferðir og miðla á mismunandi máta til dæmis með stærðfræðisögum, teikningum eða leikþætti

Algebra

  • Kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs, t.d. með því að nota líkön og hluti
  • Notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og tjá vensl eins og jöfnuð og röð
  • Fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og rökstutt lausnir sínar t.d. með því að nota áþreifanlega hluti

Kynnist mynstrum í nánasta umhverfi, finna óþekkta þáttinn í jöfnum og útskýri fyrir samnemendum

Rúmfræði og mælingar

  • Notað hugtök úr rúmfræði s.s. um form stærðir og staðsetningu til að tala um hluti og fyrirbrigði í daglegu lífi og umhverfi sínu
  • Gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum teiknað skýringamyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu
  • Unnið með mælikvarða og lögun
  • Áætlað og mælt lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og hitastig með einföldum mælitækjum og notað viðeigandi mælikvarða
  • Rannsakað og gert tilraunir í rúmfræði með því að nota tölvur og hlutbundin gögn
  • Speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja flötinn
  • Borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar

Mæli með mismunandi mælieiningum, kynnist formum og tengi við nánasta umhverfi, læri einföld  hugtök rúmfræðinnar, rannsaki og beri saman ýmsar niðurstöður og kynni fyrir samnemendum

Tölfræði og líkindi

  • Safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið
  • Talið flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld myndrit
  • Tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit bæði eigin og annarra
  • Tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, s.s. hvað er líklegt að muni gerast og hvað er tilviljunum háð
  • Gert einfaldar tilraunir með líkur og borið skynbragð á áhrif þeirra í spilum

Samræður, spil, kannanir og öflun upplýsinga fyrir einföld súlurit

Upplýsinga og tæknimennt

Hægt er að sjá öll hæfniviðmið og námsaðlögun sem unnið er með hverju sinni í þematengdum lotum Byrjendalæsis inná mentor.

Hæfniviðmið

Við lok 4. bekkjar getur nemandi:

Leiðir

Námsmat

Vinnulag og vinnubrögð

  • Nýtt upplýsingaver sér til gagns og ánægju, s.s. til lesturs, hlustunar og leitarnáms,
  • Nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag,
  • Sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn,
  • Gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á ýmsum tæknibúnaði,
  • Beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum.

Ýmsar verklegar æfingar og þjálfunarleikir, samþætt viðfangsefnum í öðrum námsgreinum.

Nemendur;

  • kynnist því að nýta sér lestrarefni á netinu og vinna með því verkefni
  • vinna með ýmis  verkefni í seesaw sem skilað er á rafrænu formi til kennara
  • æfi í fingrasetningu með hjálp forrita og leikja

Leiðsagnarmat, símat kennara og sjálfsmat nemenda.

Markmið eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs.

Upplýsingaöflun og úrvinnsla

  • Leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu,
  • Nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni,  
  • Unnið með heimildir,
  •  Nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldra verkefna,
  • Nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum.
  • læri að nýta sér ýmis forrit sér  til upplýsingar og gleði
  • læri að nýta sér lestrarefni á netinu og vinna úr því verkefni vinna með ýmis  verkefni í seesaw sem skilað er á rafrænu formi til kennara
  • læri að nýta sér einföld hugtakakort
  • læri að skrá sig á netfang í google og vinna verkefni í classroom

Við lok 4. bekkjar eiga nemendur að vera búnir að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Tækni og búnaður

  • Notað hugbúnað/forrit við einföld ritunarverkefni og framsetningu tölulegra gagna,
  •  Notað einfaldan hugbúnað/forrit við myndvinnslu,
  •  Nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð
  • læri undirstöðu forritunar með leikjum í spjaldtölvum og tölvum
  • læri að nýta sér verklegar æfingar og þjálfunarleikir, samþætt viðfangsefnum í öðrum námsgreinum.

Sköpun og miðlun

  • Lýst á einfaldan hátt eigin upplýsinga- og miðlalæsi,
  • Notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt
  • æfist í að nota einföld forrit til að vinna úr upplýsingum sem safnað er og segja frá með hjálp tækninnar

Siðferði og öryggismál

  • Sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga,
  • Farið eftir einföldum reglum um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um siðferðilegt gildi þeirra.
  • taki þátt í umræðu  um öryggi og siðferði þegar netið er notaði

Lífsleikni og bekkjarfundir

Á bekkjarfundum eru tekin fyrir málefni líðandi stundar og rædd með áherslu á markmið lykilhæfninnar. Nemendur ræða mál sem þeir vilja að fjallað sé um á skólaþingi og undirbúa þau. Farið er eftir ákveðnum samræðureglum á bekkjarfundum sem samþykktar eru á fyrsta bekkjarfundi skólaársins. Lífsleiknin tengist öllum námsgreinum.

Hæfniviðmið úr Aðalnámskrá

Lykilhæfni fyrir 1.-4. bekk

Leiðir

Námsmat

Tjáning og miðlun

Tjáning og miðlun fram fram á bekkjarfundum þar sem allir fá tækifæri og örvun til að tjá sig og hlusta á aðra og leiðsögn til að  taka tilliti til skoðana annarra og virða þær.

Vinnum með gildi skólans, skólareglurnar  og skólastefnuna.

Í  öllum þáttum eru markmið lykilhæfni  metin í mentor og birt á hæfnikortum nemenda eftir því sem verið er að vinna að hverju sinni.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja málefni sem eiga að fara á skólaþing eftir umræðu um hvort þau samræmist reglum og markmiðum skólaþings.

Nemendur fá tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt og með tilliti til viðmiða um árangur náms.

Sjálfsmat

Sjálfstæði og samvinna

Nemendur fá tækifæri til að vinna að þeim málefnum sem þeir vilja koma á framfæri skipuleggja verkefni sem leiðtogar á leiðtogasmiðjum í pörum, skipti með sér hlutverkum.

Jafningjamat

Nýting miðla og upplýsinga

Nemendur geta valið sér viðfangsefni og finna leiðir til að kynna fyrir  samnemendum eða jafnvel öðrum námshópum.

Leiðsagnarmat

Ábyrgð og mat á eigin námi

Nemendur setja sér markmið og nýta styrkleika sína til að hafa áhrif á nám sitt og hvernig þeir vilja ná markmiðum sínum.

Leiðsagnarmat

Hæfniviðmið úr Aðalnámsskrá grunnskóla

Við lok 4. bekkjar getur nemandinn;

Leiðir

Námsmat

Leiðtogaþjálfun, Uppbygging sjálfsaga

Hugarheimur- Sjálfsmynd: Hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum        

  • Gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur.
  • Sett sig í spor annarra jafnaldra.
  • Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig.
  • Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann.
  • Áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði.

Félagsheimur - Samskipti: Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra        

  • Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi.
  • Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra.
  • Hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir.
  • Áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna.
  • Sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi.

 

Vinnum með gildi skólans, skólareglurnar  og skólastefnuna.

Unnið að bekkjarsáttmála, þarfastjörnu um grunnþarfirnar og hlutverkin okkar.

Nemendur velja og sjá um verkefni á stöðvum í pörum eða 3 í hópi, undirbúa kenna og aðstoða við verkefnið sem valið er.

Markmið eru metin í mentor og birtast á hæfnikortum nemenda í lok hverrar lotu og svo samantekt í lok skólaárs.

Leiðsagnarmat

Umhyggja, virðing, metnaður, gleði